Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 óliáð dagblað útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurg’alds. r Oværa á þjóðarlíkama Hin frægu eða öllu heldur illræmdu Guðmundar- og Geirfinnsmál fara seint af dagskrá. Þau loða við þjóðar- líkamann sem einhvers konar óværa sem aldrei tekst að hreinsa þótt komið sé á þriðja áratug frá því að atburð- irnir gerðust. Hæstiréttur synjaði beiðni mn endurupp- töku þessara mála árið 1996, þrátt fyrir harða gagnrýni á rannsóknaraðferðir og dómsniðurstöðu. Rétturinn taldi sig ekki hafa lagaskilyrði til þess að taka málið upp að nýju. Davíð Oddsson forsætisráðherra vék að þessum þekktustu dómsmálum aldarinnar í þingræðu fyrr í vikunni. Þar var til umræðu frumvarp Svavars Gests- sonar alþingismanns um réttarfarsdómstól. Frumvarp- ið kveður á um að komið skuli á laggirnar dómstóli sem íjallar um kröfur til endurupptöku mála. Fyrir- mynd er fengin úr dönskum réttarfarslögum en tilefnið er áðurnefnd synjun Hæstaréttar. Yrði frumvarpið að lögum kæmist Hæstiréttur hjá því að fella úrskurði í eigin málum líkt og hann stóð frammi fyrir í Guðmund- ar- og Geirfinnsmálum. Forsætisráðherra lét þung orð falla um rannsókn málsins og dómsniðurstöðu. Hann telur, eftir að hafa kynnt sér málið rækilega, að mönnum hafi orðið á í stórkostlegum mæli á nánast öllum stigum. Ekki aðeins eitt dómsmorð hafi verið framið heldur mörg. Það voru vonbrigði, sagði ráðherrann, að Hæstiréttur taldi sig ekki hafa lagaskilyrði til að taka Geirfinnsmálið upp á ný. Með nýjum réttarfarsdómstóli sköpuðust á ný skil- yrði til þess. Fram kom hjá forsætisráðherra að gott og nauðsynlegt hefði verið að fara í gegnum allt málið, jafnvel þótt það hefði verið sársaukafullt fyrir íslenska dómstólakerfið. Það hefði verið „hundahreinsun“ að fara í gegnum vinnslu þess. Fram hefur komið að forsætisráðherra vill breytingu á frumvarpi Svavars á þann veg að bætt verði úr skorti á lagaskilyrðum sem Hæstiréttur taldi að kæmi í veg fyrir endurupptökuna. Hann sagði í viðtali við Morgun- blaðið að réttlætismál væri að málið mætti fá nánari skoðun. Frumvarp Svavars tekur á þörfu máli, hvort sem það verður útfært nákvæmlega eins og fram er sett eða það tekur breytingum í meðförum þingsins. Aðalat- riðið er að endurupptaka mála sé möguleg og þá ekki síst að Guðmundar- og Geirfinnsmál verði tekin til með- ferðar að nýju. Rannsókn og málsmeðferð öll á þessum dómsmálum á áttunda áratugnum hefur þráfaldlega verið gagnrýnd, harðræði og þvingun sakborninga í gæsluvarðhaldi, auk þess sem verjendur kvörtuðu undan því að þeim væri haldið frá málinu. Leirmynd sem gerð var af Geir- finni var beinlínis gerð eftir ljósmynd af saklausum manni sem rannsóknaraðilar ímynduðu sér að tengdist málinu. Þá má ekki gleyma því að engin lík fundust. Meðferðin var ekki í neinu samræmi við réttarvitund okkar í dag. Á það hefur forsætisráðherra bent, sem og margir aðrir. Með kröfu um endurupptöku er ekkert sagt um sekt eða sakleysi þeirra sem að málinu komu. Aðeins ósk um málsmeðferð sem hæfir réttarríki. Það er ekki hægt að búa við eilífa óvissu og ótta um dóms- morð, ekki eitt heldur fleiri. Leiði frumvarp