Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Síða 7
FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 7 sandkorn Fréttir Sendiboði Þorsteins Fjaðrafokið á fréttastofu Sjónvarps vegna meintra klöginnála sumar- mannsins Sigurðar Þ. Ragnarsson- ar á hendur Helga H. Jónssyni, sett- um fréttastjóra, hefur vakið mikla at- hygli. Ýmislegt er loð- ið við málið, svo sem það hvort Sigurður hafi talið sig eiga að skipa eins konar pólitískt jafnvægi gegn lituðum ffétta- stjóra. Sigurður bjó á Selfossi í nokkur ár og skipaði þar fremstu víglínu sjálf- stæðismanna og var einn harðasti stuðningsmaður Þorsteins Pálsson- ar. í sveitarstjómarkosningunum sl vor þótti það lýsa miklum dóm- greindarskorti fréttastofu Sjónvarps þegar Sigurður var sendur heim á Selfoss til að fjalla um sveitarstjóm- armál þar. Andstæðingar sjálfstæðis- manna sögðu vafasamt að láta sendi- boða Þorsteins fjalla um málefni hinna ýmsu framboða af hlutleysi... Meðfærilegri Ástandiö á fréttastofum RÚV er mjög mismunandi. Á sama tíma og fréttamenn Sjónvarps eru á hröðum flótta ýmist alfamir eða tímabundiö ríkir ákveðinn stöðugleiki á fréttastofu Útvarpsins. Þar er eng- in hreyfing á frétta- mönnum og menn þar brosa í kampinn vegna uppnámsins á Sjónvarpinu. Eitt vekur þó athygli manna á báöum fréttastofum og það era meint ham- skipti Markúsar Arn- ar Antonssonar útvarpsstjóra. í fyrri tíð sinni sem útvarpsstjóri þótti mönn- um hann sjálfstæður og röggsamur en nú þykjast menn merkja að hann beri merki þess að hafa glatað sjálfstæði sínu og taki víð skipunum utan frá. Þaö þótti skondið að hann skyldi ásamt Bjarna Guðmundssyni framkvæmda- stjóra sjálfur annast ráðningar sumar- manna á Sjónvarpið. Kremlólógía ræö- ur ríkjum segja sumir ... Sverrismenn Úttekt DV á óskakandídötum til framboðs fyrir Frjálslynda lýðræðis- flokkinn vakti mikla athygli. Þannig vora sumir þeirra sem útneftidir vora lítt hrifhir en aðrir að sama skapi óhressir með að vera ekki taldir upp. Málið er allt ofur viðkvæmt en meðal þeirra sem ekki era ginnkeyptir fyrir framboði era Kristján Kristjáns- son, prófessor á Ak- ureyri, og Sigbjörn Gunnarsson, eðal- krati í Mývatnssveit. Sumir Sverrismanna hafa horft til þeirra sem vænlegra kandídata en þeir hafa báðir kveðið upp úr um að svo verði ekki. Því er ekki að neita að til era þeir i flokki bankastjórans sem varpa öndinni léttar við þau tíðindi... Svarthvítur sigur Prins íslensku íþróttafréttamanna- stéttarinnar er án efa Samúel örn Erlingsson. Hann hefur um nokkurt skeiö heiilað landsmenn með háum talanda og hressum og skemmtilegri notkun málsins, eins og þegar hann talaði um frjálsíþrótta- manninn fjölkunn- uga. Húmor Samú- els Amar er vel virkur og í lýsingu sinni á leik KR og Þróttar nú um daginn naut hann sín til fullnustu. Seinni hálfleikur var nefnilega svarthvítur vegna bil- unar í tæknibúnaði. KR vann leikinn 8-1 og sagði Sammi að svarthvítan væri kannski happamerki fyrir KR því að þegar þeir urðu íslandsmeist- arar síðast þá hafi jú allt verið í svarthvítu... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @Ef. is Áætlanir ríkisstjórnarinnar í bankamálum: Fjárfestingarbankinn á erlendan markað - lögö áhersla á erlenda kj ölfestuQ árfesta Það er yfirlýst stefna ríkis- stjómar íslands að huga að skrán- ingu Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins á erlendan markað. Þetta kemur fram í greinargerð við- skiptaráðherra til ríkisstjórnar sem send var fjölmiðlum. í grein- argerðinni er stefna ríkisstjórnar- innar í bankamálum kynnt. Þá er lagt til að leitað verði að erlendum kjölfestufjárfestum í FBA. Vinsæll banki Eins og fram hefur komið er ætl- unin að fresta sölu Landsbanka og Búnaðarbanka fram yfir kosning- ar. Hins vegar er ætlunin að flýta sölu FBA. Þegar liggur fyrir heim- ild til handa ríkisstjórn að selja 49% í bankanum. Stefnt er að að Alþingi samþykki í haust heimild til sölu á afganginum af bankan- um. Nýlega lýsti Samband íslenskra sparisjóða áhuga sínum á að kaupa bankann. Þá sendu for- svarsmenn Búnaðarbanka íslands ríkisstjórninni bréf þar sem þeir lýstu yfir áhuga á viðræðum um kaup á FBA eða sameiningu bank- anna. Hagkvæm leið? Nú er hins vegar ljóst að ríkis- stjórnin hefur tekið þá pólitísku ákvörðun að selja FBA hvorki til Sparisjóðanna né Búnaðarbank- ans. Samkvæmt heimildum DV er mjög ólíklegt að hinir íslensku að- ilar vilji fjárfesta mikið í FBA verði þeir ekki ráðandi aðilar. Sérfræðingar í bankaheiminum benda á að eitt aðalmarkmið