Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 15 Áhrif almennings verði aukin Þótt málefnaskrá sameiginlegs framboðs jafnaðar- og félags- hyggjufólks hafi ekki enn komið ffam, er mál- efhavinnan vel á veg komin. í vetur voru sett- ir á laggimar málefiia- hópar sem í sátu fulltrú- ar þeirra flokka sem að framboðinu standa. Þeir skiluðu af sér samhljóða álitiun í vor sem munu verða uppistaðan í stefnu framboðsins. Þjóðaratkvæðagreiðsla um umdeild mál, ef ákveðinn hluti kjósenda krefst þess, er eitt þeirra baráttumála sem samkomulag var um í málefhavinnunni. Það er ekki mikil hefð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum hér á landi, en því viljum við breyta. Þjóðaratkvæðagreiðsla Sameinaðir jafnaðarmenn munu því beita sér fyrir því að sett verði ákvæði í lög sem tryggi rétt al- mennings til að krefjast þjóðarat- kvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Mál sem ekki var kosið um í al- þingiskosningum eða sveitar- stjórncirkosningiun, komu jafnvel aldrei til umræðu i aðdraganda kosninga. Stórmál sem skiptar skoðanir eru um og stjórnvöld taka ákvarðanir um, en almenn- ingi gefst ekki kost- ur á að hafa áhrif á. Dæmi um þetta eru mál eins og skipting hálendis- ins í sneiðar eins og gert var með s veitar stj órnar lög- unum í vor. Mál sem var mjög um- deilt og gagnrýnt harðlega af stóram hópi fólks, náttúru- vemdarsinnum og fjölmörgum öðrum. Það má einnig nefha gerð miðlun- arlónsins við Há- göngur yfir ein- stakt jarðhita- svæði. Og svo hef- ur gagnagrunns- frúmvarpið verið nefnt. Fulltrúalýðræði og beint lýðræði Það er mikilvægt að lýðræðið þróist og þroskist með tímanum. Lýðræði hefur þróast víða um heim en hefur ekki náð yfirhönd- inni alls staðar. Lýðræðið felst m.a. í þvi að al- menningur velur sér fulltrúa á nokkurra ára fresti til að gæta réttar síns. í seinni tíð hafa verið uppi skoð- anir um að nú sé tækifæri til að þróa lýðræðið í þá átt að gera það beinna, þannig að almenningin- geti afturkallað eða haft áhrif á þær ákvarðanir sem fulltrúar hans hafa tekið. í Sviss hefur beint lýðræði ver- ið viðhaft. Þar er niðurstaða þingsins ekki endilega endanleg niðurstaða, þar til kemur að næstu þingkosningum. Almenningur getur krafist þjóð- aratkvæðis um ný lög sem þingið hefur sett með þvi að 50.000 manns, eða 1% kjósenda, krefjist þess. Tvöfaldan þann fjölda undir- skrifta þarf til að hugmynd að nýj- um lögum verði lögð fyrir þjóðina í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þetta er eitt form af beinu lýðræði. Nokkrum sinnum hefur komið til umræðu og verið lagt til á Al- þingi að ákvæði í þessa vera færi inn í íslensk lög. Nú á þessu kjör- tímabili flutti Jóhanna Sigurðar- dóttir í þrígang ásamt fleiram framvarp til breytingar á stjómar- skránni um að þriðjungur kjós- enda gæti krafist þjóðaratkvæða- greiðslu um lagafrumvörp sem Al- þingi hefur samþykkt. Þetta hlut- fall mætti vera minna. Jafnaðarmenn vilja auka beint lýðræði hér á landi. Þannig gæti almenningur krafist þjóðarat- kvæðagreiðslu um umdeild mál. Áhrifaleysi stórs hluta þjóðcir- innar í umdeildum málum, sem ekki hefur verið tekist á um i kosningum, gengur ekki til lengd- ar. Sanngjöm þjóðaratkvæða- greiðsluleið er framtíðin. Ásta R. Jóhannesdóttir Kjallarinn Ásta R. Jóhannesdóttir alþingismaöur. „Áhrifaleysi stórs hluta þjóðar■ innar í umdeildum málum, sem ekki hefur verið tekist á um í kosningum, gengur ekki til lengd- ar. Sanngjörn þjóðaratkvæða- greiðsluleið er framtíðin.“ Einokunarárátta Sjálf- stæðisflokksins Það er athyglisvert að þótt ríkis- stjórn landsins sé leidd af Sjálf- stæðisflokknum, sem hingað til hefur talið sig málsvara einstak- lingsfrelsis og frjálsrar sam- keppni, þá eru höft einokunar að leggjast á sífellt fleiri svið þjóðlífs- ins. Einokun er orðin regla í fisk- veiðum, teygir sig líka inn á há- lendið og nú síðast virðist hún vera að leggja undir sig rannsókn- ir á sviði erfðavísinda. Hafið og hálendið Undir forystu Sjálfstæðisflokks- ins, hins gamla málsvara sam- keppninnar, er ríkisstjórnin önn- um kafin við það að færa nýtingar- rétt á sameignum þjóðarinnar endurgjaldslaust upp í hendurnar á fáum aðilum. Flokkur ftjálsrar samkeppni berst hatrammlega gegn því að tekið verði upp veiði- leyfagjald sem myndi þó leiða til aukinnar dreifingar á fjármagni í landinu, aukinna sóknarfæra fyrir þá sem komast vilja inn í greinina og aukinriar hagræðingar í grein- inni. Þessi stefna satnsvarar því að búið sé að gefa örfáum einstak- lingum sameign þjóðarinnar, fiskimiðin, með þeim