Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 30
42
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998
Fólk í fréttum
Bjarni Jóhannsson
Bjarni Jóhannsson, þjálfari
meistaraflokks ÍBV, Grenibyggð 2,
Mosfellsbæ, á öðrum fremur heiður-
inn af því að Eyjamenn eru nú ís-
landsmeistarar karla í knattspyrnu,
annað árið í röð, auk þess sem þeir
urðu bikarmeistarar í ár.
Starfsferill
Bjami fæddist í Neskaupstað 15.1.
1958 og ólst þar upp. Hann stundaði
bamaskólanám í Neskaupstað, lauk
þai' landsprófi, lauk stúdentsprófi
frá MH 1980, lauk íþróttakennara-
prófi frá íþróttakennaraskólanum á
Laugarvatni 1982, stundaði frarn-
haldsnám við íþróttaháskólann í
Ósió og lauk þaöan prófum 1987.
Bjami var íþróttakennari við MÍ
1982-85, við Grunnskólann á Sauð-
árkróki 1987-88, við Fjölbrautaskóla
Suðumesja í Keflavík 1988-92, var
íþrótta- og tómstundafulltrúi í Mos-
fellsbæ 1992-96 og er íþróttakennari
við Borgarholtsskóla frá 1996.
Bjami hóf að þjálfa yngri flokka í
knattspymu er hann var fjórtán ára
en hann hefur þjálfað meistara-
flokkslið frá 1985. Hann þjálfaði
Þrótt í Neskaupstað 1985; Askim í
Noregi 1986; Tindastól á Sauðár-
króki 1987-90; Grindavík 1991-92;
var aðstoðarþjálfari hjá Ásgeiri Sig-
urvinssyni með Fram-lið-
ið 1993; þjálfaði Fylki
1994; Breiðablik 1995 og
hefur þjálfað ÍBV 1997 og
1998.
Bjami æfði og keppti í
knattspymu með yngri
flokkum Þróttar í Nes-
kaupstað og lék síðan
hátt í hundrað leiki með
meistaraflokki félagsins.
Þá lék hann með ÍBÍ
1981-83 og KA 1984.
Bjami sat í fræðslu-
nefnd ÍSÍ í sex ár, hefur setið í
stjóm Knattspyrnuþjálfarafélags ís-
lands sl. sjö ár og er nú varaformað-
ur félagsins.
Fjölskylda
Bjami kvæntist 28.3. 1998 Ingi-
gerði Sæmundsdóttur, f. 16.1. 1969,
kennara í Mosfellsbæ. Hún er dóttir
Sæmundar Einarssonar, rafvirkja í
Njarðvík, og k.h., Maríu Ögmunds-
dóttur bókavarðar.
Dætur Bjama og Ingigerðar era
tvíburasystumar Bryndís, f. 19.9.
1990, og Brynja, f. 19.9. 1990.
Hálfbræður Bjama, samfeðra, em
Ámi Jóhannsson, f. 14.1. 1954, sím-
virki og starfsmaður Landssíma ís-
lands, búsettur í Reykjavík; Gunn-
Bjarni Jóhannsson.
björn Óli Jóhannsson, f.
13.12. 1962, verktaki að
Kinnarstöðum; Jóhann
G. Jóhannsson, f. 31.1.
1964, hagfræðingur hjá
Flugleiðum, búsettur á
Seltjamarnesi.
Hálfsystur Bjama, sam-
mæðra, eru Gyða María
Hjartardóttir, f. 12.10.
1960, meinatæknir í
Reykjavík; Lára Hjartar-
dóttir, f. 2.1. 1962, útibús-
stjóri hjá SPRON, búsett i
Reykjavík.
Foreldrar Bjama eru Jóhann
Guðlaugsson, f. 7.8. 1930, vömbif-
reiðarstjóri í Búðardal, og Sigur-
björg Bjarnadóttir, f. 12.8. 1937,
röntgentæknir i Neskaupstað.
Fósturfaðir Bjarna er Hjörtur
Ámason, f. 28.6. 1936, stýrimaður í
Neskaupstað.
Ætt
Jóhann er sonur Guðlaugs, b. á
Kolsstöðum í Miðdölum í Dalasýslu,
Magnússonar, b. og jámsmiðs á
Gunnarsstöðum, Magnússonar, b. á
Lambastöðum á Mýrum, Bjömsson-
ar. Móðir Magnúsar Magnússonar
var Guðrún Sigurðardóttir, frá
Hofsstöðum í Stafholtstungum, Ein-
arssonar. Móðir Guðlaugs á Kols-
stöðum var Ingiríður Kristjánsdótt-
ir, Guðbrandssonar.
