Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998
JF
Krakkarnir á Hörðuvöllum í Hafnarfirði voru glöð og reif f góða veðrinu í gær. Þau töldu því ekki eftir sér að brosa þegar Ijósmyndari DV átti þar leið hjá.
DV-mynd Hilmar Þór
Tvítug stúlka fékk slæman skurö á augabrún á Broadway:
Ætluðu að sauma
mig í eldhúsinu
„Ég var stödd á Broadway á fóstu-
dagkvöldið ásamt þremur vinkonum
mínum. Skyndilega splundraðist glas
á borði við hliðina á mér. Ég fann
sársauka við vinstri augabrún og það
kom í ljós að það hafði komið slæmur
skurður eftir glerbrot. Það blæddi úr
sárinu og ég ætlaði mér að komast
sem fyrst á slysadeild. Þegar ég kom
fram í anddyri ásamt vinkonum mín-
um meinaði dyravörður mér að fara
út og á slysadeild. Hann sagði mér að
þeir væru með læknaaðstöðu i eldhús-
inu. Ég hélt fyrst að hann væri að
grínast en hann var alvarlegur og
leiddi mig niður í eldhúsið. Þar inni
var einhver maður að gera að sárum
ungrar stúlku sem sat á eldhússtól,"
segir Elva Hrönn Eiríksdóttir, 20 ára,
sem lenti í óskemmtilegri lífsreynslu
á skemmtistaðnum Broadway síðast-
liðið fóstudagkvöld. Elva Hrönn segir
að hún og vinkonur hennar hafi rekið
upp stór augu þegar þær komu í eld-
húsið.
„Þetta virðist hálf ótrúlegt en við
Sverrir Hermannsson:
Á hjartadeild
-*
Sverrir Hermannsson liggur nú á
hjartadeild þar sem til athugunar er
að hann fari í aðgerð þar sem blásið
yrði úr einni kransæð. Hann var
fluttur á spítala fyrr í vikunni þar
sem hann fór í hjartaþræðingu.
„Þetta kom upp í reglubundnu
tékki en ég hef aldrei fundið til. Ég
er alveg stálsleginn og gæti þess
vegna farið á rjúpnaveiðar í dag.
Læknirinn minn vill bara tryggja að
allt sé í lagi fyrir átökin í vetur,“
sagði Sverrir Hermannsson, í sam-
tali við DV í morgun. Gréta Krist-
jánsdóttir, eiginkona Sverris, segist
reikna með að
hann fari í að-
gerð fljótlega.
„Þetta er smá-
vægilegt og hann
verður kominn á
fulla ferð eftir
nokkra daga.
Hann er þó alveg
Sverrir Her- friðlaus á spítal-
mannsson. anum og vill
losna sem fyrst
út,“ segir Gréta.
-rt
vinkonurnar horfðum á þetta eigin
augum. Ég fékk hroll þegar ég hugsaði
til þess að þeir ætluðu að sauma mig
þarna í eldhúsinu. Dyravörðurinn
sagði að þetta væri ekkert mál þvi þeir
væru með lækni. Mér leist auðvitað
engan veginn á þetta. Ég heimtaði að
fá að fara á slysadeild og hitta alvöru-
lækni. Eftir töluvert þóf við dyravörð-
inn hleypti hann mér og vinkonum
mínum út. Vinkona mín keyrði mig á
slysadeildina og þar tók læknir strax á
móti mér. Læknirinn saumaði skurð-
inn saman. Hann varð mjög hissa þeg-
ar ég sagði honum frá læknisaðstöð-
unni sem við höfðum séð i eldhúsinu
á Broadway," segir Elva Hrönn.
Kannast ekki við atvikið
DV hafði samband við Ólaf Laufdal,
eiganda Broadway, og sagðist hann
ekki kannast við þetta atvik.
„Ég var á Broadway allt fóstudags-
kvöldið og varð hvorki var við þetta
né hef heyrt af þessu. Ég veit ekki til
þess að það hafi verið læknisaðstaða í
eldhúsinu. Hins vegar þegar mennta-
og framhaldsskólaböll eru haldin hér
er það regla að hafa sjúkragæslu í
húsinu og eru það viðkomandi skólar
sem sjá alfarið um hana enda
skemmtanimar á þeirra ábyrgð. Á
fóstudagkvöldið var hefðbundið ball
og þá var engin slík sjúkragæsla,"
sagði Ólafur við DV. -RR
HlutaQárútboðiö í Landsbankanum:
Hagnaður starfs-
fólks 99,7%
- verð á Landsbankann er fundið
Eftir að bankaráð Landsbank-
ans hafði tekið tilboði hæstbjóð-
anda, Vilhjálms Bjamasonar við-
skiptafræðings, í tilboðshlutan-
um í hlutafjárútboði bankans í
gær þykir ljóst að byrjunarverð
hlutabréfa í bankanum sé fundið.
Tilboðsverðið verði hið ríkjandi
markaðsverð þegar bankinn
verður skráður á Verðbréfaþing
íslands, í það minnsta fyrst I
stað.
í þeim hluta útboðsins sem nú
er lokið var þrenns konar verð í
boði: Lægsta verðið stóð starfs-
mönnum bankans einum til
boða. Þeim bauðst að kaupa
hvern hlut á genginu 1,285 fyrir
kr. 72.226. Almenningur fékk
einnig tilboð um sérkjör þótt
ekki væru þau jafngóð starfs-
mannakjörunum. Gengið sem al-
menningi stóð til boða var 1,9 og
hluturinn kostaði kr. 111.230.
Loks var leitað tilboða og bauð
hæstbjóðandi kr. 150.218 í hvern
hlut. Það þýðir að gengið á bréf-
um í tilboðshlutanum er 2,566.
Þessi niðurstaða sem nú er
fengin þýðir það í raun að nú-
virði Landsbankans er 16,7 millj-
arðar króna. Jafnframt hafa
starfsmennirnir sem keyptu
hlutabréf í samræmi við þau kjör
sem þeim buðust hagnast mjög
vel og ávaxtað sitt pund um
Hækkun hlutabréfa
Landsbankans
- Hámarkshluti var 58. 542 kr. -
]•;!) ‘Ji:j
Gengi til Gengi til Tilboðs-
starfsm. almennings gengi
FEBi
hvorki meira né minna en
99,7%%. Almenningur hefur
einnig hagnast ágætlega en fólk
sem keypti á þeim kjörum getur
nú líklega selt bréf sín á 35,05%
hærra verði en greitt var fyrir
bréfin fyrir viku síðan.
-SÁ
s j
w
TOBLERONE'
‘fcfátindur
ánægjunnar
MERKILEGA MERKIVELIN
brother PT-220 ný vél
Islenskir stafir
Taska fylgir
8 leturgeröir, 6 stærðir
6, 9, 12, 18 mm borðar
Prentar í 4 linur
Aðeitis kr. 10.925
Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport