Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 16
+ 16 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 TTS7---------------- 17 Iþróttir Blcand í poka Birkir Kristinsson, landsliösmark- vörður í knattspymu, hefur gefið þaö út að hann ætli að koma heim og leika í úrvalsdeildinni næsta sumar. Birkir hefur lítið sem ekkert fengið að spreyta sig með Norrköping í Sví- þjóö á þessu tímabili. Birkir hefur ekki gefið út með hvaða liði hann ætli aöleika meö. 1 það minnsta verð- ur þaö liö i úrvalsdeild. Þetta kom fram á Stöö 2 í gær. Alain Giresse, þjáifari Paris St. Germain, fékk að taka poka sinn í gær. Þetta var gert í kjölfar lélegs ár- angurs á yfirstandandi tímabili. Por- túgalinn Arthur Jorge tekur við stjóm liðsins en hann gerði félagiö að meisturum 1994. Kœru skoska liósins Hearts vegna umgerðar leiksins gegn Real Mall- orca i Evrópukeppninni á dögunum var vísaö frá í gær. Hearts taldi aö mörkin á vellinum á Mallorca heföu ekki verið lögleg. Andre Agassi komst áfram á sviss- neska meistaramótinu þegar hann lagði heimamanninn Ivo Heuberger, 6- 2, 6-2. Önnur helstu úrslit uröu að Bretinn Tim Heneman sigraði Hicham Arazi frá Marokkó, 6-4, 7-6, 7- 4. Þjóöverjarnir Oliver Bierhoff og Ulf Kirsten eru tæpir vegna meiðsla og er óvíst hvort þeir verða leikhæfir gegn Tyrkjum í riðlakeppni Evrópu- móts landsliöa í Tyrklandi á laugar- daginn kemur. Umræddir leikmenn gátu ekki beitt sér aö fuilu á æfingu í gær. Bierhoff er fyrirliði þýska landsliösins. Leikmenn rússneska landsliósins í knattspymu kusu Viktor Onopko i fyrirliðastööuna. Þetta gerðu leik- menn í leynilegri atkvæöagreiðslu. Marokkóbúinn Mustapha Hadji, sem spænska liðið Deportivo keypti eftir HM í Frakklandi í sumar, verð- ur frá keppni i fjórar vikur vegna nef- brots. Vikingur sigraöi Þrótt úr Reykja- vik, 8-1, í 1. deild kvenna í blaki í gærkvöldi. Peter Storrie, stjórnarformaöur West Ham, sagði í gær að Eyal Berkovic yrði áfram í herbúðum fé- lagsins eftir samtal við leiknianninn. West Ham sendi John Hartson harða viðvörun þar sem fram kemur aö framkoma sem hann sýndi Berkovic á dögunum er litin mjög ai- varlegum augum. Uppskeruhátíö Knattspymudeildar Fylkis verður haldin í kvöld í Fylkis- höllinni. Húsið opnar kl. 19. -JKS Helgi Jónas Guðfinnsson, körfuboltamaður hjá Donar: „Hollendingar stundum of afslappaðir Helgi Jónas Guðfinns- son hefur skorað að jafnaði 15 stig í leik með Donar þegar sex umferðum er lokið í áá Iþróttir L . ■jW.í - Grindvíkingurinn byrjar vel hjá hollenska liðinu Donar Helgi Jónas Guðfinnsson, körfuknattleiksmaður úr Grindavík, hefur verið að leika mjög vel með hol- lenska liðinu Donar, en hann gekk til liðs við félagið í sumar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslendingur er á mála hjá Donar en með liðinu lék Herbert Arnarson fyrir tveimur árum síðan. „Það eru búnar sex umferðir og ég get ekki annað en verið ánægður með mína frammistöðu. Ég er með um 15 stig að meðaltali í leik og þónokkuð af stoðsendingum," sagði Helgi Jónas í viðtali við DV í gær. Hefur skorað mest 28 stig Donar leikur í efstu deildinni í Hollandi og hefur unnið tvo leiki af þeim sex sem búnir eru. „Ég skoraði mest 28 stig í einum leiknum en hef verið rólegur í stiga- skoruninni í síðustu tveimur leikjum, var þá með 9 og 6 stig. í síðasta leik var ég hins vegar með 12 stoðsending- ar og er mjög ánægðjir með það,“ sagði Helgi Jónas. Leikstjórnandi og skotbak- vörður Helgi Jónas leikur í stöðu leikstjórn- anda eða skotbakvarðar. „í síðustu leikj- um hef ég veriö leikstjórnandi og líkar vel við þá stöðu. Ég er minnsti leikmað- urinn í liðinu en samt er ég 1,87 metrar á hæð. Sá næsti er 1,88 metrar en allir aðrir eru tveir metrar eða meira.