Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1998, Blaðsíða 8
8
MIÐVTKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1998
Útlönd
Stuttar fréttir r>v
Gerhard Schröder bjartsýnn á stjórnarmyndun meö Græningjum:
Vonar að nýja starfið
verði skemmtilegt
Gerhard Schröder, væntanlegur
kanslari Þýskalands, heldur í dag
áfram undirbúningi að myndun
samsteypustjómar með Græningj-
um þar sem áherslan verður lögð á
aukna atvinnu og félagslegt réttlæti.
Jafnaðarmannaflokkur Schröders
batt enda á sextán ára stjómartíð
Helmuts Kohls, fráfarandi leiðtoga
kristilegra demókrata. Þingflokkar
jafnaðarmanna og Græningja hitt-
ust sitt í hvoru lagi í gær til að ræða
stjórnarmyndunina.
Joschka Fischer, þingflokksfor-
maður Græningja, sagði að eiginleg-
ar stjórnarmyndunarviðræður við
jafnaðarmenn myndu heíjast á
fóstudag. Heimildarmenn meðal
Græningja sögðu að stjórnin gæti
verið komin á koppinn eftir um það
bil þrjár vikur.
Oskar Lafontaine, formaður jafn-
aðarmanna, sagði flokk sinn áhuga-
Oskar Lafontaine, formaður þýskra jafnaðarmanna, og Gerhard Schröder,
tilvonandi kanslari Þýskalands, eru ánægðir með lífið.
saman um að mynda samsteypu-
stjórn hið fyrsta. Báðir flokkar
sögðu að flokksþing á næstu vikum
myndu ræða og leggja blessun sína
yfir nýja stjóm.
„Við viljum að þetta lukkist. í of-
análag vona ég að það verði
skemmtilegt að fást við ný ábyrgð-
arstörf," sagði Schröder við aðra
þingmenn jafnaðarmanna um vænt-
anlega samsteypustjóm hans.
Iðnrekendur og bankamenn hafa
hvatt Schröder til að mynda stóra
samsteypustjóm með kristilegum
demókrötum Kohls frekar en að
vinna með Græningjum sem margir
kaupsýslumenn telja andsnúna
frEimfómm.
Græningjar lofuðu í gær að hraða
umbótum á flokknum til að gera
hann að traustum bandamanni í
stjóm Schröders. Græningjar vilja
fjóra ráðherra í væntanlegri stjóm.
Óeirðalögregla í Suður-Kóreu átti í útistöðum við fimmtíu manna hóp utan við japanska sendiráðið í Seoul í morgun. Fólkið var að mótmæla því að japönsk
stjórnvöld skyldu ekki biðjast almennilega afsökunar á framferði japanskra hermanna í síðari heimsstyrjöldinni gagnvart konum sem voru gerðar að kyn-
lífsþrælum þeirra. Meðal mótmælendanna voru nokkrir fyrrum kynlífsþrælar.
Ungur sósíalisti
nýr forsætisráð-
herra Albaníu
Stjóm Sósíalistaflokksins í Al-
baníu samþykkti I gær að útnefna
Pandeli Majko sem arftaka Fato
Nanos er sagði af sér embætti for-
sætisráðherra
á mánudag-
inn. Majko,
sem er þrítug-
ur, er ritari
flokksins og
leiötogi sósí-
alista á al-
banska þing-
inu. Árið 1990
tók Majko þátt
í mótmælum námsmanna gegn
stalínistastjóm Albaníu.
Sali Berisha, leiötogi stjómar-
andstöðunnar og fyrrverandi for-
sætisráðherra Albaníu, sagði að
flokkur sinn, Lýðræðisflokkur-
inn, myndi ekki taka þátt í nýju
stjórninni. Flokkurinn myndi
hins vegar styðja aðgeröir sem
stuðluðu að því að koma á ró og
friði í landinu.
Anwar mætti bólginn
og blár fyrir dómarann
Anwar Ibrahim, brottrekinn að-
stoðarforsætisráðherra Malasíu,
kom fyrir rétt i gær með bólgið
auga og marbletti á handlegg. Full-
yrti Anwar að lögreglan hefði pynt-
að hann þar til hann féll í yfirlið.
Anwar, sem einnig var fjármálaráð-
herra áður en hann var rekinn, er
ákærður fyrir spillingu og samkyn-
hneigð sem er refsiverð i Malasíu.
Forsætisráðherra Malasíu, Mahat-
hir Mohamad, sagði í gær ekki úti-
lokað Anwar hefði sjálfur veitt sér
áverkana.
Anwar var handtekinn á heimili
sínu í Kuala Lumpur 20. september
síðastliðinn. Hann vísar á bug öll-
um ásökunum. Anwar, sem á yfir
höfði sér 20 ára fangelsi, segir að eft-
ir handtökuna hafi lögreglumenn
bundið fyrir augu hans og síðan
slegið hann í höfuðið. Hann hafi síð-
Brottrekinn aðstoðarforsætisráð-
herra Malaíu, Anwar Ibrahim, sakar
lögregluna um pyntingar.
