Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 Neytendur Tilbúiö morgunkorn: Sykursæt morgunstund Haustið er komið og skólarnir eru byrjaðir. Hjá mörgum íslensk- um fjölskyldum þýðir það að álagið verður meira á morgnana, allir þurfa að fara á fætur á sama tíma, e.t.v. á eftir að smyrja nesti fyrir bömin og allir eiga eftir að borða morgunmat. Þá getur verið freist- andi að skella pakka af tilbúnu morgunkorni á borðið fyrir mann- skapinn sem skóflar kominu í sig á mettíma. En ekki er allt gull sem glóir. Þótt morgunkornið geti verið þægilegur og fljótlegur morgunverð- ur er kornið mishollt og sumt af því er hreint og beint óhollt. Neytendasíðan fór á stúfana og kannaði næringargildi fjórtán al- gengra tegunda af morgunkorni. Ekki er um tæmandi umfjöllun að ræða því að sjálfsögðu era mun fleiri tegundir af morgunkomi á markaði hér heldur en teknar eru fyrir í greininni. Æskileg samsetning Allt morgunkom inniheldur tals- vert af kolvetnum sem eru nauðsyn- legur hluti af daglegri fæðu okkar. En þrátt fyrir að kolvetnin séu hluti af daglegri fæðu okkar era þau ekki öll holl. Sykur er nefnilega ein gerð kolvetnis. Sykurinn er slæmur í óhófi m.a. vegna þess að hann inni- heldur engin önnur næringarefni, hann tekur pláss frá vítamínum og steinefnum í líkamanum og að sjálf- sögðu er hann fitandi og fer illa með tennurnar. Æskilegt er að matur sem maður neytir, þ. á m. morgunkorn, inni- haldi ekki meira en 10 g af sykri í hverjum 100 g af vörunni. Trefjar eru einnig mikilvægur hluti i fæðu okkar. Þær bæta melt- inguna og hafa góð áhrif á hjartað. Æskilegt er að neyta a.m.k. 25-30 gramma af trefjum á dag. Upplagt er að fá hluta trefjanna úr trefjaríkum morgunverði. Flest morgunkorn inniheldur einnig einhverja fitu. Æskilegt er að halda fltuneyslunni í hófi. Á inni- haldslýsingum sumra pakkanna kemur fram hversu stór hluti fit- unnar er ómettuð fita. Því stærri hluti sem er ómettaður því „hollari" er fitan. Mikill sykur Eins og áður sagði er það mat margra næringarfræðinga að ekki sé æskilegt að meira en 10 g af sykri séu í hverjum 100 g af vörunni. Af þeim fjórtán vörutegundum sem skoðaðcir voru innihalda tíu þeirra meira magn af sykri. í fyrsta sæti trónir Cocoa Puffs með hvorki meira né minna en 46,7 g af sykri í hverjum 100 g af kúlun- um. Fast á eftir koma íslenskar Kókókúlur með 46 g. Þar á eftir kemur Frosted Cheerios með 43 g, þá Kellogg’s Chocos með 36 g af sykri og Honey Nut Cheerios með 35 g af sykri. Kellogg’s All Bran og Kellogg’s Special K sem gjarnan eru auglýstar sem heilsuvörur koma þar á eftir. All Bran inniheldur 24 g af sykri og Special K 15 g. Þá er komið að vörutegundunum sem eru innan sykurmarkanna ítalskt ólífubrauð Margir íslendingar hafa heillast af ítalskri matargerð. En í ítalskri mat- argerð má finna fleira en pitsur og pasta. Ólífubrauð er ættað frá Ítalíu og það er hreinasta hnossgæti. Uppskrift: 700 g hveiti 1 tsk. salt eitt bréf þurrger 1 msk. ferskt oregano, niðursneitt 350 ml volgt vatn 105 ml ólífuolía u.þ.b. 30 grænar ólífur. Aðferð: Blandiö saman hveitinu og saltinu i stórri skál. Hrærið gerinu og orega- nolaufunum saman við. Blandið vatninu og um 90 ml af ólífuolíunni saman við deigið. Hnoðið það á hveitistráðu borði þar til deigið er orðið að teygjanlegri kúlu. Setjið í skál sem smurð er smjörlíki. Setjiið plastfilmu yfir skálina og látið deig- ið lyfta sér í u.þ.b. 1 klst. eða þar til það hefur tvöfaldað stærð sína. Fletjið deigið út á bökunarplötu og skiptið því í tvennt. Fletjið hvorn helming út í um 1 sm eggiaga deig. Gerið um 15 litlar holur í hvorn deig- helming og stingið ólífunum ofan í holurnar. Penslið yfir ólífurnar með Morgunkornið er mishollt og sumar gerðir innihalda allt of mikið af sykri. (mest 10 g af sykri i 100 g af vör- unni.) Kellogg’s Rice Krispies rétt sleppur inn í þann hóp því það inni- heldur 10 g af sykri í 100 g af korn- inu. Þar á eftir koma Weetabix og Cheerios sem innihalda aðeins 5 g af sykri og lestina reka íslenskir hafrahringir með aðeins 3 g af sykri í 100 grömmum. Mismiklar trefjar TreQar eru mikilvægur hluti af fæðu okkar og hluta þeirra má fá úr morgunkorni. Tegundirnar fjórtán innihalda mjög mismikið af trefjum. Kellogg’s All Bran er í efsta sæti með 16 g af trefjum í hverjum 100 g af vör- unni. Þar á eftir koma Weetabix með 10 g af trefjum, Islenskir hafrahring- ir með 9,8 g og Cheerios með 9 g af trefjum í hverjum 100 grömmum. Eins og áður