Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 10
1Ó menning FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 Hláturinn frelsar Johannes Mollehave hefur gert svo margt í lífrnu að maður gæti trúað aö hann væri marg- ir menn. Hann er prestur, auðvitað, og hefur þjónað dönskum söfnuðum heima i Danmörku og í Brussel, en hann er líka mikilvirkur rit- höfundur - hefur skrifað bæði fræðileg verk og skáldskap og bæði fyrir fullorðna og böm; hann þýddi Jesú Krist Ofurstjömu á dönsku, hann er afkastamikill gagnrýnandi og á síðari ámm hefur hann orðið geysilega eftirsóttur og vinsæll fyrirlesari. Hann hefur nú verið mán- uð á íslandi og ferðast viða um land og synir hans tveir hafa komið og heimsótt hann. Hann hvatti þá til að nota tækifærið vegna þess, eins og hann segir: Frá þessu landi er ekki hægt að segja. Maður verður að sjá það! Á sunnudaginn heldur Johannes Mollehave tvo fyrirlestra í Reykjavík. Sá fyrri er kl. 14 í stofu 101 í Odda á háskólalóðinni og fjallar um danska heimspekinginn Soren Kierkegaard; sá seinni er í Norræna húsinu og hefst kl. 16. Sá fjallar um húmor. Prestar í marga ættiliði Það fer Johannesi vel að tala um húmor. Hann er skemmtilegur og hýr maður og freist- andi að fara strax að brosa þegar maður sér hann. Hann hóf líka feril sinn sem höfundur skemmtiefnis. „Ég fór að búa til vísur og kvæði þegar ég var tíu ára,“ segir hann. „Ég orti í skólablöð og skrifaði gamanþætti fyrir skólaskemmtanir - og endaði svo með því að semja Stúdenta- revíuna meðan ég var í námi. Margir sem það gerðu fengu tilboð frá útvarpi, sjónvarpi eða leikhúsum og það fékk ég líka. Ég hélt um tíma að það yrði mitt ævistarf að semja söng- texta - sem er furðulegt þvi ég er vita laglaus!" En textagerðin varð bara tómstundagaman vegna þess að Johannes varð prestur. - Af hverju? „Ef maður er danskur og heitir Johannes þá verður maður prestur," segir Johannes og hlær. Útskýrir svo að faðir hans hafi þráð að verða prestur en orðið að fara að kenna á unga aldri til að ala önn fyrir foreldrum sínum. Hann vildi endilega að Johannes yrði prestur. í móðurættinni eru hins vegar prestcir svo langt sem augað eygir - ekki einn ættliður hef- ur fallið úr öldum saman. Þar þótti sjálfsagt að Johannes yrði prestur. „Mér hefur þótt prýðilegt að vera prestur," segir hann svo. „Prestár fá að heyra svo margar sögur." Sögumar hafa líka streymt frá honum, og ég spyr hvort hann eigi eftirlætisbók meðal verka sinna. „Já, þá fyrstu, Pá myrens fodsti - Úr maura- götu. Þetta eru bemskuminningar og þegar maður er lítill sér maður heiminn neðan frá - eins og mauramir. Þar vinn ég úr gamalli sekt- arkennd út af ýmsu sem ég gerði í bemsku. Þú veist hvaö böm geta magnað hlutina fyrir sér og stækkað þá upp úr öllu valdi í huganum. fmyndunarafli þeirra eru engin takmörk sett, ég tala nú ekki um ef þau hafa vonda sam- visku! En ég segi líka frá hamingjustundum. Og svo segi ég frá fólkinu sem ég ólst upp með. Til dæmis lýsi ég ömmum mínum tveimur sem vom eins ólíkar og dagur og nótt. Önnur var full af gleði og hin full af óróa. Annarri fannst lifið hræðilegt og óttaðist morgundaginn, hinni fannst lifiö dásamlegt og hún varð 94 ára.“ Biblían handa börnum Pá myrens fodsti sló í gegn í Danmörku en önnur bók frá hendi Johannesar varð jafnvel enn þá vinsæfli - hefur þegar verið prentuð í 50 þúsund eintökum og lítið lát á sölu. Þetta em rit Shakespeares á sviði á frummálinu. Nú hef ég séð tuttugu og tvö! Hin ástæðan er sú að ég kemst ekkert áfram á götu heima í Danmörku. Það kemur stöðugt til mín fólk sem segir: Manstu ekki eftir mér? Þú fermdir mig! Nú ætla ég að gifta mig og mig langar svo til að þú gerir það! Og ég gat aldrei neitað. En núna get ég sagt: Því miður, ég bý erlendis. Ertu þá alveg hættur að gifta? spurði einn þegar hann fékk þetta svar: Já, sagði ég. Hvem- ig drepurðu þá tímann? spurði hann!