Móðir Jóhanns vömbílstjóra var
Jóhanna Einbjörg Magnúsdóttir, b.
í Miðvogi í Innri-Akraneshreppi,
Guðjónssonar.
Systkini Sigurbjargar eru Guð-
mundur, bæjarstjóri hins nýja sveit-
arfélags á Austfjörðum, og Bima,
starfsmaður við Sjúkrahúsið i Nes-
kaupstað. Sigurbjörg er dóttir
Bjama, verkamanns í Neskaupstað,
Guðmundssonar, b. á Sveinsstöðum
í Hellisfirði, Bjarnasonar, b. á
Sveinsstöðum, Guðmundssonar, b.
og trésmiðs á Sveinsstöðum, Jóns-
sonar. Móðir Bjama á Sveinsstöð-
um var Gunnhildur Ólafsdóttir, b. í
Hellisfirði, Péturssonar og Mekkín-
ar Erlendsdóttur. Móðir Guðmund-
ar Bjarnasonar var Guðrún Þor-
grímsdóttir. Móðir Bjarna í Nes-
kaupstað var Sigurbjörg Ólafsdóttir,
frá Kollsstöðum á Völlum.
Móðir Sigurbjargar er Lára Hafl-
dórsdóttir, b. í Vindheimum í Norð-
firði, Ásmundssonar, b. í Vöðlavík,
Jónssonar. Móðir Halldórs var Þór-
imn Halldórsdóttir. Móðir Lám var
Guðríður Hjálmarsdóttir frá Vest-
mannaeyjum, dóttir Hjálmars fsaks-
sonar í Kúfungi í Eyjum.
Afmæli
Karvel Ögmundsson
Karvel Ögmundsson, heiðurs-
borgari Njarðvikur og fyrrv. oddviti
og útgerðarmaður, til heimilis að
Sjávargötu 18, Njarðvíkum, er níu-
tíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Karvel fæddist á Hellu í Beruvík
á Snæfellsnesi og ólst þar upp og á
Hellissandi. Hann naut bamaskóla-
fræðslu á Hellissandi fjóra vetur og
stundaði nám við Stýrimannaskól-
ann á ísafirði 1926-27.
Karvel var ellefu ára er hann hóf
sjóróðra frá Hellissandi með fóstra
sínum, Eggerti Guðmundssyni í
Bakkabæ. Hann var formaður á ára-
bátum frá fjórtán ára aldri og for-
maður þar á vetrarskipi nítján ára,
þá yngstur formanna í plássinu. Á
yngri ámm var hann skipstjóri á
mögum vélbátum en þrítugur að
aldri flutti hann frá Hellissandi til
Njarðvíkur með konu sinni og fjór-
um ungum dætrum. Þar hóf hann
útgerð og fiskvinnslu, frystingu,
þurrkun og söltun og var með um-
svifamestu útgerðarmönnum lands-
ins um árabil.
Hann sat í hreppsnefnd Keflavík-
ur 1938-42 og var oddviti Njarðvík-
urhrepps 1942-62. Hann var einn af
stofnendum og formaður Útvegs-
bændafélags Keflavíkur í átján ár,
einn af stofnendum og formaður 01-
íusamlags Keflavíkur og nágrennis í
þrjátíu ár, einn af stofnendum
Vinnuveitendafélags Suðurnesja og
formaður þess í tíu ár, einn af stofn-
endum bamastúkunnar Sumargjaf-
ar, gæslumaður hennar í fimmtán
ár, einn af stofnendum Ungmenna-
félags Njarðvíkur og í fyrstu stjóm
þess og einn af stofnendum
Rotaryklúbbs Keflavíkur. Hann var
formaður sjálfstæðisfélags Keflavík-
ur og síðar einn af stofnendum og
formaður sjálfstæðisfélags Njarð-
víkur. Hann sat í stjóm Sjúkrahúss
Keflavíkur og í stjóm Sparisjóðs
Keflavíkur, var einn af stofnendum
Olíufélagsins hf. og sat í stjóm frá
upphafi og þar til hann varð níræð-
ur, er einn af stofnendum Sam-
vinnutrygginga og sat í stjóm
þeirra um langt skeið.
Þegar Karvel var kominn fast að
áttræðu hóf hann ritstörf. Hann
skrifaði sjálfsævisögu sína, Sjó-
mannsævi, þrjú bindi, sem komu út
1981,1982 og 1985. Áttatíu og þriggja
ára vann hann til verðlauna í sam-
keppni á vegum Námsgagnastofnun-
ar fyrir handrit að barnabókinni
Refir sem kom út 1990 og er hann
var níræður kom út önnur bama-
bók eftir hann, Þrír vinir, ævintýri
litlu selkópanna.
