Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 11 I > » I > > I » I > > I > > > > > ► Fréttir Bruðlað meðan aðrir borga - heilbrigðiskerfið er kerfi þversagna, sumt er ókeypis meðan annað er borgað dýrum dómum - fyrir hreina tilviljun Spamaður I heilbrigðiskerflnu er umdeildur. Guðmundur G. Þórarins- son verkfræðingur, formaður stjórn- arnefndar Ríkisspítalanna, viður- kennir að um of sé þrengt að heil- brigðiskerfinu. Sumt kunni þó að orka tvímælis sem gert er. Aðalatrið- ið segir Guðmundur sé að heilbrigð- iskerfið fari vel með þá miklu íjár- muni sem til þess er veitt. Hann vill ekki taka sér í munn orðið bruðl, en segir að margt sem íslenska heil- brigðiskerfið sé að gera sé til muna rausnarlegra en samanburöarþjóðir okkar leyfa sér. Sumar fokdýrar að- gerðir i kerfinu orki vissulega tví- mælis og það megi spyrja hvort ís- lenskir læknar geri stundum „of mikið“. „Það sem stjómvöld era að pina spítalakerfið tU að gera er að leita meiri hagræðingar. Spamað, ef kalla má það því nafni, má fá fram með tvennu móti, annars vegar með hag- ræðingu, öðravísi vinnuferlum og meiri sjálfvæðingu - og hins vegar með því að skera niður. Það að skera niður orkar oft mjög tvímælis svo ekki sé meira sagt,“ sagði Guðmund- ur. Niðurskurður hefur ekki tekist, eins og lesa má síðast um í DV í gær. Læknar hafa framið sín læknisverk þrátt fyrir allar fyrirskipanir um niðurskurð aðgerða. Sjúklingur í neyð fær alltaf fyrirgreiðslu. Þrjú segulómtæki þar sem eitt dugir Guðmundur nefnir sem dæmi um mikil flottheit í heilbrigðiskerfinu okkar innkaup á segulómtækjum. Yf- irleitt sé litið þannig á að eitt tæki dugi vel fyrir milljón íbúa. Við eram 270 þúsund og verðum að hafa eitt slíkt tæki, sem kostar tugi milljóna í innkaupi. En nú era tækin orðin tvö og það þriðja býður eftir að verða flutt inn. Og það er biðlisti í þau öll! Guðmimdur spyr hvort það geti ver- ið rétt að þörf íslendinga fyrir slík tæki sé meiri en annarra þjóða. „Við gerum hjartaþræðingar og kransæðavíkkanir tvisvar til þrisvar sinnum meira en Danir og Svíar. Þó við hefðum skorið þær aðgerðir nið- ur um 10% höfum við engu að síður gert 60% meira en Norðmenn sem koma næstir okkur í þessum aðgerð- um á Norðurlöndunum," sagði Guð- mundm- G. Þórarinsson. Guðmundur segir að svo virðist sem ísland sé með lægstu dánartíöni allra þjóða af völdum hjartasjúk- dóma og það sýni afköst íslenska heilbrigðiskerfisins. Guðmundur Segulómsjá er firna dýrt tæki. Nágrannaþjóðir telja að eitt slíkt nægi fyrir milljón manns. Hér á landi verða senn þrjú slík tæki - og samt biðlistar eftir að komast í þau. Pétur Jónsson: Tilviljun fyrir hvaða læknisverk er borgað og hvað ekki. segir að í ritstjórnargrein í virtu læknatímariti sé greint frá því að Bandaríkjamenn geri tvöfalt fleiri aðgerðir af þessu tagi en nágrannar þeirra í Kanada. Hins vegar finnist enginn munur á dánartíðni milli landanna. Guðmundur segir að þama vakni spumingar um hvort við gerum kannski ekki of mikið í rannsóknaraðgerð eins og hjarta- þræðingu. „Eru læknamir okkar kannski alltaf að tryggja sig með að- Ijos ____ Jón Birgir Pátursson ------- -■ ;v' ; gerðum af þessu tagi,“ spurði Guð- mundur. 