Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 25 Iþróttir íþróttir Logi Ölafsson, þjálfari Skagamanna, um landsleikinn gegn Frökkum: Sterk vörn lykillinn að góðum úrslitum Bland í poka Hraómót ÍR í körfuknattleik kvenna fer fram um helgina. Þar taka þátt öll lið 1. deUdar nema KR, eða ÍR, Njarövík, Keflavík, ÍS og Grindavik. Keppni hefst kl. 10 báða dagana og lýkur mótinu um kl. 15 á sunnudag. Ásmundur Guðmundsson, einn reyndasti leikmaður handknatt- leiksliðs HK, leikur liklega með Herði á Isafírði í 2. deildinni í vet- ur. Ásmundur hefur verið ráðinn kennari í Súöavík og verður því ekki með Kópavogsliðinu. Tómas Hermannsson, einn lykil- manna nýliða Snæfells í úrvals- deildinni í körfubolta, gengur lik- lega til liðs, viö KFl. Tómas hefur spilað með ísfirðingum í undirbún- ingsleikjum að undanfórnu. Baldur frá KR Baldur Ólafsson, einn sterk- asti leikmaður KR í úrvals- deildinni í körfuknattleik, verður ekki með á næstu leiktíö. Baldur verður við nám í Bandaríkjunum og leikur með þarlendu háskólaliði. Logi Ólafsson, fyrrum landsliðs- þjálfari og þjálfari Skagamanna, segist hlakka mikið til landsleiksins á laugardagskvöld þegar íslending- ar fá heimsmeistara Frakka í heim- sókn. „Eins og oft áður byggist mögu- leiki íslenska liðsins á að spila sterka vöm. Þá gæti falist einhver möguleiki í því ef Frakkarnir van- meta íslendinga og finnast þetta vera auðsótt þrjú stig,“ sagði Logi í samtali við DV í gær. „Eins og maður sá á HM í sumar var franska liðið ekki með mikla markaskorun í leikjum sínum þó það ynni. Þeir hafa ekki verið að rúlla yfir andstæðinga sína og reynsla þeirra af því að spila viö lægra skrifuð lið er ekki mikil þar sem þeir tóku ekki þátt í und- ankeppni HM. Og ef hægt er að tala um einhvern veikleika hjá Frökk- unum er hann sá að þá skortir markaskorara. „Ef íslendingum tekst að halda Frökkunum í núllinu eins lengi og hægt er þá er möguleiki á góðum úrslitum svo sannarlega fyrir hendi. íslenska liðið á að vera sterkt varnarlega séð og ef það nær að byggja upp góðar skyndisóknir og nýta vel fóst leikatriði eins og horn og aukaspymur er ákveðinn mögu- leiki fyrir hendi. - Má ekki búast við ákveðnu spennufalli í liði Frakka? „Það gæti vel verið. Frakkarnir slógu svo sannarlega í gegn í sumar og kláruðu mótið og auðvitað gæti spennufall fylgt í kjölfarið. Mér finnst þetta verað svipað núna og þegar við mættum Svíum árið 1994. Það var fyrsti opinberi leikur Svía eftir að hafa náð 3. sætinu á HM í Bandaríkjunum. „Þetta verður fyrst og fremst skemmtun. Það verður feikilega gaman að sjá þennan leik hvernig sem allt fer. Það er engum blöðum um það að fletta að þetta er erfið- asta og jafnframt skemmtilegasta verkefni sem íslenskt landslið hefur fengið,“ sagði Logi. -GH Frakkar smeykir við völlinn - „Sá stærsti til þessa,“ segir Eyjólfur Sverrisson „Það verður virkilega gam- an að fá að kljást við sjálfa heimsmeistarana. Þetta er stórviðburður og allra stærsti leikur sem ég hef ver- ið þátttakandi í. Það er alveg ljóst að þetta verður mjög erf- iður leikur fyrir okkur. Við verðum aö verjast meira og minna allan tímann en beit- um þess í stað skyndisókn- um. Við verðum að vera mjög skynsamir í öllum okkar aö- gerðum og passa að fá ekki á okkur mark. Við þurfum ekki aö vera neitt hræddir við þá en við erum allir tfl- búnir í þennan slag,“ sagði Eyjóifur Sverrisson, fyrirliði íslenska landsliðsins og leik- maöur þýska úrvalsdeildar- liðsins Herthu Berlín, í sam- tali