Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 11 Fréttir Eskimo Models færa út kvíarnar: Sækja fvrirsætur til Síberíu fyrirsætur frá afskekktum stöðum eftirsóttar Þórey Vilhjálmsdóttir og Ásta Kristjánsdóttir hafa rekið fyrirsætuskrifstofuna Eskimo Models í fjögur ár. Nú ætla þær að færa út kvíarnar og opna fyrsta útibú fyrirtækisins í Síberíu. DV-mynd ÞÖK „Við erum þessa dagana að ganga formlega frá opnun útibús í borg- inni Tomsk í Síberíu. Við vonum að þetta sé aðeins fyrsta útibúið okkar af mörgum. Það hefur verið mikil vinna að koma skrifstofunni á lagg- imar en við höfum veriö i góðu samstarfi við fjárfesta frá Þýska- landi og Ítalíu," segir Ásta Krist- jánsdóttir sem er eigandi fyrirsætu- skrifstofunnar Eskimo Models ásamt Þóreyju Vilhjálmsdóttur. Ásta fer utan um næstu helgi og ætlar að dvelja ásamt eiginmanni og ungri dóttur í þrjá mánuði í Tomsk. í Tomsk búa um 600 þúsund manns en Ásta segir markmið nýju skrifstofunnar að leita bæði að fyr- irsætum í borginni og á svæðunum í kring en þar búa nokkrar milljón- ir manna. „Við leitum að fólki af báðum kynjum sem hefur hæfileika og hug á fyrirsætustörfum. Við munum fara á milli skóla og reyna að sigta út rétta fólkið. Við vitum að það er mikið af ungu fólki sem á sér þann draum að komast frá Rússlandi, þótt ekki sé nema um tíma, og þá er fyrirsætustarfið kjörinn vettvangur. Frá okkur mun leið fyrirsætanna síðan liggja til borga eins á borð við London, Parísar, Tokyo og New York.“ - En hvers vegna Síbería? „Þessi bransi gengur út á að leita sífellt að nýju útliti og það er hörð samkeppni á milli umboðsskrif- stofa. Við teljum að við getum kom- ið þessu útliti, þ.e. slafnesku, áfram. Draumurinn er auðvitað að sem flestir komist áfram í tískuheimin- um. Okkur fannst líka of auðvelt að opna útibú í Evrópu og vildum leita lengra. Raunar höfum við ákveðið að öll okkar útibú verði á „skrýtn- um“ stöðum. Island, Síbería og hver veit hvað okkur dettur næst í hug. Afskekktir staðir eru eftirsóttir af mörgum fyrirsætuskrifstofum en fæstir hafa gengið alla leið eins og við,“ segir Ásta. Of seint að hætta við Eskimo Models hafa þegar kom- ið sér upp húsnæði í Tomsk og tveir starfsmenn eru byrjaðir að vinna þar. Það verður síðan hlut- verk Ástu næstu þrjá mánuðina að koma á skipulagi en eftir það verða skrifstofurnar tvær í tölvu- sambandi. „Það hefur víst frést hvað til stendur hjá okkur og fólk er þegar farið að spyrjast fyrir. Okkar skrif- stofa verður sú eina af þessari stærð í Tomsk og þess vegna er kannski ekki undarlegt að mörg- mn finnist þetta spennandi. Það vita auðvitað margir hvað getur fylgt því að komast á samning hjá fyrirsætuskrifstofu. Við bjóðum til dæmis öllum á enskunámskeið, kynnum þeim þá staði þar sem þau munu starfa auk þess að kenna þeim hvernig á að ganga og farða sig. Það er mikilvægt að byggja upp sjálfsöryggi þannig að fyrirsæturn- ar verði ekki fyrir áfalli þegar á hólminn er komið. Ef vel tekst til getur fyrirsætustarfið verið stór- kostlegt tækifæri og kannski eina tækifæri margra til að sjá sig um í heiminum," segir Ásta. Ásta segir launin í fyrirsætu- bransanum einnig mikið aðdrátt- arafl og tekur dæmi. „í Síberíu eru meðallaun um 200 dollarar á mán- uði en einn dagur í fyrirsætustarf- inu getur gefið þúsund.