Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 15 Kvikmyndaiðnað- ur er framtíðin Með því að byggja upp sterkan kvikmyndaiðnað á íslandi erum viö að fjár- festa fyrir alvöru, segir greinarhöfundur m.a. I heimi harðnandi samkeppni þurfa Is- lendingar að vera duglegir að finna ný tækifæri i atvinnulíf- inu og markaðsetja sig og landið fyrir utan landsteinana. Þannig er hægt að fá auknar tekjur inn í þjððfélagið. Okkar stærsti atvinnuvegur er sjávarútvegur. Þó sá atvinnuvegur sé enn sá mikilvægasti fyrir þjóðina er ekki víst að þannig verði það ávallt. Þess vegna verðum við að vera kröftugri í að finna nýja leiðir til atvinnusköpunar. Veikur kvikmyndasjóður í vestrænum þjóðfélögum er mikið breytt frá því sem áður var. Fólk vinnur minna og það kallar á aukna afþreyingu. Ein helsta af- þreying sem vesturlandabúar leita eftir eru kvikmyndir, hvort heldur er fyrir sjónvarp eða kvikmynda- hús. Þetta sést best á því að kvik- myndaiðnaðurinn í Bandaríkjun- um er orðin ein stærsta útflutn- ingsvara þeirrar þjóðar. Nú hafa margir íslendingar tek- ið sér fyrir hendur að gera kvik- myndir. Það er mjög jákvæð þró- un. Hér er lítill sjóður sem styrkir íslenska kvikmyndagerð. Þetta tel ég aö hafi verið mjög mikilvægt fyrir íslenskan kvik- myndaiðnað. Hann dugar þó allt of skammt. Það hefur sýnt sig að þeir sem hljóta styrk til að gera kvikmynd á íslandi hafa í seinni tíð náð að fá fé að utan til þess að aðstoða við framleiðslu mynd- anna og er sá pening- ur yfírleitt mun meiri en sá sem frá Kvik- myndasjóði íslands kemur. Þetta sýnir okkur að áhugi á ís- lenskum kvikmynd- um er mikill og við eigum góða mögu- leika á þessu sviði. Færri fá en vilja En þeir eru fleiri sem ár hvert sækja um styrk úr Kvikmynda- sjóði en þeir sem fá. Ríkið hefur ekki séð ástæðu til að auka útgjöld ríkisins til sjóðsins. Því held ég að atvinnugreinin sé komin á leiðar- enda innan þessa kerfis. Það verð- ur að auka tekjur Kvikmyndasjóðs á einhvern hátt ef greinin á ekki að hætta að þróast og béinlínis verða stöðnun að bráð. Ég tel hins veg- ar að það sé til leið sem gæti hæglega skilað miklum árangri. Hún er sú að gefa fyrirtækjum kost á að styrkja þennan iðnað fjárhagslega og fá fyrir það skattaafslátt. Þetta myndi gera það að verkum að mun meira af peningum kæmi inn í greinina en áður og það myndi auðvitað skila sér til baka á ör- skömmum tíma út í þjóðfélagið. Fyrirtækin hefðu hag af því að tengja nafn sitt við menningar- sköpun af þessu tagi. Kvikmynda- fyrirtæki ættu auðveldara með að framleiða myndir. Þeim yrði einnig auðveldara um vik með að afla erlends fjárgmagns. Tekjur ríkisins myndu því, þegar upp er staðið, aukast. Allir myndu því hagnast á þessu. Pólitísk stefna Þessa leið, sem ég hef reifað hér að ofan, hefur Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur þegar lagt til í umræðunni um þróun kvik- myndagerðar á íslandi. Á flokks- þingi Alþýðuflokksins árið 1996 var eftirfarandi samþykkt um kvikmyndagerð. „Greinin hefur sýnt og sannað að hún er ein besta landkynning sem völ er á og skil- ar margfalt því fé til baka sem hún hefur fengið úthlutað úr opinber- um sjóðum. Það er því tillaga Al- þýðuflokksins að fjárframlög ein- staklinga og fyrirtækja til greinar- innar verði frádráttarbær frá skatti." Þetta er einmitt það sem þarf að gera til þess að þessi atvinnugrein geti fengið að blómstra. Það er al- veg ljóst að með því að byggja upp sterkan kvikmyndaiðnað á íslandi erum við að