Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 13 9 9 9k 9 9 BU 9 9 9 h í' 9 9 9 9 9 9 9 9 í 9 9 9 9 9 9 DV Fréttir ^ Takiðþáttí \ krakkapakkaleik Kjörís og DV! Klippiö út Tígra og límið á þátttökuseðil sem fæst á næsta sölustað Kjörís krakkapakka. Sendið svo inn ásamt strikamerkjum af ^ krakkapökkum. Nöfn vinningshafa birtast í DV á miðvikudögum. KLIPPTU ÚT' Vaðlaheiði: Kindur fastar í vegræsi Góöur árangur lögreglu í Reykjavík á síöasta ári: Flestöll rán og gripdeildir upplýst Rán var framið í Melabúðinni í janúar sl. Alls hafa 25 rán verið framin í höfuðborginni frá 1. júlí 1997 samkvæmt mála- skrá lögreglu en 20 þeirra hafa verið upplýst. ‘ DV-mynd S DV, Akureyri: „Það er mikið um þessi vegræsi þarna undir gamla veginum yfir heiðina, og ég held að þetta sé eitt- hvað sem Vegagerðin og bændur verða að skoða saman og lagfæra," segir Magnþór Jóhannsson, starfs- maður Landssímans á Akureyri, en Magnþór og félagar hans komu í vikunni að tveimur kindum sem voru fastar i vegræsi undir gamla veginum yfir Vaðlaheiði í Eyjafirði. Magnþór sá í kind sem var föst í ræsisopinu öðrum megin, og reyndist hún vera dauð. Þegar kindin var tekin úr ræsisopinu kom í ljós að önnur kind var inni í ræsinu og hafði hún ekki komist út þar sem ræsið var lokað í hinn endann vegna drullu. Sú kind komst sjálf út þegar sú dauða hafði verið fjarlægð úr ræsisopinu og virtist ekki hafa orðið meint af vistinni í ræsinu ,-gk Lögreglunni í Reykjavík hefúr gengið mjög vel að upplýsa rán og gripdeildir í höfúðborginni frá því að ný lögreglulög tóku gildi 1. júlí 1997. Alls hafa 90 prósent gripdeilda og 80 prósent rána í Reykjavík verið upp- lýst á síðasta ári. Framin voru 25 rán á þessu tímabili samkvæmt málaskrá lögreglunnar og 20 þeirra eru þegar upplýst. 17 gripdeildir voru í höfuð- borginni samkvæmt málaskrá og af þeim eru 15 upplýst. „Þessi góði árangur er i samræmi við þau markmið sem við settum okk- ur þegar ný lögreglulög voru sett. Þá má horfa til þess að samvinna innan lögreglunnar hefúr verið mjög góð og einnig við almenning. Þá má ekki gleyma að við höfum góðu lögreglu- liði á að skipa og prýðilegu skipulagi. Þessi mál hafa verið tekin fóstum tök- um. Þá hefur verið lögð mikil áhersla á að hraða rannsókn sakamála sem mest án þess þó að það komi niður á gæðum. Þessi mál hafa gengið fljótt í gegnum réttarkerfið. í gegnum þetta ferli höfúm við einnig lagt áherslu á að fækka af- brotum og má þar nefna innbrot," segir Guðmundur Guðjónsson, yfirlögreglu- þjónn og yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Færri rán en í nágrannalöndum Þessi árangur hjá lögreglunni er mjög góður og mun betri en hjá lög- regluliðum víða í nágrannalöndun- um. Sem dæmi má nefna að 755 rán voru framin í Kaupmannahöfn á síð- asta ári en af þeim voru aðeins 260 upplýst. Ljóst er samkvæmt því að mun fleiri rán eru framin í Kaup- mannahöfn en í Reykjavík ef miðað er við íbúafjölda. Á þessum tölum má sjá að rán eru tiltölulega fátíð í Reykjavík miðað við nágrannahöfuðborgir. Þá er athyglisvert að innbrotum í höfuðborginni fækkaði nokkuð á siðasta ári samkvæmt málaskrá lög- reglu. Frá 1992 til 1996 jukust inn- brot talsvert ár frá ári þar til í fyrra að þeim fækkaði. Árið 1996 voru 1878 innbrot í Reykjavik samkvæmt málaskrá en á síðasta ári voru þau 1669. Fyrstu 6 mánuði þessa árs voru framin 708 innbrot samkvæmt mála- skrá á móti 822 á fyrstu 6 mánuðmn síðasta árs. Erfitt er aö gera samanburð á milh ára þar sem rán og gripdeildir heyrðu áður undir Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. 