Karvel er heiðursfélagi
sjálfstæðisfélags Njarð-
víkur, Ungmennafélags
Njarðvíkur, Stórstúku ís-
lands og er heiðursborg-
ari Njarðvíkur frá 1978.
Hann var sæmdur heið-
ursmerki Sjómannadags-
ráðs Keflavíkur 1968,
heiðursmerki sjómanna-
dagsráðs Hellissands 1976
og var sæmdur riddara-
unn Maggý Guðmunds-
dóttir, f. 19.9. 1933, dóttir
Guðmundar Kr. Guð-
mundssonar, skipstjóra í
Keflavík, og k.h., Ingi-
bjargar Benediktsdóttur
frá ísafirði.
Sonur Karvels og Þór-
unnar er Eggert, f. 22.5.
1964, slökkviliðsmaður.
Fósturbörn Karvels em
Guðmundur Ragnar Mýr-
krossi íslensku fálkaorð- Karve| ögmundsson. dal, 91°- 1950> Kristján
unnar 1979.
Eiginkona Karvels var Anna M.
Olgeirsdóttir, f. á Hellissandi 14.1.
1904, d. 26.4. 1959, húsmóðir. For-
eldrar Önnu vom Olgeir Oliversson
frá Gröf í Grundarfirði og Maria
Guðmundsdóttir frá Stór-Hellu á
Hellissandi.
Börn Karvels og Önnu eru Olga
María, f. 16.8. 1928, húsmóðir; Guð-
laug Svanfríöur, f. 12.12. 1929,
sjúkraliði; Líneik Þómnn, f. 27.8.
1932, íþróttakennari; Ester, f. 23.8.
1933, d. 15.5. 1989, sérkennari; Ög-
mundur, f. 10.3. 1936, flugvirki; Sól-
veig, f. 19.12.1940, kennari og náms-
ráðgjafi; Eggert, f. 13.11.1943, d. 22.5.
1962, sjómaður.
Sambýliskona Karvels var Þór-
Sveinn Kristjánsson, f.
5.3.1953; Helgi Jóhann Kristjánsson,
f. 19.10. 1954; Ingibjörg Dagmar
Kristjánsdóttir, f. 30.1. 1957; Magnús
Þór Kristjánsson, f. 11.5. 1963.
Systkini Karvels em nú öll látin.
Þau vom Guðlaug Svanfríður, f.
30.3. 1896; Sigríður, f. 22.7. 1897; Ein-
ar, f. 26.2. 1899; Kristbjörg, f. 28.9.
1900; Karvel Línberg, f. 7.5. 1902, dó
á fyrsta ári; Líneik, f. 18.2. 1905; Ög-
munda, f. 23.9. 1907; Guðmundur
Þórarinn, f. 9.5. 1910; Karl, f. 8.4.
1912; Daníel, f. 19.4. 1915; Jóhannes,
f. 26.9. 1917
Foreldrar Karvels vora Ögmund-
ur Andrésson f. að Einarslóni 11.7.
1855, d. 11.1. 1923, bóndi og Sólveig
Guðmundsdóttir, f. í Purká Breiða-
firði 2.9.1873, d. 10.6.1942, húsfreyja
Karvel verður að heiman í dag.
Magnús H. Vilhjálmsson
Magnús Halldór
Vilhjálmsson verk-
stjóri, Ásgarði 159,
Reykjavík, er fer-
tugur í dag.
Starfsferill
Magnús fæddist i
Reykjavík og ólst
þar upp í Höfða-
borginni við Borg-
artún.
Magnús hefur
stundað margvísleg,
almenn störf, allt frá
unglingsáranum.
Hann hefur þó lengst af unnið viö
trésmíðar, parketlagnir og hellu-
lagnir utandyra. Þá hefur hann
unnið mikið við hellugerð. Hann er
Magnús Halldór
Vilhjálmsson.
nú verkstjóri hjá Hellu- og
Vcirmalögnum í Reykjavík.
Fjölskylda
Magnús kvæntist 6.3. 1983
Svövu Rögnu Hallgrímsdótt-
ur, f. 4.4. 1960, en hún starfar
við aðhlynningu á Elli- og
hjúkranarheimilinu Grund í
Reykjavík. Hún er dóttir Hall-
gríms Ámunda Kristjánssonar
sem nú er látinn, pípulagn-
ingameistara i Reykjavík, og
k.h., Þóra Sigríðar Guðnadótt-
ur sem einnig er látin, hús-
móður.
Böm Magnúsar og Svövu era
Sigríður Halla, f. 3.1. 1977, húsmóð-
ir í Reykjavík, en eigimaður henn-
ar er Hafþór Helgason, rekstrar-
stjóri hjá Tölvulistanum í Reykjavík
og er sonur þeirra Alexander Haf-
þórsson, f. 17.5.1994; Þóra Berglind, f.
2.7. 1979, verslunarmaður í Reykja-
vík, og er dóttir hennar Lovísa Sól, f.
18.7. 1997; Anna Kristín, f. 14.7. 1983,
nemi; Helga Rós, f. 24.10. 1985, nemi;
Hólmfríður Guðrún, f. 8.5.1988, nemi;
Vilhjálmur Sveinn, f. 29.7.1990; Mar-
grét Ósk, f. 6.1. 1994.
Hálfbróðir Magnúsar, sammæðra,
er Þorsteinn Ragnarsson, búsettur á
Hellu, kvæntur Sigríði Hannesdótt-
ur.
Alsystkini Magnúsar era Sveinn
Vilhjálmsson, búsettur í Hafnar-
firði, kvæntur Jónínu Sveinsdóttur;
Kristín Vilhjálmsdóttir, búsett í
Danmörku; Laufey Vilhjálmsdóttir,
búsett í Mosfellbæ; Guðrún Vil-
hjálmsdóttir, búsett í Kópavogi, gift
Jóni Guðmari Haukssyni; Hólm-
fríður Vilhjálmsdóttir, búsett í
Reykjavík en maður hennar er Ás-
geir Kristjánsson.
Foreldrar Magnúsar: Vilhjálmur
Sveinsson, f. 20.7. 1924, d. 23.8. 1987,
verktaki og þúsundþjalasmiður í
Reykjavík, og k.h., Valgerður
Kristólína Ámadóttir, f. 30.6. 1924,
húsmóðir.
Tíl hamingju
með afmælið
30. september
85 ára
Jóhannes Arason,
Dvergabakka 16, Reykjavik.
Jóhannes Þorbjarnarson,
Gunnlaugsg. 21 B, Borgamesi.
75 ára
Jóhanna Loftsdóttir,
Hjallabraut 33, Hafnarfirði.
Khistín Amórsdóttir,
Hringbraut 50, Reykjavík.
70 ára
Aðalbjörg Jónasdóttir,
Kasthvammi, Reykdælahr.
Kristín Marsellíusdóttir,
Völusteinsst. 18, Bolungarvík.
60 ára
Bjarni Már Jónsson,
Hlíðarvegi 86, Njarðvík.
Guðmundur A. Sveinsson,
Laugarbraut 25, Akranesi.
Gunnar K. Guðmundsson,
Setbergi 23, Þorlákshöfn.
50 ára
Baldur Brjánsson,
Viðarrima 3, Reykjavík.
Guðborg Elísdóttir,
Faxabraut 2 B, Keflavík.
Guðmundur Jakobsson,
Seiðakvísl 10, Reykjavík.
Gyða Bárðardóttir,
Birkigrand 3, Kópavogi.
Hilmar Ingólfsson,
Hraunholti 7, Akureyri.
Hilmar Önfjörð Magnússon,
Bræðrab.stíg 49, Reykjavík.
Jón Bjami Þorsteinsson,
Ljósumýri 3, Garðabæ.
Nicolai Gissur Bjamason,
Kjarrmóa 4, Njarðvík.
Stefán Jón Bjarnason,
Norðurvöllum 20, Keflavík.
Steinunn Brynjólfsdóttir,
Hegranesi 28, Garðabæ.
Þráinn Árnason,
Fannafold 47, Reykjavík.
40 ára
Eutiquia A. Viemes,
húsi 1003, Keflavíkurflugvelli.
Guðbjörg Þorláksdóttir
sjúkraliði,
Sæviðarsundi 9, Reykjavík.
Gunnar Júlíusson,
Engjaseli 78, Reykjavík.
Hrafnhildur Ámadóttir,
Hraunbæ 30, Reykjavík.
Ólafur Jósef Gunnarsson,
Rauðagerði 65, Reykjavik.
Rósa Aðalsteinsdóttir,
Hafnarbyggð 37, Vopnafirði.
Rósa Guðný Þórsdóttir,
Hringbraut 39, Reykjavík.
ÆTTFRÆÐINAMSKEIÐ
hefjast um og upp úr 1. okt. hjá Ættfræðiþjónustunni. Lærið að rekja
og taka saman ættir, fáið þjálfun í leitaraðferðum og aðstöðu til rann-
sókna á ættum að eigin vali. Greiðslukjör. Skráning þátttakenda
stendur yfir. Ættfræðibókamarkaður til 5. okt. - Hér eru tekin
saman ættar- og niðjatöl.
Ættfræðiþjónustan, Túngötu 14, s. 552 7100