Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVTKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 Fréttir Léttar veitingar á úrslitaleik KR og Vestmannaeyinga: Borgarstjóri veitti leyfi og endurbætti það á staðnum - tók mér þaö vald að gera þetta, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri veitti nánast upp á sitt ein- dæmi Knattspymufélagi Reykjavíkur tækifærisleyfi til vínveitinga á úr- slitaleik KR og Vestmannaeyinga sl. laugardag, 26. september. Enn frem- ur breytti borgarstjóri tímamörkum leyfisins og lengdi gildistíma þess eft- ir að leikurinn var hafmn, sam- kvæmt heimildum DV. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri sagði í samtali við DV í gær að síðasta atrið- ið væri ekki rétt. Hún hefði ekki breytt tímamörkum leyflsins eftir að leikurinn hófst. KR sótti um tækifærisleyfið þann 23. september. Daginn fyrir leikinn, þann 25. september, var gefið út létt- vínsleyfi á tímabilinu kl. 13-15.30 og kl. 18-19. Leyfið er undirritað af Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðsins komu áfengiseft- irlitsmenn á KR-völlinn eftir að leik- urinn var hafinn, en hann hófst kl. 16 og stóð til um kl. 17.45. Þá var bjór- sala i gangi og óskuðu eftirlitsmenn eftir því að hún yrði stöðvuð þar sem hún væri ekki í samræmi við hið út- gefna leyfí. Fulltrúi KR, sem var í forsvari fyrir veitingasölunni, brá sér þá frá, en kom aftur eftir stutta stund með afrit af tækifærisleyfinu og hafði nú bæst við á blaðið þessi áletrun: - „Sþ. 13.00-20.00, ásamt nýrri undirritun Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur borg- arstjóra. „Umsóknin kom svo seint fram að hún fór ekki fyrir borgarráð þannig að skrifstofustjóri borgarstjómar hringdi bara á lín- una til að athuga hvort borgarráðs- menn féllust á að gefa leyfið," sagði borgarstjóri í samtali við DV í gær aðspurð hvemig leyfið hefði verið af- greitt af borgaryfirvöldum. Spurð um breytinguna sem hún hefði gert á plagginu meðan á leikn- um stóð sagði borgarstjóri: „Það var samþykkt að leyfið gilti frá kl. 13-20. Það var vegna þess að þeir töldu sig ekki ná fólkinu út fyrr en eftir þann Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri. tíma,“ sagði borg- arstjóri. Spurð um hver hefði sam- þykkt breyting- ima, svaraði hún: „Ég.“ DV spurði borgarstjóra hvort hún hefði vald til að gera slíka breytingu. Hún sagði að málið hefði í sjálfu sér ekki verið lagt fyrir borgarráð vegna þess að tímafrestur hefði verið of skammur til þess, þannig að leyfið hefði bara verið fyllt út. „Ég tók mér það vald að gera þetta,“ sagði borgarstjóri. Enn fremur kvaðst hún hafa gert breytinguna á leyflnu áður en leikurinn hófst. Leyfisveiting borgarstjóra handrituð neðst á blaðinu. -SÁ par er leyfi til vínveitinganna veitt frá kl. 13-20. Borgaratjórínn í Keykjavík 199« GE/jb gyun*pwniu<*iLI KR F41a*íbónúlinu við Piotutkjól R*3*j«vlk Vitað u til uimókntr krutupynwdeikUr KR bk 23. þ m., þar iom tóu er um trfciftrmlcyfi til viuv«tia(t fyiir kjuttipymuleik KR og ÍBV 26. Mpteaber n.k. Samþykkt befúr verið Uuvinsleyfi t tlmebilinu ki 13.00 -1530 