Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 Fijálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRIÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deiidir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimaslða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöiuverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efrii blaösins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Hagsbót neytenda Nokkur tímamót urðu í gær þegar Kaupfélag Eyfirð- inga á Akureyri færði út kvíamar og hóf verslunarrekst- ur í Reykjavík. KEA hefúr í áratugi verið stórveldi á Norðurlandi eystra og ráðandi í verslun á Akureyri. Nú reynir félagið í fyrsta skipti fyrir sér í verslunarrekstri utan Eyjafjarðar. Félagið kemur inn á markaðinn þar sem hann er stærstur og þar sem fjölgun íbúa hefur verið og verður fyrirsjáanlega í framtíðinni. Höfuðborgarsvæðið ber höf- uð og herðar yfir önnur svæði á landinu. Því gera KEA- menn sér mætavel grein fyrir. íbúum á sölusvæði félags- ins, Eyjafirði, hefur farið fækkandi. Því er það eðlilegt að það leiti fyrir sér þar sem möguleikar eru á framþróun. KEA ætlar sér í samkeppni stórmarkaða á höfúðborgar- svæðinu og um leið að reyna að ná fótfestu þar fyrir framleiðsluvörur félagsins. KEA kemur inn á markað þar sem baráttan er hörð. Miklar sviptingar hafa verið í rekstri matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu. Bónus hefur haft nokkra sérstöðu sem lágvöruverðsverslun með færri vörutegundir og minni þjónustu en aðrir stórmarkaðir. Viðbrögð við- skiptavina hafa frá upphafi sýnt að slík verslanakeðja átti fullt erindi á markaðinn. Þá var stórveldinu Hag- kaupi skipt upp í tvö félög, Hagkaup og Nýkaup. Vöru- verð er heldur lægra í Hagkaupi en meiri þjónusta er veitt í Nýkaupi. Aðrar sterkar verslanakeðjur taka þátt í samkeppninni af fullum þunga, þ.e. verslanir Nóatúns og 10-11. Þá hefúr Fjarðarkaup í Hafnarfirði haldið stöðu sinni sem og verslanakeðjan 11-11. KEA hefúr um nokkurra ára skeið rekið Nettó-verslun á Akureyri, lágvöruverðsverslun, sem á sínum tíma keppti við Bónus-verslun sem þar var rekin. Stjómendur Bónuss hættu rekstri þeirrar verslunar en héldu fúllum dampi syðra. KEA, sem nú hefur opnað Nettó-verslun í Reykjavík og tilkynnt að í verði muni sú verslun standa næst Bónusi í verðlagningu, veit því að hveiju það geng- ur. Það mun mæta harðri samkeppni þar sem ekkert verður gefið eftir. Neytendur hafa notið samkeppninnar sem ríkt hefur í rekstri matvömverslana á höfuðborgarsvæðinu. Þeir búa við Qölbreytt vöruúrval og gæði, hagstætt verð og stöðugt sem leiðir til þess að neytendur hafa gott verðskyn. Auk þess bjóða hinar ýmsu verslanir margar vömtegundir á sérstöku tilboðsverði. DV leggur sig fram, sem neytendablað, að kynna neytendum úrval þessara tilboða á neytendasíðu blaðsins á hverjum fimmtudegi. Samkeppnin sem ríkir í sölu þessara helstu neyslu- vara hverrar fjölskyldu hefur leitt til búbótar sem mun- ar um. Það hefur komið fram að verðhjöðnun varð í júlí og var hún einkum rakin til samkeppni stórmarkaðanna á höfúðborgarsvæðinu. Um leið hefur þessi samkeppni knúið fyrirtækin, sem að koma, til hagræðingar í rekstri og kallað á ferskar hugmyndir sem duga til þess að lifa af í harðri baráttu. Fyrirtækin verða að bjóða vel, hvort sem