2 milljóna króna tilraunalyfjagjöf Annað dæmi tekur Guðmundur sem hann telur að geti verið nokkur ofrausn í heilbrigðiskerfi sem á við fjárhagsvandamál að stríða. Þegar nýja MS-lyfið kom, tilraunalyf, sem menn vissu ekki hvort skila mundi árangri, þá ákváðu Danir til dæmis að velja 17 sjúklinga í tilraunahóp - en íslendingar völdu strax 80 sjúk- linga. Eftir svolítinn tíma ákvað rík- Guðmundur G. Þórarinsson: 2 millj- óna króna tilraunalyf til allra sjúk- iinga. isstjómin að gefa allt frjálst. Nú spyrja menn hvort eitthvert gagn hafi verið af lyfinu. Skammturinn á hvem sjúkling kostaöi 2 milljónir króna. Ferliverk kosta sjúklinga stórfé Fjölmargir sjúklingar sem leita til Ríkisspítalanna verða að taka upp budduna og borga fyrir ýmis þau verk, sem á sjúkrahúsum hafa kall- ast ferliverk allt fram undir þetta, en það era verk sem unnin eru fyrir ról- fært fólk. Ýmis smáviðvik kosta pen- inga. Yfirleitt er um litlar upphæðir að ræða, en verkin geta kostað 15 til 30 þúsund krónur. Þá kemur til „þak“ við 12.000 krónur, sjúklingur- inn fær afsláttarkort hjá Trygginga- stofnun og borgar einungis 1/3 af því sem eftir stendur af greiðslunni. Læknar við sjúkrahúsin hafa tjáð DV að fyrir komi að fólk sem minnst fé hefur handa á milli hætti við læknisverk vegna kostnaðar. Ferliverk lækna á Ríkisspítölunum heyra ekki undir stjómamefhdina, heldur forstjóra Ríkisspítalanna og heilbrigðisráðuneytið. Það fúrðulega við þessi læknisverk er að það er al- gjör tilviljim fyrir hvaða verk er borgað og hver ekki. Það á kannski vel við i happdrættisþjóðfélagi. Meðal ferliverka má nefna maga- speglun sem mun kosta 15 þúsund, meðan nýmasteinbrot kostar ekki eina krónu! Maður sem þarf að láta fjarlægja valbrá þarf að taka upp budduna og þannig má lengur telja. Verk unnin á kvennadeOd era dýr- ust, en enn fremur á augndeUd. Pétur Jónsson, fjármálastjóri Rik- isspítalanna, er eindreginn talsmað- ur almannatryggingakerfisins og þess spítalakerfis sem hér er við lýði og hefur þótt duga vel. Hann segir að það sé þó aUtaf matsatriði hvort og hvað mikið sjúklingur eigi að borga fyrir að njóta þjónustu sjúkrahúss. Sjúkrahúsmenn hafa reyndar haldið því fram að hætt sé við „ofnotkun" á sjúkrahúsum. Pétur segist ekki geta staðfest slikt. Ferliverk ýmiss konar era unnin af læknum að loknum vinnudegi fyr- ir spítalann. Þeir hafa leyfi til að vinna slík verk á vissum tíma dags- ins. Spítalinn fær hluta af greiðsl- unni, en læknirinn sitt, mismikið eftir þvi hvert verkið er og hversu mikið tæki og búnaður sjúkra- hússinns hefur verið nýttur. „Við höfúm dregið lappirnar í að taka upp gjald á spítölunum fýrir svipuð verk og unnin era hjá lækn- imi úti í bæ. Einkum á þetta við kvennadeUd. Við höfum unnið þessi verk en verið sein tU,“ sagði Pétur. -JBP Eskifjörður: Gert við flottrollið á aðalgötunni FlottroU sem notuð eru tU kolmunnaveiða eru aUt að 1.800 metr- ar á lengd og þarf mikið pláss tU að hægt sé að gera við þau því ekkert má klikka þegar á miðin er komið. Nótastöðin hjá Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar hefur nú verið starfandi í um 18 mánuði og verið mjög mikið að gera allan þann tíma. Þar starfa 9-12 netamenn, auk þess sem netaverk- stæði fyrirtækisins er enn starfandi. Þegar gert er við flottroU þarf að breiða vel úr því og hafa menn verið komnir með þau upp á aðalgötu bæj- arins. Stefán Ingvarsson, verkstjóri í nótastöðinni, segir ágætt að vinna við þetta úti á meðan veður leyfi. Mjög mikið mál er að flytja troUin í hús þó að það verði auðvitað gert ef með þarf. Nótastöðin er 1100 fermetrar að flat- armáli og því nóg plássið. Ekki er vinnandi vegur að gera við trollin um borð í skipunum og ekki eru til auka- veiðarfæri þannig að aUtaf eru ein- hverjar tafir á því að skipin haldi til veiða á ný ef gera þarf við trollið. -ÞH Unnið við flottrollið. DV-mynd ÞH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.