Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 9 I>V Clinton biður N-íra að glata ekki tækifæri til friðar Bill Clinton Bandaríkjaforseti mun í dag eiga viðræður við leið- toga írlands. í gær heimsðtti for- setinn N-írland og hvatti íbúana þar til að glata ekki því tækifæri sem þeim gæfist nú til að tryggja varanlegan frið. Sagði Banda- ríkjaforseti N-írland sönnun þess að friður væri alls staðar mögu- legur. Clinton gekk hins vegar svo langt að segja að vænta mætti að fleiri sprengjur spryngju á N-ír- landi áður en friður væri í höfn. Bandaríkjaforseti heimsótti í gær bæinn Omagh þar sem 28 fórust í sprengutilræði í síðasta mánuði. Fjöldi manns tók á móti honum og Hillary eiginkonu hans, þar á meðal forsætisráð- herrahjón Bretlands, Tony og Cherie Blair. Blair lofaði í gær framlag Clintons til friðarferlis- ins á N-írlandi. Reuter Stuttar fréttir Fjöldamorð í Afganistan Mannréttindasamtökin Am- nesty Intemational segja Tale- bana hafa drepið þúsundir óbreyttra borgara í Afganistan. Báðir lýsa yffir sigri Stuöningsmenn Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, og Gerhards Schröders, kanslaraefnis Jafnaðar- manna, lýstu báðir yfir sigri að loknum kappræöum foringja sinna. Barnaníðingar Þýska lögreglan kvaðst í gær hafa handtekið fimm meinta bamaníðinga til viðbótar vegna gruns um aðild þeirra að bamaklámhring á Netinu. Útlönd Ekki vitað um nein vandræði með þotu Swissair: Neyðarkall á síðustu stundu McDonnell Douglas MD-11 ~miiír New York Bandarlkfn. J NOVA SCOTIA Halifax Peggy's Cove Slysstaðurinn Björgunarsveitamenn í Kanada einsettu sér í gær að halda leit sinni áfram þar til út- séð væri um að enginn hefði komist lífs af með svissnesku farþegaþotunni sem hrapaði í Atlantshafið með 229 manns inn- an borðs. Starfsmenn Swissair gáfu hroflvekjandi lýsingu á síðustu augnablikumnn þegar flugmenn- imir reyndu árangurslaust að halda þotunni á lofti. „Þotan hrapaði þegar ekki var eftir nema sjö til tíu mínútna flug til Halifax. Tíu mínútur til við- bótar og vélin hefði getað lent,“ sagði Philippe Bmgisser, aðal- framkvæmdastjóri móðurfélags Swissair, við fréttamenn í Zúrich. Farþegarými MD-11 breiðþot- unnar var fullt af reyk þegar hún skall í hafið undan strönd- um Nova Scotia. Þotan var á leið frá New York til Genfar. Talsmaöur flugfélagsins sagði að nánast útilokað væri að ein- hver hefði komist lífs af. En kanadísku leitarmennimir vom ekkert á því að gefast upp. „Ég er sjómaður og ef ég væri á floti í sjónum vildi ég ekki að leit yrði hætt fyrr en búið væri að kanna allar leiðir," sagði Jacques Fauteux, foringi í kanadísku strand- gæslunni. FLUGSLYSIÐ I KANADA Björgunarsveitamenn tíndu lik þeirra sem fórust með þotu Swissair upp úr Atlantshafinu undan ströndum Kanada I alla nótt 100 km Atlants- hafiö Flugvél frá Swissair á leið frá New York til Genfar hrapaði f sjóinn klukkan hálftvö aðfaranótt fimmtudagsins. Allir fórust Sjávarhiti þar sem þotan fórst var um 15 gráður og ölduhæðin um einn metri. Embættismenn neita að spá nokkuð í hugsanlegar orsakir slyssins, hins versta í sögu Swissa- ir, en ekkert bendir til aö um hryðjuverk hafi verið að ræða. Flugvélin hefur þótt mjög ömgg til þessa og öryggismál Swissair hafa verið til fyrirmyndar. Efnahagseinræði í Rússlandi nauðsyn Viktor Tsjemomyrdín, starfandi forsætisráðherra Rússlands, sagði í morgun að nauðsynlegt væri að koma á efnahagseinræði í Rúss- landi á næsta ári til að koma í veg fyrfr algjört hmn. „Ég er reiðubúinn að taka á því fúlla ábyrgð," sagði Tsjemomyrdín í ávarpi til þingmanna í efri deild rússneska þingsins. „Frá og með janúar 1999 verður komið á efna- hagseinræði." Tsjemomyrdín sagði að valið stæði milli óðaverðbólgu eða yfir- ráða ríkisins yfir efnahagslífmu. Forseti efri deildar þingsins sagöi að ástandið í efnahagsmálum þjóð- arinnar væri að fara úr böndunum og hvatti stjómvöld til að gera rót- tæka breytingu á stefnu sinni. Neðri deild þingsins, Dúman, þar sem kommúnistar eru í meirihluta, greiöir atkvæði síðar í dag um til- nefningu Tsjemomyrdíns sem for- sætisráðherra. Dúman hafnaöi hon- um í slíkri atkvæðagreiðslu á mánudag. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrlfstofu embættislns, Austurvegl 6, Hvolsvelll, þrlðjudaglnn 8. sept- ember 1998, kl. 15.00, á eftlr- ________farandl elgnum:______ Berjanes, 1/8 hl., Vestur-Landeyjahreppi. Þingl. eig. Elín Guðjónsdóttir. Gerðar- beiðandi er tollstjórinn í Reykjavík. Breiðibakki, hl., Holta- og Landsveit. Þingl. eig. Jón Kristján Ólafsson. Gerðar- beiðandi er tollstjórinn í Reykjavík. Eyvindarmúli, Fljótshlíðarhreppi. Þingl. eig. Benóný Jónsson og Sigríður Viðars- dóttir. Gerðarbeiðendur eru Globus Vél- arver hf., Prentsmiðja Suðurlands, Greiðslumiðlun hf. og Byggingarsjóður ríkisins. Hraunalda 1, Hellu. Þingl. eig. Hermann Ingason. Gerðarbeiðandi er Byggingar- sjóður ríkisins. Skálakot, V-Eyjafjallahreppi. Þingl. eig. Guðmundur Jón Viðarsson. Gerðarbeið- endur eru: Vátryggingafélag íslands og Byggingarsjóður ríkisins. SýSLUMAðUR RANGÁRVALLASýSLU Tímareimar Viðurkenndir bílavarahlutir. mtwötimtí \ VPS/PDC SUPE/t DRIVE MULTI-INTBLLIGENT CONTROLU INTROL • AUTO TUNER PRESET • AUTO CLOCK SET • ON-SCREEN DISPLAY Panasonic -------------NV-HD630 Fullkomið Nicam HiFi Stereo myndbandstæki í tilefni af 20 ára afmæli Japis, bjóðum við nú í samvinnu við Panasonic, nýjasta Nicam HiFi Stereo myndbandstækið. Tækið er með N.T.S.C. afspilun, 4 hausa Long Play og fjöldanum öllum af frábærum eiginleikum sem myndbandstæki af bestu gerð prýða. i.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.