Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 15 Almannavæðing sjávarútvegsins? Ókostir almannavæðingar fyrir sjávarútvegsfyrirtæki eru þeir að ekki verður séð að þvinguð hlutafjárútboð henti nema litlum hluta þeirra nú, segir m.a. í greininni. Lausleg hugmynd for- sætisráðherra um nokk- urs konar almannavæð- ingu sjávarútvegsins er sjálfsagt vel meint en er þó líklega fyrst og fremst vafasamt póli- tískt bragð. Forsenda hugmyndarinnar er því miður líka vafasöm þar sem sala Landsbankans er, því ekki verður séð að eftirspum eftir hlut- um í honum hafi mikið forspárgildi fyrir eftir- spum eða gengi hluta- bréfa í sjávarútvegsfyr- irtækjum. Auk þess er hoðuð niðurgreiðsla á hlutabréfúm gegnum skattakerfið vafasöm af ýmsum ástæðum sem ekki verða raktar hér. Mikilvægir þættir Hlutafélög, hlutabréf, hlutabréfa- markaðir og hiutabréfasjóðir em mikilvægir þættir í fjármagnskerf- inu sem tengja má við hugtök eins og fjármögnun, hagnaðarvon, væntingar og spákaupmennsku en umfram allt áhættu. Ókostur hug- myndar forsætisráðherra fyrir þjóðina er sá að hlutafé getur að engu orðið á skömmum tima en sem skattstofn er auðlindin sívirk og tryggari tekjulind fyrir okkur og kom- andi kynslóðir en hlutabréf sem era e.t.v. ekki nema pappírsins virði. Fjárhagsleg mark- mið launþega og sparnaður þeirra geta aldrei verið í formi áhættufjár að neinu marki og ef það er vilji forsæt- isráðherra að fólk velji fremur ótrygga pappíra sem einstaklingar en trygga auðlind i almannaþágu er það til vitnis um skort á ábyrgðar- kennd í þessu máli. Ókostir almannavæðingar Ókostir almannavæðingar fyrir sjávarútvegsfyrirtæki era í fljótu bragði þeir að ekki verður séð að þvinguð hluta- íjárútboö henti nema litlum hluta þeirra nú. Hlutafjárútboð á frjálsum mark- aði era oftast dýr sem fjár- mögnunarkostur og tíðkast helst þegar fyrirtæki i erfiðleikum hef- ur ekki aðgang að hagstæðu lánsfé, þarf að endurskipuleggja reksturinn, hluta sig niður eða stækka. í því ljósi má sjá að það að hluta Lands- bankann niður er sérstök aðgerð og getur þannig tæplega i reynd verið fyrirmynd almannavæðing- ar sjávcuntvegsins. íslenskur hlutabréfamarkaður er lítill og í bemsku. Sama má segja um hugmynd forsætisráð- herra. Ef hann vill koma til móts við þjóðina með nýja sjávarútvegs- stefnu verður hann að gera betur. Þjóðin er almennt ekki ósátt við sjávarútvegsstefnuna nema í einu veigamiklu atriði, þ.e. a.s. við hörmungamar vegna óeðlilegrar valda- og auðsöfnunar í formi veiðiheimilda og Samfylking vinstri manna hefúr sem kunnugt er skýra stefnu í þvi máli og vill taka upp auðlindagjald. Auölinda- gjald er ekki fúllkomin lausn en hefur þá kosti að á skilvirkan hátt er hægt að innheimta og dreifa sanngjömum hlut þjóðarinnar í sjávarútvegsarðinum. Ekki há einkunn Þetta kallast félagslegt réttlæti og þá verður enginn skilinn eftir. Þá einkunn er líklega ekki hægt að gefa hugmynd forsætisráð- herra og þá síst ef hún verður að veruleika. Enda hefur leikurinn tæplega verið til þess gerður frek- ar en þegar Egill vildi dreifa silfr- inu á Þingvöllum forðum. Ekki er heldur hægt að gefa ríkisstjóm hans, sem ber ábyrgð á vanda margra sjávarbyggða, háa ein- kunn. Þetta finna forystumenn ríkis- stjómarinnar greinilega á sér en berja samt flestir höfðinu við steininn. Svipað má segja um for- svarsmenn sjávarútvegsins nema að þeir verja nú miljónatugum til þess að fegra ímynd sína og ímyndaða og raunverulega hags- muni. Það segir sína sögu. Forsæt- isráðherra