Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1998, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1998 19 Einyrkjar um fertugt og án lífeyrissjóðs þurfa ekki að örvænta: Geta átt 9 milljónir við starfslok sem margir hafa valið til að tryggja sér lífeyri eftir að vinnu lýkur. Sjóðir þessir hafa unnið reglugerð tÚ að þeir uppfylli öll lagaákvæði. Sjóðir eins og ALVÍB hjá VÍB, Líf- eyrissjóðurinn Eining hjá Kaup- þingi og íslenski lífeyrissjóðurinn hjá Landsbréfum starfa sem full- gildir lífeyrissjóðir og fullnægja munandi. Iðgjald mannsins er 20 þúsund krónur í báðum tilvikum (10% af launum). í báðum tOvikum getur hann lagt meira til hliðar og notast við íjölbreytt spamaðarform. Segjum að maðurinn greiði í hefðbundna lífeyrissjóðinn til 67 ára aldurs. Hann öðlast full réttindi 40 ára karlmaður með 200.000 mánaðarlaun lögjald/mán. frá sept. ‘98 Greitt út 67-80 ára Greltt út eftlr 80 ára Andlát Heföb. lífeyrlssjóöur 20.000 97.200*-130.000 97.200-130.000 Greiöslur hætta Séreígnarsjóöur meö tryggingadeild 20.000 80.200** 46.479 Sjóður erfist * miöast viö lágmarksávöxtun Lífeyrissj. verslunarmanna ** miöast viö 5% ávöxtun Lög um skyldutryggingu lífeyris- réttinda og starfsemi lífeyrissjóða tóku gildi 1. júlí á þessu ári. í lögun- um eru skýr ákvæði um að öllum launamönnum og þeim sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur sé skylt að tryggja sér lífeyrisréttindi með aðild að lífeyrissjóði frá 16 til 70 ára aldurs. í dag er staðan sú að sumir sjálf- stæðir atvinnurekendur hafa ekki greitt neitt að ráði í lífeyrissjóð og eiga því ekki mikið til skiptanna þegar starfsævinni lýkur, kannski við 65 ára aldur. Með tilkomu lag- anna er það ekki lengur spuming um val að greiða í lífeyrissjóð. Það er skylda. Ekki má gleyma að við 67 ára aldur getur viðkomandi átt eft- ir að lifa í 20 ár og mikilvægt að eiga fé i handraðanum til að fram- fleyta sér og sínum og njóta lífsins. Viðbótariðgjald Lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs skal vera 10% af iðgjaldastofni, þ.e. heildarlaunum. Framlag launþega er 4% en mót- ffamlag atvinnurekanda 6%. En frá og með næstu áramótum geta laun- þegar hækkað hlut sinn í 6%, hafa val um 2% viöbótarframlag í lífeyr- issjóð. Viðbótarframlag atvinnurek- anda verður hins vegar ekki háð neinum takmörkunum og má semja sérstaklega um það. Sjálfstæðir atvinnurekendur, þeir sem reka fyrirtæki í eigin kennitölu, geta hins vegar eingöngu greitt 6% mótframlag sem atvinnu- rekendur. í dag greiða þeir samtals 10% en geta greitt 12% eftir áramót. Séreignarsjóðir Séreignalífeyrissjóðir eru leið ákvæðum laga. Þeir sem þegar eru í sjóðunum geta haldið áhyggjulaus- ir áfram að greiða í þá. Nýir með- limir geta byrjað að greiða í þá og fullnægt þannig lagaskyldunni. En hvemig er staðan fyrir sjálf- stæðan atvinnreukanda, einyrkja, um fertugt. Er hann búinn að missa af lestinni eða getur hann bjargað sér fyrir hom og safhað í sjóð sem hann getur notið á efri árum. Hvað þarf hann að borga á mánuði og hvað fær hann eftir starfslok? 