Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 Spurningin Hvaöa vikudagur er í mestu uppáhaldi hjá þér? Margrét Sigurðardóttir einka- þjálfari: Laugardagur, því hann er til lukku. Gígja Jóhannesdóttir afgreiðslu- stúlka: Laugardagur, því þá koma helgarblöðin og krossgáturnar. Ingunn Eydal afgreiðslustúlka: Mánudagur, því hann er upphafið aö nýrri viku. Gísli Guðmundsson tæknimaður: Föstudagur, þvi þá er djammað á kvöldin. Sigríður Pálsdóttir, hjá farþega- þjónustu SVR: Sunnudagur, því þá fer ég á gömlu dansana. Oddgeir Axelssón verkamaður: Miðvikudagur, því þá gerist svo margt. Lesendur Vandræðalegt vega- kerfi á Vestfjörðum Ragnar skrifar: Sem leikmanni er ekur til Vest- fjarða eingöngu að sumarlagi reynist kannski auðvelt að dæma hið slæma vegakerfi til ísafjarðar frá Barða- ströndinni. Það hefur því orðið raun- in á að nota Breiðafjarðarferjuna Baldur milli Stykkishólms og Brjáns- lækjar, fram og til baka, og aka það- an um Dynjandisheiði og Hrafnseyr- arheiði til Þingeyrar og ísafjarðar. Ekki er hægt að segja að vegur þessi yfir heiðarnar sé hlemmiveg- ur, en fallegt er landslagið og hrika- legt víða og þess virði að fara leið- ina, séu menn í standi til að aka í þessu hættulega umhverfi, sem það getur reynst, t.d. fyrir lofthrædda. Þama eru hvergi vegrið eða aðrar ráðstafanir líkt og gerist um fjall- vegi í löndum sem telja samgöngur á landi brýnt hagsmunamál fyrir alla landsmenn. Ég get ekki séð annað en verði það ofan á sem maður heyrir um samgöngur á þessu svæði, að Breiðafjarðarferjan Baldur hætti siglingum og ekki verði gerðar úr- bætur á veginum vestur til Þingeyr- ar um heiðamar en byggð leggist smám saman af á svæðinu öllu, nema ísafirði. Það er til lítils að kynna Vestfirði ferðaskrifstofufólki vítt um lönd en láta valta yfir og leggja niður nauðsynlegar sam- gönguæðar. Erlendir feröamenn skoða útsýniö á Hrafnseyrarheiöi. Guðmundi Andra ber hærri ritlaun - opið bréf til ritstjóra DV Steingrímur J. Sigfússon skrifar: Kæri Össur. - Ég gríp enn til þess ráðs að skrifa þér sökum þess að ég hef áhyggjur af litlu atriði sem varð- ar blað þitt. Reyndar verð ég að biðja þig að hafa líka samband við vin okk- ar, Stefán Jón Hafstein, og að þið kollegamir sammælist um aðgerðir til úrbóta í þessu máli. Tilefnið er það, að ég hef sann- færst um að kaupið sem hann Guð- mundur Andri Thorsson fær fyrir að skrifa pistlana í blöðin ykkar er allt of lágt. Þegar svo er komið, að jafn hugmyndaríkur og vel skrifandi maður og Guðmundur Andri neyðist til að endurbirta trekk í trekk sama pistilinn í blöðunum ykkar er komið í hreint óefni. Ástæðan getur ekki verið nein önn- ur en sú, að Guðmundur Andri fái svo skammarlega borgað fyrir ritstörfin, t.d. þegar hann skrifar í blaðið hjá þér undir fyrirsögninni Heygarðshornið, að hann nái ekki að vera matvinnung- ur nema með því að fjölnýta pistlana sína og birta þá einu sinni til tvisvar í hvom blaði fyrir sig. Astæða þess að ég hef veitt þessu athygli er sú, að ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi, að Guðmundur Andri hefur helgað mér einn af þess- um pistlum sem hann hefur nú birt nokkrum sinnum, bæði í DV og í Degi. Út af fyrir sig gæti ég glaðst yfir því að þessi smánarlegu ritlaun valda því, að Guðmundur Andri verður að endumýta pistilinn sinn, sem aftur tryggir mér reglubundna umfjöllun á síðum blaða ykkar. Mér finnst hins vegar að í svona tilvikum megi maður ekki láta stjómast af sjálfselskunni einni, heldur beri okk- ur öllum að leggja saman kraftana og tryggja að gáfum og tíma ungs hæfi- leikamanns sé ekki sóað með þessum hætti. Mér hefur auðvitað flogið í hug, að Guðmundur Andri kunni að gera þetta af greiðasemi við mig. Hvernig sem ég fer samt yfir það í huganum þá rekur mig ekki minni til þess að ég hafi nokkurn tíma orðið svo gæfu- samur aö geta gert honum umtals- verðan greiða, eða lagt þannig inn hjá honum að ég verðskuldi slika umhyggju af hans hálfu. Ut af fyrir sig ekki heldur gert neitt á hlut hans. - Að öllu samanlögðu finnst mér ósanngjamt annað en Guðmundur Andri fái gott kaup fyrir að skrifa pistlana sína. Hann geti lagt vinnnu í hvem og einn, sótt aðeins dýpra í gnægtabrunn visku sinnar og fleiri málefni og viðfangsefni en vesalings ég fái að njóta góðs af umfjöllun rit- höfundarins. Ég þykist vita, að þú, Össur minn og þið báðir, þú og Stefán Jón, séuð mér sammála í þessu efni. Það er jú altalað í bænum, að pistlar Guð- mundar Andra Thorssonar skeri sig úr hvað varðar víðsýni og umburðar- lyndi fyrir ólíkum skoðunum, svo ekki sé nú minnst á gæskuna og ríkulegan mannkærleika sem bein- línis lýsa upp textann. Ónefndur maður sem stoppaði mig á götu ný- lega til að ræða við mig um pistla Guðmundar sagði mér, að þeir væru eini textinn af þessu tagi sem skrifað- ur væri í blöð nú sem stendur, sem lýstu svo af jákvæðu innihaldi, að þá mætti lesa í brúnamyrkri. Lögreglustjórar í Reykjavík Helga Jóhannsdóttir hringdi: Þaö hefur gengið á ýmsu hjá lög- reglustjóraembættinu í Reykjavík á liðnum misserum. Svo langt gekk misbresturinn og óreiðan hjá emb- ætti þessu að viðkomandi ráðherra kaus að víkja lögreglustjóra úr starfi á forsendum veikindaleyfis frá því í vor og allt fram í nóvember nk. Ann- ar maður var settur til bráðabirgða, ötull og frambærilegur í alla staði og hefur sett fram nýjar hugmyndir og áherslur í löggæslunni í Reykjavík. I bréfinu er mælt meö ráðningu nú- verandi lögreglustjóra. - Georg Kr. Lárusson lögreglustjóri. Manni sýnist að hér hafi vel til tek- ist í flestum greinum. Nú hafa ekki verið gefnar upp ástæður veikindaleyfis fyrir fráfar- andi lögreglustjóra en hann var sagður staddur á ráðstefnu í útlönd- um nýlega. Varla er mikið veikur embættismaður sendur á ráöstefnur ytra fyrir íslands hönd. Eða hvern- ig var hægt að ákveða veikindaleyfi allt fram í nóvember? Hvað býr hér að baki er ekki einkamál ráðherra eða lögreglustjóra, hér er um að ræða opinbera embættismenn sem við skattborgarar greiðum laun af gjöldum okkar. Ég mæli með því að núverandi settur lögreglustjóri verði ráðinn til frambúðar sem lögreglustjóri í Reykjavík. Annað leiddi til áfram- haldandi