“ Aðeins tveir leikmenn sem voru með í fyrra Lið Donar kom mikið breytt til leiks er keppnistímabiliö hófst: „Það eru að- eins tveir leikmenn í liðinu núna sem voru með í fyrra. Það tekur tíma að slípa saman nýtt lið og ég get ekki annað en verið bjartsýnn á framhald- ið. Helgi Jónas gerði eins árs samning við Donar. Einn íslendingur hefur áður leikið með liðinu en það er Her- bert Amarson sem nú er í slagnum hér á landi með Grindvíkingum. Hollenski boltinn svipaður þeim íslenska Hollenskur körfuknattleikur er frá- brugðinn þeim íslenska að einu leyti að mati Helga Jónasar: „Hæðin er mun meiri hér en í íslenska boltanum. Leikmenn hér eru mun hærri en þrátt fyrir það er boltinn alls ekki hægari hér en heima. Að öðru leyti er körfu- boltinn hér mjög áþekkur þeim bolta sem hér er leikinn.“ Alltaf í byrjunarliðinu Grindvíkingurinn er ánægður með sína stöðu hjá Donar: „Ég hef verið í byrjunarliðinu í öllum leikjunum til þessa og verð það vonandi áfram. Maður verður hins vegar að æfa vel og leggja sig allan fram til að halda sinni stöðu. Það er hörö samkeppni um stöður í liðinu þannig að maður má ekkert gefa eft- ir.“ Helgi Jónas er aðeins 22 ára gamall og á mikla framtíð fyrir sér enda einn efni- legasti körfuknatt- leiksmaður íslend- inga í mörg ár. En hvernig sérhann fram- tíðina fyrir sér? Donar var skref fram á við fyrir mig „Ég leit á það sem skref fram á við fyrir mig að fara hingað til Hollands. Hér er ég einungis að kspila körfubolta og geri ekkert jannað. Er því atvinnumaður í rgreininni. Ég geröi eins árs samn- ing við Donar og lykillinn að því að komast í sterkari deild hjá sterkara liði og fá meiri laun er að standa sig vel hér. Það er lykilatriði. Ég stefni að því að standa mig sem allra best hér og þá veit maður aldrei hvað gerist í framhald- inu. Það er til að mynda stutt yfir í þýsku deildina og þá belgísku. Þar eru mun meiri peningar í spil- inu.“ Hollendingar eru stundum of afslappaðir Helgi Jónas kann afar vel við sig í Hollandi: „Þetta er mjög afslappað hér og stundum finnst mér Hollendingar meira að segja of afslappaðir ef eitt- hvað er. Ég dvel hér með kærustu minni og okkur líður mjög vel. Launin mættu auðvitað vera hærri en þau duga vel fýrir salti í grautinn. Ég er ekki kominn enn með fjölskyldu og því duga þessi laun vel fyrir okkur tvö.“ -SK Undarlegt Þegar laufin tóku aö falla af trjánum í haust og fór að sjá fyrir endann á knattspyrnuvertíðinni hér á landi, hnaut maður illa um ummæli ýmissa knattspymusér- fræðinga um dómara og dóm- gæslu. Þessi ummæli litu dagsins ljós í kjölfar umræðu um þátt mynd- banda í því að réttlætið næði fram að ganga. Með öðrum orðum að mistök dómara væru hluti af leiknum og svona ætti það að vera. Mistök dómara væm með öðrum orðum eðlileg og sjarmer- andi oft á tíðum og það mætti ekki eyðileggja leikina. í framhaldi af þessum ummæl- um hlýtur að mega vænta þess að menn hætti aö gagnrýna