Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 nn Ummæli unna að ggjasaman hausa „Þessi tillaga er greinilega byggð á miklum ókunnugleika og sýnir einungis að nefndarmenn kunna að leggja J saman hausa.“ Páll Pétursson al- þingismaður um kjördaematillög- una, í DV. Nútímaljóð og hefðbundin „Nú er þetta foma rifrildi f liðið undir lok. Þetta heimsku- i lega blaður, rifrildi og orrust- ur milli þessara tveggja forma. Ég sé ekki betur en að það sé horfið og fólk nennir ekki leng- ur að tala um hvort sé merki- f legra." Þórður Helgason lektor, í Degi. I Kristján með áhyggjur „Það er sérlega ánægjulegt að Kristján Ragn- arsson skuli hafa þungar áhyggjur af sjómönnum. Hann hefur ekki haft þær hingað j til.“ Helgi Laxdal, form. Vélstjóra- félags íslands, í DV. Skrýtið að eiga ekki möguleika „Það er einkennilegt eftir að hafa leikið rúma íjörutíu landsleiki og meira og minna átt sæti í landsliðinu undanfar- in ár, að nú þegar ég hef aldrei verið i betri æfingu á ferlinum og lék mitt besta keppnistíma- bil í fyrra eigi ég ekki mögu- leika á landsliðssæti." Arnar Grétarsson, knatt- spyrnumaður í Grikklandi, í Morgunblaðinu. Geirfinnsmálið „Ég er ekki i vafa um að það hefði verið tekið skamma hríð i Evrópu og Banda- ríkjunum að taka þetta mál upp.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra, í Morgunblaðinu. Frelsi einstaklingsins „Nútíminn er viðureign Davíös og Golíats þar sem Gol- íat gleypir Davíð við fagnaðar- læti allra og heitir frelsi ein- staklingsins. Einstaklingsins • Golíats sem sagt.“ Ármann Jakobsson íslensku- fræðingur, í DV. Strandganga frá Hvassahrauni Ágæta strandgöngu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, um átta kílómetra langa, má hefja utan við eyðibýlið Hvassahraun og ganga al- veg að Straumi. Á þessari leið er ýmislegt að skoða - malarkamba og hraimhóla með tjömum á milli, auk bæjarrústa í Lónakoti. Umhverfi Þessa leið má ganga hvort heldur er að sumri eða vetri og í nýfölln- um snjó má stundum sjá minka- spor. Hraunið sem þama er gengið um er komið úr Hrútagjárdyngj- unni í Móhálsadal og telur Jón Jónsson það elsta hraunið í Mó- hálsadal og eitthvað yngra en Þrá- insskjaldarhraun, en nákvæmur aldur er ekki þekktur. Heimild: Gönguleiðir á íslandi eft- ir Einar Þ. Guðjohnsen y Lónákót rvsKógaf hóll Brunnhóll 1 Stóri GÍrænhóll ^lRauöime^r 'Slunkaríki % Stekkjanes Markaklettur Hraunsnes Mrtij'aróa^taíjit^ Gvendarbrunnur Lambhagaeyri " \ })■ ur /jkVÁ ‘ oi' r\ IGöröi \,J r , Hvassáhraun r\ r\ r 1 O Cvi-O Taglhæö r r ,jrs r\ r Hólbrunnshæö 0^233, Vilhjálmur Hjálmarsson leikari: Skrekkur í fjármálastjóranum má ekki trufla leikarann „Fyrir tveimur árum var ég kvöld eitt úti í London í leikhúsferð og var búinn að sjá margar stórsýning- ar, ég var orðinn frekar þreyttur á þeim og ákvað að sleppa leikhúsi það kvöldið, var á gangi þegar ég gekk fram á lítið leikhús með stór- um og hrollvekjandi ljósa- skiltum. Þetta vakti forvitni mína og þar sem örfáar mín- útur vom í sýningu ákvað ég að sjá hvað þetta væri, hafði ekki mikla tiltrú