Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 7 Fréttir Unnið að gerð snjóflóðaskápa í Óshlíð. DV-mynd Hörður Skápasmíð í Óshlíð Sigurþór Þórisson, verktaki frá Patreksfirði Undanfamar vikur hefur verið unnið að gerð svokallaðra „skápa“ ofan við veginn um Óshiíð. Það er verktaki frá Hvalskeri við Patreks- fjörð, Sigurþór Þórisson, sem ann- ast framkvæmdina. Skápar þessir eru geil sem grafin er inn í bakkann neðan við gil í fjallinu. Með því er ætlunin að skapa rými fyrir tölu- vert magn af gijóti og snjó sem hrynja kann úr fjallinu. Þannig hyggjast menn auka öryggi vegfar- enda þar sem hnmið fari ekki beint niður á veg. Tilraunir með slíkt hafa áður ver- ið gerðar á Óshlíðarvegi og gefist vel. Sigurþór sagði í samtali við blaðamann að verkinu lyki nú um miðjan októbermánuö. Um helgina var hann að búa til síðasta skápinn í svokailaðri Svuntu, utanvert við Hvanngjámar i Óshlíð. -HKr. Kúbverskur hand- knattleiksmaður í varðhald - haföi ekki vegabréfsáritun Kúbverski handknattleiksmað- urinn Ray Hemandez var stöðvað- ur af lögreglu á Keflavíkurflugvelli sl. miðvikudag þar sem hann hafði ekki vegabréfsáritun til íslands. Ray Hernandez var að koma með flugvél frá Spáni. Hann var hafður í varðhaldi hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli í um tvo sól- arhringa. Honum var sleppt á föstudag eftir ósk frá handknatt- leiksdeild Fylkis en Hemandez ætlar að leika með Fylki í vetur. Samkvæmt upplýsingum frá út- lendingaeftirlitinu liggur fyrir umsókn um dvalar- og atvinnu- leyfi til handa Kúbverjanum og var farið fram á að hann gengi frá sínum málum á næstu dögum. Hemandez dvelur nú í Reykjavík og er búist við að hann og Fylkis- menn fái þessi mál á hreint á næstu dögum. Hemandez hefúr áður leikið hér á landi sem mark- vörður hjá KA og KR. -RR Samgönguráðherra Lúxemborgar: Er undrandi á Flugleiðum - ekkert skriflegt um rekstrarstöðvun á Findel-flugvelli Samgönguráðherra Lúxemborg- ar, frú Mady Delvaux-Stehres, segist i svari til tveggja þingmanna lúxem- borgska þingsins vera undrandi yfir öllum framgangsmáta Flugleiða þegar félagið ákvað að hætta við- komum á Findel-flugvelli í Lúxem- borg. í síðustu viku kvaðst ráðherr- ann enn ekki hafa fengið skriflega staðfestingu á fréttum um að félagið væri að hætta rekstrinum. Það síð- asta skriflega milli aðilanna eftir áratugaviðskipti er bréf þar sem segir að flugferðum verði ekki fækkað. Tagesblatt í Lúxemborg segir frá þessu. Ráðuneytinu hafði verið kunnugt um neikvæða afstöðu Flugleiða til Lúxemborgarflugsins. Slæmu frétt- imar hafi hins vegar borist yfir- völdum eins og köld vatnsgusa. Fyrirspum ráðuneytisins nokkru fyrr um reksturinn á Findel-flug- velli var svarað af stjórn Flugleiða. Þar sagði að stjómin íhugaði ekki neina fækkun á viðkomum í Lúx- emborg. Nokkru síðar hafi hins vegar mætt sendimaður Flugleiða í ráðu- neytinu og tilkynnti um lok rekstr- ar Flugleiða í landinu. Hann skildi eftir fréttatilkynningu til fjölmiðla um málið. Einar Sigurðsson, fjölmiðlafull- trúi Flugleiða, sagði í gær að hér væri misskilningur á ferðinni. Ákvörðunin hefði verið kynnt lúx- emborgskum yfirvöldum með tvennum hætti. Annars vegar fór einn framkvæmdastjóri Flugleiða til Lúxemborgar ásamt svæðisstjóra á austursvæði Evrópu og kynnti samgönguráðuneyti og stjómvöld- um ákvörðunina. Hins vegar hitti forstjóri Flugleiða frú Delvaux- Stehres í Reykjavík og fór yfir þessa ákvörðun stjómar Flugleiða sama kvöld og ákvörðun var tekin. Fyrr í sumar fóru bréf á milli að- ilanna og var staðan þá sú að fækka átti vetrarferðum til Lúxemborgar úr 7 í viku i 5. Nokkm síðar, eða 20. ágúst, var samþykkt að hætta flugi alveg. -JBP NOCTURNE 3015 boxdúna með tvöföldu fjaðrakerfi og þykkri yjfirdýrm Bíldshöföa 12 lögqild bílasala símiir: 5B7 0888/567 313í fiix !>B/ OBBO VW Golf 1400 árg. '95, 3d„ 5 g„ svartur, ek. 60 þús. km. Verð 850 þús. Toyota Corolla Linea Terra árg. '98, 4 d„ ssk„ blár, ek. 17 þús. km. Verð 1.330 þús. Peugeot 405 2000 GTX árg. '95, 4 d„ ssk„ rauður, ek. 46 þús. km. Verð 1.190 þús. Opel Astra GLS Caravan ,árg. '97 5 g„ dökkblár, ek. 27 þús. km. Verð 1.390 þús. VW Golf GL Syncro station árg. '97, 5 g„ hvítur, ek. 50 þús. km. Verð 1.480 þús. M. Benz 300E 4Matic árg. ‘92, svartur, ek. 119 þús. km. Verð 2.490 þús. Gullmoli SsangYong Musso EL 602 TDi árg. '98, ssk„ Nýir bílar, óeknir, hvítur og svartur. Þessa bíla er hægt að fá í beinni sölu á kr. 2.850 þús. Mikið af aukahlutum Hyundai Sonata GLSi árg. ‘96, 4 d„ ssk„ blásans., ek. 89 þús. km, þjónustubók. Verð 1.330 þús. Subaru Legacy GL 2000i station árg. ‘97 ssk„ ek. 22 þús. km, rauður. Verð 2.060 þús. Subaru Legacy GL sedan 2000 árg. '94, 5 g„ ek. 25 þús. km, vínrauður. Verð 1.300 þús. Nissan Micra LX 1300 árg. '94, 5 d„ 5 g„ rauður, ný vél. Verð 630 þús. á grænu Ijósi Bílalán Sparsjóðs Hafnarfjarðar Vantar bíla á skrá • Mikil sala • Útvegum bflalán • Sölumenn: Walter Unnarsson, Skúli Skúlason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.