Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 32
44 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 T>V Ummæli Samfylkingin „Samfylking A-flokkanna og , Kvennalistans er í raun ekkert annaö , en það sem hefur i veriö að gerast í nágrannalöndum i okkar. Þess vegna eigum við að geta uppskor- \ ið eins og jafnað- armenn i nágrannalöndun- Agúst Einarsson aiþingis maöur, í Degi. Fúll húmoristi „Forsætisráðherrann okkar, nýkominn, sólbrúnn, úr Portú- galinu var óánægður með baggann en í stað þess að gleðj- ast yfir „sjálfsmorðsstefnu- skránni" fyrir hönd síns flokks, og henda að henni góð- látlegt gaman, var þessi þjóð- kunni húmoristi, bara fúll.“ Árni Björnsson læknir, í DV. Neikvæðar fréttir „Fjölmiðlar hafa einbeitt sér að neikvæðum fréttaflutningi úr heilbrigðiskerf- inu.“ Siv Friðleifsdóttir alþingismaður, í Degi. Vandræðagangur í heilbrigðisþjónustu „Það sem einkennt hefur rekstur heilbrigðisþjónustunn- ar undanfarin ár eru annars vegar síendurtekin vandræði vegna ómarkvissra spamaöar- aðgeröa og hins vegar stans- laus átök milli hins opinbera og starfsmanna heilbrigðis- þjónustunnar." Gunnar Ingi Gunnarsson heilsugæslulæknir, í Degi. Áhrifalaus innan sem utan „Séum við áhrifalaus innan einhverra sam- taka er ekkert verra að vera bara áhrifalaus utan þeirra." Kristín Guð- mundsdóttir, form. Sjúkraliða- félagsins, sem telur sitt félag hafa engin áhrif innan BSRB, í Degi. Peningarnir koma frá Evrópu „Framtíð íslenskrar knatt- spymu er háð því að við stönd- um okkur vel í Evrópukeppni - peningamir koma í gegnum Evrópuboltann. Á þessu verð- ur aö koma hugaifarsbylting, I bæði hjá stjómendum félag- anna og KSÍ.“ Bjarni Jóhannesson, þjálfari ÍBV, í Morgunblaðinu. Gengið á Esjuna Emhver vinsælasta og um leið skemmtilegasta ganga sem Reykvíkingar geta valið sér er gönguferð á Esjuna. Á kortinu hér til hliðar má sjá tvær göngu- leiðir á Esjuna. Sú fyrri er svokölluð Þverfellshornsganga og er það vinsælasta gangan. Farið er frá Mógilsá og liggur leiðin eftir góðum göngustígum. Þegar komið er á toppinn er göngumaðurinn 750 metra fyrir ofan sjávarmál og gönguleiðin er um þrír kílómetrar. í þessa göngu þarf að ætla sér fjóra til flmm klukkutíma. Umhverfi Hin gangan á kortinu er á Kerhólakamb. Þá er farið frá Esjubergi eftir merktum leiðum upp á Kerhólakamb sem er 851 metra fyrir ofan sjávarmál. Ágætt er að byrja gönguna í Gljúfurdal. Þegar komið er á kambinn er mjög gott útsýni í allar áttir. Gönguleiðin er þrír kílómetr- Bllkdalur Skollabrekkur » - 400 Esjuberg iOO 100 Mógilsá \ 1 km ar og eru fjórir klukkutímar ágætur timi fyrir gönguna. Heimild: Gönguleiðir á Islandi eftir Einar Þ. Guðjohnsen Amar Gunnlaugsson knattspyrnumaður: Veit að Todd hefur fulla trú á méi DV, Akranesi: „Ég er búinn að æfa alveg hrika- lega vel og sjálfstraustið kemur með því að skora mörk og svo veit ég það að kallinn (Colin Todd) hefur fulla trú á mér og það hjálpar mikið til,“ segir Arnar Gunnlaugsson hjá Bolton sem sannarlega er að slá í gegn í ensku 1. deildinni. Hann hefur skorað 7 mörk, hefur átta sinnum verið valinn maður leiksins og lagt upp mikið af mörkum fyrir félaga sína. Um síðustu helgi fékk hann 9 í einkunn í einu sunnu- dagsblaðanna og þannig hafa