dómara og ákvarðanir þeirra. Allt detti í dúnalogn og þeir fjölmörgu sem virðast vera þeirrar skoðunar aö dómarar eigi að gera mistök hafi ekkert út á það að setja þegar í hita leiksins er komið. Auðvitað eiga mistök dómara og kolrangar ákvarðanir þeirra ekki að vera hluti af leiknum. Mig undrar það að forráðamenn knatt- spyrnunnar hér á landi líti á það sem hluta af leiknum að óréttlætið vaði uppi og lið hagnist á því að dómarinn geri mistök. Það væri illa komið fyrir okkar þjóð ef litið yröi á það sem hluta af þjóðlífinu að ekki væri farið eftir sett- um reglum. Og ekki væri allt gert til þess _ að reyna að halda uppi lögum og reglu í landinu. Dómarar gera J mistök og við því : er ekkert að \ segja, það er eðli- 1 legur hlutur sem aldrei verður kom- ist fyrir. Það er hins vegar hægt að leiðrétta rangar ákvarðanir þeirra með því að styðjast við mynd- bandsupptökur. Þannig er hægt að tryggja að nær alveg sé farið eftir settum reglum og réttlætinu sé fullnægt. Ekki ómerkari knattspymuþjóð en Englendingar nota myndbönd i þeim tilgangi að rétt skuli vera rétt. Þar er ekki litið á óréttlæti og rangar ákvcirðanir dómara sem hluta af leiknum enda standa þróttaljós ■ rr tefan Kristjánsson — Englendingar okkur mun framar á öllum sviðum knattspymunnar. Þvert á móti er það hluti af við- fangsefnum forráðamanna enskrar knattspyrnu að ranglæti og rangar ákvarðanir séu ekki hluti af leiknum. Þeim veröi úfrýmt úr leiknum. Á meðan forráða- menn íslenskrar \ knattspyrnu og \ jafnvel hand- I knattleiks líka, era þeirrar skoð- F unar að svindl og svínarí skuli vera hluti af leiknum, mun það áfram ger- jjjgP* ast hér á landi að sann- ir meistarar tapi leikjum og jafnvel titlum til félaga sem hafa notið þess að dómarar hafi gert mistök. Og notið þess líka að forystu- mennimir vilja að í kappleikjum sé það aukaatriði að farið sé eftir settum reglum. Það sé viss sjarmi yfir því að dómaramistök og rang- ar ákvarðanir svipti lið sigrum og stigum. Sannarlega undarlegt viö- horf. -SK Knattspyrna: Jafntefli gegn Hvít-Rússsum Riðlakeppni Evrópumóts 18 ára landsliða í knattspyrnu hélt áfram í Frakklandi í gær. íslenska liðið mætti þá Hvít-Rússum og lyktaði leiknum með jafntefli, 1-1. Hvít-Rússar komust yfir í leiknum og höfðu yfirhöndina í leikhléi. Það var síðan Ingi Hrannar Heimisson sem skoraði geysilega mikil- vægt jöfnunarmark undir lok leiksins. Eftir þessi úrslit er Ijóst að viðureign Frakka og íslendinga á morgun verður hreinn úrslitaleikur um það hvor þjóðin kemst áfram upp úr riðlinum. Frakkar sigruðu Letta, 4-0, í gær en þeir höfðu áður unnið Hvít-Rússa í fyrsta leiknum. Islenska liðið vann Letta, 5-1. -JKS HM landsliða í golfi: Bandaríkjamenn léku á als oddi Heimsmeistarakeppni landsliða í golfi hófst á St. Andrews-vellinum á Englandi í gær. Bandaríkjamenn léku á als oddi gegn Englendingum í 1. umferð og unnu þá í þremur leikj- um. Tiger Woods vann David Carter, Mark O’Meara vann Peter Baker og John Daly sigraði Lee Westwood. Allir bandarísku spilararnir léku undir pari en Englendingamir hins vegar allir yfir pari. Önnur úrslit uröu þau að Skotar lögðu Kínverja, 2-1, og Svíar lið Japana 3-0. -JKS Golf á Korpúlfsstöðum Opið golfmót verður haldið á Korpúlfsstöðum á sunnudaginn kemur. Tveir og tveir leika saman betri bolta. Gefiiir er 7/8 