“ Og Johannes hlær dátt að þeirri fáránlegu spurningu. Sannleikurinn er sá að Jo- hannes er að skrifa bók um Shakespeare. Það er að segja Hamlet. Bara um Hamlet. Hann viðurkennir fúslega að um það verk hafi verið skrif- aðir heilu hillukílómetrarnir en ekki svo brjálæðislega mik- ið á dönsku. Þar er smáglufa í hfllu. Johannes Mollehave: Ef maður er trúaður og kann ekki að brosa þá verður maður fúndamentalisti. endursagnir hans á biblíunni fyrir börn, Barnabiblían. Hvernig datt honum það í hug? „Mér datt það ekki í hug; ég var beðinn um það af danska biblíufélaginu. Biblían kom út í nýrri danskri þýðingu fyrir nokkrum ámm og félagið vildi endursegja bibl- íusögumar fyrir börn með hliðsjón af henni. Það varð úr að ég endursagði nokkrar sögur úr báðum testamentum og orti vísu út af hverri sögu sem var prentuð á eftir prósanum, vísu sem bömin geta sungið. Vísumar voru svo gefnar út á plötu við lög eftir flölmörg tónskáld. Núna fyrir jól kemur úr önnur bamabiblía eft- ir mig - fyrir enn þá yngri börn. Hún er ein- göngu í bundnu máli og kemur út í bók, á geisladiski og tölvudiski. Þetta hefur verið fantaskemmtilegt verkefni." Johannes Mollehave er greinilega bráðnauð- synlegur maður í heimalandi sinu svo maður verður hissa á að komast að því að hann býr í Englandi. Hvernig stendur á því? „Fyrir því eru tvær ástæöur," segir Johann- es. „Þegar ég fór á eftirlaun spurði ég sjálfan mig hvað það væri sem mig langaði allramest til. Og ég svaraði því að það væri að sjá öll leik- DV-mynd ÞOK Hollt að hlæja - Síðasta spurning. Af hverju ætlarðu að halda fyrirlestur um húmor á sunnudaginn? „Mér hefur afltaf fundist húmor heillandi fyrirbæri, svarar Johannes. „Kannski vegna þess að skopteiknarinn Storm P. bjó rétt hjá mér þegar ég var krakki. Mér fannst gíf- urlega merkilegt að það skyldi ganga á göt- unum maður sem gat teiknað eins og hann. Fólki finnst stundum að ég hljóti að vera geðklofi að vera prest- ur og þó að vera að rannsaka húmor, en fyrir mér hangir þetta fuflkomlega eðlilega saman. Ef maður er trúaður og getur ekki brosað þá endar maður sem fúndamentalisti! Hláturinn er svo mikil frelsun. Enginn skammar konuna sína og hlær um leið. Og það er vísindalega sannað að þegar maður hlær lækkar blóðþrýstingurinn. Þegar maður reiðist stígur hann aftur á móti hratt. Það er ákaflega hollt samfélagi ef fólkið getur hlegið að valdsmönnum - alveg eins og það er hollt að geta hlegið að sínum nánustu. Án þess að gera þá hlægilega. Húmorinn er alveg nauðsynlegur. Ég hef eng- an áhuga á rithöfundum sem ekki hafa húmor. Mark Twain hafði hann, Einar Már Guðmunds- son hefur dásamlegan húmor, Laxness hafði ein- stakan húmor" - og Johannes segir „enestáende" með þungri áherslu á „ene“ - „Shakespeare, ís- lendingasögumar, allt er þetta mettað húmor. Ég reyni alltaf að vera fyndinn í predikunum og jafnvel þegar ég jarða gamalt fólk reyni ég að fá fólk til að brosa. Manneskjan er að vísu dáin, en hún var búin að lifa - átti daga sem sumir voru bláir, aðrir grænir, enn aðrir gulir... Nú er allt svart en það var ekki alltaf svart. Fyrir mér er húmorinn liturinn á lífmu." íslensk Guðríður íslenska gerðin af Ferðum Guðríðar eftir Brynju Benediktsdóttur var frumsýnd á ís- landi í gær. Heimsfrumsýningin var í Fær- eyjum um síðustu helgi. Leikritið er samið með hliðsjón af Eiríks sögu rauða og Græn- lendingasögu og segir frá Guðriði Þorbjam- ardóttur sem fór til Vínlands með þriðja manni sínum, Þorfinni karlsefni, snemma á 11. öld. Þau yfirgáfu Ameríku eftir átök við frumbyggja af því að þau vildu ekki berjast til landa og settust að á íslandi. Seinna komst Guðríður alla leið til Rómar og lauk ævi sinni sem einsetukona i Skagafirði. Þessi saga er vel kunn og um nánari út- færslu á henni í ágætu leikriti Brynju visa ég til leikdóms DV um ensku gerðina 16. febrúar sl. Brynja gerir Guðríði einbeitta konu sem neitar að láta spádóma standa í vegi fyrir löngun sinni til ferðalaga - enda kristin kona og trúir ekki á hindurvitni. Ragnhildur Rúriksdóttir fylgir þessari persónusköpun eftir með meiri þunga en Tristan Gibbin sem lék ensku gerðina, ieggur áherslu á hina miklu móður og húsmóður þar sem Tristan var meiri ævintýrakona. Ekki er því heldur að leyna Ragnhildur Rúriksdóttir er hin íslenska Guðríður. DV-mynd E.