Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 Fréttir Heiðargil í Keflavfkurhverfi og íbúar götunnar fengu viðurkenningu fyrir hljóðlátt samspil garða, húsa og opins svæðis. Fyrsta rafeindavogin á íslandi tuttugu ára: Pólsvogir seldar um allan heim - ísfirska fyrirtækið er nú eitt þriggja stærstu framleiðenda tölvuvoga í heiminum Nú eru liöin 20 ár síðan fyrsta raf- eindavogin á ísland var smíðuð hjá Pólnum hf. á ísafirði. Það var svokölluð innvigtunarvog og var henni komið fyrir í fiskmóttöku Norðurtangans hf. á ísafirði í apríl 1978. Aðalhönnuður rafeindavogar- innar var Örn Ingólfsson, núver- andi framkvæmdastjóri Póls hf. á ísafirði, sem stofnað var um fram- leiðslu tölvuvoganna. Stórt skref í tölvuvogaframleiðslu var svo stigið þegar sala hófst á borövogum 1980 fyrir frystihús og voru þær vogir seldar um allt land. Sú vogartegund hefur selst mjög mikið í gegnum árin en tekið nokkrum breytinum. í kjölfarið komu ýmis tæki fyrir flsk- vinnslu, eins og flokkari, samvals- vog og fleira, og var fyrirtækið ávallt skrefl á undan keppinautum sínum 1 hönnunarvinnunni. Árið 1985 kom á markað svoköll- uð skipavog. Það var í raun fyrsta vogin fyrir heimsmarkaðinn sem smíðuð var á ísafirði. Hún var ein- stök þegar hún kom á markað og gat vegið af mikilli nákvæmni, óháð hreyfingu skipanna í úfnum sjó. Um þetta leyti voru frystitogararnir að ryðja sér til rúms og sagöi Öm að þeir hjá fyrirtækinu hefðu snemma séð þörfina á aö leysa vandamálið varðandi nákvæma vigtun á fiski um borð í skipi í veltingi. Með frumkvæði sínu urðu Póls- tæknimenn 9-12 mánuðum á undan Örn Ingólfsson við fyrstu rafeindavogina sem smíðuð var á íslandi. DV-mynd Hörður helsta keppinaut sínum, Marel, að finna lausn á þessu vandamáli. Náði ísfirska fyrirtækið því góðri mark- aðshlutdeild á íslandi í sölu skipa- voga strax í upphafi og kom einnig sterkt inn á erlendan markað. Einn angi af framleiðslulínu Póls í skipa- vogum er ferðavog - lítil, handhæg vog til að vigta I óstöðugu umhverfi eins og venjulegu skipavogimar. Markaðshlutdeild Póls erlendis á sviði tölvuvoga fyrir fiskiðnað er nú 25-30%. Ljóst er að frumkvöðlastarf Pólsins, Pólstækni og síðar Póls hf. hefur haft gríðarleg áhrif á heims- mælikvarða. Þó fyrirtækið á ísafirði sé ekki stórt í sniðum er það eitt af þrem stærstu framleiðendum á sínu sviði í heiminum. Þar em nú aðeins þrjú leiðandi fyrirtæki, Póls, Marel og Skanvægt. Stórar fyrirtækjasam- steypur hafa ekki sóst eftir að fara inn á þennan markað, einfaldlega vegna smæðar hans. Þannig má segja að smæð íslensku fyrirtækj- anna sé þeirra helsti styrkur á þess- um markaði. Um 24 menn starfa að framleiðslunni hjá Póls. Enn ein nýjungin á leiðinni „Við errnn nú að þróa pökkunar- vog, eða skammtavog, fyrir uppsjáv- arfisk. Þar er um hönnun að ræða sem er talsvert miklu betri en keppinautamir bjóða, bæði hvað af- köst og nákvæmni varðar. Það er búið að sækja um einkaleyfi á þess- ari vog og við teljum að um mitt næsta ár verði hún farin að hjálpa okkur við að auka tekjur. Þama notum við aðra aðferð en hingað til hefúr ver- ið notuð við að framkvæma þennan sama hlut,“ sagði Öm Ingólfsson. -HKr. Kristján Pálsson alþingismaður hefur verið helsti talsmaður þess að Reykjanesbraut verði tvöföld- uð. DV-mynd Ægir Már Suðurnes: Tvöföldun Reykjanes- brautar verði hraðað DV, Suðurnesjum: Á aðalfúndi Sambands