Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Page 7
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 7 Fréttir Alzheimer áberandi í frönskum álverum: Ekki vitað um neitt tilfelli í Straumsvík - og þar virðast hraustustu álverjarnir vinna „í fljótu bragði minnist ég ekki eins einasta tilfellis þar sem starfs- maður hér í Straumsvík hefur fengið þennan sjúkdóm, alzheimer. Álverin hafa verið talin búa við áhættuþætti gagnvart krabba- meini, það hefur verið skoðað, en ekkert óyggjandi liggur þó fyrir í þeim efnurn," sagði Gylfi Ingvars- son, aðaltrúnaðarmaður hjá ÍSAL í gær. Gylfi sagði að engin úttekt hefði verið gerð á dauðsfóllum þeirra sem starfað hafa hjá fyrir- tækinu. Ekki verður séð að óeðlileg sjúk- dómseinkenni hafi komið upp í ál- verinu í Straumsvík. Frá því hefur verið skýrt í fréttum að margir starfsmenn franskra álvera hafi fengið alzheimersjúkdóminn og rekja menn það til vinnuaðstæðna í álverum. Gylfi sagði í gær að ekki væri ástæða til að ætla að starfs- menn væru í áhættu gagnvart sjúkdómum, þrátt fyrir ryk sem er í andrúmsloftinu á staðnum, þótt það hafi minnkað, en ljóst að menn yrðu að sýna varkárni og fylgjast þyrfti með heilsu fólksins. „Þetta mál með alzheimersjúk- dóminn hefur ekki komið upp í viðræðum okkar við norræna starfsbræður innan AMS, umhverf- isstofnun áliðnaðarins á Norður- löndum sem fylgist með umhverfis- málum, öryggi og heilbrigöi á vinnustaðnum. Ég var á aðalfund- inum í Noregi í byrjun þessa mán- aðcU- og þar kom ekkert fram um mál eins og þetta. Það sem hefur verið viðurkennt vandamál númer eitt, tvö og þrjú er rykið. Þetta vinnuumhverfi getur orsakað ert- ingu í lungum og með því er fylgst. Menn hafa mestar áhyggjur af skautsmiðjunni en þar eru raf- skautin hituð og mikÚl kolareykur í loftinu. í álverinu í Straumsvík kemur trúnaðarlæknir einu sinni í viku og er til viðtals, Andrés Sigvalda- son, sérfræðingur í lungnasjúk- dómum. Gylfi segir að ágætlega sé hugsað um heilbrigði starfsmanna en þeir vilji fremur að gerður verði samningur við nærliggjandi heilsugæslustöð. „Lögin gera ráð fyrir því en atvinnurekendur inn- an stjórnar Vinnuveitendasam- bandsins hafa alla tið beitt sér gegn því að þetta næðist fram,“ sagði Gylfi. Gylfi sagði að fylgjast þyrfti grannt með ýmsu utanaðkomandi áreiti sem starfsmenn verða fyrir, til dæmis seguláhrifiun, kolareyk og ryki. Hraustastir allra álkalla „Ég vann í 23 ár hjá ísal og sá um kerstartið. Þá kemur mesta óloftið þegar kerin eru opin. Svo hef ég reykt ofan á allt saman. En mér hefur ekki orðið misdægurt, aldrei fengið í lungun, þetta er svo einstaklingsbundið," sagði Jóel Sigurðsson, fyrrverandi verkstjóri í álverinu, 74 ára, íslandsmeistari í spjótkasti um miðja öldina. Hann segist ekki vita um neitt dæmi þess að félagamir úr álverinu hefðu fengið alzheimer. „Hitt er annað mál að menn voru að kvarta í flutningunum, súrálið fauk þá um allt og yfir all- an Hafnarfjörð og var mesta vand- ræðamál. Núna er þetta gert allt öðruvísi og rykast ekki,“ sagöi Jóel. „Við hjá ísal vorum á hverju einasta ári langlægstir allra álvera Alusuisse í fjarvistum frá vinnu- stað. Þessu hefur aldrei verið flagg- að, menn vilja vist halda fram ein- hverju heilsuleysi, en því var bara ekki til að dreifa." -JBP Rassakortið frá Landsbankanum - og