ÓI. að Tristan hefur skemmtilegri og lipurri hreyfingar og fleiri svip- brigði sem er sérstakur kostur vegna þess að leikkonan þarf að bregða sér í margs konar líki. En Ragnhildur segir vel frá og það er vitaskuld skemmtilegra fyrir okkur að heyra söguna á íslensku. Svo syngur Ragnhildur vel og Brynju og Margréti Örnólfsdóttur hefur ekki orðið skotaskuld úr að endursemja fyrir hana hinar glöt- uðu Varðlokur sem Guðríður flutti fyrir Þorbjörgu litilvölvu á Græn- landi forðum. Lag Margrétar var mjög vel heppnað, eins og reyndar hljóðmyndin öll. Allt ytra útlit sýn- ingarinnar er einfalt og smekklegt. Gísli leikur Jeppa Ríkisútvarpið heiðrar minningu Gísla Halldórssonar leikara á sunnu- daginn með því aö flytja leikrit Ludvigs Holbergs um Jeppa á Fjalli- Gísli leikur aöalpersónuna, drykkfellda bónd- ann Jeppa, eins og margir minnast, og sýnir þar sína óvið- jafnanlegu hæfileika til gamanleiks. Lárus Sigurbjömsson þýddi verkið og þessi upptaka var frumflutt árið 1977. Gísli Alfreðsson leikstýrði. Jeppi á FjaUi hefst á rás 1 klukkan 13. Dapurt en ástríðufullt „Kvöld hinna döpm en ástríðu- fullu tóna“ verður í Kaffileikhúsinu annað kvöld, laugardagskvöld. Þar ætlar Olivier Manoury að leika á bandoneon sitt argentínska tangóa, brasilísk lög, djassbaflöður og ís- lensk lög. Hann verður ekki einn; með honum leika Tómas R. Einars- son á kontrabassa og Árni Heiðar Karlsson á píanó og Edda Heiðrún Backman leikkona syngur, meðal annars ljóð eftir Halldór Laxness og Ingibjörgu Haraldsdóttur og lög úr sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Evu Lunu. Olivier Manoury var fremstur meðal jafningja í hópnum sem um síðustu helgi heillaði salargesti í Iðnó á tangótónleikunum Le Grand Tango. „Hon- um tókst aö galdra fram blæbrigði sem maður vissi ekki að hijóðfærið byggi yfir,“ sagði Jónas Sen í gagnrýni sinni I DV á þriðjudaginn. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Smásögur Gyrðis Ný bók frá Uglunni, íslenska kilju- klúbbnum heitir Trésmíði í eilífð- inni og geymir úrval úr smásögum Gyrðis Elíassonar. Gyrðir skapaði sér nafn í íslensk- um bókmenntaheimi sem ljóðskáld, en allt frá því að fyrsta smásagna- safn hans, Bréfbátarigningin, kom út árið 1988 hefur hann lagt sérstaka rækt við þaö form og auðgað það með margslungnum frásagnarhætti og fáguðum stíl. Þótt sögurnar séu ólikar eru þær allar gæddar þeim sérstaka blæ sem einkennir verk Gyrðis. í bókinni er safnað saman sögum frá tíu ára tímabili. Þær sýna þróun- ina i sagnagerð Gyrðis og ýmis blæ- brigði hennar. Þetta eru sögur af söknuði eftir því horfna og dána og eftirsjá eftir því sem er á fallanda fæti. Sögur af hryllingi og , ógn, sögur af mönn- um meö horn og konum með vængi, af spádómum og sýnum, af | þungsinni og þrá. En ekki síst eru þetta sögur af | gleði yfir töfrum lífsins og traustinu á að þau öfl sem vilja vinna því brautar- gengi séu betri en hin sem vilja gera heim okkar fátækari af furðum og sérkennum. Þetta eru sögur um þá von að tré- smíðar, jafnt sem aðrar smíðar og raunar allt okkar líf, séu ekki aðeins bundnar við stund og stað - þær til- heyri eilíföinni. Sögurnar völdu Guðmundur Andri Thorsson, Páll Valsson og Kristján B. Jónasson sem einnig ritar eftirmála. Mynd á kápu er eftir Elias B. Hall- dórsson, fóður skáldsins. Umsjón Leiklist Silja Aðalsteinsdóttir Skemmtihúsið við Laufásveg: Ferðir Guðríðar, 2. útg. á íslensku Höfundur og leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir Hljóðmynd: Margrét Örnólfsdóttir Leikmynd og grímur: Rebekka Rán Samper Búningar: Filippía Elísdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.