á hrollvekju í leikhúsi og var mjög skeptískur fram að hléi en það var samt greinilegt að þetta virkaði og þegar yfir lauk var ég orðinn yfir mig hrifinn. Ég keypti því handritið og bókina sem leikrit- ið er skrifað upp úr og þegar ég kom heim var það mitt fyrsta verk að hafa uppi á rétthafanum og kaupa sýningarréttinn," segir Vilhjálmur Hjálmarsson leikari en hann hefúr í tvö ár verið að fjármagna og vinna að því að koma Svartklæddu kon- unni á svið, stofnaði fyrirtækið Sjónleik utan um framkvæmdina og nú er loks komið að frumsýningu sem verður annað kvöld í Tjamar- bíói. „Upprunalega er Svartklædda konan góð skáldsaga, en í leikritinu er bætt við að mínu mati nýrri vídd í verkið sem heppnast ákaflega vel. í raun er leikritið kennslustund í leikhúsi, ákaflega forvitnilegt og at- hyglisvert um aldraðan lögfræðing sem fengið hefur til liðs við sig ung- an leikara með það í huga að koma frá sér og skýra fyrir sínum nán- ustu hrollkennda upplifun.“ Vilhjálmur gerði sér strax grein fyrir að það þurfti ákaflega sterkan leikara í eldri manninn: „Ég tel mig hafa verið mjög heppinn þegar Arn- ar Jónsson tók að sér hlutverkið Það er stórkostlegt fyrir mig að vinna með leikara á borð við Amar sem hefur þessa miklu reynslu að baki.“ Vilhjálmur var spurður hvort hann hafi ekki haft í huga að leik- stýra verkinu sjálfur? „Ég var til- tölulega fljótur að ákveða að ég kæmi ekki til greina sem leikstjóri. Ég hafði ætlað að gera það í fyrstu en þegar ég var búinn að lesa hand- ritið tvisvar fannst mér þetta vera alltof einfalt og sá ég að ég þyrfti reyndari mann og fékk Guðjón Sigvaldason til þess. Það kom síðar í ljós að það var eins gott að ég hætti mér ekki í leikstjómina því verkið er mikið leikstjómarstykki.“ Nú fer í hönd tími frumsýn- inga í leikhúsum borgarinnar og því er samkeppnin mikil: „Það er mikil gerjun í leikhúslífi og marg- ir góðir hlutir að gerast. Það virðist nú vera samt svo með leikhúsið að þegar mikill uppgangur er og góð aðsókn þá smitar það út frá sér þannig að að því leyt- inu til er ég ekkert hræddur, en að sjálf- sögðu er skrekkur í framkvæmda- stjóranum og fiármála- stjóranum en það má hins veg- ar ekki trufla leikar- ann.“ VU- hjálmur lærði leiklist í London og kom heim 1992: „Ég hef verið að fást við ýmislegt eftir að ég kom heim, leikið smávegis á sviði á ýmsum stöðum og síðan hef ég verið að vinna í auglýsingum, stuttmyndum og bíómyndum. Undanfarið hef ég haft mikið að gera við að lesa texta inn á auglýsingar, svo var ég ekki lengi að átta mig á því að ég hefði meira upp úr því að kunna á tölvu heldur en að þjóna til borðs.“ Vilhjálmur býr einn ásamt ketti í gömlu fiósi við Bjargar- stíg. „Þetta er kjallari sem upphaflega hefur verið einhvers kon- ar moldarkjallari, varð síðan þvottahús en er samþykktur sem ibúð 1918.