Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 18
26 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 Sviðsljós Danaprinsar voru ekki beint í náð- inni hjá karli foður sínum um daginn. Og er þá vægt til orða tekið. Þannig er að Henrik drottningar- maður lánaði sonum sínum tveimur, þeim Friðriki rikisarfa og Jóakim, sumarhöll íjölskyldunnar, Ca'ix-kast- ala, í suðvesturhluta Frakklands áður en hann hélt þangað sjálfur í árlegt leyfi með frúnni, Margréti Þórhildi Danadrottningu. Fyrst var Friðrik með kastalann í viku og síðan Jóakim í jafnlangan tima. Skemmst er frá að segja að aðkoman var hræðileg. AUt var á tjá og tundri og var Henrik ekki skemmt, að sögn þeirra sem til þekkja. Drottningarmaður hafði að sjálf- sögðu reiknað með að synimir og vin- ir þeirra myndu taka til eftir sig og skilja við kastalann eins og þeir komu að honum. Annað kom þó á daginn, að því er danska vikuritið Billed Bladet greinir frá. Þegar drottningarmaður komst loks Henrik drottningarmaður búinn að taka til og þau hjónin eru afskaplega glöð í sinni í sumarieyfishöllinni Cai'x í Frakklandi. inn í kastala sinn fór ekki á miili mála að þar hafði verið mikili glaumur. Það sem skapraunaði Henrik mest var að mikiil fjöldi húsgagna var ann- að hvort eyðilagður eða stórskemmd- ur og allt flaut í drasli. Engu að síður höfðu prinsamir þó haft fyrir þvi að bera út stóra ruslasekki með tómum flöskum. Og talandi um flöskur. Prinsamir og vinir þeirra höfðu gert sig heima- komna í vinbirgðum kastalans og drakkið mestallt sem þar var að finna. Það eina sem þeir skildu eftir var vesæl viskíflaska svo pabbi gamli hefði eitthvað til að staupa sig á rétt á meðan hann væri að jafna sig eftir reiðikastið. Henrik þurfti að láta hendur standa fram úr ermum því koma varð húsinu í lag áður en Margrét Þórhildur kæmi til Frans. Það hafðist og allt fór vel að lokum. Geri og George vinna saman að sætri tónlist Þau eru nú bæði óttalegt sæta- brauðsfólk, þau Geri Halliwell, fyrr- um kryddpía, og George Michael pípupoppari. Það er því ekkert und- arlegt þótt þau stingi aðeins saman nefjum í hljóðverinu. Mörgum þyk- ir það að vísu nokkuð undarleg samsuða, en hvað með það. „George var að reka smiðshöggið á eitthvað af nýju efni og bað Geri um að syngja með sér á ballöðu," segir vinur kryddpíunnar fyrrver- andi. „Geri var nú hálfnervös yfir þessu öllu saman en George stapp- aði virkilega í hana stálinu og hvatti hana til dáða. Hún sagði að þetta hefði verið eins og gamall draumur sem rættist." Við bíðum spennt. Harry litli prins virðist hafa tekið forustuhlutverkið strax á fyrsta degi sínum í hinum virta einkaskóla, Eton. Hér má sjá hvar prinsinn fer fyrir skólafélögum sínum á leið frá heimavistinni í fyrstu kennslustund vetrarins. BUBBl Bíóhöllin Akranesi föstudaginn 4. september kl. 21:00 Ofurfyrirsætan Cindy Crawford sló ljósmyndara til jarðar Ofurfyrirsætan Cindy Crawford er í Sviss þessa dagana í vinnu- og skemmtiferð. Hún situr fyrir á myndum og þegar hlé verður á myndatökum fer hún út á golfvöll til þess að sveifla kylfum. í viðtali við þýska sjónvarpsstöð kvaðst fyrirsætan hafa gengið í golfskóla í New York. En skólagangan hefur greinilega ekki verið nógu löng því í einni sveiflunni sló hún ljósmyndarann Norbert Schmidt til jarðar. Schmidt er sagður vera kominn á fætur á ný. Hann hefur hins veg- ar lýst því yflr að í framtíðinni ætli hann að halda sig langt frá þeim stöðum þar sem Cindy sýnir hvað hún lærði í golfskólanum fína í New York. Clint á leið upp í himingeiminn Clint Eastwood er sjálfsagt vanari að ferðast um á þarfasta þjóninum ferfætta en flestum öðrum fararskjótum. Nú finnst kappanum hins vegar kominn tími til að gerast pínulítið nú- tímalegur og koma sér um borð í geimflaug. En kúrekalífið verður ekki langt undan því myndin sem Clint ætlar að leikstýra og leika í heitir einmitt Geimkúrek- ar. Það verður skemmtilegt hott. Rándýrt eftirlit með barni Jodie Jodie Foster vildi eiga bamið sitt ein og taldi sig vel geta komist af án þess að hafa einhvern karl í húsinu. Hún telur sig þó ekki getað passað nógu vel upp á son sinn sjálf því hún hefur keypt sérstakt eftirlitskerfi upp á tugi milljóna króna til að tryggja að ekkert komi fyrir þann stutta. Jodie getur því sofið rólega. Henrik drottningarmaður alveg rasandi: Prinsarnir skildu við allt í óreiðu í höllinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.