Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 Fréttir . Neyðarakstur lögreglu fólst 1 að keyra leikara á miUi staða: Oeðlileg notkun á forgangsljósum - segir yfirlögregluþjónn sem hyggst leggja málið fyrir lögreglustjóra Athygli hefur vakið að tveir að- alleikarar íslensku kvikmyndar- innar Sporlaust fengu lögreglu- fylgd á milli Borgarleikhússins og Háskólabíós þegar myndin var frumsýnd sl. fimmtudagskvöld. Ekki nóg með það heldur var lög- reglubifreiðin sem ók leikurunum með forgangsljósin á þegar henni var ekið gegn rauðum ljósum á gatnamótum á Miklubraut. Þegar lögreglubill er með for- gangsljós á er um að ræða neyð- arakstur. Mjög skýrar reglur eru um neyðarakstur lögreglu sam- kvæmt lögum dómsmálaráðuneyt- isins frá 1988 og er ljóst að þessi akstur fellur ekki undir þær regl- ur. Neyðarakstur lögreglu á við þegar um er að ræða sjúkraflutn- inga, lögregluverkefni eða öryggis- aðgerðir vegna heimsókna er- lendra þjóðhöfðingja. „Lögreglumaðurinn sem annað- ist þennan akstur hefur greint frá þvi að þegar hann hafi komið að gatnamótum Snorrabrautar og Miklubrautar hafi hann stöðvað á rauðu ljósi. Þegar umferðin hafl verið farin hjá hafí hann síðan sett forgangsljósin á og ekið yfir gatna- mótin á rauðu ljósi. Að mínu mati er þetta óeðlileg notkun á for- gangsljósum þótt hann hafi aðeins notað þau á þessum gatnamótum. Ég mun leggja þetta mál fyrir lög- reglustjóra og við munum að sjálf- sögðu óska eftir skýrslu frá um- ræddum lögreglumanni," segir Jónmundur Kjartansson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík. Hefði aldrei veitt leyfi Jónmundur segir lögregluna reyna að koma til móts við borgara og veita ýmsa aðstoð. Kvikmyndafé- lög hafi í gegnum tíðina oft leitað til lögreglu vegna bíla og þess háttar. „Ég sjálfur hefði hins vegar aldrei veitt leyfi fyrir þessum akstri þótt ég sjái ekkert að því að aðstoða borgara þegar það á við. Það er al- veg ljóst að notkun á ljósum og for- gangsbúnaði getur aldrei átt við þegar leikurum er ekið á milli húsa og ekki er um neyðarakstur að ræða. Það samrýmist einfaldlega ekki þeim reglum sem við vinnum eftir,“ segir Jónmundur Kjartans- son yfirlögregluþjónn. Utanríkisráðuneytið leitar oft til lögreglu vegna heimsókna þjóðhöfð- ingja eða anncirra háttsettra gesta. Ráðuneytið biður þá um vemd eða fylgd lögreglu. Ráðuneytið gefur til kynna hversu mikillar aðgæslu er þörf eftir því hver á i hlut. Það er síðan alfarið í höndum lögreglu hvemig þeir framkvæma það, hvort þeir fara um með forgangsljós eða ekki,“ segir Björgvin Guðmundsson hjá utanríkisráðuneytinu, aðspurð- ur um málið. Á síðasta ári, þegar ólympíuleik- ar smáþjóða voru haldnir á íslandi, vakti það mikla athygli að forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar, Juan Antonio Samaranch, ók ítrekað um höfuðborgina í fylgd lögreglubíla sem höfðu forgangsljósin á. Sam- kvæmt upplýsingum DV var þar um að ræða sérstaka beiðni frá íþrótta- forystunni til lögreglu vegna örygg- isástæðna. -aþ/RR Göngubrúin yfir Miklubraut: Sveiflast ískyggilega - óþægilegt en engin hætta á ferðum, segir gatnamálastjóri Göngubrúin yfir Miklubraut viö Rauðagerði. Gagnrýnt er að brúin sveiflist ískyggilega þegar nokkrir menn hlaupi þar yfir í einu. „Ég hef hlaupið þarna nokkrum sinnum yfir ásamt nokkram öðrum og þá hefur brúin sveiflast ískyggi- lega. Þetta er mjög óþægilegt og við erum farnir að hlaupa aðra leið núna og sleppa brúnni. Mér finnst þessi brú alls ekki nógu traust fyrir hlaupandi eða gangandi fólk,“ segir Jóhann Guðmundsson