Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 10
enning MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 10 Að ná fólki úr stellingum Siguröur Valgeirsson, dagskrárstjóri Sjónvarps, er maður sem lætur drauma sína rætast. Fyrir tveimur árum sagði hann í viðtali við DV að hann dreymdi um „að gera íslenskt leikið efni að nánast hversdagslegum hlut“ og það er honum að takast. i fyrravetur voru sýnd stutt leikrit eftir íslenska höfunda reglulega á sunnu- dagskvöldum og sá leikur verður endur- tekinn í vetur. En fyrst „íslenska vikan“ í sjónvarpinu - hvemig tókst hún? „Ég var alls ekki öruggur um hana fyr- irfram en hún kom bara helvíti vel út,“ segir Sigurður staffirugur. „Það er ágætt að sprengja upp hversdagsleikann við og við.“ Var kvartað? „Einhverjir kvörtuðu yfir að Leiðarljós vantaði en það er nánast heilagt efhi i augum nokkurs hóps af fólki. Annars var bara lukka. Mér fannst ósköp notalegt þegar níu ára dóttir mín kom til mín og sagði: Pabbi, Söndru og Söru finnst líka miklu skemmtilegra þegar það eru is- lenskir leikarar!" Og nú á að safna í sarpinn fyrir næstu „viku“ . .. „Já, hér í myndverinu í Sjónvarpinu erum við búin að framleiða níu 20-25 mín- útna leikrit. Fyrsta frumsýningin er á sunnudagskvöldið kemur á „Köldu borði“ eftir Önnu Th. Rögnvaldsdóttur, það var framleitt af kvikmyndafélaginu Ax og við keyptum sýningarrétt í sjónvarpi. Síðan koma þrjú leikrit eftir Friðrik Erlingsson. Það eru stök verk undir yfirheitinu Sögur Úr fyrstu frumsýningu haustsins, Köldu borði, eftir Önnu Th. Rögnvaldsdóttur. Edda Arnljóts- dóttir og Hilmir Snær Guðnason í hlutverkum sfnum. fyrir svefninn en í þeim öllum er ákveð- inn dulrænn tónn. Næst kemur svo verk í þrem hlutum eftir Hlín Agnarsdóttur um persónuna Ragnar á Reynimel og konurn- ar í lífí hans, þrjú verk eftir Karl Ágúst Úlfsson, farsakrimmi í þremur þáttum eft- ir Árna Þórarinsson og Pál S. Pálsson sem heitir „Dagurinn í gær“ og loks tvær lengri myndir eftir Hrafn Gunnlaugsson og Egil Eðvarðsson. Þá erum við með end- ursýningum komin fram í febrúar og fleiri myndir verða teknar eftir áramót auk þess sem við verðum með samstarf við Leiklistarskóla íslands eins og í fyrra, það tókst svo ágætlega þá. Að minnsta kosti einu sinni í mánuði ætla ég sem sé að vera með endursýn- ingu,“ bætir Sigurður við. „Það er orðið ódýrara fyrir okkur að endursýna leik- ið efni og úrvalið er meira líka. Fyrsta endursýningin er á „Draugasögu“ eftir Viðar Víkingsson í byrjun nóvember." Samkvæmt áhorfskönnunum jókst áhugi landsmanna á íslensku leik- þáttunum jafnt og þétt i fyrravetur, byrjaði í 30% og var kominn í 44% í vor sem leið. „Það er ljóst að þetta er það sem fólk vill sjá,“ segir Sigurður, „við- brögðin voru gríð- arlega góð. Ætlun mín var að ná öllum úr stellingunum, höfundum, leikstjórum, leikurum og áhorfendum, láta liðið slaka á og hugsa: Þetta er bara eitt íslenskt verk í viðbót, það er ágætt ef það er ágætt, annars ekki. Ég trúi á þessa aðferð. Ef við höfum úthald hér hjá Sjónvarpinu til að sýna mörg leikin íslensk verk á ári og reynum að læra smám saman af reynslunni þá er ég viss um að það verður til gífurlegs góðs. En það þarf jafnframt þessu að efla handritsgerð- ina, setja upp námskeið og kenna fólki að semja enn betri sögur fyrir sjón- varp.