við DV í gær. Eyjólfur sagöi andrúmsloftið í liðinu frábært, það væru allir tilbúnir að leggja sig 100% fram í þennan leik eins og raunar aila leiki sem ísland leikur. „í leiknum gegn Lettum á dögunum voru menn að leika eins og fyrir þá var lagt og það heppnaðist mjög vel. Leikur- inn viö Frakka verður miklu erfiðari en strákarnir vilja sýna landanum hvað i þeim býr,“ sagði Eyjólfúr. „Ég sá það í frönsku blöðun- um áöur en ég kom til íslands að Frakkamir eru í raun mjög smeykir að koma hingað og þá sérstaklega við völlinn. Frakk- arnir gerðu sér grein fyrir þvi að leikurinn gæti orðið erfiður og þeir ætluðu um fram ailt að vinna sigur í honum,“ sagði Eyjólfur. -JKS Eyjólfur Sverrisson segir að íslenska liöið muni verj- ast gegn Frökkum. Landsliðsmennirnir okkar hafa undirbúið sig af kostgæfni fyrir átökin við heimsmeistara Frakka. Leikurinn verður okkar mönnum erfiður en bjartsýnustu menn vona að íslenska liðið nái að standa í heimsmeisturunum. DV-mynd S Vikingar að missa af lestinni? 1-0 Bjami Hall (16.) 1-1 Hjörtur Hjartarson (48.) 1-2 Valdimar K. Sigurðsson (54.) Hálfleiksteið virðist fara illa i Víkinga þessa dagana því þeir töpuðu öðrum leik í röð, gegn Skallagrími, 1-2, í gær með því að fá á sig tvö mörk á fýrstu 10 mínútum seinni hálfleiks. Skallagríms- menn nýttu sér vel klaufa- skap Víkinga bæði í klúðri á færum uppi við mark þeirra og svo í vöminni en mörkin komu eftir mistök Víkinga. Víkingar töpuðu sínum fyrsta heimaleik og viröast vera aö missa af lestinni upp í úrvals- deild þetta sumarið. Maður leiksins: Unnar Slg- urðsson, Skallagrími. KA vann á Akureyri 1- 0 Höskuldur Þórhallsson ('44) 2- 0 Höskuldur Þórhalsson('54) 2-1 ívar Jónsson('81) Leikurinn skipti engu máli fyrir liðin en hlutskipti þeirra í deildinni er þegar ráðið. Hvorugt liðið náði viðunandi árangri i sumar. Aðeins 40-50 manns mættu á leikinn og er það minnsta aðsókn á Akureyri í sumar. Maöur leiksins: Niklas Jonson, KA. -ÓÓJ/-JJ/-SK Arsene Wenger verður framkvæmdastjóri hjá Arsenal næstu fjögur árin. Frakkinn hefur ekki skrifað undir samning ennþá en samþykkt öll atriði hans. Tveir ungir körfu- knattleiksmenn úr Njarðvík, Örlygur Sturluson og Logi Gunnarsson, leika ekki með Njarðvík i úr- valsdeildinni næsta vetur. Þeir verða við nám í Bandaríkjunum. Breióablik leikur í úr- valsdeild í knattspymu á næsta tímabili. Stjarnan vann Fjölni, 6-0, og Breiðablik vann Hauka, 0-1, í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöld. Njardvik sigraði Kefla- vík, 80-69, í Reykja- nesmótinu í körfu- knattleik í gærkvöldi. Njarðvíkingar léku án erlends leikmanns. Ökumenn óku hratt í Öskjuhlíöinni í gær og undir fögrum regnboga. DV-myndir JAK Steingrímur Ingason er í sjötta sæti og með í baráttunni. Hann hélt að spyrna hefði bognað í gær og athugaði málið í viðgerðarhléi í gærkvöld. Úrslit á opna Reykja- víkurmóti karla í hand- knattleik í gærkvöld: FH-Selfoss 21-14, Fram-Fjölnir 27-14, Valur-ÍRb 19-16, ÍRa-KR/Grótta 19-13, Afturelding-Breiðablik 20-9, ÍBV-HK 15-13. í kvennaflokki urðu úrslit þessi: Hauk- ar-Valur 14-10, KR/Grótta-FH 13-13, Stjaman-Fram 22-18. -SK Breskir hermenn eru á meðal þátttakenda i' alþjóðarallinu og röðuðu sér í sex neðstu sætin eftir sérleiðirnar í gær. Hér verða þeir sér úti um bensín á bíla sína. Alþjóðarallið hófst í gær: Rúnar ók hraðast - 25 sekúndna munur á 1. og 5. sæti eftir 3 sérleiðir Feðgamir Rúnar Jónsson og Jón E. Ragnarsson á Subaru Legacy hafa nauma forystu eftir þrjár