Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 Fréttir Óánægja með „kjördæmamálið" á Norðurlandi vestra: Vilja ekki skipta kjördæminu - segja forsetar sveitarstjórnanna á Blönduósi og í Skagafiröi DV, Akureyri: „Ég hefði viljað sjá þá tillögu að Húnvetningarnir væru áfram með okkur í kjördæmi," segir Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar- innar í sameinuðu sveitarfélagi í Skagafírði, um tillögur sem kjör- dæmanefndin svokallaða hefur lagt fram um breytingu á kjördæmaskip- aninni. Greinilegt er af viðtölum við sveitarstjómarmenn á Norðurlandi vestra að þar er megn óánægja með þá tillögu að kjördæminu verði skipt upp þannig að Húnavatnssýsl- ur verði í kjördæmi með Vestfjörð- um og Vesturlandi, en Skagafjörður og Siglufjörður með Norðurlandi eystra og hluta Austurlands. Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra og fyrsti þingmaður Norður- lands vestra, hefur haft hátt í gagn- rýni sinni á tillöguna um skiptingu kjördæmisins og sveitarstjómar- menn taka undir þá gagnrýni. „Ég hefði frekar viljað sjá Norðurland allt saman í einu kjördæmi en þessa tillögu, og það kemur mér á óvart að lagt sé til að kjördæmamörk verði á Vatnsskarði. Það er komin ákveðin hefð á samvinnu á milli okkar Skagfirðinga og Húnvetn- inga, við rekum saman samtök sveitarfélaga í kjördæminu, Fjöl- brautaskóli Norðurlands vestra er á Sauðárkróki og við höfum rekið saman iðnþróunarfélag. Þetta svæði hefur verið ein félagsleg eining sem kemur á óvart að brjóta eigi upp,“ segir Gísli. Norðurland allt saman „Ég tel það alveg af og frá að skipta kjördæminu upp og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa einnig mótmælt þessu,“ segir Ágúst Þ. Bragason, forseti bæjar- stjómar Blönduóss. „Ég vil það eindregið að kjör- dæmið haldi sér, hér á Norðurlandi vestra eru margar sameiginlegar þjónustueiningar s.s. sameiginlegur fjölbrautaskóli og hér er margvísleg þjónusta á kjördæmisvísu. Ég hef áhyggjur af því að þetta verði brot- ið upp verði kjördæminu skipt upp. Ég vil sjá Norðurland allt í einu kjördæmi en mér líst þó ekki afleit- lega á að sameinast Vesturlandinu og Vestfjörðum ef kjördæmið okkar gerði það í heilu lagi. Það er ekkert landfræðilegt sem Gísli Gunnarsson, forseti sveitar- stjórnar í Skagafirði. DV-mynd gk. segir aö kljúfa eigi kjördæmið svona. Þótt jafna þurfi atkvæða- fjölda á bak við hvern þingmann til að það líti vel út á blaði þá verður Ágúst Bragason, forseti bæjar- stjórnar Blönduóss. DV-mynd gk. að gera það þannig að það sé til hagsbóta fyrir fólkið. Um það hlýtur málið að snúast fyrst og fremst," segir Ágúst. -gk Stýrimannanámið lengt: Færri hyggja á nám á næstunni DV, Akureyri: Stýrimannanám á íslandi hefur verið lengt úr tveimur árum í þrjú og hálft ár. Áður en breytingin komst til framkvæmda hafði spurst út hvað til stóð, og varð það til þess að mjög margir hófu nám áður en breytingin kom til framkvæmda og útlit er fyrir að talsvert færri hefji nám í stýrimannafræðum á næst- unni en undanfarin ár. Verkmenntaskólinn á Akureyri rekur Stýrimannaskólann á Dalvík sem útvegssvið en þar er einnig nám í fiskvinnslu og almennt nám. Að sögn Hauks Jónssonar aðstoðar- skólameistara Verkmenntaskólans hafa menn getað hafið stýrimanna- nám hafl þeir haft ákveðinn fjölda siglingatíma á sjó, og þá stundað tveggja ára nám í stýrimannafræð- um auk almenns náms samhliða. Breytingin sem nú er komin til framkvæmda er sú að auk siglinga- timans sem nemendur þurfa að hafa, þurfa þeir að stunda tveggja ára almennt nám áður en þeir heíja hið eiginlega stýrimannanám sem stendur í eitt og hálft ár. „Það hefur verið uppsveifla varð- andi fjölda nemenda undanfarin tvö ár, en síðan hefur aðsóknin dottið niður og ég á von á að það verði ein- hver lægð þar til aftur fer að skapast þörf og nausyn fyrir nýútskrifaða stýrimenn. Þetta er hlutur sem við verðum að vinna okkur í gegn um. Ég veit að það eru ekki nema um 30 nemendur á landinu öllu í undirbún- ingsnámi fyrir stýrimannsnámið" segir Haukur Jónsson. -gk Sauðárkrókur Dræm aðsokn að Minjahúsinu DV, Sauðárkróki: Dræm aðsókn hefur verið að Minjahúsinu á Sauðárkróki i sum- ar. Kristján Runólfsson