bakhliðin meö kærri kveðju frá þús- und Landsbankamönnum. Bankakonum var ekki skemmt Kort sem „Starfsfólk Landsbank- ans“ sendi inn á fjölda heimila í landinu hefúr vakið nokkra eftirtekt og jafnvel undrun. Kortið er venju- legt póstkort með svarthvítri mynd þar sem sést aftan á tvo kvenmenn á sundfötum sem leiða berrassað bam á milli sín. Aftan á kortiö er hugljúf „sólarlandakveðja“ skrifuð með blokkskrift, þar sem viðtakandi er minntur á að greiða hitaveitureikn- inginn í næsta Landsbanka. Með þvi móti taki hann þátt í skemmtilegu happdrætti og geti unnið ferð til Evrópu. Á kortinu eru þýsk frí- merki, en póststimpillinn er Nassau sem mun vera á Bahamaeyjum. Blaðið hefur heyrt í starfsfólki Landsbankans sem er óánægt með þessa auglýsingabrellu Þjónustu- vers bankans. Starfsmennimir, á annað þúsund, hafa ekki gefið leyfi fyrir undirskriftinni, auk þess sem þeim finnst myndin fyrir neðan all- ar hellur. Þómnn Kr. Þorsteinsdóttir, for- maður Starfsmannafélags Lands- bankans, sagði í gær að ekki hefði verið fengið leyfi fyrir auglýsing- unni hjá félaginu. Hún sagðist ekki hafa orðið vör við mikil viðbrögð við þessari auglýsingu sem fylgdi til áskrifenda Morgunblaðsins, nema hvað fólki þætti myndin á kortinu lítt skemmtileg. Fyrir nokkrum árum hefði það verið tekið upp að leita heimilda fyrir birtingum sem þessari en það var ekki gert nú. „Þetta er óvenjuleg auglýsing sem fólk tók eftir, út á það ganga víst auglýsingar, þetta er meinalaust af okkar hálfu, starfsmannanna, en mér hefur heyrst aö sumar konur hafi verið viðkvæmar fyrir þessum rössum sem birtust,“ sagði Þómnn. -JBP Þrír handteknir vegna tveggja innbrota Lögreglan hefúr upplýst tvö inn- brot sem áttu sér stað í Reykjavík um síöustu helgi. Brotist var inn í íbúðarhús í Mið- túni og stolið mjög miklum verð- mætum. Þá var brotist inn í íbúð í Hraunbæ og þar var m.a. stolið verðmætri tölvu. Lögreglan handtók i fyrradag þrjá menn vegna innbrotanna. Tveir mannanna viðurkenndu við yfir- heyrslur að hafa framið innbrotin. Sá þriðji hafði hins vegar rænt þýf- inu frá þjófunum. Allt þýfið er fund- ið og hefur verið því verið komið í hendur réttra eigenda. -RR vinda! Lágt verö! Stór hurð sem opnast 156° Whirlpool þvottavélarnar © HHW t || t M 1 • „Water lift system" sem eykur gæði þvottarins. • Ullarvagga. Vélin „vaggar" þvottinum líkt og um handþvott væri að ræða. • Nýtt silkiprógramm. • Barnalæsing. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is il Umboðsrnenn um land allt Byggingavörudeild KEA Akureyri Mosfell Hellu Einar Stefánsson Búðardal Póllinn Isafirði Elís Guðnason Eskifirði Rafmagnsverkstæði KR Hvolsvelli Eyjaradíó Vestmannaeyjum Radíónaust Akureyrí Fossraf Selfossi Rafborg Gríndavik G uðni Hallgrimsson Grundarfirði Rafbær Siglufirði Hljómsýn Akranesi Rafmætti Hafnarfirði Kask - vöruhús Höfn Homafirði Rás Þoríákshöfn Kaupf. Húnvetninga Biönduósi Skipavík Stykkishólmi Kaupf. Borgfirðinga Borgamesi Skúli Þórsson Hafnarfirði Kaupf. Héraðsbúa Egilsstöðum Tumbræður Seyðisfirði Kaupf. Þingeyinga Húsavik Valberg Ólafsfirði Kaupf. V- Húnvetninga Hvammstanga Viðarsbúð Fáskrúðsfirði Kaupf. Skagfirðinga Sauðárkróki Samkaup - Njarðvik Reykjanesbæ Kaupf. Vopnfirðinga Vopnafirði Blómsturvellir Hellissandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.