forgjöf, hámark 18. Þátttökugjald er 1500 og rennur ágóðinn í kaup á ýmsum áhöldum fýrir klúbbhúsið. -JKS Áhorfendur sjónvarpsstöðvarinnar Sky Sport 2: Arnar bestur í september Arnar Gunnlaugsson, leikmaður Bolton, var kosinn leikmaður allra neðri deildanna af áhorfendum sjónvarpstöðvarinnar Sky Sport 2 í september. Gefrnn var kostur á að velja átta leikmenn sem forráðamenn Sky Sport 2 töldu að heföu skarað fram úr í september og var Arnar efstur með 28% atkvæða. Arnar með eitt besta markið Sky Sport 2 valdi einnig 20 bestu mörkin af þeim yfir 1000 mörkum sem hafa verið skoruð í öllum neðri deildunum fjórum síðan að keppnin hófst í ágúst. Mark Arnars gegn Bamsley var eitt af þessum 20 og einnig mark Peter Frandsen, Danans hjá Bolton, en það mark lagði Amar upp, Amar gaf boltann á Danann sem skoraði með þrumuskoti af 40 metra færi. Einnig var mark Michael Johnson hjá Bolton á meðal þessara tuttugu. -DVÓ Arnar Gunnlaugsson hefur leikið geysilega vel með Bolton í haust. Hefur framganga hans vakið mikla athygli. Körfuknattleikur: David Bevis til Skagamanna - leikur sinn fyrsta leik á mánudag DV, Akranesi: David Bevis sem lék með Isa- firði á síðastliðnu ári er geng- in til liðs við Skaga- menn að sögn Sigurðar Sverrissonar, formanns Körfuknattleiksfélags Akraness. Hann kemur til landsins á mánu- dagsmorgun og leikur sinn fyrsta leik gegn Grindavík eftir viku. Hann leikur því ekki með Skagamönnum í Eggjabikarn- um gegn Þór Þorlákshöfn. Bevis var kosinn besti útlend- ingurinn í deildinni í vor og skoraði að meðaltali 28,5 stig í leik í fyrra. Bevis átti í raun og veru að vera á Spáni. Hann var kominn með hálfgildings samning þar. Það gekk ekki eftir. „Ég held að félagið hafi hætt við þátttöku þannig að þetta er lottóvinningur og okkar lán í óláni að við skyldum fá hann hingað þvi við vitum hvað við höfum. Hann er geysilega öfl- ugur leikmaður og mjög drjúgur í fráköstum og hann var mjög jafh og stapill og það er gott að fá mann sem hefur vérið hér á landi," sagði Sigurður í samtali viö DV. -DVÓ Eggjabikarinn: Snæfell skellti Haukunum Keppni í Eggjabikarnum í körfuknattleik hófst í gærkvöld með fjórum leikjum og var um fyrri leik liðanna að ræða. Snæ- fell vann góðan sigur á Haukum, 92-90, í jöfiium og spennandi leik. I Grindavík lögðu heimamenn liö Þórs frá Akureyri, 81-78, en í hálfleik leiddu Þórsarar með 12 stigum. Grindvíkingar mættu ákveönir til leiks í síðari hálfleik og knúðu fram sigur. Herbert Arnarson skoraöi 18 stig fyrir Grindavík og Warren Peebles 17 stig. Hjá Þór skoraði Lorenzo Orr 19 stig. Önnur úrslit urðu þau að Njarðvík sigraði ÍS með miklum yfirburðum, 69-118, og sama ein- stefnan var í leik ÍR og Keflavík sem lyktaði, 54-111, og gerði Halldór Karlsson 23 stig fyrir Keflavík. KR sigraði Stjömuna 72-61. -JKS/BB Grindavlk Ofbeldi eykst stórlega í enska boltanum og menn leita úrræða: Mun harðari refsingar Pétur fór ekki með landsliöinu til Armeníu Að lokinni læknisrannsókn í gær var ljóst að Pétur Marteinsson færi ekki með landsliðinu til Armeníu en þangað hélt liðið árla morguns. Pétur hefur átt við meiðsli að stríða í nára og tók Sigurð- ur Öm Jónsson úr KR sæti hans. Ekki var tekin nein áhætta með Pétur en vonir standa til að hann verði orðinn góður fyrir leikinn gegn Rússum í Reykjavík á miövikudaginn