má þó eiga það að hann vill fá þessi mál á hreyfingu. í því ljósi er rétt að skoða málin. Þau era á dagskrá. Magnús Ingólfsson Kjallarinn Magnús Ingólfsson kennari og stjórnmála- fræðingur „Ókostur hugmyndar forsætisráö- herra fyrir þjóðina ersáað hluta- fó getur að engu orðið á skömm- um tíma en sem skattstofn er auðiindin sívirk og tryggari tekju- lind fyrir okkur og komandi kyn• slóðir en hlutabréf sem eru e.tv. ekki nema pappírsins virði.u Karlar og krabbamein Krabbamein á höfuð- og háls- svæði er fremur sjaldgæfur sjúk- dómur. Heildarfjöldi sjúklinga sem greinast með slíkt krabba- mein á íslandi er um 50 á ári, en þar era meðtalin krabbamein í skjaldkirtli, barkakýli, munni og koki, munnvatnskirtlum, nefi og afholum nefsins. Krabbamein í skjaldkirtli Krabbameinið gerir vart við sig sem hnútur utan á neðanverðu barkakýli, þá oftast einungis öðr- um hvoram megin. Geta þau verið algerlega einkennalaus og finnast því oft fyrir tilviljun við almenna skoðun hjá læknum en geta einnig i sumum tilfellum valdið þrýst- ingseinkennum á vélinda eða barka. Nánast öll skjald- kirtilskrabbamein er tiltölulega auðvelt að lækna með aðgerð og geislavirkri joð-meðferð. Krabbamein í barkakýli Einkenni era fyrst og fremst hæsi og í sumum tilvikum önd- unarörðugleikar, svo og verkir við kyngingu, sem leiða upp í eyra. Mikilvægt er að leita læknis ef hæsi gengur ekki til baka á 2-3 vikum og fá þá raddbönd spegluð, til að útiloka æxlisvöxt, svo og til þess að greina hugsanlegar laman- ir á raddböndum. Það skiptir miklu máli aö leita snemma til læknis þegar um krabbamein á raddböndum er að ræða. í yfir 80% tilvika er hægt að lækna krabbameinið með geislameðferð einvörðungu. Ef krabbameinið hefur náð að vaxa lengra þarf að fjarlægja sjálft barkakýlið. Aðal orsök krabbameins í raddböndum er reykingar. Krabbamein í munni og koki Áhættuþættir krabbameins á þessum stöðum era reykingar og óhófleg neysla áfengis, einkum brenndra drykkja. Ástand tanna og tannholds skiptir máli, einnig er talið að núningur frá gervigóm- um, sem passa illa, sé meðvirk- andi þáttur. Ef sár á vör, í munn- hoh eða á tungu grær ekki á nokkrum vikum þarf að taka úr því vefjasýni til að útiloka illkynja vöxt. Þama skiptir miklu máli að greina sjúkdóminn snemma. Auð- velt er að lækna lítil æxli með ein- faldri skurðaðgerð. Ef þau verða stærri þarf oft einnig að grípa til geislameðferðar. Aðgerðir vegna stórra æxla geta verið mjög yfir- gripsmiklar og haft ýmsar auka- verkanir i for með sér, auk þess sem lífslíkur minnka mjög eftir því sem æxlið hefúr fengið að vaxa lengur óáreitt. Ein- kenni um æxli á þessum stöðum er fyrst og fremst sár sem ekki grær svo og leiðsluverkur aftur í háls og upp í eyra sömum megin. Krabbamein í munnvatns- kirtlum Þessi krabba- mein gera yflrleitt vart við sig sem vel afmörkuð fyrirferð- araukning i mimn- vatnskirtlum, eink- um þeim stóra, þ.e. framan við eyrað, svo og neðan kjálkabarðs, en geta einnig mynd- ast í litlum múnn- vatnskirtlum inni í munnholinu sjálfu. Þau era yf- irleitt hægt vax- andi og valda því htlum einkennum öðrum en fýrir- ferðaraukningu og stimdum þrýst- ingsverk en geta, ef þau fá að vaxa lengi, valdið áhrifum og skaða á nærliggjandi taugum, sem leiðir af sér dofatilflnningu og jafnvel lömun. Greining fer fram með nál- arsýni frá æxlinu og i sumum til- vikum fæst ekki endanleg grein- ing fyrr en æxlið hefúr verið brottnumið að fullu. Krabbamein í nefi og afholum nefs Krabbamein i