Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 Neytendur_______________________________________________________ Ráöherrafundur um rekstrarvanda Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítala: Samruni um áramót - að fullu eða að hluta hugsanlegur- framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur varar við Hugmyndir um yfirtöku ríkisins á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og samein- ingu við Ríkisspítalana eru nú á fljúg- andi ferð. í siðustu viku funduðu for- menn stjórnarflokkanna, þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, ásamt Ingibjörgu Pálmadóttur heil- brigðisráðherra um málið. Sam- kvæmt heimildum DV er ætlunin að ríkið yfirtaki rekstur Borgarspítalans að öllu eða einhverju leyti. Vilji er til þess að þessi samruni eigi sér staö sem fyrst og þá jafnvel fyrir áramót. Tvær leiðir eru einkum taldar koma til greina í því skyni að sameina rekstm-inn. Annars vegar að fram fari algjör sameining undir merkjum rík- isins en hins vegar að rekstur Borgar- spítalans og Landspítalans verði sam- keyrður með því að skipta niður deildum og sérhæfing þannig aukin. Bráðavandi er á báðum þessum stofn- unum, m.a. vegna þeirrar óvissu sem verið hefur um það hvað gert verði til úrbóta vegna bágs fjárhags sem leitt hefur til skertrar þjónustu á ýmsum sviðum sem og erfiðleika fyrir sjúk- linga. Fjármálaráðuneytið hefur um ára- Jóhannes Ingibjörg Pálmason. Pálmadóttir. Halldór Davíð Ásgrímsson. Oddsson. bil haft til skoðunar hagkvæmni þess að sameina reksturinn. Þá hefur fag- hópur heilbrigðisráðuneytisins verið að störfum í því skyni að meta kosti sameiningar. Þeim hópi stýrir Krist- ján Erlendsson, starfsmaður íslenskr- ar erfðagreiningar og fyrrverandi deildarstjóri heilbrigðisráðuneytisins. Talið er að með fullum samruna megi spara hundruð milljóna árlega og fjöldi starfa myndi reynast óþarfur kæmi til samrunans. Skýrsla sem unnin var á vegum VSÓ sýnir, svo ekki verður um villst, að mikill spam- aður gæti fengist með þessu móti. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra sagði í samtali við DV að unnið væri að tillögum vegna Borgar- spítala og Landspítala. anniiinniii Landspítalinn. „Það hefur sérstakur faghópur ver- ið að störfum alveg síðan í febrúar. Það er þegar búið að afgreiða minni sjúkrahúsin. Við höfum aukið sam- starf milli stóru sjúkrahúsanna og þar hefur náðst góður árangur eins og sést best af öldrunarsjúkrahúsinu á Landakoti," segir Ingibjörg. Hún segir allt starf miða að því að auka hagkvæmni sjúkrahúsanna og bæta þjónustuna. „Við erum ekki að tala um samein- ingu í þeim skilningi en vUjum halda áfram að auka hagkvæmnina með auknu samstarfi," segir hún. Aðspurð um það hvort sameining kæmi þá ekki tU greina á kjörtímabil- inu svaraði Ingibjörg: „Við erum ekki komin svo langt að taka neinar ákvarðanir um það en við vinnum að aukinni samhæfingu". - Má þá búast við að eitthvað gerist fyrir áramót? „Fyrst og fremst munum við taka tUlit til þeirra tiUagna sem við fáum frá faghópnum og þeirra er að vænta innan tíðar. Honum var falið að gera tillögur í ljósi þess fjárhagsvanda sem spítalamir hafa glímt við. Það er ljóst að á fjáraukalögum munu sjúkrahús- in á höfuðborgarborgarsvæðinu fá aukið fé,“ svaraði ráðherra. Jóhannes Pálmason, framkvæmda- stjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, sagðist í samtali við DV ekki hafa heyrt að ráðherramir vildu sameina fyrir ára- mót. Hann segir aUs kyns sögur vera í gangi um sammna eða ekki og ekki væri nein leið að henda reiður á öUu sem talað væri. Jóhannes sagðist gjalda varhug við því að spítalamir yrðu sameinaðir undir hatti ríkisins og hann sagðist enn ekki hafa séð rök fyrir því að minnka áhrif sveitarfélag- anna, í þessu tilviki borgarinnar, á stjórn spítalanna. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðun- ar að sveitarfélag eigi að hafa ítök í rekstri heilbrigðisstofnana. Það á ekki sist við um sveitarfélag eins og Reykjavík. Það þarf að vera ákveðið jafnvægi miUi ríkis og sveitarfélaga í þeim efnum. GrundvaUarforsenda er að þeir aðUar séu sammála um það hvaða þjónusta skuli innt af hendi. Þegar Sjúkrahús Reykjavíkur varð til 1996 var gert ráð fyrir því að gerður yrði slíkur samningur um þjónustuna en sá samningur hefur ekki verið gerður aftur og það er ráðuneytisins að svara því hvers vegna það er ekki gert,“ segir Jóhannes. Samkvæmt heimUdum DV er nokk- ur áhugi á því meðai einstakara fyrir- tækja á heUbrigðissviði að kaupa Borgarspítalann og gera að einka- sjúkrahúsi. Ekkert er þó fast í hendi þar um en sú túlkun heyrist að ríkis- væðing spítalans sé nauðsynlegur undanfari einkavæðingar. FaUi Borg- arspítalinn undir ríkið verði mögu- leiki á sölu spítalans þar eftir á einni hendi. -rt Borgarspítalinn. Dollar Eimskip Flugleiðir Olíufélagið 7,15 Skeljungur lltÍÍIIÍHB Síldarvinnslan Tæknival 124 11,70 2500 2000 1088,02 41,41 .69,34 ! 2,79 L5Q0 1450 ÍDUU 0,56 0,55 0,54 0,53 0,52 0,51 1000 Jakob á ferð Á Norðurlandi eystra hafa stuðningsmenn fyrrverandi bæjar- stjóra á Akureyri, Jakobs Bjöms- sonar, knúið í gegn að opið próf- kjör verður viðhaft til að velja á listann. Jakob er sagður á fieygiferð en hann nýtur mikils stuðnings á Akureyri og stefn- ir ótrauður á efsta sætið sem losnar eftir að Guð- mundur Bjarnason hef- ur nú ákveðið að láta af þingmennsku. Valgerður Sverrisdóttir, formaður þing- flokks framsóknarmanna, berst líka um efsta sætið og það stefnir því í harðan slag ... Til munns og handa Mál þeirra ástvina Bills Clint- ons og Monicu Lewinsky hefur tröllriðið flestum fjölmiðlum og sér enn ekki fyrir enda þess máls. íslenska Sjónvarpið hefur staðið í fremstu víglínu vestrænna fjöl- miðla með alls kyns vangaveltur um þetta heims- mál. Óvenju vönduð þýðing sjónvárpsmanna vakti mikla at- hygli þegar fjall- að var um málið þar á bæ sem oftar og Monica var sérstaklega til skoðunar. í erlendu útgáfunni var lagt upp með það hversu vönduö stúlkan væri að allri gerð. „Vel gerð til munns og handa,“ var þýðing Sjónvarpsins. Aðeins vantaði viðbót um vandaða andlitsdrætti svo fullkomið væri... Alls kyns skúrir Þau falla oft gullkomin þegar íþróttamenn eða þjálfarar íþróttaliða tjá sig við blaðamenn eftir leiki, enda mönnum oft heitt í hamsi. Þannig var það þegar Guð- mxmdur Torfason, þjálfari knatt- spymuliðs Grinda- víkur, tjáði sig í sjónvarpsviðtali eftir leik Grinda- víkur og Fram þar sem Grind- víkingar sigruðu og björguöu sér frá falli eftir að hafa í tvígang lent undir í leikn- um. Til umræðu kom eftir leikinn að leikurinn hefði gengiö brösug- lega fyrir Grindvíkinga og þjálfar- inn var greinilega á þeirri skoðun að skipst hefðu á skin og skúrir hjá sinum mönnum, enda sagði hann: „Það skiptast á veður og alls kyns skúrir í þessu“. Færabátar í fríi Sveinbjörn Jónsson, trillukarl frá Suðureyri, hefur sjaldnast leg- ið á skoðunum sínum. Milli hans og Kristjáns Ragnarssonar, for- manns LÍÚ, hafa í gegnum tíðina verið litlir kærleik- ar. Hann mun hafa hrokkið við þegar útvegsmenn hófu mikla auglýsinga- herferð undir yf- irskriftinni „Það lóðar á góðær- inu“. í auglýs- ingunni er graf- ísk útfærsla á dýptarmæli með tilheyrandi lóðningu. Svein- björn vill meina að þama sé verið að blekkja fólk til aö trúa þvi að kvótakerfiö sé öllum til góðs og hafi gulltryggt viðgang þorsk- stofnsins. Hann kastaði því fram eftirfarandi stöku: Færabátar í fríi og flskur á slóðinni og LÍÚ á lóðaríi lýgur að þjóðinni. Umsjón: Reynir Traustason. Netfang: sandkom @fif. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.