Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 Fréttir Um jörðina á Mercedes Benz Forríkur Qármálamaöur í ævmtýrum: - byrjar ferðina á íslandi Mynd af Mercedes Benz-bifrelö Jims sem veriö er aö smföa f Kaliforníu. Á íslandi er nú staddur Jim Rogers, fjármálasnillingur og ævin- týramaður frá Bandaríkjunum. Hann mun halda fyrirlestur í dag á vegum Útflutningsráðs. Auk þessa er hann aö kynna þá fyrirætlun sína að keyra á sérsmíöuðum Mercedes Benz-sportbíl hringinn í kringum hnöttinn. Hann ætlar að leggja af stað frá íslandi á nýársdag árið 1999. Frábær ferill Jim Rogers fæddist árið 1942 í Alabama ríki í Bandaríkjunum þar sem hann ólst upp. Sex ára gamall var hann byrjaður að selja hnetur og gosdrykki á hornaboltaleikjum. Hann nam síðar við Yale-háskóla í Bandaríkjunum og Oxford í Bret- landi. Jim Rogers er heimsfrægur fyrir tvennt. I fyrsta lagi náði hann af- buröa árangri í fjármálaheiminum með Quantum-fjárfestingjasjóð sem hann stjómaði ásamt öðram fræg- um fjárfesta, George Soros, á átt- unda áratugnum. Sjóðurinn náöi 4000% ávöxtun á fyrstu tíu árunum á sama tíma og vísitöluhækkun nam 50%. Rogers hefur sjáifur sagt að hann hafi eignast meira fé en hann vissi að til væri í heiminum. í öðru lagi er hann frægur fyrir að keyra, ásamt vinkonu sinni, á mót- orhjóli hringinn í kringum hnöttinn á árunum 1990-92. Hann gaf út bók um ferðalagið árið 1994. Bókin heit- ir Investment Biker og varð mets- tölubók Fyrri hringferöin Jim Rogers settist í helgan stein árið 1980, þá 37 ára gamall. Forríkur og fullur af ævintýraþrá lét hann æskudraum sinn rætast. Hann ók ásamt vinkonu sinni gegnum sex heimsálfur, alls um 120 þús. kíló- metra leið, hringinn í kringum hnöttinn. Leiðin lá um Evrópu, Sov- étríkin, Kína, Asíu, Afríku, Ástralíu og Ameríku bæði þvera og endi- langa. Aðspurður segir hann ferðina hafa verið afar skemmtilega. „Ég lagði af stað til þess að skemmta mér og það tókst svo sannarlega . Þegar ég kom aft- ur höfðu viðhorf mín um margt breyst. T.d. fannst mér ekki jafnmikið til Wall Street og fjár- málamarkaöa koma og áður. Nú eyði ég kröftum mínum lika í ann- að. Ég skrifa greinar, kenni við háskóla, flyt fyr- irlestra og kem fram í sjónvarpi." Seinni hringferðin Nú hyggst Jim Rogers endurtaka leikinn. Hann ætlar að keyra svip- aða leið og síðast en bæta við við- komustöðum. í þetta skipti byrjar hann á íslandi. „Ætlunin er að leggja af stað frá Reykjavík 1. janúar 1999. Ástæðan fyrir því að ég vel ís- land er margþætt. ísland er það land í Evrópu sem nær lengst til vesturs. Þá era að verða 1000 ár liðin frá ferðum Leifs Eiríkssonar en hann var mikill ævintýramaður. Loks er ísland jarðfræðilega staðsett milli Evrópu og Ameríku." Markmiðið með for Jims og félaga er að skrásetja lífið á jörðinni um aldamótin. Hugmyndin er að hafa vikulegar útsendingar þar sem kom- ið verður inn á sögu, stjómmál, menningu og efnahagsmál á hverj- um stað. í þetta skipti fer Jim hringinn á Mercedes Benz-sportbíl. „BUinn er verið að sérsmíða í Kalifomíu. Yfir- byggingin er Benz SLK sportbíll en undirvagninn er Benz-jeppi. Ég keyri sportbUinn ásamt vinkonu minni. Þá verða með í för tvær að- stoðarbifreiðar tU þess að hjálpa okkur með viðgerðir og útsending- ar.“ -JP íslandsbanki með siðareglur frá árinu 1990: Kostnaður við laxveiðar bankans er sáralítill - ef miðað er við Landsbankann íslandsbanki hefur verið með siðareglur í gUdi allt frá árinu 1990 þar sem starfs- mönnum er bannað að þiggja verðmætar gjafír eða fara í boðs- feröir. Fram kemur í frétta- bréfi bankans að reglumar hafi verið settar tU að foröast hags- munaárekstra eða hlutdrægni í starfl. Þá þarf sér- staka heimild bankastjómar eða bankaráðs til að sitja í stjómum fyrirtækja og stofnana. Valur Vals- son, bankastjóri íslandsbanka, seg- ir það hafa verið mat stjómenda bankans á sínum tíma að reglur sem þessar hafi verið nauðsynlegar tU að skapa bankanum rétta ímynd og fyrirbyggja hagsmunaárekstra. „Þetta era almennar reglur og taka tU margra þátta. Þetta var einn þátturinn í að byggja upp nýj- an banka með nýja ímynd. Við vild- um ma. tryggja með þessu að ekki kæmi tU neinna hagsmunaárekstra milli starfsmanna okkar og við- skiptavina eða að við gerðum eitt- hvað eða gerðum ekki sem valda kynni tortryggni," segir Valur. Hann