ríkis- stjórnarinnar við sölu á bönkun- um sé að auka hagkvæmni ís- lenskra banka. Bent hefur verið á að með því að hafna viðræðum við íslenska aðila sem vilja kaupa bankann fer ríkisstjómin á mis við tvennt. Annars vegar verður ekki hægt í leiðinni að hagræða í íslenska bankakerfinu með sparn- að og samvinnu íslenskra fjár- málastofnana í huga. Hins vegar er líklegt að lægra verð fáist fyrir bankhann seldur til ýmissa er- lendra og innlendra aðila. Einn kaupandi sé líklegri að borga meira fyrir bankann því yfirráð hans yfir bankanum séu tryggð. Hafa útlendingar áhuga? Efasemdaraddir hafa heyrst um væntanlegan áhuga erlendra fjár- festa á FBA. Aðrir telja að nú sé einmitt rétti tíminn til þess að fjárfesta í íslenskum bönkum. Allt frá því að frelsi í fjármálum var aukið hefur áhugi erlendra aðila aukist. Hinn íslenski fjármagnsmarkaður hafi þroskast hratt og stöðugleiki í efnahagsmálum þykir nokkuð tryggður. Þá stefnir í að bein af- skipti stjórnmálamanna muni minnka með sölu ríkisbankanna. Þótt arðsemi íslenskra banka hafi verið lítil undanfarin ár, mið- að við það sem gengur erlendis, er búist við betri tíð. Ný kynslóð stjórnenda með nýja þekkingu sé að koma upp í bönkunum. Nýjar forsendur séu því að myndast í rekstri banka í landinum. Samfara því muni kröfur og möguleikar banka til aukinnar arðsemi aukast. Erlendir fjárfestar geti þannig vel hugsað sér að hagnast á þeirri hagræðingu sem fylgir skynsamlegri endurskipulagningu íslenska bankakerfisins. Ráðuneytið svarar ekki: -jp fullorðinsfræðslan matshæft eininganám: skólanám & fjarnáin Gerðubergi 1, 111 R, síini/fax 557 1155 Netfang:l-f(aipeace.is Heimasíöu: littp//\v\v\v/peace.is/f-f Námskeið, íslenska f. útlendinga, fornám & fyrstu prófáfangar framhaldsskóla allt árið: DAN, NOR, SÆN, ENS, ÞÝS, SPÆ, ÍSL, ICELANDIC STÆ, TÓL, EÐL, EFN, TÖLVUGRUNNUR, NÁMSAÐSTOÐ , ______FLUGBRflUT____________ >7- >-7- >7-| Undirbúningsnám f, atvinnuflugnám! |>-)- >7- >7- Öll námskeið hefjast 19.-22. sept. SCHOOL OF ICELANDIC 4 week Intensive Courses Non-Stop All Year by The Inter-Lingual Learning Tecnique Sveitarstjórn Raufarhafnar í lausu lofti DV, Akureyri: Félagsmálaráðuneytið hefur til- kynnt sveitarstjóminni á Raufar- höfn að úrskurðar ráðuneytisins vegna kærumáls sem kom upp i kjölfar sveitarstjómarkosninganna í vor sé ekki að vænta fyrr en síðla í september, og er borið við önnum í ráðuneytinu vegna sumarleyfa. Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitar- stjóri á Raufarhöfn, segist afar ósáttur við þann drátt sem orðið hefur á afgreiðslu málsins hjá ráðu- neytinu, en þar hefur málið verið til meðferðar síðan 16. júní. Tveir framboðslistar komu fram fyrir kosningamar á Raufarhöfn og urðu úrslit kosninganna þau að listi Alþýðubandalagsins hlaut 118 at- kvæði og meirihluta í sveitarstjórn, en hinn listinn hlaut aðeins einu at- kvæði minna eða 117. Strax í kjölfar kosninganna kom fram kæra sem byggðist á því að ung kona sem greiddi atkvæði hefði ekki verið lög- leg á kjörskrá, heldur verið með lög- heimili annars staðar. Kæran fór fyrir úrskurðarnefnd sem komst að þeirri afdráttarlausu niðurstöðu að ekkert væri athugavert við fram- kvæmd kosningarinnar. Þeim úr- skurði var strax áfrýjað til félags- málaráðuneytisins sem hefur haft málið til afgreiðslu í tvo og hálfan mánuð og mun ekki afgreiða það fyrr en eftir nokkrar vikur. „Við emm mjög ósáttir við þenn- an hægagang ráðuneytisins. Þetta þýðir m.a. að sveitarstjórnin getur ekki tekið neinar nýjar stefnumark- andi ákvarðanir en aðeins látið þau mál sem eru í gangi „lulla áfram" segir Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri. Hann segir það og hafa vakið athygli að ráðuneytið hafi far- ið fram á lögreglurannsókn i mál- inu en slíkt ætti varla að gerast þar sem ekki hefði verið litið svo á að um sakamál væri að ræða. „Þessi dráttur á niðurstöðu ráðu- neytisins er mjög slæmur. Svo kynni einnig að fara að loksins þeg- ar ráðuneytið skilaði af sér kæmi til dómsmáls, e.t.v. bæði fyrir héraðs- dómi og Hæstarétti og því yrði kom- ið fram á vetur þegar niðurstaða fengist. Þetta er mjög slæmt,“ segir Gunnlaugur. -gk Phone/l'ax: 557 1155 E-mail: Icelandiclanguage@usa.net I lome Page: http://\vwvv.angell'ire.com/bi//icdandiclanguage eða rúnnaðir • Sturtuhorn • Sturtul • Baðkars, stui Við Fellsmúla Simi 588 7332 OPIÐ: lánud. - föstud. kl. 9-18, laugard, Vönduð vara ð®stæðustu verðut" RAOGREIÐSLUR raðgreiðslur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.