Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Page 32
■3 2 1X5 oo O ■> s 1X5 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 Forsetafrúin: Bænastund í Bessa- staðakirkju "'r' Haldin var bænastund í Bessastaðakirkju í fyrrakvöld þar sem beðið var fyrir frú Guð- rúnu Katrínu Þorbergsdóttur forsetafrú. Starfsfólk for- setaembættis- ins og sveit- tmgar forseta- hjónanna mættu til at- hafnarinnar. Guðrún Katrín er á sjúkrahúsi í Boston vegna hvitblæðis. Hún veiktist alvarlega af lungnabólgu í kjölfar beinmerg- *>sskipta. Samkvæmt upplýsing- um frá forsetaembættinu í morgun var líðan hennar óbreytt. Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti íslands, er við sjúkrabeð konu sinnar ásamt dætnun þeirra hjóna, Döllu og Tinnu. -rt Guörún Katrín Þorbergsdóttir. * e * \ . .. í LIFVORÐUR í KONUNGS Helgarblað DV: m Hann passar Noregskonung í helgarblaði DV á morgun er við- tal við Jón Eldon Magnússon en hann gætir Haraldar Noregskon- ungs, líklega eini núlifandi íslend- ingurinn i slíku hlutverki. Rætt er við Lindu Gill, eiginkonu Baldurs Hjaltasonar, forstjóra Lýs- is, og nöfnu hennar Lindu Rós Alfreðsdóttur sem í sumar dvaldi á meðal fjögur þúsund munka í ind- versku klaustri. í innlendu frétta- ljósi er fjallað um þau undralyf sem íslendingar hafa fallið fyrir í gegn- um tíðina og í erlendu fréttaljósi er endurkoma Monu Sahlin til umfjöll- ^Snar. -bjb/sm Helgi Guöbergsson læknir bólusetur Ingibjörgu Jónsdóttur við inflúensu. Á heilsugæslustöðvum og hjá heimilis- læknum er nú víöast hvar boðiö upp á bólusetningu fyrir veturinn. Myndin var tekin á heilsugæslustöðinni viö Bar- ónsstíg. DV-mynd Hilmar Þór Geirfinnsmál enn komin á dagskrá eftir yfirlýsingar Davíðs: Verður að linna - segir séra Guðjón Skarphéðinsson, einn sakborninga „Á dauða mínum átti ég von en ekki því að þessi mál risu í ríkis- stjóm. Það að þessi mál skuli enn orðin efst á baugi í mnræðunni kemur fullkomlega flatt upp á mig,“ segir séra Guðjón Skarphéð- insson, prestur á Staðarstað á Snæ- fellsnesi og eitt fómarlambanna sem Davíð Oddsson forsætisráð- herra vísar til þegar hann talar um dómsmorð og þörf á endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála. Forsætisráðherra nefhdi að fjöldi tilvika í rannsókn málanna benti til klúðurs og jafnvel að sönnunar- gögn væra fólsuð. Guðjón hlaut á sínum tíma þungan fangelsisdóm og afþlánaði í 5 ár. Eftir fangelsis- vistina hélt hann til Danmerkur þar sem hann bjó í 15 ár og lærði til prests. Að námi loknu snéri hann heim og tók við prestsemb- ætti að Staðarstað. Hann segir málið allt mjög óþægilegt fýrir sig og fjölskyldu sína þar sem það gjósi upp aftur og aftur. „Út af fyrir sig er ég sáttur við það í hvaða farvegi umræðan er nú. Því er þó ekki að neita að öllu þessu fylgir aukaálag á sókn- arprestinn og fjölskyldu hans. Hundsbitin gróa og því fylgja sár- indi þegar alllt málið kemur upp. Hefði ég séð fyrir að málið kæmi it- rekað upp í umræðunni þá efast ég um að við hefðum snúið aftur heim. Þessu verður að fara að linna," segir Guðjón. Aðspurður um það hvort ekki veki bjartsýni að málið sé nú kom- ið á hápólitískt plan segist séra Guðjón varla þora að vona að svo sé. „Ég hélt í raun að málinu hefði lokið með þvi að Hæstiréttur hafn- aði endumpptöku og málið myndi dóla í útlöndum i einhver