segir reynsluna af reglun- um vera mjög góða. „Þaö er aUtaf gott að hafa reglur sem era mjög skýrar og við höfum ekki á undanfómum áram lent í neinum erfiðleikum með þessi mál. Starfsmenn hafa allir tekið þessi mál mjög alvarlega og þaö hefur aldrei komið upp að einhver hafi brotiö þetta," segir Valur. Þaö er eftirtektarvert að kostnað- ur íslandsbanka vegna laxveiði- ferða er mjög litill ef miðað er við Landsbankann. Árið 1993 eyddi sá bankinn og dótturfyrirtæki hans 10,3 milljónum í laxveiðar, tæpum átta mUljónum árið 1994, 9,4 mUlj- ónum króna árið 1995. Árin 1996 og 1997 eyddi bankinn um 7 mUljónum króna hvort ár. Kostnaður íslandsbanka og dótt- urfélaga vegna laxveiðiferða er að meðaltali 1,9 miUjónir króna á ári síðustu 5 árin eða aðeins brot af eyðslu Landsbankans. . Hæst fór kostnaðurinn í 2,6 miUjónir króna en lægstur var hann 1,5 miUjón króna. Regla hjá íslandsbanka er að ein- ungis erlendum viðskiptavinum er boðið í laxveiðiferðir. Hvort þessi munur er beinlínis tilkominn vegna siðareglna íslands- banka er erfitt að segja tU um en aUar líkur era á því að reglumar hafi veitt aðhald. Þá má benda á að starfsmönnum bankans er bannað að þiggja gjafir og boðsferöir. í sum- ar komst í hámæli þegar Sólon Sig- urðsson, bankastjóri Búnaðarbank- ans, þáði boð Ingva Hrafns Jónsson- ar um að veiða í Langá. Siðareglur hefðu væntanlega forðað Sóloni frá því fjölmiðlafári sem hann gekk í gegnum þá ferð og aðrar sem hann þáði. -rt Höfuðstöðvar fslandsbanka. Par á bæ búa menn við siöareglur sem þykja hafa gefist vel. Valur Valsson bankastjóri. Stuttar fréttir dv Forseti tll Finnlands Forseti íslands, Ólafúr Ragnar Grímsson, held- ur hátíðarfyrir- lestur við setn- ingu Háskóla Lapplands í Rovaniemi á mánudag. Mun hann fjalla um ný viðhorf í rannsóknum í Norður-Evrópu en einnig taka þátt í ráöstefnu um rannsóknir og menntim á noröur- slóðum. Rýrari milliuppgjör Hagnaöur félaga á aðallista Veröbréfaþings fyrstu sex mánuði ársins varö 2.984 milljónir en var 2.667 milljónir í fyrra. Ef einungis er litið til þeirra félaga sem sex mánaöa uppgjör liggja fyrir hjá bæði tímabilin er hagnaðurinn nú 521,1 milljón minni en í fyrra. Afkoman batnar hjá 21 félagi en versnar hjá 12 félögum. Við- skiptavefur Visis sagöi frá. ÚA selur eigin bróf Stjóm Útgerðarfélags Akureyr- inga hf. hefur ákveðið að selja hlutabréf að nafnverði 10 milljón- ir króna á næstu sex mánuðum. Tilgangurinn með sölu þessara bréfa er að selja hluta þeirra bréfa sem félagið keypti af Akur- eyrarbæ fyrir tæpum tveimur ár- um. Viðskiptavefur Vísis sagði frá. Snæfell tapaði Samkvæmt sex mánaða upp- gjöri er Snæfell hf. með 96 millj- óna króna tap. Útgjöld vegna sam- einingar og breytinga á reiknings- skilum nema 64 milljónum króna en tap á rekstrinum var 32 millj- ónir. Viðskiptavefur Vísis sagði frá. í mál vegna engla Heildverslun Karls K. Karlsson- ar og eigandi hennar, Ingvar J. Karlsson, hef- ur stefnt ÁTVR og vill fá ákvæði í samn- ingi birgja við ÁTVR um aö bannað sé að skraut sé fest við áfengisumbúðir fellt burt. Heildversluninni var nýlega gert að klippa litla plast- engla af spönskum hvítvínsflösk- \im. Strætó til Færeyja Nýr strætisvagn frá SVR hvarf úr Sundahöfn nýverið. Hann fannst eftir mikla leit um borð í skipi sem var komið langleiöina til Færeyja. Þegar til Færeyja var komiö var vagninn settur í annað skip sem kom til landsins á mið- vikudag. Bylgjan sagði frá. Kjarakjör kennara Súðarvíkurhreppur vill gera sér- kjarasamning við Kí fyrir starfsfólk grunnskólans. Sveitarstjórinn í Súðavík Ágúst Kr. Bjömsson sagði í fréttum RÚV að gert væri ráð fyr- ir auknu vinnuframlagi kennara í skólanum á staðnum, en á móti kæmu kjör sem jöfhuðust á við þaö besta sem gerðust á landinu. Vantar stofur Skólastarf getur ekki hafist eðlilega í nokkram grannskólum Reykjavíkur vegna þess að færan- legar skólastofur era ekki tilbún- ar. Þá er hinn nýi Borgaskóli ekki tilbúinn og dregst skólahald þar fram í byrjun næstu viku, að sögn Morgunblaðsins. Ofsóknir Helgi H. Jónsson, fréttastjóri Sjónvarps, segir við Morgun- blaðið að Sig- urði Þ. Ragn- arssyni virðist hafa verið falið að tína allt til sér til lasts. Verið sé að lús- leita að ein- hverju til að koma á sig höggi. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.