Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 19
27
FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998
L
Fréttir
Ósnortið víðerni á hálendinu í hættu:
Eftirliti með mann-
virkjagerð ábótavant
- segir Ari Trausti Guömundsson jaröfræðingur
Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur.
„Það vantar verulega á að þeir
sem nú vinna að skipulagi hálendis-
ins hafi yfirsýn yfir öll þau gríðar-
mörgu mannvirki sem þar er að
finna. Það má auðvitað gera ráð fyr-
ir þvi að skipulagsstjóri hafi yfirlit
yfir byggingcir og Landsvirkjun að
vissu marki yfir virkjanir og fram-
kvæmdir þeim tengdar. Þetta er ein-
faldlega ekki nóg og það sem í mín-
um huga skiptir hvað mestu máli er
vega- og slóðagerð á hálendinu. Ég
hef farið mjög víða um hálendið og
það er búið að leggja vegi og slóða
út og suður, miklu meira en kemur
fram á landakortum," segir Ari
Trausti Guðmundsson jarðfræðing-
ur en hann telur það há skipulags-
vinnu vegna hálendisins að tæm-
andi upplýsingar um mannvirkja-
gerð sé hvergi að finna á einum
stað. Þá segir hann það einnig al-
varlegt að enginn opinber aðili
skuli hafa eftirlit með þeirri mann-
virkjagerð sem á sér stað frá degi til
dags.
„Menn hafa lagt og leggja slóða og
þurfa ekki að spyrja nokkurn mann
leyfis. Það er því sífellt verið að
reyta niður hálendið og ég held þvi
fram að ef það yrði búið til ná-
kvæmt kort af hálendinu þá kæmi í
ljós að hugtakið ósnortið víðerni á
ekki við nema að litlu leyti.“
Hálendið alþjóðaeign
Ari Trausti segir að víðast annars
staðar styðjist menn við alþjóða-
staðla þegar kemur að skipulagi víð-
emis og ástand slíkra svæða sé
vandlega skoðað áður en menn fá
leyfi fyrir mannvirkjum. Tæmandi
upplýsingabanki er, að mati Ara
Trausta, grundvöllur þess að hægt
sé að skipuleggja hálendið af skyn-
semi.
„Það verður ekki aftur snúið þeg-
ar búið er að reyta staði niður og
því miður hefur framkvæmdagleði
manna verið lítil takmörk sett und-
anfarin ár. Þá finnst mér skorta
verulega á að menn setji niður fyrir
sig hvað felst í hugtakinu ósnortið
víðemi.
Svo má ekki gleyma þeirri stað-
reynd að ákveðin svæði á hálendinu
hafa alþjóðlegt gOdi og við eigum
þau ekki ein. Víðemi í heiminum
verða sífellt færri og við sem aðrir
höfum ákveðnum skyldum að
gegna. I Skotlandi og Noregi horfa
menn til dæmis upp á það að mann-
virkjagerð hefur smám saman hlut-
að niður víðemi, þannig að það er
orðið mjög erfitt að fmna svæði þar
sem hægt er að ganga 10 til 20 kíló-
metra án þess að rekast á einhver
mannanna verk. í flestum tilfellum
er um að ræða vegarslóða og ég held
það leiki enginn vafi á því að
ástandið hérlendis verður svipað ef
menn bregðast ekki skjótt við. Á
meðan ekkert virkt eftirlit er með
mannvirkjagerð þá verður ekki
komið í veg fyrir frekara tjón,“ seg-
ir Ari Trausti.
Kort af íslandi i stórum mæli-
kvarða meö öllum leyfilegum og
óleyfilegum slóðum auk annarra
mannvirkja væri að mati Ara
Trausta best til þess fallið að veita
mönnum góða innsýn inn í raun-
verulegt ástand hálendisins.
„Ég gæti trúað að það væm á
milli sex hundruð og þúsund hús á
hálendinu og það liggur í augum
uppi að þetta þurfum við að kort-
leggja. Slíkt kort þyrfti alls ekki að
vera flókið í framkvæmd þvi nú
þegar er til mikið af nýjum loft-
myndum af hálendinu. Kort Land-
mælinga geyma vissulega mikið af
upplýsingum en þau eru langt frá
því að vera mynd af raunveruleik-
anum eins og hann blasir við í dag.
Það er mín skoðun að menn þurfi
að setjast niður og móta stefnu i
ferða- og orkumálum auk stóriðju-
stefnu. Slík stefnumótun ásamt
tæmandi upplýsingum um ástand
hálendisins eru þær forsendur sem
menn ættu að byggja skipulag há-
lendisins á,“ segir Ari Trausti Guð-
mundsson. -aþ
Sverrismenn fá ekki aö nota nafnið Lýöræðisflokkur:
Aðrir skráðu nafnið í júní
- verður þá Frjálslyndi lýöræöisflokkurinn, segir Báröur Halldórsson
Hið nýja framboð Sverris Her-
mannssonar og Samtaka um þjóðar-
eign fær ekki að bjóöa fram undir
nafni Lýðræðisflokksins. Nafnið er
skráð eign framboðs sem kennt er
við Áma Björn Guðjónsson, for-
sprakka kristilegs framboðs, og
fleiri. Ámi Bjöm segir í samtali við
DV að hann og fylgismenn hans hafi
fengið nafnið skráð sem sína eign
hjá Hagstofu islands og öörum væri
þvl óheimilt að nota það. „Þeir hafa
ekkert talað við okkur og því er
þeim algjörlega óheimilt að nota
þetta nafh. Við emm að vinna mál-
efhavinnu til undirbúnings fram-
boði okkar og Sverrismenn koma
þar hvergi nærri," segir Ámi Bjöm
sem reyndar er fé-
lagi í Samtökum
um þjóðareign.