“ Þeir sem unna flamencodansi ættu að setja sig í viðbragðs- stöðu því annað kvöld og fostudagskvöldið verður fla- mencosýning í Loftkastalanum með einum færasta dansara heims sem þó er aðeins 16 ára. Jairo heitir hann og er af sígaunaættum frá Sevilla. Hann hefur þróað sinn eig- inn flamencostíl sem hann byggir á fornum hefðum og er talinn helsti keppinautur Joaquins Cortés hins fagra um þessar mundir - hefur þeg- ar slegið í gegn á Spáni og annars staðar í Evrópu, í Japan og Banda- ríkjunum. Hann segir sjálfur að helsti munur á honum og Cortés sé sá að Cortés sé skólaður dansari sem vinni með danshöfundum, hann sjálfur spinni hins vegar út frá því sem hann lærði af fjölskyld- Jairo - heillar allar stúlkurnar. Gabriela Guttara - kraftmikill og tilfinningaríkur dansari. usi sma. i' leikarinn lamenco sér aldrei að bolta eins og aðrir strákar; hann dansaði. Sjö ára ákvað hann að verða dansari að atvinnu og þá fékk hann fyrstu flamencoskóna sína. Níu ára steig hann fyrst á svið í París og ellefu ára kom hann fyrst fram sem sóló- dansari. Nú fær hann fyrirsagnir í stórblöð- um eins og „Það hijóta neistar undan skósólum hans!“ Með Jairo í fór er dansarinn Gabriela Gutarra sem hefur komið til íslands áður og meðal annars verið með námskeið i Kramhúsinu. Hún er þekktur dansari og hefur ekki síður en Jairo fengið glæsi- legar umsagnir fyrir list sína. Einnig gítar- Rugue Besti vinur ljóðsins Besti vinur ljóðsins er kominn úr sum- arfríi og efnir til bókakynningar á Grand rokk kaffihúsinu á Klapparstíg 30 kl. 21 í kvöld. Hann er búinn að ræsa út hörkulið sem sendir frá sér frumsamdar bækur í haust: Haraldur Jónsson, handhafi Snorr- ans, Hallgrímur Helgason Grim og Sjón lesa allir úr væntanlegum ljóðabókum ; sínum. Auður Jónsdóttir les úr sinni fyrstu skáldsögu og verður þetta vænt- anlega hennar fyrsti opinberi upplestur j úr þeim bók, og Bjami H. Þórarinsson myndlistarmaður les úr j væntanlegri skáldsögu sinni sem hann hefur unnið mikið að einmitt á Grand rokk. Besti vinur ljóðsins mun skipuleggja upplestra bæði á Grand rokk og Gráa kettinum fyrir jólin; þetta er aðeins sá fyrsti af mörgum. Listamaður mánaðarins Listamaður októbermánaðar í Gallerí List, Skip- holti 50b, er Erlingur Jón Valgarðsson (elli). Hann sýnir akrilmálverk og lýsir verkum sínum með eftir- farandi orðum: „Skil náttúru og mannheima. Að horfa á náttúruna. Skilin á milli eyðisanda og him- insins. Skilin á milli hafsins og sjávarhamra, lengra en augað eygir." Sýningin hefst á morgun og verður opin kl. 11--18 á virkum dögum og kl. 11-14 á laugardögum. Þriðja leikár Listaverksins Alltaf var áætlað að hafa nokkrar sýningar á Lista- verkinu eftir Yasminu Reza í Loftkastalanum í haust en erfitt hefur reynst að finna daga þegar þeir gætu allir verið á sama stað í einu gulldrengirnh' sem leika í því, Baltasar Kormákur, Ingv- ar E. Sigurðsson og Hilmir Snær Guðnason. Nú er búið að fínna tvo daga sem virðast