Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 5 DV Fréttir Dæmi um stórskemmt hráefni af krókabátum: Ekki nýtanlegt nokkurt þunnildi - segir Kristján Ragnarsson, formaöur LÍÚ Eins og DV greindi frá er nokkuð um að krókabátar á sóknardögum tilkynni sig ekki úr höfn fyrr en nokkuð er liðið á veiðiferðir. Talið er að einhverjir bátar hafi þannig náð umstalsverðri fjölgun sóknar- daga. Þarna er um að ræða brot á reglum um stjóm fiskveiða sam- bærilegt því þegar þegar svindlað er undan kvóta. Viðurlög við þessu eru svipting veiðileyfis. Önnur og ekki síður alvarleg hlið þessa máls er sú að það hráefni sem bátamir bera að landi er gífiu'lega misjafnt að gæðum samkvæmt heimildum DV. Dæmi era um að bátar komi með stórskemmt hráefni að landi. Ekki er aðeins um að ræða báta sem eru að svindla á dögum heldur er líka þá sem halda sig réttum Ungir iistamenn Þessir ungu herramenn, Árni, Darri og Orri, tóku að sér að skreyta bílskúrs- gafla í nágrenni við Réttarholtsskóla sem þóttu ekki fegra umhverfið lengur. Standa þeir hér við einn gaflinn. Myndverkin á þessum bílskúrum voru rang- lega sögð eftir aðra unga listamenn sem birtust á baksíðu DV sl. mánudag. Beðist er velvirðingar á því. DV-mynd E.ÓI. Þess er ekki krafist að krókabátar komi með aflann ísaðan að landi eins og áður var. Þetta hefur leitt til þess að stórskemmt hráefni er borið að landi. Tekið skal fram að sá sem sést á myndinni tengist ekki þessari umræðu. megin laga. Halldór Zoega, yfirmaður gæða- framleiðslusviðs Fiskistofu, stað- festi í samtali við DV að mörg tilvik hefðu komið upp þar sem bátar bæru að landi skemmt hráefni. „Við höfum fengið ábendingar víðs vegar af landinu rnn að þetta sé slæmt vanda- mál. Við ætlum að skoða þetta mál og í fram- haldinu grípa til aðgerða," segir Halldór. Fyrir tveimur áram var gefln út reglugerð sjáv- arútvegsráðu- neytisins þar sem sjómönnum var ekki lengur gert skylt að koma með afla slægðan að landi, svo sem krafist hafði verið um árabil. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir þessa breytingu vera tímaskekkju vegna þess hversu slakt hráefni krókabátamir beri að landi. Hann segir nauðsynlegt að breyta reglugerðinni að nýju og krefjast þess að fiskur verði ísaður. „Þeir koma með allan afla óslægðan og óísaðan að landi eins og áður var bannað. Það ætti tví- mælalaust að hverfa aftur til fyrra horfs. Nú eru menn að tala um tilvik þar sem ekki er nýtanlegt nokkurt þunnildi af þess- um físki,“ segir Kristján. Eins og fram hefur kom- ið mega krókabátar aðeins róa 9 daga á yfirstandandi fiskveiðiári í stað 40 daga Kristján áður. Talið er fullvíst að Ragnarsson. með niðurskurði daga muni menn enn frekar reyna að svindla á dög- um. Krafan er sú að dögum verði fjölgað að nýju og sjó- mennimir fái sama daga- fiölda og í ár. Kristján segir slikt vera óásættanlegt að sínu mati þar sem forsvars- menn samtaka smábátaeig- enda hafi sjálfi staðið að samþykkt kerfisins. „Það kemur ekkert annað til greina en að þeir verði látnir halda sig við þessa daga,“ segir Kristján. -rt Hvílíkur sælureitur! Daihatsu Applause Gamall Islandsvinur Bílarfrá Daihatsu, elsta bílaframleiðanda í Japan, hafa reynst sérlega vel við íslenskar aðstæður. Þúsundir Islendinga þekkja hagkvæman rekstur, góða endingu og auðvelda endursölu þeirra. Allir bílarfrá Daihatsu eru með þriggja ára almenna ábyrgð og sex ára ryðvarnarábyrgð á yfirbyggingu. Búnaður í himnalagi Staðalbúnaður Applause stenst samaburð við mun dýrari bíla. Nefna má vökvastýri, rafdrifnar rúður og spegla, samlæsingu, hæðarstillingu aðalljósa, snúningshraðamæli, útvarp og segul- band, ABS hemlabúnað, höfuðpúða í aftursæti, álfelgur, tvo loftpúða og styrktarbita í hurðum. Anægja á ferðinni Applause er vandaður bíll sem gerir allan akstur auðveldan og ánægjulegan. Vélin er 100 hestöfl, með beinni innspýtingu og 16 ventlum. Sjálfstæð MacPherson fjöðrun á öllum hjólum gefur mjög góða aksturseiginleika. Applause er auk þess fimm dyra og farangursrýmið má stækka í 764 lítra. Beinskiptur frá kr. 1.348.000.- Sjálfskiptur frá kr. 1.468.000.- BRIMBORG Faxafeni 8 • Sími 515 7010 Brimborg-Þórshamar | Bllasala Keflavlkur I Bíley I Betri bllasalan I Tvisturinn Trvaavabraut 5 • Akurevri Hafnarqötu 90 • Reykianesbæ Búðareyri 33 • Reyðarfirði Hrísmvri 2a • Selfossi Fáxastg 36 • Vestmannaeyjum Sffir4622700 I Sfmi 421 4444 I Sími 474 1453 I Sími 482 3100 I Sími4§13141 3 ára ábyrgð DAIHATSU fínn í rekstri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.