Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasfða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrurr(.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. Wallenberg var óþarfur Salan á hlutabréfum Landsbankans tókst frábærlega. Hún jók bæði eigið fé bankans og álit hans út á við. Salan hrakti jafnframt þá bábilju tveggja ráðherra framsóknar að liðveisla sænskra Wallenberga væri undirstaða farsællar sölu Landsbankans. Þegar eigur ríkisins eru seldar á að forðast að koma feitum bitum í munn útvalinna vildarvina spilltra stjómmálamanna. Forsætisráðherra, sem kúskaði fram- sókn til hlýðni í bankamálinu, vildi láta markaðinn sjá um að dreifa eign í bankanum sem víðast. Sú afstaða var rétt, og á ekkert skylt við andstöðu gegn erlendum bönkum. Þeir eru að sönnu velkomnir á hinn íslenska markað. En það þýðir ekki að þeir eigi að njóta sérlegra vildarkjara við kaup á hlutum úr ríkis- bönkunum eins og ráðherramir tveir vildu. Liðveislan við Wallenbergana stafaði ekki af umhyggju fyrir íslenskum neytendum. Sala á stórum hlut til þeirra var miklu fremur liður í gamaldags valdatafli sem miðaði að því að framsókn næði póli- tískum tökum á bankanum með leifum SÍS-veldisins. Við sölu á ríkiseignum á jafnan að fylgja þenri stefnu að selja sem flestum smáa hluti. Almenningur á eignir ríkisins og þegar eignimar fara á markað á að auðvelda honum að kaupa þær. Dreifð eign lægir öldur sem óhjákvæmilega skapast við einkavæðingu. Aðferð Landsbankans náði þessum markmiðum með snilldarlegum einfaldleika. Hún fólst í fyrsta lagi í því að verðleggja bréfin með þeim hætti að kaupenda var freistað með von um ágætan hagnað. í öðru lagi voru kaupendum boðin sérstök kaupalán á vildarkjörum. íþriðja lagi gat hver kaupandi aðeins keypt lítinn hlut. Bankinn gulltryggði því mikla dreifingu með heppi- legri verðlagningu og magntakmörkum við kaupin. Þessari aðferð er sjálfsagt að beita við sölu annarra ríkiseigna. Hún tryggir víðtæka dreifingu á eignarhaldi. Forsætisráðherra hefur viðrað lagasetningu til að tak- marka söfnun hluta á fáar hendur. Lögbundnar hömlur af því tagi eiga sér þó annmarka. í stað þess að tryggja valddreiflngu gæti það fært ráðin yfír einkavæddum banka í hendur bandalags fárra en tengdra hluthafa. Tiltölulega mjög lítill hlutur gæti þá orðið ráðandi í voldugri bankastofnun. Það er ekki æskilegt. Annar ljóður felst í því að slíkar hömlur kæmu í veg fyrir viðskipti sem gætu um síðir fært hinum smáu hluthöfum hæsta mögulega verð fyrir eign sína. Það er að sönnu æskilegt að viðskiptablokkir, eins og kolkrabbinn og smokkfiskurinn, komist ekki til óhóf- legra valda í fjármálalífmu. Það býður heim fákeppni og valdníðslu. í þessum efhum felst besta aðferðin þó líklega í að láta markaðinn ráða þróuninni. Það var athyglisvert að í fjölmiðlum reyndi banka- málaráðherrann að þakka sjálfum sér velgengni útboðs- ins. Eftir að hafa brotlent með Wallenberg féll hann í þá freistni að telja þjóðinni trú um að umræðan um inn- leiðslu þeirra sænsku í bankann hefði styrkt söluna. Þetta er dæmi um fjárstæðukennda óskhyggju stjóm- málamanns. Salan tókst að sönnu frábærlega. Það var hins vegar að öllu leyti að þakka velútfærðum aðferðum bankans sjálfs við söluna. Viðtökumar sýndu hins vegar svart á hvítu að Wallenberg var óþarfur. Staðreyndin er sú að því minna sem bankamála- ráðherrann skiptir sér af bönkunum, því betur gengur þeim. Nú orðið skilja það flestir nema ráðherrann sjálfur. Össur Skarphéðinsson „Ekki hefur borið mikið á því að náttúruverndarsinnar vilji rannsaka ástæður fyrir minnkandi gróðurþekju lands- ins - hvernig væri að þeir gerðu það?