einkunn- irnar verið í vetur hjá honum. Menn eins og Gerry Francis, fyrrum fram- kvæmdastjóri Tottenham, segja að Arnar sé yfirburðamaður hjá Bolton og þarlendir fjölmiðlar eiga ekki orð til að lýsa yfir hrifningu á hæfileikum Arnars. Amar fékk ekki mörg tækifæri í fyrra enda var hann að jafna sig eftir erfið meiðsl en hann missti aldrei móðinn: „Þegar ég var að spila í fyrra þá fann ég það að enski boltinn hent- aði mér mjög vel og það gekk alveg ágætlega í fyrra miðað við það sem á undan er gengið, meiðslin og allt það. Ég var aldrei í vafa um það að ég myndi ekki ná mér á strik i Englandi, ég vissi að Colin Todd hafði trú á mér og það var bara spuming um það hvenær hann þyrði að setja mig inn í liðið og svo var það mitt að nota það tækifæri. Ég held að það sé engin spurning að við höfum alla burði til þess að endurheimta úrvalsdeildar- sætið aftur. Við eram að spila mjög skemmtilegan og árangursríkan bolta núna og Arnar Gunnlaugsson. svo er umgjörðin í kringum félagið al- veg glæsileg. Við erum með nýjan völl og það segja það flestir, þó að ég sé að segja þetta, að við séum líklegir kandídatar til að komast upp ásamt Sunderland. Ég held að eina liðið sem geti klúðrað þessu séum við sjálfir." Maður dagsins Nú eru þrír íslendingar hjá Bolton, Arnar, Guðni Bergsson og Eiður Guðjohnsen og segja má að Bolton sé orðin hálfgerð íslendinganý- lenda. „Það er mjög gott að hafa þessa stráka héma, Guðni er í góðum málum hérna, hann er fyrirliði okkar, og Eiður Smári er allur að koma til og ég er sannfærður um að hann fær tækifæri og samkeppnin er af hinu góða. Það eru ekki bara íslendingar hérna, við eru með góðan og sterkan hóp og öll lið þurfa á því að halda." Um daginn var greint frá því að Leeds og Nottingham Forest hefðu áhuga á Amari. „Ég hef bara heyrt þessar sögur frá öðram, blöðin slúðra svo mikið, það hefur ekkert komið upp á borðið eins og er. Ég hef verið að spila mjög vel og auðvitað fara blöðin að ræða ýmsa möguleika en eins og staðan er í dag þá liður mér mjög vel héma og það hefur ekkert félag haft samband við mig. Það er voðalega erfitt að segja til um það hvort ég myndi yfirgefa Bolton ef gott tilboð kæmi. Ef það kæmi gott tilboð frá félagi hérna sem maður sæi einhverja framtíð í þá myndi maður skoða það en hins vegar ef kæmi tilboð frá liði sem væri í fallhættu og við værum á leiðinni upp þá myndi ég ekki taka því.“ Arnar á nokkur áhugamál fyrir utan fótboltann og það er tónlist, kvikmyndir og fjölskyldan. Eins og er hef- ur Arnar ekki stofnað fjöl- skyldu en hann segist vera að slá sér upp með íslenskri stúlku. -DVÓ Þurrkaðir regn- bogar & fljót- andi sólarljós Galleríið Nema hvað hefur flutt sig um set og getur með stolti tekið á móti sýningar- gestum að Skólavörðustíg 22c. Galleríið var sett á lagg- irnar til að nemendur MHÍ gætu nálgast almenning með Sýningar verk sín. Á síðasta ári voru haldnar 25 sýningar í gömlu húsakynnunum og er því starfsemin mikilvægur hlekkur í starfi skólans. Á opnunarsýningunni sem lýk- ur sunnudaginn 4. október er það 3. árs nemi af skúlptúr- skori skólans, Hrappur Magnússon, sem sýnir inn- setninguna Þurrkaðir regn- bogar & fljótandi sólarljós. Rennilásar í Skotinu, Hæðargarði 31, hefur verið opnuð sýning með