fjárfesta fyrir alvöru, því næsta öruggt er að peningam- ir skila sér margfalt til baka í formi styrkja erlendis frá. Einnig er ljóst að með þessu er verið að nýta það mikla afl sem er í mannauði okkar og efla fólk og hvetja til þess að hella sér út í skapandi og arðbær verkefni. Ingvar Sverrisson Kjallarinn Ingvar Sverrisson framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins „Ríkiö hefur ekki séð ástæðu til að auka útgjöld ríkisins til sjóðs■ ins. Því held ég að atvinnugreinin sé komin á leiðarenda innan jressa kerfis. “ í minningu lítillar lagagreinar Almannatryggingakerfi okkar er síður en svo gegnsætt og ein- hver mesta nauðsyn gagnvart þvi er að einfalda það ásamt því aö þar ríki þokkalegur stöðugleiki, endalausar breytingar þar rugla hvem mann, enda mála sannast að lögin sjálf era stagbætt og end- urskoðunar rík þörf. Allar ríkis- stjórnir síðasta áratuginn hafa enda ætlað sér uppstokkun og heildarendurskoðun laganna um almannatryggingar og nú einnig laga um félagslega aðstoð, en mála sannast að allt hefur það á ein- hvem veg.úr böndum farið. I byrjun þessa ríkisstjómarsam- starfs var sett á laggirn- ar endurskoðunarnefnd - alltof fjölmenn nefnd að vísu - en að loknu litlu sem engu starfi fékk hún hægt andlát, þótt dánarvottorð hafi ekki verið gefið út enn. þá rétt að taka fram að sérstök heimilisuppbót skerðist krónu fyr- ir krónu, þar er ekkert frítekju- mark, bara skert beint af augum. Eðlileg hækkun frítekjumarks ár hvert til samræmis við hækkanir á tekjum, bætur eða aðrar tekjur, er því bráðnauðsynleg svo tekjur öryrkjans nái að halda verðgildi sínu. Mönnum þótti enda á sinni tíð nauðsyn til að bera að hafa hér ákveðna viðmiðun svo ekki væri unnt undan að víkjast. 2. máls- grein 18. greinar almannatrygg- ingalaga hljóðaði því svo allt fram til síðustu áramótk: Með reglugerð skal fjárhæðum 17. gr. breytt 1. Ekkert frítekjumark En nú skal vikið að því allra nýjasta og af- leiðingum þess. Þetta varðar frítekjumark al- mannatrygginga þ.e. við hvaða tekjumörk má fara að skeröa heimilisuppbót og tekju- tryggingu lífeyrisþega. Hér er um mismunandi viðmiðanir að ræða í krónum talið eftir því hvort um er að ræða vinnutekjur, makatekjur eða greiðslur úr lifeyrissjóði. Er „Þetta þýðir að það fólk sem hef- ur haft vinnutekjur eða lífeyris- sjóðsgreiðslur, nú eða maka með tekjur yfír mörkunum, fær mun meiri skerðingu bóta nú en ef lagagreinin hefði verið í heiðri höfð. Og það munar um þessa þúsundkalla..." september árlega til samræmis við almennar hækkanir bóta og ann- arra tekna milli ára. Hér er býsna skýrt að orði kveð- ið og þó dugði þessi lagagrein ekki til að skila frítekjumarkinu svo sem hún ákvað, þó var hækkun frítekjumarks í fyrra sanngjöm mjög og í samræmi við laga- greinina. Þá gæti manni flogið í hug að mönnum hafi ver- ið nóg boðið og með tilliti til óvenjugóðr- ar prósentuhækkun- ar bóta 1997, að ekki sé nú talað um hækkun launavísi- tölu, svo ekki sé minnzt á hækkun lægstu launa, þá fór inn í bandorminn svokallaðar „ráðstaf- anir í ríkisfjár- málum“, sak- leysisleg setn- ing: 2.mgr.l8. gr. laganna falli brott. Fáir hygg ég hafi áttað sig á hvað þýtt gæti, þar sem aðalatriði þessa kafla snérist um hversu með bætur almennt skyldi farið svo verðgildi fengju haldið og um það varð eðlilega öll umræðan. Þegar við vöktum athygli á geðþóttahættunni eftir þessa breytingu, þá þótti mörgum það fim mikil, að sjálfsögðu yrði frítekjumarkið hækkað á eðlilegan