“ A5 kássast upp á annarra jússur Kjallarinn Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur hvaða skattar skyldu greiddir, vesgú og hananú! Nú er þetta að breytast. Öll viðbót snert- ir kviku Hið sama á sér stað víða annars staðar. Fyrir um tveimur áratugum tók höf- undur þátt í ráð- stefnu um raforku- spá á íslandi. Hon- um fannst áætlanir um rafmagnsnotkun heimila og fiskiðnað- ar víðs vegar um landið nokkuð ein- „Ormar í fjöru, grös utan ferða- mannaleiða, aðsetur fugla, ár- gljúfur sem næstum enginn hef- ur séð, sandar eða vötn og hver veit hvað! Allt skal rannsakað og taki það þann tíma og peninga sem þarf.u Miklar umræður hafa verið undanfarið um landnýtingu til ýmissa nota og þá sér- staklega til raforku- vinnslu. Haft hefur verið á orði að raf- virkjunarmenn hafi til þessa tekið lítið tillit til verðmæta ósnort- inna náttúruperlna og annarra fegurðarverð- mæta lands. Stór orð hafa fallið og stjórn- málahreyfingar hafa tekið málin upp eða nýjar séð dagsins ljós með umhverfismál á oddinum. „Vér einir vitum“ Þetta fyrirbæri finnst á mörgum svið- um og hefur það vakið athygli höfundar og jafnvel furðublandna reiði til margra ára. Einstakir hagsmuna- hópar hafa vaðið yfir holt og hæðir; valtað yfir aðra eða önnur sjónarmið. Þeir hafa beinlínis tröllriðið húsum annarra. Þannig hafa land- búnaðarhópar fram til hins síð- asta ráöið því sem þeir vildu og hafa jafnvel sérstakt ráðuneyti fyr- ir sig í framvarðarsveit þótt fiöldi viðkomandi eða þjóðarhagsmunir gefi ekki tilefni tÚ. Sjónarmið neytenda eða skatt- greiðenda hafa þeir hrist af erminni eins og hverja aðra óværu; sagt að þeir þekki ekki til mála. „Vér einir vitum“!, eins og haft er eftir kóngi nokkrum. Kjami málsins er sá að glíman stendur um hagsmuni en ekki hvenær sauðfé er fært til eða hvemig blautfóður er verkað. Nei takk, bændasamtökin vissu hvað landinn skyldi éta og á hvaða verði. Enn fremur vissu þau kennilegar. Hann er ekki sérfróð- ur um rafmagnsöflun né notkun; stóð upp og tók til máls í hópi sér- fræðinga raföflunarmanna; sagði að það væru tvær hliðar þessara mála sem hann þekkti nokkuð vel en það væm neytendamál og fisk- iðnaður. Það hnussaði í fáeinum vegna framhleypni og málflutn- ings fáfróðs manns um þeirra „sérsvið". - „Hvað eru aðrir að kássast upp á okkar jússur“?. Höf- undur taldi að spá um rafnotkun heimila tæki ekki þá stefnu sem fram kom í meðfylgjandi orkuspá. Enn fremur væri áætlun einstakra sveitarfélaga um þróun fiskiðnað- ar í hverri höfn fremur byggð á óskhyggju en fyrirsjáanlegri stærð fiskstofna og þar með afla. Síðan hefur margt gerst. Rafóflun á há- lendinu hefur verið mikil og skyndilega er svo komið að öll hagkvæm viðbót snertir kviku landvemdarsinna. - Jafnvel jarð- gufan hefur sínar takmarkanir til raföflunar auk þess sem það er synd að nýta hana eingöngu til þeirra nota en ekki til