1. júlí 1997 tók rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavik hins vegar við rannsókn þessara mála í sínu um- dæmi. „Munurinn er töluvert meiri held- ur þessar tölur gefa til kynna því áður voru mál kærð beint til RLR og koma þar af leiðandi ekki á skrá hjá lögregl- unni í Reykjavík. Ef þróunin hefði haldið áfram sem hún stefiidi í frá 1992 þá hefðu verið á fyrstu mánuðum þessa árs yfir þúsund innbrot. Það er því ljóst, með því að hafa stöðvað aukningu innbrota og síðan fækkað þeim, að árangurinn er mjög góður,“ segir Guðmundur. -RR Sokkabuxur Við ábyrgjimist sæði 70 den buxur 30 den leííjrir Söluaðilar: Keykjavík: Apótek Arbœjar, Hraunbæ, Græna línan, Laugavegi 46. Hárgreióslust. Brúsk- ur, Höíðabakka 1, Hárgeiðslust. Manda, Hofsvallagat 46, Hársnyrtist. Dóra, Langholts- vegi, Holts Apótek, Alfheimum 74, Regnhlífabúðin, Laugavegi Videóljónið, Dunhaga 20. Kópavogur: Rós, Engihjalla 8 Hafnarfjörður: Snyrtivöruv. DíseUa Garðabær: SnyrtihöU- in, Förðun hf. Garðatorgi 3. Stykkisliólmur: Heimahornið Vestniannaeyjar Klettur, Strand- vegi 44. Snyrtivöruverslunin Sandra, Smáranum. Snyrtivöruverslunin Glæsibæ. Newco Pöntunarsínii 520-6144 uoo DV Húsavík: Miklar hafnar- framkvæmdir í undirbúningi DV, Akureyri: Stefnt er að því að hefja miklar ffamkvæmdir við Húsavikurhöfn á næsta ári sem eiga að leiða til mun betri aðstöðu fyrir stærri skip í höfn- inni þar. Að sögn Reinhards Reynis- sonar, bæjarstjóra á Húsavík, er mál- ið þó ekki komið lengra á veg en það að enn er um tillögu Siglingastofnun- ar að ræða, en að öllu óbreyttu munu framkvæmdir þó hefjast strax á næsta ári. „Þetta er mjög stórt mál enda nauðsynlegt fyrir bæ eins og Húsavík að eignast alvöru stórskipa- höfii til frambúðar," segir Reinhard. Hugmyndir um lengingu Norður- garðsins hafa verið lagðar til hliðar, en í ljós kom að kostnaður við að leggja um 150 metra langan brimvam- argarð út í Böku er álíka mikill, en við það sparast talsvert fjármagn vegna dýpkimar sem hefði þurft að gera við Norðurgarðinn. í sumar hef- ur því grjóti sem fara átti í Norður- garðinn verið ekið á hafnarsvæðið, og það sett þar „á lager“. Það er þó ekki nema hluti þess grjóts sem fer í nýja brimvamargarðinn, en um 300 þús- und rúmmetra af grjóti þarf í þann garð. Framkvæmdir við nýja garðinn hefjast að öllum likindum á næsta ári og að óbreyttu er reiknað með að vinna við viðlegukant og stálþil inn- an garðsins hefjist árið 2000 og ljúki það ár eða árið 2001. í sumar hefúr verið unnið að dýpkun innsiglingar- innar í Húsavikurhöfn og kemur sú framkvæmd sérstaklega til góða stærri skipum sem eiga leið að svokölluðum þvergarði þar sem aöal- athafnasvæði fiskiskipa er. Eftir þá ffamkvæmd getur m.a. flaggskipið Húsvíkingur lagst að bryggju í heima- höfn sinni fulllestað. -gk skóli ólafs gauks Innritun stendur nú yfir í síma 588-3730, eða í skólanum að Síðumúla 17. Fjöl- breytt nám fyrir alla V/SA HÆGT AÐ FA LEIGÐA HEIMAGÍTARA KR. 1500 Á ÖNN Sendum vandaðan upplýsingabækling aidursflokka er íboði, bæði byrj- endum og þá sem kunna eitthvað fyrir sér. Innritun er daglega kl. 14-17. 588-3730 IIMNRITUIM DAGLEGA KL. 14-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.