hátt, þrátt fyr- ir breytinguna. Hugulsemi á hæsta stigi Auðvitað er lagaviðmiðun um Kjallarinn Helgi Seljan framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins. leið viðspyrna og henni var því sjálfsagt að halda. Ég fullyrti við þingnefnd þá að þessi niðurfelling væri beinlínis gerð til að halda frítekjumarkinu niðri, einmitt vegna þess að árið 1997 hefði skilað hæstu viðmiðun í langan tíma. Nær væri okkur að halda að fjögur prósentin (hækkun bóta 1. jan. 1998) yrðu viðmiðunin eða alllangt innan við helmingur þess sem lagagreinin hefði þó átt að tryggja. Þrátt fyrir að menn hafi gert sig býsna heilaga í framan og svarið fyr- ir svoddan gjörð, þá hækkaði frí- tekjumarkið nú 1. sept. sl. um, jú rétt til getið; 4%. Þetta þýðir að það fólk sem hef- ur haft vinnutekjur eða lífeyris- sjóðsgreiðslur, nú eða maka með tekjur yfir mörkunum, fær mun meiri skerðingu bóta nú en ef laga- greinin heföi verið í heiðri höfð. Og það munar um þessa þúsund- kalla hvort sem þeir eru nú fleiri eða færri, það munar nefnilega um allt. Þetta eru hins vegar fjárlaga- legir smámunir. En svona fer þeg- ar hugulsemin er á hæsta stigi og geðþóttinn einn glepur sýn. Helgi Seljan Með og á móti Er rétt aö halda meistara- keppnina í knattspyrnu á haustin? Geir Þorstelnsson, framkvæmdastjóri KSÍ. Ekki pláss á vorin „Meistarakeppnin var færð til haustsins fyrir þremur árum vegna þess að það var ekki leng- ur pláss fyrir hana á vorin. Með tilkomu deildabikarsins var erfitt að koma við fleiri stórleikjum, ekki síst ef sama lið var í úrslitum í deildabikar og Reykjavíkur- móti, og jafnvel í meistara- keppninni lika. Það var því ákveðið að gera keppnina að lokapunkti tímabilsins, eins og verður nú á laugardagiim þegar ÍBV mætir Leiftri. Það var líka talið gott að vera með hana að haustinu vegna þeirra liða sem væru með í Evr- ópumótum félagsliða, til að þau fengju meiri leikæfmgu. Nú eru þær forSendur reyndar breyttai- |)ví Evrópuleikirnir hafa færst framar á timabilið. Allt leikjaplan knattspymunn- ar er til endurskoðunar að þessu tímahili loknu, þar á meðal meistarakeppnin, og ein af tillög- unum varðandi hana er sú að leggja hana hreinlega niður.“ Lítil stemn- ing í iokin „Ég er ekki sáttur við að spila meistarakeppnina á þessum tíma. Tímabilið er búið, úrslit eru ráðin i deild og bikar, og þessi leikur verður ekki eins kröftugur og hann getur verið í byrjun tímabils. Bæði liðin sem spila núna, ÍBV og Leiftur, verða án sterkra leikmanna, sem eru famir úr landi af ýms- um ástæðum. Það er mjög hæpið að það náist upp einhver stemn- ing og áhorfendafjöldi og það hefði strax verið betra aö spila hann á fóstudagskvöldið, í flóö- ljósum. Þá heföi umgjörðin orðið aðeins betri og meiri likur á ein- hverri aðsókn. Það er hins vegar ekki hægt vegna sjónvarpsins. Svona meistarakeppni er í flestum löndum opnunarleikur tímabilsins, eins og við þekkjum vel, til dæmis frá Englandi. Ég tel að það fari best á því að hverfa aftur til þess fyrirkomu- lags. Það er ekki langt síðan við sáum tvö þúsund áhorfendur á meistarakeppninni þegar KR mætti ÍA. Úrslitaleik deildabik- arsins má seinka í staðinn, eins og gert var í sumar með ágætum árangri. Það hefur líka verið lagt til að spila meistarakeppnina þann 17. júní og sá möguleiki hlýtur að koma til greina eins og aðrir. -VS Jóhannes Olafs- son, formaður knattspyrnudeildar ÍBV. Kjallarahöfundar Athygli kjailarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.