áhugahlaup- ari sem gagnrýnir göngubrúna yfir Miklubraut við Rauðagerði. Göngu- brúin var gerð á síðasta ári. „Við höfum heyrt raddir um að þegar hópur fólks hefur hlaupið yfir brúna þá geti hún sveiflast nokkuð. Það er alls engin hætta á ferðum en vissulega getur þetta verið óþægi- legt fyrir viðkomandi. Það er stefnt að því að smiða aðra brú sem verð- ur svipuð þessari og þá verður þessi þáttur skoðaður sérstaklega," segir Sigurður Skarphéöinsson gatna- málastjóri. Sigurður segir að einnig sé verið að skoða öryggismál varðandi akst- ur undir brúna og öryggisslár. „Það eru öryggisslár báðum meg- in við brúna til að koma í veg fyrir að stórir flutningabílar rekist í hana. Þetta era hæðarviðvaranir og ef stór bíll rekst upp í slárnar fara viðvörunarmerki af staö, bæði hljóð- og ljósmerki. Það væri að sjálfsögðu mjög hættulegt ef stór bíll keyrði á brúna og gangandi veg- farendur væru uppi á henni. Slárn- ar eiga að hanga í nokkuð mörgum stálþráðum og það má verulega mikið ganga á áður en þær detta niður. Hins vegar skal ég ekki leyna því að þetta er okkur visst áhyggju- efni hvort að við höfum búið nægi- lega vel um þessar slár. En það er ekki þorandi að hafa göngubrýmar öðruvisi en að vera með hæðarvið- varanir. Við höfum verið að skoða aðra möguleika, eins og ljósgeisla, sem gæti komið fyrir slámar. Það hefur vissa erfiðleika en hugsanlega eru þeir yfirstiganlegir. Þetta er ekki spuming um peninga heldur að kerfið virki sem öruggast þegar á reynir," segir Sigurður. -RR Nýju sveitarfélögin: Örnefnanefnd hafnar flestum nafnanna DV, Aknreyri: „Ég er aðallega undrandi á við- brögðum sveitarstjórnarmanna varðandi störf nefndarinnar og tel að það gæti nokkurs misskilnings með- al sveitarstjórnarmanna varðandi störf nefndarinnar og þeirra reglna sem nefndin starfar eftir. Ég tel hins vegar ekki að ráðherra muni ganga gegn niðurstöðum nefndarinnar og staðfesta nöfn á ný sveitarfélög sem við höfum ekki getað mælt með,“ segir Ari Páll Kristinsson, formaður örnefnanefndar, en nefndin hefur haft og hefur reyndar enn til með- ferðar mörg mál sem varða nöfn fyr- ir ný sveitarfélög. Alls hafa 9 mál verið á borði nefndarinnar og sum era þar reyndar enn þá. Sveitarfélög- in geta ákveðið nöfn fyrir ný sveitar- félög að fenginni umsögn ömefna- nefndar en fá verður staðfestingu fé- lagsmálaráðherra á að nota megi við- komandi nöfn. Nefndin hefur mælt með nafninu Grímsnes- og Grafningshreppur eftir sameiningu þesssara tveggja hreppa. Á Héraði sameinuðust þrír hreppar, Jökuldalshreppur, Tunguhreppur og Hliðarhreppur, og óskaði ný sveitar- stjóm eftir umsögn um nafnið Norð- urhérað. Það mál er ekki afgreitt frá örnefnanefnd. í sameinuðu sveitarfélagi Dalvík- ur, Árskógssands og Svarfaðardals komu fram 7 tillögur um nafn, og hlaut Árdalsvfk flest atkvæði. Ör- nefnanefnd hefur verið með öll 7 nöfnin til skoðunar en hefur ekki af- greitt málið og talið er útilokað að nefndin mæli með nafninu Árdalsvík. Sveitarstjórn Sameinaðs sveitarfé- lags í allri V-Húnavatnssýslu hefur beðið nefndina um umsögn fyrir nafnið Húnaþing. Það erindi er óaf- greitt hjá nefndinni, en engar líkur taldar á að nefndin samþykki það nafn. Nafnið Austurríki hlaut mest fylgi í sameinuðu sveitarfélagi Eskifjarö- ar, Reyðarfjarðar og Neskaupstaðar. Örnefnanefnd var beðin um álit á því nafni og einnig nöfnunum Firðir, Austurbyggð, Fjarðabyggð, Ejarða- bæ, Austurbæ og Fjarðaborg. Nefnd- in mælti ekki með notkun neins nafnanna nema nafninu Fjarða- byggð. Við sameiningu Selfoss, Eyrar- bakka, Stokkseyrar