“ -HK Vilhjálmur Hjálmarsson. Maður dagsins Arnar Jónsson og Sigurþór Heim- isson í hlutverkum sínum. Svikamylla í kvöld verður þrítugasta sýn- ing á Svikamyllu eftir Anthony Shaffer í KafiÚeikhúsinu í Hlað- varpanum. Svikamylla var frum- sýnt 26. febrúar síðastliðinn og híaut mjög góðar viðtökur og þar sem verkið gekk fyrir fullu húsi fram á sumar var ákveðið að halda sýningum áfram fram eftir leikárinu. Leikhús Leikritið er sérlega vel skrifað og kemur atburðarásin áhorfand- anum stöðugt á óvart. En það er ekki eingöngu spennandi saga sem áhorfandinn verður vitni að. í verkinu er einnig fiallað um valdabaráttu og tilfinningalíf tveggja karla á óvenju miskunnar- lausan hátt. Sögusviðið er enskur herragarður og berst leikurinn um allt húsið. Andrúmsloft Kaffi- leikhússins nýtur sín því óvenju- vel í þessari uppsetningu. í tveimur hlutverkum leikrits- ins eru Amar Jónsson og Sigur- þór Heimisson. Leikstjóri er Sig- ríður Margrét Guðmundsdóttir. Þess má geta að fræg kvikmynd, Sleuth var gerð eftir leikritinu þar sem Laurence Olivier og Michael Caine sýndu eftirminni- legan leik. Brídge Spil dagsins er frá HM í sveita- keppni í Lille í Frakklandi. Það kom fyrir í sveitakeppnisleik danskrar og bandarískrar sveitar. Sagnhafi var Daninn ungi, Mathias Bruun, og hann fann sérlega glæsilega vinningsleið í 3 gröndum á suður- spilin. Það er enginn leikur að finna vinningsleiðina, horfandi aöeins á hendur NS. Það er jafnvel erfitt að finna vinningsleiðina á opnu borði en Bruun var ekki í vandræðum. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og NS á hættu: ♦ ÁG862 * K107 ÁD63 * ÁDG4 * ÁK N 4 5 * KG104 * 972 ♦ 1095 * 6 S ♦ K873 * G10987 Vestur * D943 V 85 ♦ 62 * D5432 Norður Austur Suður Cohen Schaffer Berkow Bruun pass 1* pass 1 ♦ i * dobl pass 1 grand pass 3 grönd p/h Lúðrasveitin Svanur leikur f Borgarnes- kirkju á morgun. Svanurinn í Borgamesi Lúðrasveitin Svanur mun hefia sitt 69. starfsár með tónleikum í Borgames- kirkju á morgun kl. 16. Svanurinn hefur ávallt haft þá stefnu að halda að minnsta kosti eina tónleika fyrir utan Reykjavík á hverju starfsári og nú varð Borgames fyrir valinu. í Svan- inum starfa á milli 30 og 40 hljóðfæraleikar- ar og era flestir í tónlistamámi. Jólatónleikar Svansins verða haldnir í byrjun desember í Tjamarbiói. Efnisskrá tónleikanna verður fiölbreytt og úr ýms- um áttvun. Einleikari á tón- leikunum á morgun er Þor- Tónleikar kell Jóelsson homleikari. Stjómandi Lúðrasveitar- innar er Haraldur Ámi Haraldsson. Aðgangur á tónleikana er ókeypis. Fjörumark Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Útspilið var hjartagosi sem fékk að eiga fyrsta slaginn. Síðan kom hjartatía á drottningu blinds og Brmm spilaði næst tíguldrottning- unni úr blindum. Hún fékk að eiga slaginn og þá var tígulgosa spilað. Austur fékk slaginn á kónginn, spil- aði hjartaní- unni sem drep- in var á ás í blindum. Nú komu ÁK í laufi, tígulásinn og síðan fiórða hjartað. Vestur fékk slaginn á kóng en varð að spila sagnhafa í hag í spaðalitnum og gefa honum innkomu á laufdrottning- una. Vestur gat ekki bjargað sér meö því að henda hjarta í laufkóng- inn þvi þá fær sagnhafi aukaslag á hjarta og vinnur spilið með því að spila spaða á drottningu. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.