og kL 18.00 -19.00. >etu tilkynoút bór með. Ifigurjörg'Sólnín Afiit Lðgregluiyónnn i Reyfcjavfk S'CTÍfitOflUljÓri vV. -• ^ ~ Borgarstjóri veitir vínveitingaleyfi: Engin ný leyfi veitt meöan reglugerö skortir - gaf út nýtt leyfi daginn áður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði í samtali við DV í frétt, sem birtist á baksíðu blaðsins þann 17. september, að borgarráð Reykjavíkur hefði ekki mælt með einu einasta vínveitingaleyfi í borginni að undan- förnu. Ástæð- an væri sú að engin reglu- gerð hefði ver- ið gefin út við hin nýju og núgildandi áfengislög til að byggja leyf- isveitingar á og yrði trúlega ekki gefin út fyrr en 1. nóv- ember. Ýmsir sem hefðu haft vínveitinga- leyfi ættu hins vegar mjög erfitt með að bíða svo lengi og því komi til álita af hálfu borgaryfir- valda að gefa út bráða- birgðaleyfi. Nú hefur komið í ljós að það er ekki rétt að engin vínveitingaleyfí hafi verið veitt. DV hefur haft spumir af því að nokkur ný veit- ingahús hafi fengið vínveitingaleyfi hjá borgaryfirvöldum og þann 15. september, daginn áður en blm. DV ræddi við borgar- stjóra, und- irritaði borgar- stjóri eigin hendi vínveitingaleyfi til bráðabirgða til eiganda Veisluhússins Lóuhólum 2-6. í leyfinu segir að það sé veitt til bráðabirgða þar til reglugerð, skv. áfengislög- um nr. 75/1998, hefur verið gefin út og sé áfram- haldandi leyfi háð því að sótt verði um að nýju. Þá er til- greint hvenær leyfilegt sé að hafa húsið opið, til kl. 23.30 virka daga og til kl. 2 um helgar. Loks segir að leyfið sé gefið út á grundvelli samþykktar borgarráðs frá 7. júlí sl. þar sem mælt sé með leyfisveitingu. -SÁ Bréf borgarstjóra þar sem vínveitinga- leyfi er veltt til bráöabirgöa. Borgar- stjóri sagöi fyrir skömmu aö engin vín- veitingaleyfi væru veitt þar sem reglu- gerö skorti meö nýjum lögum. Bónus haslar sér völl í veitingabransanum: Matvörukaupin færast æ meir til veitingahúsanna „Þaö er ekkert óeðlilegt að við þefum aðeins af veitingabransan- um. Það er hann sem er að taka mest frá matvöruversluninni. í Bandaríkjunum borða 54% manna úti, en 12% íslendinga og fer ört vaxandi. Það sjá allir að þegar menn borða utan heimilis í slíkum mæli þá kemur það niður á mat- vöruaðdráttum fjölskyldunnar. Mat- vörukaupmenn víða hafa mætt þessu með því að kaupa veitinga- hús, það er eðlilegt að við þessu sé brugöist, ekki forum við að sofna á verðinum," sagði Jóhannes Jóns- son, kaupmaður í Bónusi, í samtali við DV. Þeir feðgar í Bónusi, Jóhannes og Jón Ásgeir, sonur hans, hafa fjárfest talsvert í veitingabransanum. Þeir eiga helminginn í Grillhúsinu við Tryggvagötu og Sprengisandi við Storiðjuskóli Björn Bjarnason menntamálaráöherra og Rannveig Rist, forstjóri fsal, voru meöal þelrra sem fögnuöu stofnun nýs skóla í gærdag, Stóriöjuskólans. Hann veröur tll húsa hjá stærsta stóriöjufyrirtæki landsins, ÍSAL, og er sam- starfsverkefni fslenska álfélagsins, fslenska járnblendifélagsins og lön- tæknistofnunar, auk verkalýösfélaga. Útskrifaöir nemar frá skólanum eftir tvö ár heita stóriöjugreinar sem veröur nýtt stööuheiti. -JBP/DV-mynd