óvissu í þeim málum sem hann hefur barist fyrir og hafa feng- ið góðan hljómgrunn hjá öllum al- menningi. Kvíði ævi- söguflóðinu Ereindur skrifar: Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið að vara við hinum hvim- leiðu auglýsingum í jólabókaflóð- inu. Ekki þar með sagt að aug- lýsendur eða fjölmiðlarnir taki mark á þessum varnaðarorðum. En mikið ósköp eru þær væmnar og vitlausar þessar ævsöguaug- lýsingar. Og nú eigum við von á ævisögum um menn sem enn eru í fúllu fjöri og hafa auk þess ver- ið og eru enn í sviðsljósinu. Ég tek sem dæmi menn eins og Steingrím Hermannsson og Steingrim ' St. Th. Sigurðsson. Líka þá sem eru gengnir, fræði- menn og aðra þekkta. Þetta ævi- sögustagl höfðar ekki lengur til fólks. Þeir sem hafa frá einhverju að segja, segi það sjálfir, eða gera það með verkum sínum í lifanda lífi. Meira þarf ekki við. Alltaf blekkja Serbarnir Þór hringdi: í hádegisfréttum ljósvakamiðl- anna í dag (mánudag) var sagt frá því að nú hefðu Serbar til- kynnt að þeir hefðu nú unnið fullnaðarsigur á svonefndum að- skilnaðarsinnum í Kosovo og þvi væri ekki þörf fyrir meiri vopna- viðskipti. Hvað skyldu Serbar og forystumenn þeirra oft hafa gefið svipaðar yfirlýsingar? Þeir gera það alltaf þegar von er á hernað- araðgerðum Sameinuðu þjóð- anna eða NATO. Og jafnharðan draga hinir síðarnefndu allt til baka og þá geta Serbar hafið árásir á ný. Serbar blekkja um- heiminn. Margir spyrja; hvar eru þeir kónarnir Mlavek og Kara- dzick, mestu hryðjuverkamenn Evrópu í dag? Þeir skyldu þó aldrei stjórna aðgerðum Serba enn þá? íslensk lágmenning í Sjónvarpi H.P.Ó. skrifar: Dagskrá Sjónvarpsins síðustu viku eða svo samanstóð af ís- lensku efni. Tíndar voru til ís- lenskar kvikmyndir og leikrit, svo og samtíningur af íslenskri fyndni til að sýna okkur skylduá- skrifendum Ríkisútvarpsins. Ég horfði á mikið af þessu til að geta dæmt um af eigin reynslu. Niður- staðan varð sú að mér fannst hér vera sýndur dæmigerður kafli af lágmenningu þeirri sem kostuð hefur verið af almannfé. Ég skal hins vegar játa að myndin Sigla himinfley og leikritiö Grandaveg- ur 7 báru af því sem ég hef séð af innlendu leiknu efhi um margra ára skeið. - Mörg innlend leikrit, eldri sem yngri, hafa líka verið mjög frambærileg og minnisstæð. Kvikmyndimar hins vegar flest- ar á verri veginn. Flagari til islands? Elsa hringdi: Það er tínt til sem höfuðfrétt í fjölmiðlum hér að breskur flagari sé á leið til íslands! Ég spyr; hver er flagari, og hver er ekki flagari? Á kannski að kyrrsetja ferða- mann á Keflavíkurflugvelli þótt einhverjar konur í hans heima- landi eða annars staðar hafi látið manninn plata sig í peningamál- um? Hvað voru þær að abbast upp á manninn, við hverju bjugg- ust þær? Það er talað við yfir- mann útlendingaeftirlits i út- varpsfrétt til að spyrja frétta um komu mannsins. Maðurinn hlýt- ur að hafa ferðafrelsi, sé hann ekki eftirlýstur glæpamaður. Nú reynir bara á íslenskar konur hversu staðfastar þær reynast gegn fagurgala „flagarans".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.