Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Page 24
32 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 Fréttir Leikfélag Akureyrar: Þrjú verk á fjal- irnar í vetur DV, Akureyri: Þrjú leikrit eru á verkefnaskrá Leikfélags Akureyrar í vetur en leikárið er hafið með æfingum á Rummungi ræningja sem verður fyrsta verkið sem sýnt veröur. Jóla- leikritið verður Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen og þá verður frumsýnt í mars nýtt íslenskt verk eftir Ið- unni og Kristínu Steinsdætur. Frumsýning á barnaleikritinu Rummungi ræningja eftir þýska höfundinn Otfried Preussler verður í byrjun október. Verkið er þýtt af Huldu Valtýsdóttur en um er að ræða ævintýri fullt af töfrum og ljúfri spennu. Agnar Jón Egilsson, Athugasemd Nafn Sverris Kristinssonar, löggilts fasteignasala, misritaðist í DV í gær. Eru hlutaðeigandi beönir velvirðingar á mistökun- um. nýútskrifaður leikari úr Leiklistar- skóla íslands, og Oddur Bjami Þor- kelsson leika aðalhlutverkin en leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir. Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen, eitt mest leikna sviðsverk allra tíma, verður frumsýnt milli jóla og nýárs. Sýning Leikfélags Akureyrar er jafnframt frumflutningur þýðing- ar Helga Hálfdanarsonar á þessu sí- gilda verki. Jakob Þór Einarsson leikur titilhlutverkið og Þórunn Magnea Magnúsdóttir leikur Ásu móður hans. Leikstjóri verður Pét- ur Einarsson. Lokaverkefnið verður frumsýn- ing á Systrum í syndinni eftir Ið- unni og Kristínu Steinsdætur. Leik- ritið byggist á atburðum sem gerð- ust í Reykjavík um 1970. Fjórar kon- ur búa allar með sama manninum og tengjast honum á ýmsan hátt. Það ríkir því mikil spenna á heimil- inu og vandséð hvemig þessar kon- ur eiga að geta verið samvistum án þess að til afdrifaríkra tíðinda dragi. Leikstjóri verður Kolbrún Halldórsdóttir. Nokkrar breytingar hafa orðið á fostu starfsliði Leikfélags Akureyr- ar. M.a. hefur Guðbjörg Thoroddsen látið af störfum og em fastráðnir leikarar í vetur aöeins þrír, Aðal- steinn Bergdal, Sunna Borg og Þrá- inn Karlsson. Sumarbridge BÍ 30. ágúst var spilaður Mitchell-tvímenningur með þátttöku 19 para. Lauk þá 15. spilavikunni í sumar. Staða efstu para (meðalskor 216): NS 1. Jðn Viðar Jónmundsson-Vilhjálmur Sigurðsson jr. 256 2. Rafn Thorarensen-Hafþór Kristjánsson 247 3. Kristinn Karlsson-Þorsteinn Joensen 236 4. Guðlaugur Sveinsson-Magnús Sverrisson 234 AV 1. Hjördís Siguijónsdóttir-Kristján Blöndal 262 2. Þóröur Sigfússon-Eðvarð Hallgrímsson 248 3. Valdimar Sveinsson-Friðjón Margeirsson 242 4. Hermann Friðriksson-Helgi Bogason 232 Baldur Bjartmarsson smeygði sér upp í efsta sæti vikunnar meö því að vinna einn leik í útsláttarkeppni föstudagskvöldsins. Fyrir það hlaut hann 3 bronsstig og fór upp fyrir Erlu Sigurjónsdóttur. Röð efstu manna í liðinni viku varð annars svona: 1. Baldur Bjartmarsson 57 bronsstig 2. Erla Sigurjónsdóttir 56 3. ísak Öm Sigurðsson 50 4. Þórir Leifsson 48 5-6. Jón Viðar Jónmimdsson 45 5-6. Kristinn Karlsson 45 Að launum fyrir efsta sætið í þessari viku fær Baldur gjafabréf frá veitingahúsinu Þrír Frakkar hjá Úlfari. ÞJÓNUSTUSKUCLÝSmCAR Eyjafjörður: Ný fjallskila- rétt á Mel- gerðismelum - sölumiðstöö hrossa opnuð DV, Akureyri: Ný fjallskilarétt fyrir hross er nú í smiðum á Melgerðismelum í Eyja- firði og verður réttin vígð þegar smalað