er í vömgæðum, verði eða þjónustu, en um leið að skila eigendum sínum bærilegum arði. Neytendur njóta samkeppni sem er hörð en heilbrigð. Inn í þetta umhverfí á höfuðborgarsvæðinu kemur nú nýr aðili en um leið með mikla reynslu af sínu heima- svæði. KEA verður að standa sig á sömu forsendum og aðrir sem keppa um hylli neytenda á þéttbýlasta hluta landsins. Fjölgunin ætti aðeins að verða neytendum til góðs. Jónas Haraldsson Nýjum kafla í gaman- leik ríkisstjómarinnar í bankamálunum lauk meö ríkisstjórnarfundi í dag, föstudaginn 28. ágúst. Stutt og laggott var niðurstaða fundarins sú þegar síaður er frá orðavaðall ráðherranna að öflmn áformum vors- ins og sumarsins, öllu bröltinu og viðræðunum um sölu rikisbankanna er hætt. Á máli við- skiptaráðherra sem fjöl- miðlamir átu flestir eftir gagnrýnislaust heitir það að vísu að sölunni sé frestað fram yfir kosn- ingar eða að ekki verði af sölunni á þessu kjörtíma- bili. Rétt eins og Finnrn- Ingólfsson þiggi vald sitt frá Guði eins og þjóð- höfðingjar miðaldanna og hafi fyrir því trygg- ingu að sitja sem við- skiptaráðherra um aldur og ævi. En niðurstaðan er sem sagt þessi; þetta Halldór Ásgrímsson og Finnur Ingólfsson. - Hafa báðir hlaupiö rækilega apríl í bankamálunum og málið í heild eitt allsherjar aprílgabb, segir Steingrímur m.a. í grein sinni. Aprílgabb í bankamálum hafa báðir Hafldór Ás- grímsson og Finnur Ingólfsson hlaupið rækilega apríl í banka- málunum og málið í heild eitt allsherjar apr- ílgabb. Midsommarfest Aumingja Gustavsson, fulltrúi Skandinaviska Enskilda bankans, hlýt- ur við svo búið að taka saman föggur sínar og hverfa af landi brott og er alveg óvíst að hann hugsi hlýlega til þeirra Ásgrímsson og Ingólfs- son né gefi þeim háa einkunn ef hann skyldi eiga eftir að skrifa end- „Það sem eftir stendur er að það komst á dagskrá ríkisstjórnar- innar í fullri alvöru, a.m.k. hjá viðskiptaráðherra og utanríkis- ráðherra, að hafa rúmlega árs- gamlar yfirlýsingar um að ríkis- bankarnir yrðu ekki seldir fyrstu fjögur árin að engu.u Kjallarinn Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður var allt í plati, sölu- hugmyndimar, við- ræðurnar við Sví- ana og bréfaskrift- imar við íslands- banka var létt sum- aræfing hjá ríkis- stjóminni, í raun og veru eitt lengsta aprílgabb sögunn- ar. Það sem eftir stendur er að það komst á dagskrá ríkisstjómarinnar í fúflri alvöru, a.m.k. hjá viðskiptaráð- herra og utanríkis- ráðherra, að hafa rúmlega ársgamlar yfirlýsingar um að ríkisbankarnir yrðu ekki seldir fyrstu fjögur árin að engu. Margt bendir til að ráð- herrarnir hafi átt frumkvæði að því að taka upp sam- hand við Svía um sölu á stóram hlut Landsbankans. Þegar svo til átti að taka reyndist engin samstaða um eitt né neitt í ríkis- stjóminni og samstarfsflokkurinn, Sjáifstæðisflokkurinn, með Davíð Oddsson forsætisráðherra í broddi fylkingar var lítt hrifinn af sumar- leikfimi framsóknarmanna í bankamálum. Ljóst var allt frá fyrstu innkomu Davíðs í málið að hann var með höndina á brems- unni. Niðurstaðan er sú að þeir urminningar sínar. Ekki veit ég hvort sá siður er þekktur í Svíþjóð að láta menn hlaupa apríl en þeir Hafldór og Finnur gætu í staðinn reynt að skjóta sér bak við þá sænsku hefð að halda hásumarið hátíðlegt með miklum tilþrifum, brennum, firverkerii og gleðilát- um sem einu nafni nefnast Midsommcirfest. Gæti þá afsökun- arbeiðni þeirra útlagst þannig á góðri sænsku: „Ursákta mig men vi skulle bara fyra Midsommar.