Hann segist
jafnframt ekki
skilja hvemig
samtökin geti
efht til samvinnu
við Sverri um
framboð án þess
að halda tun mál-
ið félagsfund.
„Ég undrast að Samtökin skuli
enn ekki hafa haldið um þetta mál
félagsfund," segir Ámi Bjöm.
DV fékk staðfest hjá Hagstofu Is-
lands að nafnið Lýðræðisflokkurinn
hefði verið skráð þar í júní sl. undir
þeim formerkjum
að ætlunin væri
að reka stjóm-
málasamtök.
Bárður Hall-
dórsson, varafor-
maður Samtaka
um þjóðareign,
sagði í samtali við
DV vegna þessa að
hann hefði ekki
heyrt að nafhið
væri frátekið. Hann sagði þetta þó
ekki vera neitt vandamál:
„Þetta verður þá bara Frjálslyndi
lýðræðisflokkurinn," segir Bárður.
Varðandi gagnrýni Áma Bjöms
um að Samtök um þjóðareign hefði
ekki fjallað um framboðsmál með
Sverri á félagsfundum sagði Bárður:
„Það er margbúið að ræða stofnun
stjómmálaflokks á félagsfundum okk-
ar. Það skal þó skýrt tekið fram að
það er stjóm samtakanna sem stend-
ur að stofnun flokks með Sverri. Sam-
tökin hafa ekki verið skuldbundin
með nokkra móti. Hins vegar hefur
allt frá stofnun samtakanna legið ljóst
fyrir að við kynnum að neyðast til að
stofna flokk ef þvermóðska og yfir-
gangur flokkanna yrði slíkur að ekk-
ert yrði á okkur hlustað. Allir góðir
menn sem hafa þennan málstað eiga
að taka höndum saman en ekki að
vera að hnotbítast um aukaatriði,"
segir Bárður. -rt
Árni Björn
Guðjónsson.
Harry Higgins sjónvarpstökumaður um framtíðarheimkynni Keikós í Klettsvík:
Veit ekki hvort Keikó metur helst fegurð
„Mér finnst þetta fallegasti staður á
jörðinni sem ég hef nokkru sinni séð
á ævi minni,“ sagði Kerai Kacarba,
sjónvarpsfréttakona frá Seattle í Was-
hingtonríki, eftir að hafa litið yfir
Klettsvík, framtíðarheimkynni
Keikós, 1 Eyjum i gær. Hún hefur
fjallaö um Keikó frá því í síðustu viku
en hefur aldrei séð háhyminginn.
Tökumaður hennar, Harry Higgins,
hefur hins vegar fylgst vel með hon-
um á síðustu áram. Þegar Higgins
hlustaði á orð fréttakonunnar sagði
hann: „Ég veit nú ekki hvort fallegt
umhverfi er það sem Keikó metur
mest eða hugsar helst um.“
Aðspurður hvað honum finnist um
flutning Keikós í næstu viku sagði
Higgins:
„Ef þetta er gott fyrir Keikó og Free
Willy Keikó-samtökin telja að hann
Harry F. Higgins mundar sjónvarpstökuvélina á meðan Kerai Kacarba ræð-
ir við Nolan Harve. DV-mynd BG
lifi af héma fmnst mér hægt að rétt- hyglisverðum rannsóknum vísinda-
læta flutninginn. Þetta þjónar líka at- manna - að sjá hvort hægt sé að flytja
„vemdaðan" háhyming í sitt upphaf-
lega umhverfi. Ég fylgdist með því
þegar Keikó var fluttiu frá Mexíkó til
Oregon. Það er langt síðan og gaman
að fylgjast með honum vaxa á ný,
þyngjast og ná góðri heilsu,“ sagði
Higgins.
„Keikó hefur á síöustu árum verið
í aðeins kaldari sjó við Newportflóa
en hitastig sjávar er í Klettsvík núna.
Ég held því að það verði ekki vanda-
mál fyrir hann. Umhverfið sem Keikó
mun koma í i næstu viku er hins veg-
ar náttúrulegra og stærra. Hann mun
geta átt samskipti við aðra hvali.“
Higgins kvaðst reikna með að fjall-
að verði um Keikó alls staðar í Banda-
ríkjunum í næstu viku - hann sagðist
á hinn bóginn telja að Keikó yrði ekki
fyrsta frétt þar vestra. -Ótt
Nissan Primera '95,5 d., 5
g., ekinn 61 þús. km grænn,
> þjófavarnark. og geislasp. <
Verð 1.250.000.
Hyundai Sonata '94,4 d.
ssk., ekinn 109 þús. km,
grænn.
Verð 1.300.000.
Toyota Corolla '94,5 d., 5
g., ekinn 71 þús. km, grár,
super saloon.
Verð 860.000.
Nissan Micra '97,3 d., 5
g., ekinn 23 þús. km,
grænn, þjófav., spoiler o§
álf. Verð 980.000.
Opel Astra 1,6 '97,5 d., 5
g., ekinn 38 þús. km, <
grænn, álfelgur.
Verð 1.290.000.
’MMC Pajero dísil '88,3 d.
5 g., ekinn 181 þús. km,
, gylltur.
Verð 490.000.
Chervolet Suburban '95,5
d., ssk., ekinn 41 þús. km,
rauðbrúnn, 9 manna.
Verð 3.490.000.
V