Svavars og umræðan sem fylgt hefur í kjölfarið til lagabreytinga og endurupptöku Guðmund- ar- og Geirfinnsmála næst löngu tímabær „hunda- hreinsun“ sem forsætisráðherra hefur réttilega kallað eftir. Við verðum að hreinsa óværuna af okkur. Jónas Haraldsson „Nú er það stjórnvalda að framkvæma þjóðarviljann í þessu efni og afnema komugjöldin í heílsugæslunni," seg- ir í lok greinar Ögmundar. Burt með komugjöldin mæla með því að byrja á þvl að afnema þessi gjöld í heilsu- gæslunni. Hún er grunnur heilbrigðis- þjónustunnar og af þeim sökum eðlilegt að einmitt þar sé haf- ist handa við að snúa til réttrar áttar á ný. Samkvæmt upplýsing- um heilbrigðisráðu- neytisins innheimtast um 260 milljónir króna árlega í komu- gjöld á heilsugæslu- stöðvar. Þetta er um- talsverð upphæð. Hins vegar má búast við fjárhagslegum ávinn- ingi á móti yrðu gjöld- in felld niður. „ Ýmis rök mæla með því að byrja á því að afnema þessi gjöld í heilsugæslunni. Hún er grunnur heilbrigðisþjónustunnar og af þeim sökum eðlilegt að einmitt þar sé hafíst handa við að snúa til réttrar áttar á ný.“ Kjallarinn Ögmundur Jónasson alþingismaður og formaður BSRB Á undanförnum þingum hefur þingflokkur Alþýðubandalags og óháðra flutt frumvörp til laga um afnám svokallaðra komugjalda á heilsugæslustöðvar og er slíkt frumvarp flutt að nýju nú. Þessi gjöld eru aðeins hluti af stærri mynd og þau ber að skoða í ljósi óheillaþróunar síðustu ára. Veru- legar deilur urðu við gerð fjárlaga árið 1992 þegar sú ríkisstjórn sem þá sat ákvað að innleiða þjónustu- gjöld í heilsugæslunni. Kostnaðarvitund Röksemdin að baki komugjöld- unum var sú að þau væru líkleg til þess að skapa kostnaðarvitund, eins og þaö var kallað, hjá sjúk- lingum auk þess sem þetta myndi afla heilsugæslunni tekna og frjálshyggjumenn höfðu á orði að þetta gæti greitt fyrir almennum skattalækkunum. í þjóðfélaginu var þetta hins vegar gagnrýnt mjög harkalega á þeirri forsendu að verið væri að hverfa frá þeirri samtryggingu sem heilbrigðisþjón- ustan á íslandi væri byggð á og að það væri siðferðilega rangt að freista fólks með skattalækkunum á kostnað þeirra sem aðstoðar þyrftu við. Þá var bent á að rannsóknir sem gerðar hafa verið erlendis á þessu fyrirkomulagi hefðu leitt i ljós að þjónustugjöld í heilsugæsl- unni væru vandmeðfarin. Reynsl- an sýndi að ef gjöldin væru há fældu þau tekjulítið fólk frá því að nýta sér þjónustuna en ef þau væru lág væri álitamál hvort skrifræðið og fyrirhöfnin við inn- heimtuna borgaði sig fjárhagslega og væri erfiðisins virði. Grunnur heilbrigðisþjón- ustunnar Nú er svo komið að víða er að finna gjaldheimtu og þjónustugjöld í heilbrigðisþjónustunni. Ýmis rök í því sambandi má benda á að á árunum fram til 1992 þótti það gefa góða raun að hafa aðgang að heilsugæslustöðvum ókeypis. Það ýtti undir að fólk notaði sér heilsugæsluna og má ætla að það hafi dregið úr sérfræðingakostn- aði. Við þetta vannst það tvennt að spamaður varð við heilbrigðis- kerfið í heild auk þess sem að- gengi almennings að frumþjónust- unni var greiðara fyrir vikið. Hvað vilja íslendingar? En hver er vilji íslendinga í þessum efnum? I ítar- legustu könnun sem framkvæmd