starfsmaður safnsins segir að kynningu vanti á safninu og bæta verði úr því. Minja- húsið var tekið í notkun í lok af- mælisárs á Sauðárkróki, - í júli á síðasta ári. Safnahúsið var opið daglega í júlí og ágúst í sumar frá kl. 14-18. Gestir á þessu timabili voru tæplega 600. Kristján segir að dræmri aðsókn megi einnig kenna um lítilli umferð ferðamanna í sumar, er tengist því að sumarið var svalt hér nyðra. Ferðafólk virðist stansa lítið hérna i bænum. Ferðahóparnir koma á hótelið um kvöldið og fara síðan gjarnan næsta morgun .Minjahúsið á Sauðárkróki verð- ur opið á laugardögum í vetur kl. 14-17 og eftir samkomulagi. Þessir frísku, ungu Gaflarar urðu á vegi Ijósmyndara DV við Lækinn í Hafn- arfirði. Þeir stóðu í stórræðum við að veiða stóran plastpoka upp úr lækn- um. Þeir sögðust ætla að safna flöskum og þess vegna hefðu þeir náð í plastpokann til að setja flöskurnar í hann. Strákarnir eru, frá vinstri, Arnór Einarsson, Ingvar Haraldsson og Viktor Einarsson. -RR SFR-fólk í Þjóðleikhúsinu: Samningur náðist Gengið var frá samningi milli Þjóðleikhússins og starfsfólks þar, sem er innan vébanda Starfsmanna- félags ríkisstofnana, í gær. At- kvæðagreiösla um samninginn fer fram á næstu dögum. Samningaviðræðumar hafa dreg- ist mjög á langinn. Aö sögn Rein- harts Á. Reinhartssonar, leiksviðs- stjóra í Þjóðleikhúsinu, gekk samn- ingurinn m.a. út á að semja fólk út úr gamla launaflokkakerfinu yfir í nýja rammakerfið. „Þetta er búið að taka alltof lang- an tíma því það átti að vera um garð gengið og taka gildi 1. apríl sl.,“ sagöi Reinhart. „En nú er þetta sennilega að komast í höfn.“ -JSS Gunnsteinn úti Nú mun vera komiö á hreint að Gunnsteinn Ólafsson muni ekki dæma í keppninni Gettu betur á komandi vetri. Hugur RÚV- manna mun ekki standa til að framlengja verk- takasamning hans sem gerður var til eins árs en ekki tveggja, svo sem sagt var í Sand- korni. Þar er ljóst að hann og umdeildur stjórnandi, Dav- íð Þór Jónsson, munu ekki gleðja landsmenn með alls kyns uppákomum í vetur. Leitað er logandi ljósi að nýjum stjómanda og dómara og hafa full- trúar RÚV og framhaldsskóla- nemar rætt við nokkra sem til greina koma ... Björk með hljómleika Mikið verður um dýrðir í Reykjavík árið 2000 í tengslum við það að borgin er ein menning- arborga Evrópu. Þórunn Sigurð- ardóttir ber hitann og þungann af undirbúningn- um en um er að ræða stærsta og dýrasta menning- arframtak hér- lendis frá því sög- ur hófust. Fjár- mögnunin er þríþætt: framlag borgarinnar, rikisins og styi-kir. Meðal þess sem í boði verður era stórtónleikar með megastjöm- unni Björk. Hið hlálega við málið allt saman er að líklega verða Reykvíkingar að leita til Kópa- vogs eftir húsaskjóli. Það er nefni- lega ekkert boðlegt tónlistarhús í menningarborginni... Davíð mörgum greiða gerði og góða reglu setti. Að núna hundahreinsun verði í Hæstarétti. Umsjón: Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is Hulduher Hafnarfjarðarpólitíkin er nú að taka á sig eðlilegan hlæ eftir spennufallið þegar sveitarstjóm- arkosningunum sleppti. Nú horfa menn til alþingiskosninga þar sem færi gefst á hinum skemmti- legustu átökum. Hópur hafnfirskra allaballa mun hafa stofnað með sér hulduher sem hefúr það mark- mið eitt að halda Magnúsi Jóni Ámasyni frá pólitík og tryggja að hann fari ekki á þing. Það mun sitja illa í fólki að Magnús Jón fór í póli- tíska fýlu þegar Lúðvík Geirsson felldi hann úr leiðtogasætinu. Al- múginn mun illa geta fyrirgefið Magnúsi Jóni að hann lýsti ekki stuðningi við hinn nýja Fjarðar- lista og nú er lagt hart að Lúðvík að taka slaginn um öraggt sæti á lista Samfylkingar ... Hundahreinsun Yfirlýsingar Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra um að Geir- finnsmálið kunni að fela í sér dómsmorð vöktu mikla athygli. í orðum forsætisráðherra felst að gangi áhyggjur hans eftir muni það verða áfellis- dómur yfir ís- lensku dómskerfi. Þá sagði hann þjóðinni nauð- synlegt að taka málið, sem hann líkti við hunda- hreinsun, upp að nýju. Af tilefni orti Sigfús Kristjánsson, faðir Drífu Sigfúsdóttur, félags- málatrölls í Reykjanesbæ:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.