ár áður en það endanlega lognaðist út af. Ég tel mig varla hafa leyfi til að vera bjartsýnn og ég rétt vona að stjómmálamönnum sé full alvara með því að vekja máls á þessu nú með þessum hætti,“ segir Guðjón. Nánar á bls. 4. -rt Sóra Guðjón Skarp- héöinsson. Prófkjörsslagur á Reykjanesi: Laufey og Þorgerður volgar Laufey Jóhanns- dóttir, fram- kvæmdastjóri Plús- ferða, ihugar að gefa kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna á Reykjanesi. Frestur til að skila inn fram- Laufey. boðum rennur út nú um helgina. „Ég hef ekki tekið ákvörðun en er með málið í skoðun," sagði Lauf- ey við DV í morgun. Þorgerður Gunnarsdóttir, dag- skrárstjóri rásar 2, íhugar einnig að gefa kost á sér í prófkjörsslag- inn. „Ég myndi segja að ég væri Þorgerður. frekar volg heldur en hitt,“ sagði hún við DV í morgun. „Ég hef þó ekki tek- ið endanlega ákvörðun og enn J eru tveir sólarhring- ar til stefnu." -JSS Lögreglumaður: Grunaður um ölvunarakstur Lögreglumaður á Keflavíkur- flugvelli er grunaður um að hafa ekið ölvaður og valdið árekstri á Strandarheiði á Reykjanesbraut á þriðjudagskvöld. Lögreglumaðurinn var á einka- bifreið, Muzzo-jeppa, þegar hann ók yflr á öfugan vegarhelming og í veg fyrir aðra bifreið. Ökumaður þeirrar bifreiðar reyndi að sveigja út af veginum til að forðast árekst- ur en tókst ekki. Vitni segja að lög- reglumaðurinn hafi verið undir stýri í jeppabifreiðinni og hann ásamt tveimur örðum mönnum, sem voru í bifreiðinni, hafi reynt að stinga af á hlaupum. Lögreglan elti þá uppi skömmu síðar og voru þeir handteknir. Mennirnir eru allir grunaðir um að hafa verið ölvaðir. Lögreglumaðurinn, sem um ræðir, var ekki á vakt þetta kvöld. Þorgeir Þorsteinsson, sýslumað- ur á Keflavíkurflugvelli, vildi ekk- ert tjá sig um málið við DV í morg- un. Aðspurður hvort hann myndi refsa lögreglumanninum sem grunaður er um ölvunarakstur sagði Þorgeir að það kæmi blaða- manni ekki við. Engin slys urðu á mönnum í árekstrinum en báðir bílamir voru talsvert skemmdir og þurfti að draga þá burt með kranabíl. -RR Tvær konur fyrir bíl Tvær konur urðu fyrir bílum í Reykjavík í gærkvöld. Þær voru báðar fluttar á sjúkrahús og er önn- ur þeirra talin alvarlega slösuð. Önnur kvennanna varð fyrir bO á Hringbraut til móts við Landspít- alann um klukkan 20. Hin varð fyr- ir bíl á Dunhaga til móts við Há- skólabíó. -RR Flak á reki: Talið vera prammi Varðskipið Ægir kom í nótt til Seyðisfjarðar með flak sem talið er vera af pramma. Ekki liggur fyrir hvaðan hann kemur en þó þykir ljóst að flakið hafi verið lengi á reki í sjó. Það var á slóð veiðiskipa fyrir utan Austfirði og olli því hættu fyrir sjófarendur. Hvorki merkingar né önnur ummerki um eigendur lágu fyrir í morgun. Lög- reglan á Seyðisfirði mun rannsaka prammann. -Ótt Veðriö á morgun: Rigning og kaldi Á morgun gengur í suðvestan- og sunnankalda með rigningu, en sunnangola og þurrt að kalla framan af degi austanlands. Hiti verður á bilinu 4 til 10 stig, sval- ast á annesjum norðanlands. Veðrið í dag er á bls. 29. MERKILEGA MERKIVELIN brother pt-2píl (slenskir stafir 5 leturstærðir 6 leturgerðir, 6, 9 og 12mm prentborðarl Prentar í 2 linur Vierð kr. 6.995 Nýbýlavegi 28 S(mi 554 4443 Veffanq: www.if.is/rafport ^SUBLUAY* ^UBUJflY' »SUBLUAY'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.