20 þús. á mánuði Við báðum Gunnar Baldvinsson, forstöðumann hjá ALVÍB, að búa til tvö dæmi fyrir mann um fertugt með 200 þúsund króna mánaðar- laun. Hann getur valið mn tvær leiðir: hefðbundinn lífeyrissjóð, sem byggist alfarið á samtryggingu, eða sérseignasjóð eins og ALVÍB þar sem hluti iðgjaldsins rennur í tryggingadeild og hluti í séreigna- sjóð. Samsetningin getur verið mis- og miðað við lágmarksávöxtan, sem sjóðurinn setur sér, er hann að fá 97.200 krónur á mánuði til æviloka. Verði ávöxtun lífeyrissjóðsins meiri getur hann verið að fá allt aðl30 þúsund krónur á mánuði. Velji viðkomandi einstaklingur að eiga viðskipti við séreignasjóð eins og ALVÍB er miðað við 5% ávöxtun í útreikningum. Hann hef- ur safnað 9.245.000 í séreignasjóð þegar hann hættir að vinna. Sú fjár- hæð tryggir honum 80.200 króna mánaðargreiðslur úr séreignar- hluta frá 67 til 80 ára aldurs. Þá tek- ur tryggingadeildin við og greiðir 46.479 krónur á mánuði. Vera kann að hefðbundni lífeyr- issjóðurinn geti greitt meira en sér- eignasjóðurinn við bestu ávöxtun- arskilyrði en hafa skal í huga að ef viðkomandi deyr á lífeyrissjóður- inn eignimar en séreignasjóðurinn erfist. -hlh Þúsundir sem keyptu hlutabréf í Landsbankanum hafa stórgrætt: Allt að 35 prósenta ávöxtun yfir nótt Þeir 12.300 aðilar sem skráðu sig fyrir hluta- bréfakaupum í Land- bankanum í áskrift á dögunum geta nú brosað breitt yfir góðri fjárfest- ingu. Yfir eina nótt jókst andvirði fjárfestingar þeirra um allt að 35,05%. Verður það að teljast afar góð ávöxtun. Alls voru seld hluta- bréf að nafhvirði 1 millj arður króna i Lcmds- bankanum. Starfsmenn gáta keypt bréf fýrir 325 milljónir að naflivirði á genginu 1,285. Almenn- ingur gat síðan keypt bréf fyrir 625 milljónir króna að nafhvirði á genginu 1,9. Fyrirfram var hámarkshlutur ákveðinn ein milljón að nafhverði. En þar sem mun fleiri vildu kaupa bréfin en búist var við endaði hámarkshlutarinn í 58.542 krónum aö nafhvirði. Fyrir þann skammt þarf að greiða 111.230 krón- ur (58.542x1,9). Þessum kafla hlutabréfasölunnar, áskriftartímabilinu, lauk á mið- vikudag í síðusta viku. Þá voru eft- ir 50 miljónir króna að nafhvirði sem boðnar voru út. Bankinn áskildi sér rétt til að hafha ölum til- boðum undir genginu 1,9. Tilboð voru opnuð á þriðjudag. Hæsta til- boðið í þessar 50 millj- ónir huta hljóðaði upp á gengið 2,566. Ef litið er á meðalgengi tilboða yfir genginu 1,9 er útkoman 2,23. Þegar hlutabréf voru seld starfsfólki og al- menningi í áskrift var gengi bréfanna ákveðið fyrirfram. Markaðurinn hafði ekki komið til skjalanna og raunveru- legt gengi bréfanna því ekki ljóst. En þegar til- boðin voru opnuð kom í ljós hvað fjárfestar voru tilbúnir að borga fyrir bréfin, gengi þeira varð raunverulegra. Starfsfólk getur brosað breitt yfír hlutabréfa- kaupum sínum en verð- mati bréfa þeirra tvö- faldaðist sé miðað við hæsta tilboð á þriðjudag. Ávöxtun þeirra nam rúmum 99%. Ávöxtun þeirra sem keyptu bréf á genginu 1,9 var 35,05% sé miðað við hæsta gengi en 17,4% sé miðað við meðalgengi til- boða. A næstu dögum verða sendir greiðsluseðlar til kaupenda hluta- bréfanna og verður að greiða þá fyr- ir 14. október. Þá verður hluthafa- skráin tiL Má reikna með að bréfin verði síðan skráð á Verðbréfaþingi íslands mánaðamótin október-nóv- ember. Langtímafjárfesting „Að fagfjárfestar eru reiðubúnir að kaupa 100 milljóna króna hluta- bréf að nafhvirði í Landsbankanum á genginu 2,566 segir okkur að menn hafa talsverða trú á bréfun- um. Sömu skilaboð má fá út úr til- boði lífeyrissjóða sem buðu t.d. gengið 2,450. Svo segir fjöldi þátt- takenda i áskriftartilboðinu í raun allt sem segja þarf,“ segir Sigur- steinn Gunnarsson, verðbréfamiðl- ari hjá Landsbréfum, við DV. Verðbréfamiðlarar sem DV hefur rætt við segja að með kaupum á Landsbankabréfum sé fólk í flestum tilfellum að fjárfesta til lengri tíma og sjái þessi bréf sem mjög hag- kvæma fjárfestingu. Þó séu mark- mið fólks mismunandi, allt frá lang- tímafjárfestingu og lífeyrisspamaði til skammtímagróða. Þegar efna- hagsreikningur Landsbankans er skoðaður og menn sjá síðan árang- ur hagræðingar og markaðsaðlög- unar sem farið verður í næstu misseri megi búast við að gengi bréfanna hækki verulega. Á það er þó minnt að ávöxtun i fortíð er ekki örugg ávísun á ávöxtan í framtíð." -hlh Heit- ustu hluta- bréfin DV hafði sam- band viö verð- bréfamiðlara hjá þremur veröbréfafyrir- tækjum og bað þá um að gefa ráð um kaup á ís- lenskum hlutabréfum. Lögð var áhersla á að fólk dreifi hlutabréfa- kaupum milli starfsgreina og dreifl þannig áhættunni. Bankarnir Bankamir komu fyrst upp í samtölunum. Þeir væru heitir og ef vel gengi í þjóðfélaginu gengi vel hjá þeim. Tveir mælta með bréfum í Landsbanka og íslands- banka meðan einn vildi einungis mæla með íslandsbanka. Þar á bæ væm menn að gera góða hluti en langt væri í land hjá Lands- bankanum. Hætta væri á að efha- hagslífið yrði í niðursveiflu þegar kæmi að því að njóta ávaxta hag- ræðingar innan bankans. NÝHERJI Tækni spennandi Tölvufyrirtækin hafa hækkað mest allra fýrirtækja frá áramót- um og þetta talinn spenanndi markaður. Bréf í Nýhjerja fengu meðmæli hjá öllum þremur og einnig var mælt með bréfum í Opnum kerfum. Tæknival var sagt eiga góða möguleika, hagn- aður gæti þýtt verulega gengis- hækkun. 2000-vandamálið er sagt tryggja tölvufyrirtækjum mikil verkefni næstu misseri. Eimskip Eimskipafélagið gekk eins og rauður þráður í öllum samtölum, klassíker á markaðnum. Hluta- bréf í felaginu fengu einfaldlega dóminn; traust og örugg. Ahætta í slorinu Allir miðlaramir vildu fara varlega gagnvart sjávarútvegsfyr- irtækjunum en gengi þeira hefði lækkað og greinin áhættusöm fýrir fjárfesta. Þá var nefnt að hagnaður í hálfsársuppgjöri væri að stórum hluta vegna gengis- hagnaðar. Hann væri að nokkru genginn til baka. Einn miðlari fullyrti reyndar að hlutabréf í SÍF væru besta kaupin á markaðnum en annars var Samherji helst nefndur og Haraldur Böðvarsson. Ekki hámarks- skattaafsláttur Þeir sem kaupa hlutabréf i Landsbankanum njóta skattaaf- sláttar að því tilskildu að þeir eigi bréfin í að minnsta kosti 3 ár. Til að njóta hámarksafsláttar þurfa hlutabréfakaup einstak- lings að nema 129.900 krónum. Þá nemur endurgreiðslan í ágúst 1999 20.275 krónum. Afslátturinn sem kaup á Landsbankabréfum gefur nær ekki hámarki en sölu- verð hámarksskammts er 111.230 krónur. Endurgreiðsla í ágúst mun því verða 17.351 króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.