Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 28
FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 T>V Y—i • 1 • Fjandinn þakki þeim „Nú auglýsa menn upp að Sam- herji ætli að fara að borga skatta. , Það er eins og það sé i einhver sérstakur , greiði við þjóðfélag- , ið. Svo segja þeir að næst muni miklu i fleiri borga. Það er i einmitt það, segi ég bara. Fjandinn _ þakki það aö borga skatta.“ Sverrir Hermannsson, í DV. Flott fólk „Við leituðum á öllu Síberíu- svæðinu og þarna er mjög flott fólk og alla langar að fara í burtu. Flestir sjá vestrið í hillingum. Þetta er vel byggt og laglegt fólk i og ekki ólíkt okkur ísiendingum. Við munum byrja að leita í skól- unum að fólki frá 15-16 ára.“ Ásta Sigríður Kristjánsdóttir, annar eigandi Eskimo Models, í Mbl. Spjall sjúklinganna „Nokkur mál hafa risið vegna meintrar dreifingar upplýsinga úr sjúkraskrám. Nær undantekning- arlaust hefur slíkur leki verið rakinn til aðstandenda. Öllum sem legið hafa á sjúkrahús- um er vel kunn- ugt um að sjúklingar ræða gjarnan sín á milli um sjúk- dóma er þá hrjá. Sjúklingur er liggur í næsta rúmi er ekki bund- inn þagnarskyldu og því síður að- , standandi hans.“ Ólafur Ólafsson landlæknir, i Mbl. Úr sér genginn trúður „Háhymingur sem ekki ber: nafn með rentu, því hornið á hon- um er slappara og aumingjalegra \ en á nokkrum öörum háhymingi sem syndir um höfin með reist hom og og grimmilega veiði- tækni. Aumingi sá sem Vest- mannaeyingar ætla aö taka i fóst- ur hefur verið búraður inni í ára- tugi og er nú orðinn gamall og úr sér genginn trúður, sem búinn er að skila eigendum sínum ofsa- gróða í nafni frelsis sem hann hefur aldrei fengiö að njóta.“ Oddur Ólafsson, í Degi. Það er búið á íslandi „Ég vissi ekki einu sinni að það byggi fólk á íslandi, hvað þá að þar væri starfandi dansflokkur." Chad Adam Bantner dansari, í Degi. Hvem langar þig mest til að hitta? „Amold Schwarzenegger." Sævar Guðmunds son, 9 ára, i DV. ! Einar Njálsson, nýráðinn bæjarstjóri í Grindavík: Ætlar að leggjast á árarnar Einar Njálsson er Húsvíkingur og með próf frá Samvinnuskólanum. Hann var útibússtjóri Samvinnu- bankans á Húsavík í rúm 20 ár eöa þar til bankinn hætti starfsemi árið 1990. Þá settist Einar í bæjarstjóra- stólinn og það sæti vermdi hann næstu átta árin. „Um það leyti sem Samvinnubankinn hætti starfsemi bauðst mér að gerast bæj- arstjóri. Ég var á lausu og sló þess vegna til.“ Einar hafði þá ekkert vasast í bæjarpólitík. „1 gegnum starf mitt vegna breytinga sem höfðu orðið í meirihluta bæjarstjómarinnar á Húsavík. Hann átti þess vegna ekki kost á að fá endurráðningu. „Við hjónin gerðum okkur vel grein fyr- ir því hver staða mín var á Húsavík en staða bæjarstjóra almennt er háð því hvernig úrslit kosninga fara. Þegar undirbúningur kosning- Maður dagsins sem útibússtjóri hafði ég hins vegar töluverða þekkingu á málefnum sveitarfélagsins, s.s. atvinnumál- um.“ Staða bæjarstjóra Grindavíkur var auglýst á þessu ári og var Einar einn átján umsækjenda. Hann hreppti stöðuna og er fluttur til kaupstaðar- ins við sjóinn ásamt eiginkonu sinni, Sigurbjörgu Bjarnadóttur. Hjónin eiga þrjár dætur. Guðný Dóra er 29 ára og stundar nám í sálarfræði við Háskóla íslands. Árnína Björg er 27 ára viðskiptafræðingur frá Háskólan- um og er deildarstjóri hjá Eimskip. Hún er gift Sigtryggi Heiðari Dag- bjartssyni sölumanni. Kristjana er 21 árs og stundar nám í líffræði við Há- skólann. Þegar Einar situr ekki í bæjar- stjórastólnum sinnir hann áhuga- málum sínum. „Ég hef gaman af gönguferðum, ferðalögum, skiðaiðk- un og veiðiskap og þá aðallega skot- veiði.