verkum eftir Berthu Guðjónsdóttur Hall. Hún vinnur með blandaðri tækni en rennilásar eru meginuppistaðan í verkum hennar. Hún hóf söfnun á rennilásum fyrir nokkrum áratugum en gafst síðar á ævinni tóm til að búa til myndir úr þeim. Myndefni sem hún hefur valið sér eru aðallega blóm og fuglar. Bertha hefur af og til sýnt í Bústaðakirkju en þetta er hennar fyrsta einkasýning. Sýningin stendur til 28. október og er opin alla daga frá kl. 10-16. Myndgátan Þungur í skauti Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Fram og ÍR í 1. umferðinni. Bæði liðin verða í eldlín- unni í kvöld. i i Valur-KA í handboltanum Tveir landsleikir gegn Finnum þar sem íslendingar sigruðu í báð- | um leikjunum gerði það að verk- um að nokkuð hefur liðið milli umferða í 1. deild karla. Nú verö- ur tekinn upp þráöurinn og er heil umferð í deildinni í kvöld. Stórleikur umferðarinnar er leik- iu- íslandsmeistara Vals og fyrr- um íslandsmeistara KA, en þessi lið háðu harða keppni á síðustu leiktíð. Leikurinn fer fram í Vals- heimilinu og hefst hann kl. 20. Á sama tima leika Stjarn- / an-Grótta/KR í Garðabæ, á Sel- fossi leika Selfoss-Fram, í ÍR-hús- inu ÍR-Haukar og í Vestmanna- eyjum ÍBV-HK. Hálftíma síðar eða kl. 20.30 leika FH-Afturelding í Kaplakrikanum í Hafnarfirði. íþróttir Fyrir þá sem heima sitja og sakna þess að fótboltinn hér á landi er búinn þetta árið má benda á mikla knattspymuveislu ' á Sýn þar sem sýndir verða tveir leikir í meistarakeppni Evrópu og er sá fyrri, Bayem Múnchen-Manchester United í beinni útsendingu. Síðari leikur- inn er á milli Rosenborg og Juventus. Bridge Óhætt er að segja að tímasetning- ( in hjá Sigurði Vilhjálmssyni og Júl- íusi Sigurjónssyni hafi verið góð í tvímenningskeppni Bridgefélags Hornafjaröar um síðustu helgi. Þeir voru aðeins í efsta sæti í einni um- ferð tvímenningskeppninnar af 27, þeirri síðustu. Sigurður og Júlíus vom með 226 stig í plús fyrir loka- umferðina en Jak- ob Kristinsson - Sveinn Rúnar Ei- ríksson voru þá í forystu með 261 stig í plús. Jakob og Sveinn áttu nei- kvæða setu í loka- umferðinni, fengu 21 stig i mínus, en Sigurður - Júlíus fengu 30 stig í plús. Sigurður og Júlíus áttu afleita byrj- un og vom í 26. sæti af 28 með 34 stig í mínus að loknum 6 umferðum af 27. Þeir spýttu hins vegar i lófana og náðu áðurgreindum ævintýra- lega endi. Hér er spil úr næstsíð- ustu umferð keppninnar. Sigurður og Júlíus sátu í NS og sagnir gengu þannig, suður gjafari og allir á hættu: ( ( ( ( ( ( * Á85 ÁKG103 96 * G82 * 97 * D74 * 10542 * Á1073 * KDG3 •* 985 * ÁKD87 * K Suður Vestur Norður Austur 1 * pass 1 * pass 1 grand pass 2 * pass 2 grönd pass 3 grönd pass 4 * 6 grönd pass p/h 4* pass Laufopnun Júlíusar var sterk, hjartasvarið lýsti 8 eða fleiri punkt- ( um og hjartalit. Eitt grand spurði um kontról og 2 spaðar lofuðu 5 kontrólum (Á=2, K=l). Fjögurra laufa sögn Júlíusar var tilraun til þess að koma í veg fyrir laufútspil og heppnaðist vel. Vestur spilaði út spaðaniu, Júlíus tók strax svíningu í hjartanu og fékk síðan alla slagina því vestur valdi frekar að hanga á | laufásnum heldur en fjórða tíglin- um. Að spila 6 grönd og standa sjö f gaf 24 stig af 26 mögulegum. ( ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.