hefur verið hér á landi á af- stöðu þjóðarinnar til velferðarþj ónustimn- ar kemur fram að yf- irgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar hafnar þjónustugjöld- um af þessu tagi. Hér er um að ræða könn- un sem Félagsvís- indastofnun Háskóla íslands vann fyrir BSRB nú í haust. Þar kemur fram að þeim hefur fjölgað veru- lega sem telja mikil- vægt að fjármagna samfélagsþj ónustuna með almennum sköttum en ekki þjónustugjöldum. Árið 1989 var spurt í samsvar- andi skoðana- könnun hvort fólk væri hlynnt því eða andvígt að skattar yrðu lækk- aðir og notendur greiddu meira beint fyrir notkun opinberrar þjón- ustu. Þá voru um 60% andvígir slíkri ráðstöfun. í könnuninni nú hafði þetta hlutfall hækkað í 71%. Og það sem meira er, um 66% telja að stjórnvöldum beri að viðhalda víðtækri félags- legri þjónustu, jafnvel þótt nauð- synlegt væri að hækka skatta og gjöld svo þetta gæti gengið eftir. Varla þarf frekar vitnanna við. Nú er það stjómvalda að fram- kvæma þjóðarviljann í þessu efni og afnema komugjöldin í heilsu- gæslunni. Ögmundur Jónasson Skoðanir annarra Gleði en uggur undir niðri „Þróunin i alþjóðlegum efnahagsmálum vekur víða ugg ... í fréttabréfi Fjárfestingarbanka atvinnulífsins er vöngum velt yfir nýrri og lakari spá Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins um horfur í efnhagsmálum heimsins ... Á heild- ina litið virðist bjart yfir íslenzku atvinnu- og efnahags- lífi næstu misserin. Engu að síður er rétt að fylgjast grannt með þróun mála í Asíu, S-Ameriku, Rússlandi og í alþjóðlegum efnahagsmálum, sem visssulega hefur áhrif hér sem annars staðar. Göngum hægt um gleðinn- ar dyr í efhahagsuppsveiflu okkar. Það getur verið erf- iðara að varðveita hagsæld en afla hennar." Úr forystugreinum Mbl. 8. okt. Læknar linast ekki „Stefna Læknafélagsins er skýr og við höfum ekki gefið neinn afslátt af henni. Læknafélagið hefur ekki verið í neinum formlegum viðræðum við heilbrigðis- ráðuneytið, heldur hefur það kallað fyrir ýmsa sér- fræðinga í læknastétt til að leita leiða til að ná þess- um 40 umsögnum inn í frumvarpið. Við erum ekkert að linast. Ef einhver er að linast þá er það ráðuneytið. Sem betur fer. Við höfum haldið harðir á okkar stefnu alla tíð og bent á alvarleg álitaefni. Okkur fmnst að það sé farið að hlusta á þau rök í ríkari mæli.“ Guðmundur Björnsson í Degi 8. okt. Óróleiki á verðbréfamörkuðum „Nokkrar lækkanir hafa átt sér stað á íslenskum hlutabréfamarkaði undanfarið. Flestir hallast að því að þróun síðustu daga megi aðallega rekja til óróleika á erlendum fjármagnsmörkuðum, enda standa menn nú líklega frammi fyrir erfíðasta efnahagsvanda í fimmtíu ár ... Það sem vekur kannski sérstaklega at- hygli er hversu mikið gengi hlutabréfa í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum hefur lækkað ... Árið hefur verið þeim hagstætt. Þau hafa alla burði til að verða í fremstu röð á alþjóðlegum mörkuðum í náinni fram- ríð og þ.a.l. meiri arðsemismöguleikar fyrir hendi í greininni sem ættu að vera forsendur fyrir hækkun gengis hlutabréfa í sjávarútvegi en ekki lækkun." EG í Viðskipti/atvinnulíf Mbl. 8. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.