sagði er æskilegt aö neyta a.m.k. 25-30 gramma af trefj- um daglega. Best er að fá trefjarnar úr sem fjölbreyttustum tegundum fæðu, t.d. úr brauði, grænmeti og kommat. Þær morgunkornstegundir sem á eftir koma innihalda fá grömm af trefjum og geta því aðeins uppfyllt lítinn hluta af trefjaþörf okkar. Honey Nut Cheerios inniheldur 6 g af trefjum í hverjum 100 g af hringjunum og Frosted Cheerios inniheldur 4,5. Kellogg’s Special K og Kellogg’s Frosties innihalda 3 g af treflum, íslenskar Kókókúlur 2,2 g og Kellogg’s Rice Krispies og Kellogg’s Cornflakes innihalda 2 g af trefjum í hverjum 100 grömmum. afganginum af ólífuolíunni. Setjið glæra filmu yflr deigið og látið það lyfta sér í um hálftíma. Hitið ofninn í 220" C á meðan. Fjarlægið plast- filmuna og bakið brauðið í um 20-25 mínútur. -GLM Súkkulaðihúðuðu Cocoa Puffs-kúl- urnar reka svo trefjalestina því þær innihalda engar trefjar. Svipað fitumagn Fitumagn í þeim morgun- kornstegundum sem skoðaðar voru var svipað. Neytendur ættu þó að gæta að því þegar fituinnihald er skoðað hversu mikill hluti fitunnar er ómettaður. Ómettuð flta er nefni- lega, eins og áður sagði, talin hollari en mettuð fita. Rétt er þó að taka fram að ekki gefa allir framleiðend- ur upp hlutfall ómettaðrar fltu í vör- um sínum. Þvi er ekki hægt að bera saman hvaða tegundir innihalda minnst eða mest af ómettaðri fitu, Þegar heildarfita í hverjum 100 grömmum er skoðuð reynist Cheer- ios vera í efsta sæti með 6 grömm af fltu. Þar á eftir koma íslenskir hafrahringir með 5 grömm, síðan Honey Nut Cheerios með 4 grömm, Frosted Cheerios með 3,6 grömm og Weetabix með 3 grömm. Hundrað grömm af Kókókúlum innihalda 2,6 grömm af fitu og sama magn af Kellogg’s Rice Krispies, Kellogg’s All Bran og Kellogg’s Chocos inni- heldur 2 grömm af fitu. Kellogg’s Special K og Kellogg’s Cornflakes innihalda 2 grömm af fltu og í hundrað grömmum af Cocoa Puffs- kúlum er engin fita. Það er því ljóst að foreldrar verða að vanda valið ef börnin eiga að fá staðgóðan en jafnframt fljótlegan morgunverð áður en haldið er út í amstur hversdagsins. -GLM Laugavefur- inn opnaður Á morgun verður opnuð vef- síða sem hlotið hefur nafnið Laugavefurinn á slóðinni www.laugavegur.is. Laugavef- urinn hefur að geyma upplýs- ingar um verslanir á Laugaveg- inum, skemmtilegt kort af Laugaveginum, aðstoð við not- endur og margt fleira. Þar er einnig að finna heimasíður þeirra verslana sem hafa komiö sér upp slíkri þjónustu. Hægt verður að senda tölvupóst til allra verslana sem eru á Lauga- vefnum. -GLM Auglýs- ingar Auglýsingar eru stór hluti af okkar daglega lífl. Þær eru mis- jafnlega áhrifaríkar en allar eiga þær þó að lúta eftirfarandi reglum: Auglýsingar skulu ekki inni- halda boðskap, í orðum eða myndum, sem brýtur gegn al- mennri velsæmiskennd. Auglýsingar skal semja þannig að traust neytandans, takmörkuð reynsla hans eða þekking sé ekki misnotuð. Auglýsingar skulu ekki inni- halda staðhæfingar eða myndir sem líklegar era til að villa um fyrir neytandanum. Ef samanburður er notaður í auglýsingmn skal þess gætt að samanburðurinn sjáifur sé ekki villandi og að hann brjóti ekki gegn grundvallarreglum um sanngirni í samkeppni. I auglýsingum skal ekki hall- mæla neinu fyrirtæki eða sam- keppnisvöru, hvorki beint né með því að gefa ókosti hennar í skyn. I auglýsingum skal ekki mis- nota hina eðlilegu trúgimi barna eða reynsluskort yngri kynslóðarinnar og skai þess gætt að auglýsingar raski ekki samlyndi innan fjölskyldunnar. Vörulýsingar og staðhæfing- ar um eðli eða myndameðferð skulu ávallt vera sannleikanum samkvæmar. Auglýsendur skulu fúsir til að leggja fram sönnunargögn án tafar sé þess óskað af aðilum sem sjá um að reglunum sé framfylgt. Hörog baðmull Hör er vefjarefni sem unnið er úr basttrefjum stönguls hör- plöntunnar. Kostir hörs era að hann er slitsterkur, þéttur og svalur viðkomu. Hann dregur vel í sig raka og teygist ekki. Ókostir hans eru að hann getur upplitast, hlaupið í þvotti og krumpast fljótt. Vel þarf að at- huga meðferðarmerkingar. Baðmull er fræhár baðmull- arplöntunnar. Kostir baðmull- arinnar eru að hún er fíngerð og ódýr. Hún hefur einnig góða spunaeiginleika, er slitsterk og þolir vel þvott. Hún hefur ekki ertandi áhrif á húðina og litast vel. Ókostir baðmullarinnar eru að hún er ekki fjaðurmögn- uð og getur því krumpast í þvotti. Einnig getur hún hlaup- ið í þvotti. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.