Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 9 ) ♦ s f i < ♦ ♦ 4 ♦ Utlönd NGK kerti, notuð af fagmönnum. Angelsen vill íslensku leiðina DV, Ósló: Peter Angelsen hefur öllum að óvörum gerst málsvari þess að ís- lenska leiðin verði farin í norskum sjávarútvegi. Norski sjávarútvegs- ráðherrann segir að skynsamlegt geti verið að heimila sölu á kvóta til að auka hagkvæmni í útgerð- inni. Hann vill þó að sala á kvóta verði einskorðuð við bátaflotann og að togaraútgerðir fái ekki að kaupa kvóta af bátunum. -GK Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkir rannsókn á forsetanum: Liðhlaupar demókrata færri en búist var við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Cherie, eiginkona hans, brostu breitt við komuna til Hong Kong í morgun. Milosevic fær einn séns enn: Frelsisher Kosovo heldur að sér höndum Richard Holbrooke, sérlegur sendimaður Bandaríkjastjórnar, heldur enn til Belgrad í dag til við- ræðna við Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta. Það verður loka- tiiraunin til að fá hann til að láta af hemaðaraðgerðum Serba í Kosovo- héraði svo afstýra megi loftárásum NATO. Annars er allt til reiðu. Lokafor Holbrookes var sam- þykkt á fundi utanríkisráðherra tengslahópsins svokallaða í London í gærkvöld. Frelsisher Kosovo, sem hefur baiist fyrir sjáifstæði héraðsins þar sem Albanir eru í meirihluta, lýsti því yfir í gær að hann mundi halda að sér höndum frá og með deginum í dag og koma þannig til móts við ákali SÞ um stöðvun bardaga. Embættismenn í Hvíta húsinu áttu von á því að fleiri þingmenn demó- krata mundu hlaupast undan merkj- um og greiða atkvæði með tillögu um að formleg rannsókn yrði hafin á þvi hvort höfða beri mál til embættismiss- is á hendur Bill Clinton Bandaríkja- forseta. Þrjátíu og einn demókrati var fylgj- andi rannsókn þegar fuiltrúadeiidin greiddi atkvæði um það í gær. Alls voru 258 þingmenn á því að rannsaka bæri meint sakarefni forsetans í tengslum við samband hans við Mon- icu Lewinsky en 176 voru andvígir. Rannsókn af þessu tagi hefur ekki verið gerð á forseta Bandaríkjanna síðan 1974. Richard Nixon, þáverandi forseti, sagði af sér embætti áður en til atkvæðagreiðslu kom í þinginu um hvort höfða bæri mál á hendur hon- um vegna Watergate-hneykslisins. Joe Lockhart, taismaður Hvíta hússins, sagði að ótti manna við að rannsóknin yrði ekki sanngjörn hefði ef til vill komið í veg fyrir að fleiri samflokksmenn forsetans hlypu imd- an merkjum. Clinton sagð- ist vona að rannsókninni yrði lokið sem fyrst, banda- ríska þjóðin hefði mátt þola svo . mikið í þeim efnum. „Að þessu slepptu hef ég ekkert um málið Biil Clinton. ag segja. Þetta er ekki í mínum höndum. Þetta er í höndum þingsins og þjóðarinnar og, þegar öOu er á botninn hvolft, í hönd- um guðs. Ég get ekkert gert,“ sagði Clinton. Dómsmálanefnd fulltrúadeildarinn- ar, undir forsæti repúblikanans Henrys Hydes frá Dlinois, mun annast rannsókn málsins. Reiknað er með að yfirheyrslur á hennar vegum heíjist eftir kosningarnar í nóvember. Hillary Clinton forsetafrú stóðst ekki mátið í gær og sendi þingheimi smá pillu þegar hún ræddi um skóla- mál í Arkansas. Hún sagði þingið hafa nokkra daga fyrir hlé til að gera þjóð- inni gagn og samþykkja fyrirliggjandi frumvarp til laga um bætt skólastarf. Sími 535 9000 FULL AF KRAFTI! Thule í 3. sæti í danskri bjórkeppni! Hið virðulega Dansk 0lnyder Selskab hefur kosið Thule bjór frá Sól-Víking á Akureyri 3. bragðbesta bjórinn í veröldinni. 513 bjórtegundir komu til greina frá 59 löndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.