Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 Spuriúngin Hver er uppáhalds- leikarinn/leikkonan? Lydía Grétarsdóttir nemi: Þeir eru tveir, Steve Bushemi og A1 Pacino. Kristín Hafþórsdóttir nemi: John Travolta er bestur. Arnþór Indriöason nemi: John Travolta tvímælalaust. Skúli Bjöm Gunnarsson fs- lenskufræðingur: Þau Dustin Hoff- mann og Meryl Streep eru í mestu uppáhaldi. Björk Pálsdóttir nemi: Leonardo Di Caprio, þvi hann er svo sætur. Síðan held ég líka mikið upp á Söndru Bullock. Katrín María Birgisdóttir nemi: Mér finnst Brad Pitt vera besti leik- arinn. Lesendur Hvalurinn Keikó skapar vandræði Keikó til sýnis í heimkynnum sínum í Ameríku. - Nú er glansinn að fara af þessari iðju og hvað er þá betra en fljúga með Keikó til íslands? Helgi skrifar: Hvemig urðu íslendingar þátt- takendur í skrípaleiknum með hval- inn Keikó? Hvað kostar þetta íslend- inga? Er þetta siðferðilega rétt og er þetta efnahagslega hagkvæmt til lengri tíma séð? Er aðeins verið að redda Bandaríkjamönnum sem eru komnir í vandræði með hvað þeir eigi að gera við skepnuna? Er þaö ekki skýringin á því að flogið er með hann til íslands við mikinn kostnað að þá eru Bandaríkjamenn lausir við hann og hann þar með orðinn hausverkur íslendinga. íslendingar hafa nýtt hval frá aldaöðli og hann því verið í fæðu- keðju okkar islendinga. Hvalveiðar hafa einnig orðið veruleg fjáröflun fyrir íslenska þjóðarbúið. Skyldi veita af, jafnvel í góðæri?. Þótt hvalveiðar séu jafnáríðandi fyrir íslendinga og raun ber vitni, þá hefur vinum vorum, bandarísk- um stjómvöldum þótt nauðsynlegt og við hæfi að kúga íslendinga til að hætta hvalveiðum. Á sama tíma hefur Bandaríkja- mönnum sjálfum þótt sjálfsagt að veiða hvali, fangelsa þá í tiltölulega litlum kvíum og neyða þá til að læra ýmsar kúnstir til að skemmta hégómafullu fólki. Sumar þessar skepnur hafa verið notaöar viö kvikmyndagerð. Að sjálfsögðu allt í auögunarskyni. Þetta hefur verið hlutskipti Keikós í prísund sinni í Bandaríkjunum. En nú er glansinn farinn af þessari iðju og fólk er far- ið að mótmæla meðferðinni á skepnunum. - Og hvað er þá betra en fljúga með Keikó til íslands? Mönnum er sagt að sleppa eigi Keikó eftir stutta dvöl í kví við ís- land, og að hann muni síöan lifa frjáls og hamingjusamur i Noröur- Atlantshafinu það sem eftir er. Sam- tímis hefur verið hvíslað aö fólki aö hvalurinn sem hefur svo lengi verið „húsdýr" manna geti ekki lifað sem villt dýr í hafinu, væri honum sleppt. Enda mótmæltu Norðmenn því að Keikó yrði sleppt á þeirri for- sendu, að þeir myndu líklega veiða hann og slátra honum við slæmar imdirtektir. Norðmenn eru þvi þræl- fúlir yfir því að íslendingar skuli vera gabbaðir til að taka þátt í þess- um sjónhverfingaþætti í því skyni að aðstoða Bandaríkjamenn sem eru komnir í vandræði með hvalinn. Þá eru aðrir sem eru ekkert á móti því að láta hvalinn gera kúnst- ir sínar í Vestmannaeyjum þótt „aldraður" sé og græða á honum á meðcm hann tórir. - Bandaríkja- menn væru alla vega sloppnir frá skömminni og gætu jafnvel gagn- rýnt íslendinga fyrir meðferðina á Keikó sínum! Áfram með verðstríð matvörumarkaðarins Magnús Sigurðsson skrifar: Nú er Kaupfélag Eyfirðinga kom- ið til Reykjavíkur til að vera. Eða svo skilst manni á talsmanni KEA í sjðnvarpsviðtölum sl. miðvikudags- kvöld. Það er ekki bara matvaran sem KEA býður nú á markaðnum hér, það ætlar að fara í aðra vöru- flokka, eins og talsmaðurinn orðaði það. Ég segi fyrir mig; ég fagna þess- ari innkomu KEA hingað á þéttbýl- issvæðið. Sannleikurinn er nefnilega sá að einmitt núna, þessa dagana, var eins og ró væri að komast á þennan markað og það verðstríð og sam- keppni, sem var svo áberandi allt frá því sl. vor, væri í öldudal. Nú upphefst þetta allt aftur og ég segi bara: Guði sé lof. í fréttum daginn eftir ofannefnt viðtal við KEA-talsmanninn var viðtal við forstjóra Baugs (þ.e. Hag- kaupssamstæðunnar fyrrverandi). Hann boðar umsvifalaust verðstríð viö KEA eða svo gott sem og segir að nú verði samkeppnin sett á fullt. Það boðar gott fyrir okkur neytend- ur. Tilboð hér og tilboð þar, oftar á mun lægra verði en hin fyrri hjá hinum aðilanum. Það er því mikill happdrættis- vinningur, a.m.k. fyrir íbúana hér á Reykjavíkursvæðinu, að fá KEA suður með sína stórverslun. Auðvit- að mátti búast við þessu, rétt eins og Hagkaup og fleiri gerðu innrás á Akureyrarmarkaðinn. En mest er um vert að samkeppnin haldist á fullu og eina stríðið sem ég styö er verðstríð, og það sem mest og