Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 5 Lægra gengi á bréfum í Járnblendinu: Fréttir Hæpið að kenna rafmagns- skömmtun alfarið um - segir Jón Sveinsson, varaformaður stjórnar ísl. járnblendifélagsins Óánægju gætir meðal þeirra sem fjárfestu í hlutabréfum Járnblendifélagsins. Bréfin hafa fallið í verði og telja sumir að það megi rekja til þess að yfir verksmiðjunni vofir skömmtun á ódýrri umframorku. „Landsbréf eru sérfræðingarnir á þessu sviði. Þeir höfðu alla samn- inga undir höndum og áttu að okk- ar mati að geta að minnsta kosti lagt mat á hvað það væri sem menn þyrftu hugsanlega að varast í þessu sambandi," sagði Jón Sveinsson, varaformaður stjórnar ísl. járn- blendifélagsins, í samtali við DV í gær. Eins og fram kom í frétt blaðsins í gær er óánægja meðal þeirra sem fjárfestu í hlutabréfum í Járnblendi- félaginu þegar ríkið seldi hlutabréf í félaginu sl. vor. Óánægjan stafar af þvi að verðfall hefur orðið á bréfun- um síðan og telja sumir fjárfestanna að það megi að stórum hluta rekja til þess að yflr verksmiðjunni á Grundartanga vofir skömmtun Landsvirkjunar á ódýrri um- framorku. Þessarar yfirvofandi Jón Sveinsson, varaformaður stjórnar ísl. járnblendifélagsins. skömmtunar var ekki getið í út- boðsgögnum en Landsbréf sáu um útboð og sölu ríkisbréfanna. OrkusEimningur Jámblendifélags- ins og Landsvirkjunar er, að sögn Jóns, rammasamningur og núgild- andi samningur gildir til 1. apríl. Þá gengur í gildi nýr samningur með allt annars konar skerðingaráform- um en núverandi samningur. Að- spurður um hvort rekja mætti verð- fall bréfanna í hlutafélaginu frá því í vor og þar til nú að mestu eða öllu leyti til yfirvofandi orkuskerðingar taldi Jón það afar hæpið. „Það eru miklar verðsveiflur í þessum iðnaði og það var skýrt tekið fram í útboðs- lýsingunni að um væri að ræða áhætturekstur þannig að það getur varla hafa farið fram hjá neinum og verð á kísiljámi hefur sveiflast nið- m- á við á siðustu mánuðum. Það eiga áreiðanlega eftir að koma topp- ar og þá hleypur þetta nú upp aft- ur,“ sagði Jón. Hann sagði enn fremur að það væri algerlega óraun- hæft að gefa sér það fyrir fram að hlutabréf sem ríkið sé að selja hækki jafnóðum 1 verði og þau koma á almennan markað. „Það eru því miður ýmsir sem virðast gefa sér það að um leið og ríkið selur þá rjúki verðið upp úr öllu valdi,“ sagði Jón Sveinsson. Hlutabréfasjóðurinn Auðlind var stærsti fjárfestirinn í hlutabréfum ríkisins í Járnblendifélaginu í vor og er nafnverð bréfa í eigu Auðlind- ar rúmlega 55,7 milljónir, eða 3,94% í félaginu. Aðrir sem þá keyptu hlutabréf eru Kaupþing hf., 1,18%, Fjárfestingarbanki atvinnulífsins, 1,12%, og Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins, 1,07%. Meðal ann- arra sem keyptu hluti frá rúmu 1% niður í 0,22% em Lífeyrissjóðir Vesturlands, Norðurlands, lækna og bænda, Lifiðn, Söfnunarsjóður líf- eyrisréttinda, Samvinnulífeyrissjóð- urinn og Lífeyrissjóður Bolungar- víkur. Auðlind er í vörslu Kaup- þings og sömuleiðis flestir ofan- nefndra lífeyrissjóða. -SÁ Hlífðar- föt Stíll Gott verð Ending Cortina Sport | Skólauörðustíg 20 - Sími 552 1555 | CanonBJC-4300 A4 litableksprautuprentari með skannahylki. 2ja hylkja kerfi. 2 bls. á mín. í lit. 5 bls. á mín. í s/h. 720 dpi upplausn. Arkamatari fyrir 100 blöð. 'Banner printing', CCIPS □ g Drop ModulatiDn tækni. *TT9.900~^ Geisladiskur Þegar Canon tekur sig til ng bætir um betur þarf þaö skki endilega að þýöa að hlutirnir breyti um lögun eöa stærð. Og þaö er einmitt þaö sem hefur gerst með Cannn BJC-4300 prentarann. Þetta einstaka tæki býr nú ekki einungis yfir öllum þeim frábæru eigin- leikum sem gúöur prentari þarf að hafa heldur er Cannn BJC-4300 nú einnig 3B0 dpl 'True Calor' skanni. Með einu handtaki má skipta út blekhylkinu og setja skannahylki í staöinn. Því færðu prentara og skanna í einu tæki án þess að eyða dýrmætu plássiáskrifbDrðinu-ogvBraiðor - eftir sem áður það sama! INI Y H C R J I - Söluaðilar um land allt Cation

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.