fyrstu sér- leiðirnar í alþjóðlega rallinu sem hófst í gær. Þeir Rúnar og Jón em með aðeins 5 sekúndna forskot á þá Sigurð E. Bragason og Rögnvald Pálmason á Metro. í þriðja sæti eru þeir Páll Halldór Halldórsson og Jóhannes Jó- hannesson á Lancer en þeir eru að- eins 8 sekúndum á eftir þeim Sigurði Braga og Rögnvaldi. Þeir Þorsteinn Páll Sverrisson og Witek Bogdanski á Mazda eru í fjórða sæti, 8 sekúndum á eftir Páli Halldóri og Jóhannesi og 21 sekúndu á eftir feðgunum. Hjörtur Pálmi Jónsson og ísak Guðjónsson á Toyota em í fimmta sæti, 4 sekúndum á eft- ir þeim Þorsteini Páli og Bogdanski. Eins og sjá má á stöðunni eftir þrjár fyrstu sérleiðimar er útlit fyrir gríöarlega keppni um efstu sætin í rallinu og spennan í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn er í jámum. Stærstur hluti rallsins er enn eftir og menn varla búnir að ná úr sér hroll- inum fyrir þau átök sem fram undan eru í dag og á morgun. Eins og tímamir á fremstu bílum gefa til kynna má ekkert út af bregða og líklegt er að úrslitin verði ekki ljós fyrr en að lokinni síðustu sérleið- inni. -SK Stuttar fréttar frá rallinu Þeir Coupe og Whittaker frá Bret- landi eru einu er- lendu keppendurnir í rallinu sem ekki keppa á jeppabifreið- um. Þeir félagar stóðu sig þokkalega í gær og eru í sjöunda sæti, 43 sekúndum á eftir þeim Rúnari og Jóni. Tveir bilar eru þegar úr leik í rallinu. Fjölnir Þorgeirsson og Guðný Úlfars- dóttir stóðust ekki skoðun og þeir Óskar og Geir veltu sínum bíl á annarri sér- leiðinni. Feögarnir Rún- ar og Jón náðu besta tíma á öll- um sérleiðunum í gær þótt ekki sé forskotið mikið. Þeir feðgar óku Öskjuhlíðina á ná- kvæmlega sama tíma í bæði skiptin. Feðgarnir Rúnar og Jón á ískrandi siglingu í Öskjuhlíðinni í gær á Subaru Legacy bíl sínum. Þeir hafa nauma forystu eftir þrjár sérleiðir. Knattspyrnuþjálfarar óskast Keppnin um ísl-ands- meistaratit-ilinn er mjög spennandi. Rún- ar og Jón annars veg- ar og Þorsteinn Páll og Witek Bogdanski hafa mestu möguleik- ana á að hreppa titil- inn. HK óskar eftir þjálfurum fyriryngri flokka í knattspyrnu, aðallega fyrir stúlknaflokka. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við framkvæmdastjóra HK í síma 564 2347 eða 554 2230, eða sendi umsókn með upplýsingum í fax 564 2397. Knattspyrnudeild HK, unglingaráð Þessar tvœr áhafnir eru jafnar að stigum, með 60 stig. Staða feðganna er þó verri að því leyti að þeir hafa þegar helst úr lestinni einu sinni og möguleikar þeirra eru því úr sögunni ef þeir skila sér ekki í mark. Sigurður Bragi og Rögnvaldur á Metró bílnum eiga einnig þokkalega möguleika en verða að vinna al- þjóðarallið til að hreppa íslandsmeist- aratitilinn. Sex breskar áhafnir keppa á Land Rover jeppum í rallinu og eiga skiljanlega enga möguleika á sigri-.gjj idJdui l/A MM | Ekkert Koffín - enginn hvítursykur! J H 7>T^ T</ T- 'ri ^ T gcfifiíipw m gjjyf KKAflMlK"L UOXV' Til hamingju; ÍBV bikarmeistarar i knattspyrnu 1998. Örmeðalmennsku átoppmn með Hl hamingju með sigurinn í ykkar greinum í bikarkeppninni í frjálsum: Guðrún Arnardóttir, Vala Flosadóttir, Einar K. Hjartarson, Martha Ernstdóttir, Sveinn Margeirsson, Þórdís Gísladóttir, Eggert Bogason og Guðleif Harðardóttir. Leppin óskar landsliði íslands í knattspyrnu góðs gengis á laugardag\__________ Ofantaldir eru allir sannarlega fliffillli/ notendur Leppin-sportvara! www.itn.is/leppin „rkud'V'‘kf«WL gjEHAlA^UUJ www.itn.is/leppin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.