Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 7 - — ► Útvegurinn, fréttabréf LÍÚ: Fréttir Eftirlitsstarfsemi talin kosta yfir 30 milljarða - hefur lamandi áhrif á samkeppnishæfni fyrirtækja segir Qármálastjóri Granda hf. DV, Akureyri: I ---------------------------------------- Eftirlitsstarfsemin í landinu er tal- / in kosta á fjórða tug milljarða á | hverju ár og fer sú tala hækkandi með hverju árinu. Samkvæmt fjárlögum er beinn eftirlitskostnaður ríkis og sveit- arfélaga um 3 milljarðar króna og samkvæmt útreikningum í frumvarpi um eftirlitsstarfsemi er gert ráð fyrir að kostnaður fyrirtækjanna í landinu sé tíu sinnum hærri eða um 30 millj- arðar króna. Sú tala kann þó að vera varlega reiknuð því í Bandaríkjunum t.d. er kostnaður fyrirtækjanna vegna eftirlitsstarfsemi talinn vera 55 sinn- um hærri en hins opinbera. ' Þetta kemur fram í Útveginum, fréttabréfi Landssambands íslenskra útvegsmanna sem kemur út í vikunni og segir þar að íslenskur sjávarútveg- ur hafi ekki farið varhluta af þeirri þróun sem átt hefur sér stað, að tæknivæddara og flóknara samfélag hafi leitt hið opinbera út í að setja sí- fellt ítarlegri lög og reglugerðir sem fylgjast þurfi með að sé fylgt. Kristín Guðmundsdóttir fjármálastjóri Granda hf. segir í Útveginum að I hreint ótrúlegur íjöldi eftirlitsmanna komi að rekstri eins sjávarútvegsfyr- irtækis. Hún segir einnig að marg- breytilegra samfélag þurfi alls ekki að kalla á þessar flóknu og vaxandi laga- reglur, heldur hljóti að vera hentugra að að lög og reglugerðir í slíku samfé- lagi byggist á tiltölulega einfóldum al- mennum grundvallarreglum. Kristín nefnir sem dæmi um óþarfa kostnað sem fylgt hefur eftirlitsiðnað- inum dæmi sem snerti Granda hf. ) „Samkvæmt lögum um vinnslu botn- fiskafla um borð í veiðiskipum skal ) ) ) Slökkvilið sameinuð DV, Suðurlandi: Ákveðið hefur verið að sameina slökkviliðin á Hellu og Hvolsvelli frá og með næstu áramótum. Stofn- að hefur verið byggðarsamlag um rekstur slökkviliðanna og heitir það Brunavamir Rangárvaliasýslu. Áætlað er að ráðinn verði slökkviliðsstjóri í fullt starf og auk hans veröi varaslökkviliðsstjóri og varðstjórar til að sinna simavökt- um. Auk starfi slökkviliðsstjóra munu forvamir og eldvarnarmál- efni fafla undir hans starf. -NH Eftirlit í sjávarútvegi 1998 Sjávarútvegsráðuneyti ■ RÍSX Umverfisráðuneyti Hafrannsókna- Rskistofa Hollustuvernd stofnun % Samgönguráðuneyti fl JSBSSSi Viðskiptaráðuneyti Siglinga- Póst- og - stofnun fjarskiptastofnun Löggildingarstofa ULjl^ ■ Fjármálaráðuneyti w# Qjn Dómsmálaráðuneyti Tollstjóri/ Ríkis- sýslumenn skattstjóri Landhelgisgæslan Félagsmálaráðuneyti Brunamála- Vinnueftirlit stofnun ríkisins Sveitarfélag Byggingareftirlit Eldvarnaeftirlit Heibrigðiseftirlit Hafnasjóðir Einkafyrirtæki í eftirliti Rafmagnseftirlit Bifreiðaeftirlit Löggildingar Skoðunarstofur Rokkunarfélög Ung hjón á Ströndum byrja vel: Meðalfallþungi dilkanna reyndist tuttugu og eitt kg DV, Hólmavík: Búskapur ungu hjónanna á Innra-Ósi í Hólmavíkurhreppi, þeirra Ingibjargar B. Sigurðardótt- ur og Þórólfs Guðjónssonar, byrjar vel. Þegar þau lögðu inn fyrstu dilk- ana sína nú á dögunum reyndist meðalfallþungi þeirra nálægt 21 kg. Mjög fátítt er eöa nánast eins- dæmi hér um slóðir að svo vænir dilkar komi frá einu búi. Vænleiki innlagðs fjár hefur þó verið alveg í meðallagi það sem af er og vel það. Almenn munu bændur vera á þeirri skoðun að vegna áratuga ræktunar- starfs og góðrar umönnunar fiársins geti fátt komið í veg fyrir að væn- leiki verði viðvarandi á komandi árum, svo fremi að ekki geri slík vorhret að æmar verði geldar eða alvarleg vanhöld verði á þeim. -GF eftirlitsmaður vera um borð í fiski- skipi svo lengi sem Fiskistofa metur það nauðsynlegt. Útgerðin skal sjá eft- irlitsmönnum fyrir fæði og aðstöðu og greiða Fiskistofu fyrir veru þeirra um borð. Þegar Grandi hóf rekstur á frystiskipinu Þemey árið 1994 fluttist áhöfnin á Snorra Sturlusyni yfir á Þerney en á Snorra Sturlusyni hafði verið sjófrysting um borð frá árinu 1988 og áhöfnin því með 6 ára reynslu við þessa vinnsluaðferð. Þrátt fyrir það var eftirlitsmaður jafnframt settur um borð í Þerney og hann var þar í hálft ár. Kostnaður Granda af þessari eftirlitsstarfsemi reyndist á núvirði 2,7 milljónir króna. Þó blasti við að miklu nær hefði ver- ið að sefia eftirlitsmann um borð í Snorra Sturluson þar sem ráðin hafi verið ný áhöfn". Forsætisráðherra lagði á síðasta þingi fram endurskoðað frumvarp um eftirlitsstarfsemi hins opinbera, það fékk ekki afgreiðslu en verður vænt- anlega lagt fram nú á haustþingi. Kristín Guðmundsdóttir hvetur al- þingismenn til að samþykkja frum- varpið en þar er gert ráð fyrir að eft- irlitskerfið verði einfaldað með öllum ráðum. „Eftirlitsiðnaðurinn hefur haft hamlandi áhrif á samkeppnios- hæfni fyrirtækja. Það á að sameina eftirlitsstofnanir hins opinbera og færa þessa starfsemi í auknum mæli til atvinnugreinanna sjálfra" segir Kristín. -gk Fótboltaskór - margar gerðir HOFFELL Ármúla 36, Selmúlamegin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.