Hilmar Pór Bústaðaveg á móti Helgu Bjama- dóttur, en 67% á móti Kristbjörgu Kristinsdóttur í Hard Rock. „Þessi rekstur er aðeins rökréttur hjá fyrirtæki eins og okkar, sem hefur dafnað vel, þá er ekki skyn- samlegt að hafa eggin öll í einni körfu,“ sagði Jóhannes Jónsson. Umsvif Bónusfeðga í veitingarekstri hafa verið mikið rædd manna á meðal. Jóhannes kannaðist við að hafa verið orðaður við rekstur ým- issa fleiri veitingahúsa en þar væru menn á villigötum. -JBP Stuttar fréttir i>v Engar aðgerðir Markús Om Antonsson útvarps- stjóri telur ekki ástæðu til neinna aðgerða í tilefni af kæra Sigurð- ar Þ. Ragnars- sonar, fyrrver- andi frétta- manns, á hendur Helga H. Jóns- syni, settum fféttastjóra Sjón- varps. Sigurður taldi að fréttastjóri hefði haft óeðlileg afskipti af fféttum sínum sem vörðuöu R-listann. Leyfi afturkallað Borgarráð hefur afturkallað leyfi til veitingamannsins á veitinga- staðnum Grand Rokk til að veita áfengi í bakgarði veitingahússins lengur en til kl. 21 á kvöldin. Hlutafé aukið Á hluthafafundi Búnaðarbanka Islands hf. í gær var ákveðið að auka hlutafé bankans um 600 millj- ónir króna og bjóða starfsmönnum að kaupa 250 mihjónir á genginu 1,26. Afgangurinn verður seldur í almennu útboði á öðrum og dýrari kjöram. Njálgur í börnum Fimmta til sjötta hvert 6-8 ára barn er hrjáð af sníkjudýrinu njálgi. Morgunblaðiö sagði frá. Samskip flytur Samskip mun flytja aðfóng og framleiðsluvörur Norðuráls á Grundartanga til ársins 2000 en samningur var undirritaöur um það í gær. Flutningamir verða einkum milli íslands og megin- lands Evrópu. Rússar krafnir svars Halldör Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, hefur krafist svara ffá verk- takafyrirtækinu Technoprom Export i Moskvu við drögum að sam- komulagi um launagreiðslur til rússneskra starfsmanna fyrirtækisins við Búr- fellslinu. Halldór varar fyrirtækið við alvarlegum afleiöingum þess að hunsa samkomulagið. Gert við gluggana Borgarráð hefur samþykkt að til- boði Hábergs ehf. verði tekið í viö- gerðir á gluggum í E-álmu Borgar- spítalans. Tilboðsupphæöin er kr. 33.420.490, sem er 99,08% af kostn- aðaráætlun. ístak steypir Borgarráð hefur samþykkt verk- samning við ístak um að steypa upp viðbyggingu við E-álmu Borg- arspítalans og ganga frá þaki. Samningsupphæðin er kr. 20.646.791. Þriðjungur ísiensk fyrirtæki ffamleiða um þriðjung þeirra fiskikera sem eru á heimsmarkaði. Markaðshlutdeild þeirra á Evrópumarkaði er talin 60-65%. Borgarplast ræður 17-18% heimsmarkaðarins. Viðskiptablað- ið sagði frá. Tilboði Vilhjálms tekið Bankaráð Landsbanka íslands hf. hefur ákveðið að taka tilboði Vilhjálms Bjarnasonar, hæstbjóð- anda í hlutabréf í Landsbankanum í tilboðsflokki. Tilboðið var í 50 milljóna hlut á genginu 2,566. Steingrímur úr nefnd Steingrímur J. Sigfússon alþing- ismaður, sem verið hefur formaður sjávarútvegs- nefndar, víkur úr nefndinni á næsta þingi, sem hefst 1. október. Sam- komulag um ffamboð stjóm- arandstöðunnar í þingnefndir hefur tekist og er þetta hluti þess, að sögn Dags. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.