verður og efnt til hrossarétt- ar á Melgerðismelum 26. september. Almenningur nýju réttarinnar er 20x40 metrar að stærð og út frá al- menningnum koma síðan um 20 dilkar. Smíði réttarinnar er kostuð af Eyjafjarðarsveit en kostnaðurinn við réttina er talinn verða á bilinu 3,5 til 4 milljónir króna. Nýja réttin er fyrir framanverðan Eyjafiörð, innan Akureyrar, og leys- ir af hólmi Borgarrétt sem er komin til ára sinna. Sigfús Ólafur Helga- son, formaður Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri og framkvæmda- stjóri Melgerðismela, segir að til- koma nýju réttarinnar á Melgerðis- melum sé mjög mikilvægt skref fyr- ir hestamenn í Eyjafirði og ekki síð- ur fyrir Melgerðismelasvæðið sem er í örri uppbyggingu. Hann segir að það að réttin sé byggð við stóðhesta- húsið á Melgerðismelum þýði m.a. að réttin muni nýtast mun betur en bara á réttardögum og segist hann sjá fyrir sér ýmsa starfsemi á Mel- gerðismelum í framtíðinni sem muni njóta þess að hafa þessa vold- ugu rétt á svæðinu. Nú um mánaðamótin tók til starfa sölumiðstöð hrossa á Melgerðismel- um á vegum Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga sem Birg- ir Ármannsson veitir forstöðu. Sig- fús Ólafur segir að opnun sölumið- stöðvarinnar sé liður í uppbyggingu Melgerðismelasvæðisins og verði vonandi vettvangur hrossaviðskipta á Norðurlandi í framtíðinni. Hann segir að með tilkomu stóðhestahúss- ins og nýju réttarinnar á Melgeröis- melum aukist mjög möguleikar á svæðinu, s.s. með að setja þar upp tamningastöð og fleira í þeim dúr. -gk Sigfús Ólafur Helgason vlð nýju réttina á Melgerðismelum sem er í byggingu og verður vígð síðar í mánuðinum. DV-mynd gk 550 5000 StÍFUUÞJÓNUSTH BJflRlTn STmaf 899 6363 « SS4 6199 2 Fjarlægi stíflur Röramyndavíl iwctadi^™, “jaxs;- WÍSSÍL a „ Dælubíll . til qo Iöso þrær oq nromso plön. 1 FJARLÆGJUM STÍFLUR >V ír vöskum.WC rörum, baðkerum og niður- Mii ■ öllum. Við notum ný og fullkomin tæki. RÖRAMYNDAVÉL jn til að skoða og staösetja 1|Ef valur helgason \ V ,Æ3 6961100 •568 8806 i—JI ^ Skólphreinsun Er Stífldð? Fjarlægi stíflur úr wc, vöskum, baðkerum og niðurföllum. Nota ný og fullkomin tæki, rafmagnssnigla. Röramyndavél til að mynda frárennslislagnir og staösetja skemmdir. Ásgeir Halldórsson Sími 567 0530 CD Bílasími 892 7260 Kl B1ISKII Eldvarnar- hnrAir GLÓEAXIHF. IIUIOII ÁRMÚLA 42 • SÍMI 553 4236 RS IRÐIR Öryggis- hurðir Dyrasímaþjónusta Raflagnavinna Geymlö auglýslnguna. ALMENN DYRASÍMA- OG RAFLAGNAÞJÓNUSTA. Set upp ný dyrasímakerfi og geri við eldri. Endurnýja raflagnir (eldra húsnæði ásamt viðgerðum og nýlögnum. ( Fljót og góð þjónusta. JÓN JÓNSSON LOGGILTUR RAFVERKTAKI Sfmi 562 6645 og 893 1733. 9 Þvottur • hreinsun með heitu vatni, allt að 100° cel Öflug tæki • verðtílboð eftir fermetratali SAXI sími 894 9570 Traktorsgröfur - Hellulagnir - Loftpressur Traktoregröfur í öll verk. Höfum nú einnig öflugann fleyg á traktore- gröfu. Brjótum hurðargöt, veggi, gólf, innkeyrelur, reykháfa, plön o.fl. Hellu- og hitalagnir. Orófum og skiptum um jarðveg í Innkeyrelum, görðum o.fl. Útvegum einnig efnl. Oerum föst tilboö. VÉLALEIGA SÍMONAR EHF., SÍMAR 562 3070 og 892 1129. STEYPUSÓGUN VEGG- OG GÓLFSÖGUN KJARNABORUN LOFTRÆSTIOG LAGNAGOT MURBROT OG FJARLÆING ÞEKKING • REYNSLA • GÓÐ UMGENGNI SIMI 567 7570 • 892 7016 • 896 8288

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.