og Sandvíkur- hrepps kom upp hugmyndin um nafnið Árborg fyrir nýja sveitarfé- lagið. Örnefnanefnd telur að eftirlið- urinn borg sé ekki viðeigandi þar sem ekki sé um borg að ræða á svæð- inu. Sameinuð sveitarfélög í A-Skafta- fellssýslu báðu um umsögn nefndar- innar fyrir nöfnin Hornafjörður og SkaftfeÚingabyggð. Nefndin mælir ekki með þessum nöfnum. í Borgarfirði sameinuðust Lundar- reykjadalshreppur, Hálsahreppur, Reykholtsdalshreppur og Anda- kílsárhreppur. Ný sveitarstjórn óskaði umsagnar um nafhið Borgar- fjöröur en örnefnanefnd mælir ekki með því nafni. Þá mælir nefndin ekki með nafn- inu Skagafjörður fyrir sameinað sveitarfélag í Skagafirði eins og sveitarstjórn óskaði eftir. -gk Stuttar fréttir i>v Eðlileg afskipti Gunnar S. Björnsson, for- maður undirbún- ingsnefndar um stofnun íbúða- lánasjóðs, segir að stjórnarflokk- arnir hafi tekið fram fyrir hend- ur nefndarinnar með ráðningu fram- kvæmdastjóra sjóðsins. Gunnar seg- ir slík afskipti þó eðlileg og að búast hefði mátt við sliku þar sem ráð- herra átti í hlut. Bylgjan sagði frá. Öllum sagt upp Öllu starfsfólki Fiskivers sf. á Eyrarbakka hefur verið sagt upp störfum og hættir fyrirtækið, sem hefúr rekið útgerð og fiskverkum í 34 ár, starfsemi. Að sögn annai-s eiganda fyrirtækisins er það kvóta- kerfið sem hefur eyðilagt rekstur- inn. Fréttavefur Morgunblaðsins sagði frá. Breytt vegamót Hreppsnefnd Ölfushrepps hefur krafist þess að Vegagerð ríkisins láti vinna tillögur um breytingar á gatnamótum Þrengslavegar og Ölf- usvegar í kjölfar banaslyss sem þar varð í sumar en það var fjórða banaslysið á 15 árum á þessimi gatnamótum. Fréttavefur Morgun- blaðsins sagði frá. Vill ekki á fund Forsætisráð- herra vill ekki ræða við stjórn Læknafélags ís- lands um með- ferð sjúkraskráa nema félagið dragi til baka ályktun frá 25. ágúst. Formaður læknafélagsins segir það ekki standa til. Morgun- blaðið sagði frá. Óbyggðanefnd Forsætisráðherra hefur skipað óbyggðanefnd í samræmi við lög um þjóðlendur. Formaður nefndar- innar er Kristján Torfason dóm- stjóri en aðrir í henni eru Karl Ax- elsson hrl. og Allan Vagn Magnús- son héraösdómari. Nefndin á að leysa úr álitaefnum um eignar- og afnotaréttindi utan eignarlanda. Hún á að ljúka störfum fyrir árið 2007. RÚV sagöi frá. Lítiö gert Framkvæmdastjóri Samtaka iðn- aðarins gagnrýnir stjómvöld fyrir að gera of lítið til að draga úr þenslu í efnahagslífinu. Alvarlegt sé til þess að hugsa að rekstur ríkisins sé i jámum og flest sveitarfélög safni skuldum mitt í góðærinu. RÚV sagði frá. 60 milljóna hagnaöur fslenskir aðalverktakar hf. veltu 1.955 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins og nam hagnaður fé- lagsins eftir skatta 60 milljónum króna. Slök afkoma veldur stjórn- endum félagsins vonbrigðum en þeir segja að hana megi fyrst og fremst rekja til verkefna á Grænlandi. Við- skiptavefur Vísis sagði frá. Vonandi lærdómur Stefán Hall- dórsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings, segir um nýlega deilu Lands- virkjunar og Járnblendifé- lagsins að þingið hafi máhð enn til skoðunar. Hann vonist til að Landsvirkjun og aðrir dragi lærdóm af atvikinu. Við- skiptablaðið segir frá. Ofbeldismenn lausir Mönnunum, sem handteknir voru fyrir að ráðast á íslenska sjó- menn í Bremerhaven aðfaranótt mánudags, hefur verið sleppt úr haldi. Þeir bera því við að íslend- ingarnir hafi átt upptök átakanna. Annar maðurinn er enn þungt hald- inn eftir högg í höfuðið með horna- boltakylfu. RÚV sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.