“ Þegar afsökunarbeiðnin verður skrifuð til íslandsbanka er óþarfi að gripa til sænskunnar. Þar dug- ar gamla góða islenskan: allt í plati. Hvort bankamálaráðherrann og utanríkismálaráðherrann hafa svo beinlínis lagt inn á þeim bæ skal ósagt látið. Gamansamir menn Að lokum og að öllu gamni slepptu er þessi bankamálafarsi eða tragikomedía ríkisstjómarinn- ar auðvitað sorglegt dæmi um stjómsýsluhætti eins og þeir eiga ekki að vera. Eftir stendur að í mikilvægum og viðkvæmum málaflokki rikti lausung og skort- ur á stefnufestu sem þarf að vera fyrir hendi. Afleiðingin var óró- leiki og ókyrrð í þessum efnum sem eðlilega kemur illa við starfs- fólk og samtök þess. Lengi vel þá láðist viðskiptaráðherra að svo mikið sem muna eftir því að við bankastarfsemi vinna um 3.000 manns í landinu og atvinnuör- yggi þeirra og framtíð er ekki efniviður til að nota í gamanmál. Það er að sjálfsögðu af hinu góða að menn létti sér upp, geri að gamni sínu og glettist og síst skal úr því dregið að þeir gætu verið í þörf fyrir það að hlæja ein- stöku sinnum, Finnur Ingólfsson og Halldór Ásgrímsson. Heppilegt er að þeir finni sér eftirleiðis önn- ur tilefhi og annan vettvang tfl að fá útrás fyrir gamansemi sína heldur en bankamálin. Steingrímur Sigfússon Skoðanir annarra Sjúkraskrár til umræðu „Nokkur mál hafa risið vegna meintrar dreifingar upplýsinga úr sjúkraskrám. Nær undantekningar- laust hefur slíkur leki verið rakinn til aðstandenda. Öllum sem legið hafa á sjúkrahúsum er vel kunnugt um að sjúklingar ræða gjarnan sín á milli um sjúk- dóma er þá hijá. Sjúklingur er liggur í næsta rúmi er ekki bundinn þagnarskyldu og því síður aðstand- andi hans. Trúi ég að þannig megi rekja flestar „sög- ur“ frá sjúkrahúsum. Vissulega getur þú treyst ná- unga þínum eða vini en ekki þar með sagt að þú treystir viðmælanda hans.“ Ólafur Ólafsson landlæknir í Mbl. 3. sept. Lýðræði á fréttastofu Sjónvarps „Ég hef greint fréttastjóra frá því að ég geti vart treyst mér til að ganga hér vaktir ef Sigurður verður ráðinn, eftir að hann hefur komið svona fram. Mér finnst að Sigurður hafi allt að því svikið starfsfélaga sína með því að hlaupa beint til æðstu yfirmanna með þessa kæra. Fyrir utan það sem hann heldur fram um Helga þá er hann að bera brigður á vinnu- brögð okkar hinna í leiðinni. Ég get ekki séð hvem- ig ég á að treysta Sigurði eftir þessa uppákomu." Þrötur Emílsson fréttamaður í viötali í Degi 3. sept. Veggjald og virðisaukaskattur „Það era mikilvægir byggðahagsmunir sem tengj- ast tilkomu Hvalfiarðarganga og því er það mikið hagsmunamál að veggjaldið sé sem lægst. Það hefur bein og óbein áhrif á kostnaðarútgjöld fólksins sem býr i landinu, jafnt á landsbyggðinni sem á höfuð- borgarsvæðinu. Það er því fullkomlega eðlilegt að líta jákvæðum augum á erindi sveitarfélaga á Vest- urlandi og fleiri aðila sem hafa farið fram á að rík- issjóður felli niður innheimtu VSK af veggjöldum af umferðinni sem fer um göngin. Fjölmörg rök hníga að því að þær kröfur séu rökréttar og eölilegar." Magnús Stefánsson alþm. í Mbl. 3. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.