lengst. Landsbankasölu slegið á frest - ómarktækar bollaleggingar Landsbanki íslands. Settu upp skilti, „Til sölu“, tóku það niður aftur og settu upp annað: „Ekkert að marka“! Gunnar Jóhannsson skrifar: Eins og allir vita hefur sölunni á Landsbankanum verið slegið á frest. Sænsk sendinefnd frá ES- bankanum sem kom hingað til að vega og meta það sem í boði var er farin af landi brott og ber áreiöan- lega ekki vel söguna ráðamönnum í íslenskum fjármálaheimi. - Þeir settu upp skilti: „Til sölu“, tóku þaö svo niður aftur og settu upp annaö: „Ekkert að marka“! Hvernig svo verður staðið að sölu ríkisbankanna einhvern tíma síðar er óvitað. Eitt er þó nokkuð víst; það verður ekki leitað út fyrir land- steinana á ný þegar ríkisbönkunum verður skipt upp. Þetta er skaði fyr- ir íslenskt fjármálalíf því sárlega vantar erlent fé inn í bankastarf- semi hér, einnig þekkingu og við- tekið siðferði í bankamálum. Senn munum við samt heyra rnn nýjar áætlanir í banka- sölumálum og bankasameiningum en heldur ekkert meira. Aðeins vun áætlanir á áætlanir ofan. Það er ekki hægt að reikna með neinum alvörufrétt- um af bankamálum fyrr en eftir kosn- ingar. Ekki fremur en af öðrum málum sem valda titringi í þjóðfélaginu. Bolla- leggingar, hverju nafni sem þær nefn- ast, verða einnig marklausar þar til eftir kosningar. Það er líka bara einn vetur í milli. Vonandi verður hann jafn mildur og hann verður ómark- tækur hvað snertir orð og efndir ráðamanna, núverandi sem verð- andi.. Hringbrautin áriö 2002 Hjalti skrifar: Ekki kom mér á óvart fréttin um að Hringbrautin yrði ekki flutt niður í Vatnsmýrina fyrr en á ár- inu 2002. Það eru fjögur ár í það enn. Ég er þess fullviss að Hring- brautin verður aldrei flutt og þvi ekki byrjað á Barnaspitalanum um ókomna framtíð. Málið er ein- falt. Það þorir enginn að hreyfa byggingaráformum í Vatnsmýr- inni vegna flugvallarómyndarinn- ar sem enginn leggur í að farga vegna ímyndaðs atkvæðavægis landsbyggðarinnar við nokkra þingmenn. Auðvitaö verður sama ástand árið 2002. Ég segi hins veg- ar: Burt með Hringbrautina ofan Vatnsmýrar og burt með flugvöll- inn fyrir fullt og allt. Tölvur hættuleg- ar um aldamót K.A. hringdi: Ég er ekki að spá heimsendi en ég er verulega óttasleginn um að eitthvað alvarlegt geti gerst þegar árið 2000 gengur í garð með öllum sínum 0000 (núllum) skráðum í forrit tölvanna um allan heim. Ekki bara í banka- og viðskipta- kerfi um allan heim, heldur líka í stjómstöðvum vamar- og hemaö- arkerfa vítt og breitt um veröld- ina. Hver getur sannað að allt haldi vatni í þessum kerfum þar sem t.d. vamarkerfi eru stillt eða óstillt á einhverjmn ákveönum dagsetningum? Árið 2000 er var- hugavert að þessu leyti, og er óhætt að segja að margir í vís- inda- og tækniheiminum eru kvíönir fyrir þessum kaflaskipt- um í mannkynssögunni. Bjóðið frítt vín með matnum Anna hringdi: Ég las nýlega pistil Víkverja Morgunblaðsins þar sem hann undrast að Flugleiðir skuli ekki bjóða frítt vín t.d.með máltíðun- um. Telur hann Flugleiðir hljóti að vera eitt örfrárra flugfélaga á Vesturlöndum sem enn rukka fyr- ir vín með máltiöum. Þetta valdi bara töfum á þjónustu og ergi far- þegana. En nú er það þannig að Flugleiðir bjóða einmitt vín með máltíðum sínum á Ameríkuleiðun- um og gott ef ekki líka koníak meö kaffinu eftir matinn! En ekki á Evrópuleiðunum! Það sitja því ekki allir við sama borö hjá Flug- leiðum í þessum efhum. Ég skora á Flugleiðir að breyta þessu og bjóöa öllum fritt vín með matnum. Snorri sjó- maður, ekki útgerðarmaður Snorri Snorrason, útgerðar- maður og skipstjóri á Dalvik, hafði samband við DV og vildi taka fram aö hann væri ekki sá Snorri Snorrason sjómaður sem skrifaði lesendabréf í blaðið þann 8. júlí sl. um „Ókurteisa eftirlits- menn“ sem hann hafði komist í kynni við hjá Siglingamálastofn- un. Hann hefði verið erlendis er bréfið birtist og ekki haft aðstöðu til að gefa þessa yfirlýsingu fyrr. Þetta er hér með leiðrétt að beiðni Snorra á Dalvík. Prófkjör fyrir öll efstu sætin Suðumesjamaður hringdi: Vegna hugleiðinga væntan- legra frambjóðenda stjórnmála- flokkanna í næstu alþingiskosn- ingum um prófkjör eða uppstill- ingu á listana skulu þeir ekki láta sér til hugar koma annað en próf- kjör. Prófkjör í öll efstu sætin eru skilyrði fyrir þátttöku kjósenda nú á tímum hér á landi. Annaö væri bein ögrun við kjósendur og fylgismenn flokkanna líka. Þetta tel ég eiga við alla íslensku stjóm- málaflokkana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.