Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 13
MIÐVTKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 13 Fréttir Skagafjörður: Lakasta árið í kornræktinni - kornakrar skemmdust í þurrkunum í sumar DV, Sauðárkróki: Kornuppskera í Skagafirði er mjög misjöfn og yfir heildina mun þetta vera lakasta árið í kornrækt- inni frá því hún hófst að marki, en bændur í Skagafirði byrjuðu að sá sem nokkru nam sumarið 1994. Að sögn Eiríks Loftssonar, jarðræktar- ráðunauts Búnaðarsambands Skagafjarðar, voru talsverð brögð að því að skemmdir yrðu á korninu í þurrkunum í sumar. Sérstaklega Dy Ólafsfirði: Tónleikar voru haldnir í ný- vigðri Ólafsfjarðarkirkju í sam- bandi við vígsluna á dögunum. Það voru þau Hörður Áskelsson og Inga Rós Ingólfsdóttir sem spiluðu á org- el og selló. Á dagskránni voru verk m.a. eftir Vivaldi, Bach, Áskel Jóns- son, sem var meðal kirkjugesta, Pál er þetta áberandi þar sem jarðvegur er sendinn eða móblendinn. Að sögn Eiríks var uppskeran best í Hjaltadalnum, í Neðra-Ási og á Skúfsstöðum - um 3,5 tonn af þurrkefni af hektara af vel þrosk- uðu korni. Uppskeran var einnig góð í Hegranesi og víðar, en sá bögg- ull fylgdi skammrifi að komið var ekki nægjanlega þroskað og verður því ódrýgra fóður. „Það má þó segja að uppskeran hafi verið meiri en menn bjuggust ísólfsson og Rheinberger. Þetta voru fyrstu tónleikarnir í kirkjunni eftir vígslu og þóttu þeir takast mjög vel. Hljómburður hefur breyst mikið eft- ir endurbæturnar á kirkjunni og segja kunnugir að orgelið, sem er ís- lensk smíð eftir Björgvin Tómasson, sé að njóta sín fyrst núna en það var tekið i notkun árið 1989. -HJ við miðað við tíðarfarið í sumar og ég á ekki von á því að þetta verði til að áhugi manna fyrir kornræktun- inni minnki, enda hefur hún gengið ljómandi vel þegar á heildina er lit- ið,“ sagði Eirikur. Komrækt í Skagafirði hefur auk- ist ár frá ári. I vor var sáð í um 310 hektara og var það meira en tvöföld- un frá síðasta sumri, en þá var sáð í 135 hektara. -ÞÁ Hólmavík: Skortur á vinnuafli tef- ur slátrun DV, Hólmavik: Starfsfólk hefur verið af skomum skammti í sláturhúsi NVB - Norðvesturbandalagsins - á Hólmavík það sem af er slát- urtíð svo til mikilla óþæginda hefur verið. Fella varð niður slátrun einn dag í fyrstu slátur- vikunni af þeim sökum. Veldur þar einkum að bændafólk, sem er aðaluppistað- an í vinnuaflinu, var nokkuð bundið við önnur störf, svo sem byggingarframkvæmdir, á jörð- um sínum. Þá hafa í fyrsta sinn verið starfræktar rækjuverk- smiðjur bæði á Hólmavík og Drangsnesi þetta haustið og vinnuafl því ekki komið þaðan. Heldur hefur ástandið lagast síðustu dagana fyrir það að sumir hafa bætt við sig nokk- urri vinnu utan hefðbundins vinnutíma. Nokkuð var í um- ræðunni að til greina kæmi að ráða hingað erlent vinnuafl um takmarkaðan tlma. Ekkert hef- ur þó bólað á þvi enn sem kom- ið er. -GF Inga og Hörður fengu mikið lof fyrir leik sinn í kirkjunni. DV-mynd Helgi ÓlafsQ ar ðarkirkj a: Hljómburður mun betri Egilsstaðir: Ný lögmannastofa Lögmenn Austurlands er ný- stofnað fyrirtæki í eigu fjögurra lögfræðinga. Þeir eru Adolf Guð- mundsson, Helgi Jensson, Hilmar Gunnlaugsson og Jónas A.Þ. Jóns- son. Fyrirtækið hóf rekstur 1. september sl. og tók við rekstri fyrri lögmannsstofu á Egilsstöð- um. Þar eru aðalstöðvar hinnar nýju stofú en einnig er nú þegar starfsstöð á Seyðisfirði og önnur verður fljótlega opnuð á Eskifirði. Að sögn Hilmars Gunnlaugs- sonar verður lögð áhersla á skil- virka og vandaða persónulega þjónustu við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga þar sem hagsmun- ir og þarfir viðskiptavina verða í öndvegi. í eigu fyrirtækisins er Fasteigna- og skipasala Austur- lands ehf., sem hefur starfsstöðvar víða á Austurlandi. Hjá þessum tveim fyrirtækjum starfa nú 10 manns. -SB Eigendur lögmannsstofunnar. F.v. Adolf Guðmundsson, Jónas A.Þ. Jónsson, Helgi Jensson og Hilmar Gunnlaugsson. DV-mynd Sigrún Korn skorið á Skúfsstöðum. DV-mynd Þórhallur Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands Sjálfboðaliðar óskast Reykjavíkurdeild Rauba kross íslands leitar að sjálfboðaliðum sem vilja starfa með Vinalínunni. Vinalínan er símaþjónusta, ætluð öllum 18 ára og eldri sem eiga í vanda eða hafa engan að leita til i sorg og gleði. Sjálfboðaliðar svara í síma öll kvöld, kl. 20 til 23. Kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 30. september, kl. 21, í sjálfboðamiðstöð á Hverfisgötu 105. Nánari upplýsingar í síma 561 6720 og 551 8600. Fulloröins fjallareiðhjól 18 gíra ______________________ dý

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.