varma- veitna í leiðinni. Náttúruverndarsinnar víg- búast Verði ekki goldinn varhugur við, má búast við óvígum her þeirra áður en langt um líður. Ormar í fiöra, grös utan ferða- mannaleiða, aðsetur fugla, árgljúf- ur sem næstum enginn hefur séð, sandar eða vötn og hver veit hvað! Allt skal rannsakað og taki það þann tíma og peninga sem þarf. Á sama tíma sér maður á hverju kvöldi gervi- tunglamynd af íslandi í veður- fréttum. Þar má sjá í Þingeyj- arsýslum að grá vofa teygir dauða sinn ógnvænlega næst- um til Mývatns frá hálendi landsins! Hvað með rannsókn- ii' þar? Þegar Nixon Bandaríkjafor- seti kom til landsins til fundar við Frakklandsforseta stöðvaði hann bíl sinn á leið frá Keflavíkur- flugvelli og gaf sig á tal við nokkra landa sína sem höfðu safnast við girðingu um völlinn. Veðrið var fremur hryssingslegt og hann vor- kenndi þeim að þurfa að sinna þjónustu í þessu: „Guðs yfirgefna landi“ (god forsaken land). Ekki hefur borið mikið á því að nátt- úruvemdarsinnar vilji rannsaka ástæður fyrir minnkandi gróður- þekju landsins! Hvernig væri að þeir gerðu það? Þeir vita margir að áður fyrr gerðu menn til kola uppi á Kili. Hér á landi þykir það víst fara saman að sami maður gegni landbúnaðar- og umhverfis- ráðuneyti. Jónas Bjarnason Skoðanir annarra Nothæfir flokkar „Heimalningsháttur er vondur í stjómmálum sem öðra. Miklu hlýtur að skipta að fylgjast vel með, treysta ekki alltaf á gamalt skapalón. Við eigum allt undir því að missa ekki af skynsamlegri nýsköpun útlendinga, þrátt fyrir orðlagðar gáfur okkar, þær duga ekki alltaf til... Flokkar þurfa gagnrýni og and- byr til að koðna ekki niður. Nú á líkamsræktaræðis- tímum ætti varla að þurfa að minna á að sá sem ekki heldur skrokknum við með áreynslu vaknar upp við vondan draum þegar skyndilega þarf að takast á við eitthvað þyngra en kleinu eða kaffibolla. Sama á við um flokka, átök og áföll herða þá.“ Kristján Jónsson i Mbl. 29. sept. Góð heilbrigðisþjónusta „Það hefur verið reynt að hemja þenslima í heil- brigðiskerfinu bæði á íslandi sem í öllum vestræn- um löndum. Vegna þessa lendir kerfið í neikvæðri umræðu, mikið er rætt um fiárskort og ég held að þessi neikvæða umræða yfirfærist á þjónustuna sjáifa sem er ekki réttmætt. Við eigum afar góða heilbrigðisþjónustu á íslandi og betri en annars stað- ar. Það verður einnig að viðurkennast að fiölmiðlar hafa einbeitt sér að neikvæðum fréttaflutningi úr heilbrigðiskerfinu." Siv Friðleifsdóttir í Degi 29. sept. Breytingar á kvótakerfi „Hversu oft höfum við ekki heyrt yfirlýsingar um að kvótinn sé að færast á fárra manna hendur og áð þeir séu færri og stærri sem eiga kvótann? ... Ríkið hefur látið undan þrýstingi með því að setja lög og reglur um rekstrarumhverfi sjávarútvegsins. Virð- ast þessi lög eingöngu sett til að minnka óánægju ut- anaðkomandi aðila í stað þess að auðvelda og ein- falda rekstrarumhverfi eins og búast hefði mátt við ... Nokkrir stjórnmálaflokkar hafa gefið loforð um miklar breytingar á kvótakerfinu, án þess að nefna hverjar þær eiga að verða og hvaða áhrif þær munu hafa. Með þeirri óvissu er verið að ráðast að starfs- grandvelli sjávarútvegsfyrirtækja um allt land.“ Svanur Guðmundsson í Mbl. 29. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.