“ Hann segist hættur að stunda laxveiði. Einar sótti um bæjar- stjórastarfið í Grindavík Einar Njálsson. anna stóð yfir tókum við þá ákvörðun að við myndum flytja frá Húsavik ef ég ætti ekki kost á endurráðningu. Við höfum bæði áhuga fyrir því að prófa eitthvaö nýtt þannig að við litum fyrst og fremst á þetta sem tæídfæri." íbúar Grindavíkur eru um 2200, Einar ætlar að leggjast á áramar með þeim og vinna með þeim að þeim stefnu- málum sem meiri- hluti bæjar- stjórnar og bæj- arstjómin sem heild hefur mótað. „Ég mun auðvitað nýta mína reynslu og mínar hugmyndir til framfara hér.“ Einar er spurður hver verði hans aðalá- herslumál. „Ég ætla að byrja á því að kynnast bænum, bæjarbúum og málefnum þeirra áður en ég til- greini eitthvað sérstakt." Einar segir hins vegar að það sé augljóst að hafnarmál og uppbygg- ing hafnarinnar sé stærsta málið sem sé á döfinni. „Ég geri ráð fyrir því að ég muni fyrst og fremst beita mér i því máli.“ Einar ætlar þá að leggj- ast á áramar af krafti. -SJ Djass- tónar hljóma á Café Karolínu á morg- un. Djasstónar á Café Karolínu Á morgun kl. 22 hefjast tónleikar á Café Karolínu í Deiglunni á Akureyri með djasstríóinu Robin Nolan Swing Trio. Tríóið er þekkt víða um lönd og er mikill fengur fyrir djassáhugafólk fyrir norðan að fá það í heimsókn. Þrátt fyrir ung- an aldur hefur tríóið leikið inn á 5 geisladiska og verið hyllt á mörgum viður- kenndum djasshátíðum. Tónleikar Robin Nolan er sóló-gítar- leikarinn og hefur fengið þá umsögn að vera einn besti djassgítarleikari í heimi og í ætt við djass hins dáða gít- arleikara Django Reinhardt. John Friedrick leikur á hljómagítar og Paul Meader á kontrabassa. Tónlistar- mennimir búa í Hollandi. Lögin sem tríóið leikur eru flest af vinsældalista þriðja og fjórða áratugarins og útfærð í anda Django Reinhardt. Skjólbretti. Myndgátan hér aö ofan lýsir hvorugkynsoröi. Rommí mun vera eitt vinsælasta leikrit sem sett hefur veriö upp á íslandi. Rommí frumsýnt íIðnó í kvöld í kvöld verður frumsýnt í Iðnó hið átakanlega gamanleikrit Rommí sem sýnt var hér á landi fyrir 20 árum. Það mun vera eitt vinsælasta leikrit sem sett hefur verið upp á íslandi. Margir muna eftir þeim Gísla Halldórssyni og Sigríði Hagalín i hlutverkum Wellers og Fonsíu en í uppfærslu Iðnó em það Er- lingur Gíslason og Guðrún Ás- mundsdóttir sem fara með hlut- verk þeirra. Aldrei hefur verið sýnt fram á hvort heppni í spil- um hafi haft áhrif á ástarmálin en samband Wellers og Fonsíu er átakanlegt en í senn hugljúft. Leikhús Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Hann hefur leikstýrt fjölda leikrita við góðan orðstír s.s. Stone Free og Veðmálinu. Leikmynda- og búningahönnuð- ur er Snorri Freyr Hilmarsson og ljósahönnun er í höndum Lárasar Bjömssonar. Hljóm- sveitin Skárr’en ekkert sér um tónlistina í sýningunni en tón- listin er öll frumsamin. Bridge Hvað myndi lesandinn gera með spil norðurs eftir þessar sagnir? Þú ert með þessa miklu skiptingarhönd í útsláttarleik á HM í sveitakeppni í Lille í Frakklandi sem er að ljúka þessa dagana. Þeir sem vilja spreyta sig á dæminu skoði aðeins sagnim- ar og hönd norðurs: 4 Á8742 *4 7 •f KG108752 * - 4 K109 44 832 4 4 * G109752 4 DG5 * K1064 * D * ÁKD83 Austur Suður Vestur Norður 1 <4 2 * * pass 2 fpass 3 grönd pass ? Spilið kom fyrir í leik franskrar (Veronique Bessis) og bandarískrar sveitar (Nadine Wood) í fjórð- ungsúrslitum í kvennaflokki og sagnir höfðu gengið eins á báðum borðum fram að þessu. Þar sem frönsku konumar vora með hendur n-s, ákvað norður að passa þriggja granda sögn fé- laga síns. Sagn- hafa tókst ekki að vinna spilið í þessari legu og fékk 8 slagi. Á hinu borðinu sat fyrirliðinn Nadine Wood í norður og hún ákvað að segja 4 spaða. Sú sögn var pössuð út og sagnhafi gaf aðeins 3 slagi, rauðu ásana og einn á tromp. Sveit Nadine græddi 10 impa á spilinu og vann síðar leikinn með 12 impa mun. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.