henta, 3. og 9. októ- ber, og ættu þeir sem ekki hafa þeg- ar séð stykkið að gá í sína dagbók og athuga hvort þessir dagar henta þeim líka. Ekki eru ákveðnar fleiri sýningar í Reykjavík að svo stöddu en á dagskrá er að sýna það á Renni- verkstæðinu á Akureyri síðar í októ- ber. Listaverkið er frábær úttekt á vin- áttu þriggja karlmanna sem hafa þekkst síðan á skólaárum og gengið í gegnum súrt og sætt saman. Á þessa vináttu reynir verulega þegar einn þeirra kaupir listaverk sem hinir eru ekki vissir um að hafi veriö peninganna vh'ði. Pétur Gunnarsson þýddi verkið, Guðjón Ketilsson gerði leikmynd og Guðjón Pedersen leikstýrir því. Barnaskóli á Þingeyri í eina öld Út er komin á vegum Vestfirska forlagsins bókin Bamaskóli á Þingeyri í Dýrafirði í 100 ár eftir Hallgrím Sveinsson, fyrrum skóla- stjóra. Sjaldgæft er aö skrifuð sé saga grunnskóla á landinu en eins og nafnið bendir til er þetta afmælisrit þar sem rakin er saga skólans frá því að reglu- leg kennsla hófst á Þingeyri í nóvem- berbyrjun 1897. Skólinn var stofnað- ur að frumkvæði foreldra og fékk inni fyrstu árin í nýbyggðu húsi' sem var flutt inn tilbúið frá Slésvík í Þýska' landi og var eitt af allra fyrstu húsum á Þingeyri sem hafði sjálfrennandi vatn. Húsiö gekk fyrst undir nafhinu Hermanns Wendels hús; það stendur enn og heitir nú Höfn. Sérstakt skólahús var tekið í notkun áriö 1908 og var það reist af svo mikilli framsýni að það dugði fram á áttunda áratug aldarinnar. Þá voru þrengsli orðin mikil og nýtt skólahús var tekið í notkun 1980. Á annað hundrað myndir úr skólasögu staöarins prýða bókina og verður hún til sölu í flestum stærri bókaverslunum. íslenskur djass Fyrsta sólóplata Jóels Pálssonar saxó- fónleikara er nýkomin út og heitir Prim. Öll tónlistin er eftir Jóel nema eitt ís- lenskt þjóðlag, „Það mælti mín móðir“. Á hljómplötunni leika auk Jóels, sem leikur bæði á tenór- og sópran- saxófón, Hilmar Jensson á gitar, Ey- þór Gunnarsson á píanó, Gunnlaug- ur Guðmundsson á kontrabassa, Einar Scheving á trommur, Matthías Hemstock á trommur og slagverk og Siguröur Flosason á altsaxófón og bassaklarínett. Hljóðfærasamsetningar eru ýmiss konar, allt frá dúett Jóels og Eyþórs og upp í septett með öllum sjö. Hljómdiskurinn er i Jazzís-seríunni og Japis dreif- ir. unni og á götunni heima í Sevilla. festa augun á fótum hans. Hann sé hið upprunalega, Joaquin „Ég fæddist með flamenco, ólst upp Cortés sé hið tilbúna. Hvort sem það með flamenco, ég er flamenco," er er veruleiki eða óskhyggja þykir haft eftir þessum unga manni, og tækni hans ótrúlega góð og hraðinn hann bætir við: „Mér er eins nauð- svo mikill að oft er engin leið að synlegt að dansa og að matast.“ Hann fullyrðir að flamencogenið verði Acevedo, söngvarinn virkt strax í móðurkviði og af þvi að Antonio el de la hann trúir á guð er hann viss um að Malena og Jose Luis hann fái að halda áfram að dansa þar Vidal sem sér um eftir andlátið. Faðir hans var dansari áslátt. og afinn söngvari, sjálfur lék Jairo Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir %%%% Sa&mw

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.