Símamynd Reuter
an ekki fengið neina læknishjálp í
fimm daga.
Eiginkona Anwars var viðstödd
réttarhöldin í gær en nokkrir lög-
fræðinga hans fengu ekki að vera
viðstaddir.
Anwar er sakaður um að hafa
verið í nánu sambandi við tvo karl-
menn. Fyrr á þessu ári voru menn-
irnir dæmdir í hálfs árs fangelsi.
Anwar fuilyrðir að þeir hafi verið
neyddir til að ljúga í því skyni að
stöðva pólitískan frama hans og
ekki síst til þess að koma í veg íyr-
ir að hann greindi frá spillingu
meðal æðstu ráðamanna landsins.
Hinir dæmdu hafa báðir ákveðið að
draga játningu sína til baka og
áfrýja dóminum. Mannréttindasam-
tök hafa áhyggjur af því hversu
mótmælin vegna meðferðarinnar á
Anwar hafa verið lítil í Asíu.
Lofar lægri sköttum
Oskar Lafontaine, formaður
flokks þýskra jafnaðarmanna, hef-
ur lofaö því að ný samsteypustjóm
muni lækka skatta.
Hillary á hamfarasvæði
Hillary Rodham Clinton, forseta-
frú í Bandaríkjunum, heimsótti
Purto Rico í gær
til að virða fyrir
sér með eigin
augum skemmd-
irnar af völdum
fellibylsins Ge-
orgs. Hillary
ávarpaði um tvö
hundrað manns
sem höfðu misst heimili sín í ham-
fórunum og lofaði aðstoð.
Georg skvettir úr sér
Leifarnar af fellibylnum Georg
oflu gífurlegu úrfelli í suðurríkjum
Bandaríkjanna í gær. Georg varð 381
að bana á ferð sinni um Karíbahaf
og Mexíkóflóaströnd Bandaríkjanna.
Fangavistar krafist
Saksóknari í París fór í gær fram
á 30 ára fangelsisdóm yfir ungri
konu sem ákærð er fyrir að hafa
tekið þátt í að myrða þrjá lögreglu-
þjóna og leigubílstjóra árið 1994.
Vespur drepa barn
Þriggja ára drengur á Flórída
lést í gærmorgun af völdum 200
vespustungna. Lögreglan rannsak-
ar hvers vegna foreldrar drengins
voru jafnlengi að sækja læknis-
hjálp og raun bar vitni.
Blair ræðir N-írland
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, reyndi í gær að binda
enda á deilur
um vopnabigrö-
ir skæruliða á
Norður-írlandi
sem varpa
dimmum skugga
á friðarviðleitn-
ina í héraðinu.
Blair hittir í dag
helstu fúlltrúa deilenda, þá David
Trimble, fyrsta ráðherra Norður-ír-
lands, og Gerry Adams, leiðtoga
SinnFein, pólitísks arms írska lýð-
veldishersins.
Nei við Kyotosamningi
Stjórn Ástralíu hefúr ákveðið í
leyni að staðfesta ekki Kyoto-sam-
komulagið um takmörkun á losun
gróðurhúsalofttegunda.
Fráskildir fá að gifta sig
Nefnd breskra biskupa ætlar að
samþykkja að fráskildir fái að
ganga upp að altarinu á ný í kirkj-
um Bretlands.
Vill fá greitt fyrir viðtal
Ekkert verður úr viðtali sjón-
varpskonunnar Oprah Winfrey við
Monicu Lewin-
sky, fyrrverandi
lærling í Hvíta
húsinu. Monica
vildi fá rétt til að
selja upptöku af
viðtalinu til út-
landa. Oprah
Winfrey kveðst
aldrei greiða fólki fyrir að koma
fram í þáttiun hennar.
Jarðskjálfti í Serbíu
Öflugur jarðskjálfti reið yfir
Serbíu í nótt og fór rafmagn af stór-
um hluta Belgrad. Einhverjar
skemmdir urðu í höfuðborginni og
í bænum Valjevo, samkvæmt
fyrstu fregnum.
Fölsuðu ferðareikninga
Belgískir lögreglumenn, sem
starfa fyrir útlendingaeftirlitið, eru
grunaðir um að hafa falsaö feröa-
reikninga. Lögreglumennimir eru
einnig sakaðir um að hafa þegið
mútur í þeim löndum sem þeir hafa
farið til.
Lækkun daglánavaxta
Fulltrúar viðskiptalífsins í
Bandaríkjunum lýstu í gær yfir
ánægju sinni með lækkun daglána-
vaxta. Segja fulltrúarnir hana
stuðla að stööugleika í efnahags-
málum heimsins.