afleiðing- um að fjármagn saftiast saman í greininni og skapar þenslu sem kemur harkalega niður á öðram grein- um, s.s. iðnaði og verslun. Sama er að gerast með hálendið. Frá örófi alda var það sameign þjóðarinnar. Það breyttist hins vegar í vor þegar yfirráð yfir því voru í raun færð í hendur örlítils minnihluta þjóðarinnar, sem byggir nokkra tugi fámennra sveitarfélaga. Þetta var gert við hávær mótmæli ýmissa hags- munasamtaka og þétt- býlustu sveitarfélaga landsins á suðvestur- horninu, sem voru í raun útilokuð frá því að hafa áhrif á stjórn hálendisins. Meira að segja borg- arstj ómarflokkur sjálfstæðismanna samþykkti mótmæli gegn þessu. Hið hlá- lega við það er sú staðreynd að í 30. sæti lista þeirra situr mað- urinn sem ber ábyrgð- ina á þessu, Davíð Oddsson forsætisráð- herra. Gagnagrunnurinn Gagnagnmnsfrum- varpið hefur verið ofarlega á baugi í sumar. Þar er sama einokunar- áráttan uppi á teningnum. Það á bersýnilega að færa einu fyrirtæki einokun á að nýta upplýsingar um erfðaefni landsmanna. Eignaréttur einstaklingsins yfir upplýsingum um eigin arfbera hlýtur að vera sjálfgefinn. í þessu finnst mér birt- ast hvað skýrast mótsögnin milli orða Sjálfstæðisflokksms um frelsi og samkeppni og verka þeirra sem fela í sér vaxandi einok- unaráráttu. Sérhver íslending- ur hlýtur að eiga sinn hlut af sameiginleg- um auðlindum þjóð- arinnar. Það er því með fádæmum skrýt- ið að Sjálfstæðis- flokkurinn, flokkm- viðskiptafrelsis og eignaréttar, skuli vinna að því hörðum höndum að svipta einstaklinginn eigna- rétt stnum yfir þess- um auðlindum og færa hann á hendur örfárra og tryggja þeim þannig slíka yf- irburðastöðu. Sjálfstæðisflokkurinn er að breytast í risastórt hagsmuna- bandalag sem tekur sínar ákvarð- anir ekki miðað við hina gömlu stefnu flokksins heldur hefur hagsmuni örfárra að leiðarljósi. Við þessar aðstæður verða frelsi og samkepni lítið annað en fjarlæg draumsýn. Kolbeinn Stefánsson „Undir forystu Sjálfstæðisflokks- ins, hins gamla málsvara sam- keppninnar, er ríkisstjórnin önn- um kafin við það að færa nýtingar- rétt á sameignum þjóðarinnar endurgjaldslaust upp í hendurnar á fáum aðilum. “ Kjallarinn Kolbeinn Stefánsson háskólanemi Með og á móti Landsliðsval og leikaðferð Guðjóns Þórðarsonar Kjartan Másson, þjálfari HK. Sama og ég myndi gera „Ég er mjög hrifinn af því sem Guðjón er að gera og hann fer sömu leið og ég myndi fara. Hann fellur ekki í þá gryfju eins og margir fyr- irrennarar hans að velja 16 bestu ein- staklingana og reyna svo að drita þeim nið- ur í hinar ýmsu stöður á vellinum. Guð- jón velur landsliðið eins og félagslið, hann velur menn í stöður miðað við það kerfi sem hann ætlar að nota. Ég er líka mjög ánægður með leikkerfið sjálft hjá Guðjóni, mér hefur alltaf fundist betra að spila með þrjá fasta varnarmenn og tvo kantmenn sem hægt er að nota ýmist sem varnarmenn eða sóknarmenn eftii- því sem við á. Þetta gefur mikið fleiri mögu- leika en að spila með fasta fjög- urra manna vöm. Það er mjög rökrétt að velja nánast eingöngu leikmenn sem spila erlendis, þeir bestu hcifa farið þangað og era í bestu æf- ingunni. Ég er bara ósáttur við valið á markvörðunum og skil ekki hvers vegna eini markvörð- urinn okkar sem á fast sæti í liði erlendis er ekki valinn." Vantar Eyjamenn „Ég er að stofni til sáttur við þá stefnu að byggja liðið í kring- um þá leikmenn sem spila er- lendis. Ég styð Guðjón í starfi og tel að sú leik- aðferð sem hann hefur sett upp henti ágætlega. Mér sýnist hann vera á réttri leið með liðið og vona að þetta gangi vel gegn Frökkun- um. En ég er verulega ósátt- ur og svekktur yfir vali hans á einstökum leikmönnum, eða öllu heldur á þeim sem hann velur ekki. Mér finnst með ólíkindum að ÍBV skuli ekki eiga fuUtrúa í 18 manna landsliðshópi og nefni þar fyrstan besta leikmann ís- landsmótsins í sumar, Hlyn Stef- ánsson, sem er fremsti varnar- maður landsins í dag og býr yfir geysUegri reynslu sem myndi nýtast landsliðinu vel. Þá er ótrúlegt að Steingrímur Jóhannesson, maður sem hefur gert 16 mörk í 14 leikjum, skuli ekki koma tU greina í hópinn. Hann er meiddur núna en var ekki valinn fyrir leikinn við Lett- land þegar hann var alheUl og tUbúinn. Ég er líka undrandi á vali Guð- jóns á markvörðum og tel orka mjög tvímælis að velja þar tvo menn sem era varamenn í liðum sínum úti og eru ekki í neinni leikæfingu." -VS Þorsteinn Gunnars- son, framkvæmda- stjóri knattspyrnu- delldar ÍBV. Kjallarahöfundar Athygli kjaUarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.