“ Fréttir af slæmu efnahags- ástandi í Rússlandi hafa ekki dreg- ið kjarkinn úr þeim Ástu og Þóreyju. „Við fylgjumst auðvitað vel með þróun mála þar en við höfum ákveðið að láta það ekki aftra okk- ur. Það er einfaldlega of seint að hætta við og við verðum bara að sjá hvað setur," segir athafnakon- an Ásta Kristjánsdóttir að lokum. Gröfumælir Skurðdýptarmælir stóreykur afköst og einfaldar vinnuna í alla staði. Engin ágískun, öll verk eru nákvæmlega rétt grafin. Tækið borgar sig á örskömmum tíma í auknum afköstum og nákvæmari greftri. Kynning á nýjum mæli OZ 107 laugardag kl. 13 -15. íslensk Tæki Skeifunni 7, Rvk Sími 568 8811 j_________________________L Góður rekstur Heilbrigðisstofnunarinnar á ísafirði: Þríheilagt á ísafirði Heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, afhenti Guðjóni Brjánssyni, framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar í ísa- fjarðarbæ, eina milljón króna að gjöf til stofnunarinnar á þriðjudag fyrir að hafa náð góðum árangri í rekstri. Fylgdi fénu sú ósk að pen- ingamir yrðu notaðir til að kynna starfsemi spítalans út á við. Ingibjörg sagði að rekstur þessar- ar stofnunar væri góður vegna þess að þar væri gott starfsfólk og góðir stjómendur. Ráðherra sagði að um þessar mundir væri eiginlega þríheilagt á ísafirði hvað sjúkrahúsiö varðaði. Framhaldsskólinn á ísaflrði hefði verið að tengjast Háskólanum á Ak- ureyri varðandi fjamám í hjúkrun- arfræðum, Heilbrigðisstofnunin í ísafjaröarbæ væri sú fyrsta á land- inu sem fengi viðurkenningu fyrir Guðjón Brjánsson, framkvæmda- stjóri Heilbrigðisstofnunarinnar í ísafjarðarbæ, tekur við viðurkenn- ingu fyrir góðan rekstur úr hendi Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðis- ráðherra á þriðjudag. DV-mynd Hörður góðan rekstur og að morgni þriðju- dagsins hefði tekið gildi samningur sem undirritaður hefði verið við Is- landsflug um sjúkraflug á Vestfjörð- um en sá samningur gildir til 31. desember 1999. Hálfdán Ingólfsson mun annast það flug og verður vél- in á ísafirði. Guðjón þakkaði gjöfina og sagði jafnframt að lengra gætu þeir ekki seilst í ráðdeildarseminni án þess að það færi að bitna á þeirri góðu þjónustu sem menn hefðu lagt sig fram um að veita á sjúkrahúsinu af miklum metnaði. Hann sagðist vona að hér yrði látið staðar numið í niðurskurði eða svokall- aðri hagræðingu. Hann sagði að þetta hefði ekki verið þrautalaust og fólk hefði tekið þetta nærri sér á sjúkrahúsinu og það hefði ratað fyrir almenningssjónir. Guðjón sagðist engu öðru en góðu starfs- fólki þakka þann árangur sem náðst hefði. -HKr. afsláttur af pizzum - taktu með ... eða Opið 11-23.30 og til 01.00 um helgar snæddu á Engihjalla 8 Sími 5S4 6967 Gildir einungis í Kópavogi Við á auglýsingadeildinni erum tilbúin með jólapakkana. Fyrstir koma, fyrstir fá Nú eru rúmlega lOO VMr SÍÐASTA þar til auglýsing fyrir jól fer í loftið! ám? 0KEE7 iASÍMI 515 6200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.