Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998 17 Fréttir Stóöréttir hjá Austur-Húnvetningum: Erlent fólk kom gagn- gert í smalamennskuna - Húnvetningar og Skagfirðingar gera út á réttirnar Það var létt yfir mönnum í réttinni. Haukur á Röðli og Hjörtur í Hnjúkahlíð eftir að hafa haft húfuskipti. Dy Sauðárkróki: Stóðréttarhelgi var hjá Austur- Húnvetningum nýverið þegar Lax- árdalur og fjalllendið í nágrenninu var smalað og hross rekin til réttar. Það var tignarleg sjón þegar rekið var niður Laxárdalinn frá Kirkju- skarði í blíðskaparveðri . Um 150 ríðandi menn tóku þátt í rekstrin- um, þar á meðal margt aðkomufólk og ferðafólk erlendis frá sem kom gagngert til þess að taka þátt í smalamennskunni og réttarstörfun- um. Bæði Húnvetningar og Skag- firðingar eru fyrir nokkru farnir að gera út á stóðréttimar og smala- mennskuna. Byrjað var að draga snemma á sunnudagsmorgun. Það var róleg en ágætis stemning í réttinni. Létt yfir mönnum og ekkert stress í gangi við að draga hrossin. Menn hjálpuð- ust mikið að við dráttinn, ráku hrossin inn í dilkana. Oft nokkur saman og lítið var um það að menn væru að hanga í sterti og eyrum og snúa hrossin niður í al- menningnum til að ná á þeim stjórn eins og allt of mikið sést í stóðrétt- um. Er það nokkuð hvimleitt fyrir fólk á að horfa sem telur sig vera dýravini. „Ég vil hafa þetta svona. Hrossin verða rólegri og það gengur miklu betur með þessu móti,“ segir Ágúst Valgarður á Fremstagili, Árni á Sölvabakka, Hjörtur í Hnjúkahlíð og Ágúst réttarstjóri á Geitaskarði samtaka við dráttinn. DV-myndir Þórhallur Sigurðsson á Geitaskarði en hann er réttarstjóri í Skrapatungurétt. Þótt ekki hafi verið mikil læti við dráttinn mega menn samt passa sig. Haukur á Röðli fékk að kenna á því þegar meri ein spam hart við fæti og slengdi honum í síðu hans með þeim afleiðingum að Haukur heltist og fékk stóra kúlu á lærið. „Það er eins og ég sé með eitthvað stórt í vasanum," sagði Haukur en hélt samt áfram að draga þó á annarri væri. Það munaði líka litlu að illa færi fyrir Árna á Sölvabakka þegar hann nánast hvarf undir hóp af hrossum. Kappinn reis þó snöggt upp þegar stóðið var farið fram hjá og kenndi sér einskis meins. Já, það er nauð- synlegt að vera var um sig ef maður hættir sér inn í almenninginn í stóðréttum. -ÞÁ Karið fyrir nýja sundlaug í Stykkishólmi er komið. DV-mynd Birgitta Stykkishólmur: Sundlaugin aö mótast DV, Vesturlandi: Góður gangur er í byggingu nýrrar sundlaugarbyggingar í Stykkishólmi að sögn Ólafs Hilm- ars Sverrissonar, bæjarstjóra 1 Stykkishólmi. „Bygging sundlaugar hér í Stykkishólmi er komin vel af stað. Það er búið að koma karinu fyrir en eftir er að byggja búningsklefa- hús þar sem jafnframt er gert ráð fyrir innisundlaug fyrir kennslu og þjálfun. Laugin, það er að segja útilaug- in, er 25 metra löng en auk þess er gert ráð fyrir tveimur pottum og vaðlaug. Einnig verður sett upp rennibraut og erum við að skoða útfærslu slíkrar brautar þessa dag- ana. Heildarkostnaður liggur ekki fyrir en áætla má að hann verði á bilinu 150-175 milljónir króna,“ sagði Ólafur Hilmar við DV. -DVÓ Hópið Tálknafirði: Kráarstemning er um allar helgar DV.Vestfjörðum „Við erum með hér bæði matsölu og svo er hér ekta kráarstemning allar helgar. Matsalan fer mikið eft- ir ferðamannastraumnum og því hvað mikið er af aðkomutrillum hér á sumrum. í heildina tekið hefur okkur gengið vel og okkur hefur ver- ið vel tekið af heimamönnum sem eru ákaflega duglegir að sækja stað- inn þó byggðin sé kannski ekki stór. Fólk úr nágrannabyggðunum hef- ur sömuleiðis komið mikið til okkar og gert gott við sig í mat og drykk. Við höfum líka siðustu fjögur ár rekið hérna gistiheimili. Það hefur verið jöfn og stöðug stígandi í þessu,“ segir Gunnar Egilsson, veit- ingamaður á Tálknafirði og formað- ur Ferðamálasamtaka Vestfjarða. Gunnar hefur ásamt konu sinni, Allison Mills frá Nýja-Sjálandi, rek- ið veitingastaðinn Hópiö og gisti- húsið Skrúðhamra á Tálknafirði. Þau hjón hafa markað veitingastað sínum sérstöðu með því að skreyta hann með gömlum munum, tengd- um sjávarútvegi, og gætt staðinn því lífi liðins tíma. „Ég rak hér í húsinu vélsmiðju og bílaverkstæði en þegar dróst saman í þeim rekstri ákvað ég að breyta til. 1992 breytti ég þessu húsnæði úr því að vera verkstæðisskemma í veit- ingahús og nú í sumar byggöum við glæsilega sólstofu við húsið. Hér á Tálknafirði er gott mannlíf og fólki gengur vel. Hér höldum við meðal annars villibráðarkvöld, jólahlað- borð og reynum að gera það sem þarf til að mæta þörfum byggðar- lagsins," sagöi Gunnar. -GS SKEIFUNN117 • 108 KEYK.IAVÍK SÍMI 581451!. • FAX 581-4510 Gunnar Egilsson, veitingamaður á Hópinu á Tálknafiröi. DV-mynd Guðm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.