nefgöng- um gerir helst vart við sig sem nefstífla og/eða blóðlitað rennsh frá nefi. Æxli i afholum nefsins geta verið mjög lúmsk og hafa oft náð mikihi útbreiðslu áður en þau greinast. Þau hafa jafnvel náð að teygja sig niður í gegn- um góminn, upp í augntótt og út í nefgöng og þá með einkennum eins og aflögun á góm, nefstíflu sömum megin og jafnvel tvísýni. Mik- ilvægt er þvi að leita læknis og fá nefgöng spegluð ef áð- urnefnd einkenni koma fram. Oft- ast þarf síðan frekari rannsóknir, t.d. tölvusneiðmynd, th nánari greiningar og/eða úthokimar. Einkenni sem fólk þarf að vera á varðbergi gegn og láta rannsaka nánar era t.d. vaxandi hnútur, fyr- irferðaraukning á hálsi eða and- litssvæði, sár í slímhúð sem ekki vilja gróa, hæsi sem gengur ekki yfir á 2-3 vikum, nefstiflur, blóðlit- að nefrennsli, óútskýrðir leiðslu- verkir á höfuð-/hálssvæði. Sjálf- skoðun á þessum atriðum er þvi mjög mikhvæg. Hannes Hjartarson „Krabbamein á höfuð- og háls- svæði er fremur sjaldgæfur sjúk- dómur. Heildarfjöldi sjúklinga sem greinast með slíkt krabba- mein á íslandi er um 50 á ári...“ Kjallarinn Hannes Hjartarson sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum á Sjukrahúsi Reykjavfkur Með og á móti Á að taka Guðmundar- og Geirfinnsmál upp að nýju? Tvímæla- laust „Tvímælalaust á að taka þessi mál upp að nýju. Það liggur ekkert fyrir í gögn- um málanna sem samkvæmt lögfræðhegum grandvaharregl- um sannar sekt hinna dæmdu heldur virðist vera byggt á reik- andi og mót- sagnarkennd- um ffamburði þeirra sem þau reyndar síðar aftur- köhuðu með röksemdum. Atvikalýsing við dómsmeðferð- ina er byggð á samantekt Karls Schutz sem einfaldlega rekur úr afturköhuðum framburðum ein- falda sögu sem dómstólar trúðu út í eitt. Þessi ffásögn heldur engu rökrænu samhengi enda fékk ég i hendur þýskt blaö skömmu eftir að Schutz var hér á landi. Þar segir hann aö aðal- atriðið hafi verið aö bjarga ís- lensku ríkisstjóminni. Hér var því málið til rannsóknar og dómsmeðferðar viö mjög'annar- legar aðstæður og ber keim af því að stjómvöld voru undir pressu að afgreiða málið en ekki að fá réttan dóm í því.“ Bull og vitleysa „Þetta er algert buh og vit- leysa. Ég skh ekkert í Davíð Oddssyni forsætisráðherra að koma fram með svona vitleysu. Það hefúr ekkert nýtt komið fram sem rétt- lætir endur- upptöku. Af hverju játuðu þessir menn aht saman fyrst það var með lögfræð- inga sína með sér? Það þýðir ekki að halda fram að það hafi verið neitt annaö á ferðinni en að mennimir hafi verið að játa á sig ákveðinn verknað. Skjólstæðingur minn játaði og dró þá játningu aldrei til baka. Hann játaði aö hafa ekið með líkiö af Guðmundi. Af hverju ját- uðu þeir ekki sem sátu saklaus- ir i fangelsi í langan tíma? Þetta harðræði, sem þetta fólk kvart- aði undan, gerðist undir lokin þegar það var búið að greina frá málavöxtum hvað eftir annað. Það þýöir ekkert að vera með svona vitleysu að ætla rúmum tuttugu árum síðar að reyna að ná peningum út úr rikinu. Dav- íð segir að mörg dómsmorð hafi verið framin í Hæstarétti í sama málinu. Þetta era alvarlegar ásakanir í garð Hæstaréttar og ég skh ekki hvaða vitleysu Dav- íð er að láta hafa sig út í. Það era engin skhyrði fyrir endur- upptöku málsins og þar við sit- ur.“ -RR Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekiö við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is Örn Clauson hæstaróttartög- maöur. Jón Oddsson hæstaróttarlög- maöur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.