sveitar- félaga á Suðm-nesjum í Vogum á dögunum var samþykkt áskorun um að tvöfoldun Reykjanesbraut- ar verði flýtt frá því sem ráð er fyrir gert í vegaáætlun. Tvöföldun Reykjanesbrautar fór inn á vegaá- ætlun I vor í fyrsta sinn og gerir ráð fyrir að tvöfóldun brautarinn- ar verði lokið 2010. „í mínum huga hefur það alltaf legið ljóst fyrir að við flýtum þess- ari framkvæmd. Það er raunhæft að vera búnir að tvöfalda braut- ina eftir 4-5 ár.Við bíðum ekki í nein 10 ár eftir að ljúka henni,“ sagði Kristján Pálsson, þingmað- ur Reyknesinga, um ályktun SSS. Hann tekur undir með sveitar- stjómarmönnum á Suðumesjum um að flýta framkvæmdinni. Um- ferð um Reykjanesbrautina eykst stórlega ár frá ári og er orðinn gríðarlegur umferðarþungi þar á annatímum. „Þaö em margir svartsýnir á svona tal en ég minni þá á þegar við vomm að berja það áfram að koma upp lýsingu við Reykjanes- brautina. Þá töldu margir það óraunhæft að setja upp þessi ljós. Ég held að það sama gildi nú og ég tel aö þeir sem telja þetta ekki framkvæmanlegt ættu að hugsa um hvað hefúr verið gert. Ég á von á því að allir muni sameinast um að flýta þessari framkvæmd. Miklar endurbætur hafa átt sér stað á Reykjanesbrautinni í sum- ar og þessa dagana er verið að breikka kantana. 70 milljónum verðrn- varið í brautina í ár. „Kantarnir verða miklu breið- ari og meiningin er að malbika þá. Það verður auðveldara fyrir hjólreiðafólk og einnig að leggja bílum svo þeir skapi ekki stór- hættu eins og verið hefur. Þessar framkvæmdir era til að auka ör- yggi vegfarenda um brautina," sagði Kristján. -ÆMK Reykjanesbær: Heiðargil fallegasta gatan DV, Suðuxnesjum: „Ég er ánægður með áhuga bæj- arbúa á fegrun og aðdáunarvert hve margir íbúar í Reykjanesbæ leggja hart að sér við að fegra sitt nánasta umhverfi og þá um leið að styrkja ímynd bæjarfélagsins,“ sagði Skúli Skúlason, forseti bæjarstjómar Reykjanesbæjar. Reykjanesbær af- henti viðurkenningar nýlega þeim sem þóttu skara fram úr i umhverf- ismálum, að viðstöddum nefndar- mönnum skipulags- og bygginga- nefndar, bæjarstjórn og bæjarstjóra. Heiðargil þótti fallegasta gata bæjarins. Hún fékk viðurkenningu fyrir hljóðlátt samspil garða, húsa Verðlaunahafar ásamt Skúla Skúlasyni, forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, og Jónínu Sanders, formanni bæjarráðs. DV-myndir ÆMK og opins svæðis. Hótel Keflavík hlaut viður- kenningu fyrir snyrti- mennsku og frumlega útfærslu á lóð og bygg- ingu fyrirtækisins. Hjónin á Austurgötu 23 hlutu viðurkenn- ingu fyrir viðhald og endurbætur á húsi og lóð í eldra hverfi. Hjón- in á Borgarvegi 18 hlutu viðurkenningu fyrir snyrtimennsku á lóð og húsi sem er í byggingu. Hjónin á Heiðar- horni 4 hlutu viður- kenningu fyrir fallegan frágang á húsi og vel hirtan garð, þar sem samspil grjóthleðslu og opins svæð- is nýtur sín, og hjónin á Suðurvöll- um 5 hlutu viðurkenningu fyrir fal- legan frágang og gott samspil skjól- girðinga og trjágróðurs. „Ég er mjög ánægður með vinnu skipulags- og bygginganefndar í þessu máli. Þá er ég þakklátur bæj- arbúum fyrir sitt framlag og það er hvatning fyrir bæjaryfn-völd að halda áfram á þeirri braut að fegra bæinn og fyrirtæki. Það er líka áberandi hve fyrirtæki eru farin að huga að sínu nánasta umhverfi og það er mjög jákvætt,“ sagði Skúli Skúlason. -ÆMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.