kemur. Liðið verður níu tíma á leiðinni til Yerevan og verður liðið komiö þangað klukk- an tíu að staðartíma í kvöld. Leikurinn við Armena í forkeppni Evrópumóts landsliöa verður á morgun og hefst klukkan eitt að ís- lenskum tíma. íslendingar gerðu frækilegt jafhtefli við Frakka í fyrsta leiknum en á sama tíma unnu Armenar lið Andorra. Ljóst er aö leikurinn verður okkar mönnum erflður en á góðum degi getur allt gerst. -JKS Ofbeldi innan vallar sem utan hefur aukist stórlega frá því sem verið hefur á nýhafinni leiktíð í ensku knattspyrnunni. Nú síðast sparkaði John Hartson fólskulega í höfuð Eyal Berkovic á æfmgu hjá West Ham og ekki er enn séð fyrir endann á þessu leiðindamáli. Árás Hartsons var óvenju grimm. Menn hafa eðlilega miklar áhyggjur af því að slagsmál em nú farin að gera vart við sig á æfingum hjá félögunum en hingaö til hafa menn getað verið sæmilega öryggir með sig á æfingasvæðum félaganna. Leikmenn West Ham setti hljóða Leikmenn West Ham setti hljóða eftir atvikið og Berkovic lá í blóði sínu í 10 mínútur eftir sparkið frá Hcirtson. Hartson hringdi síðan í Berkovic og baðst afsökunari Berkovic er mjög óánægður með hvernig forráðamenn West Ham hafa tekið á rriálinu. Hartson hefur ekki enn verið settur í bann af félaginu og í enskum ■ fjölmiðlum er jafnvel talið að hann sleppi með sekt. Slík verður þó varla iraunin hjá enska knatt- spyrnusambandinu sem mun taka alvarlega á málinu enda þar menn í forsvari sem skOja að ofbeldi á æfingum og i knattspyrnu yfirleitt er nokkuð sem ekki á að taka sem sjálfsögðum hlut. Ofbeldi og slagsmál eru ekki hluti af leiknum eins og hérlendir spark- sérfræðingar segja um hvaða vitleysu sem dómarar hér gera í leikjum. Kannski er þetta best sem vitlausast. Göngin - nýr vettvangur átaka Nú virðist vera í tísku hjá knattspymumönnum að slá frá sér og lemja andstæðinga jafnt sem lögreglumenn í göngum sem liggja frá vallarhúsum og inn að vellinum. Upphaflega vom þessi göng sett upp á knattspyrnuvöllum til að verja knattspymumennina sjálfa fyrir áreiti frá áhorfendum. Hugulsemina hafa þeir launað með því að koma sem mestu óorði á knattspymuna í þessum umræddu göngum. Nú síðast var Patrick Vieira í Arsenal ákærður fyrir að slá til lögreglumanns í göngum eftir leikinn fræga gegn Shefíield Wednesday á dögunum. Þar var dómarinn laminn af Italanum Paolo Di Canio. Vieira nægðu ekki slagsmálin inni á vellinum heldur þurfti að bæta um bétur og koma laganna verði í skilning um það hver væri bestur og mestur. Ákaflega heimskulegt af Vieiera. Oft em það sömu leikmennirnir sem eiga í hlut þegar misgóðir atburðir eiga sér stað innan knattspyrnuvallarins eða utan hans. Þessir ólátabelgir gera sig að fíflum hvað eftir annað. Nú velta fjölmiðlar á Englandi því fyrir sér hvernig á þessu lan Wright, sem nú leikur með West Ham, hefur stundum verið laus höndin. Hér er hann í leik með Arsenal á sl. tímabili. standi. Hvernig standi á því að hegðun leikmanna fer versnandi og sömu leikmenn eigi í hlut hvað eftir annað. Hvað sé til ráða. Harðari refsingar Flestir era sammála um að ástæðan fyrir auknu ofbeldi í enska boltanum sé sú hvað refsingarnar eru hlægilega máttlausar. Knattspyrnumennirnir, sem flestir eru á svimandi háum launum, eru sektaðir um nokkur pund sem þeir gripa upp úr öðrum buxnavasanum. Það sem þarf að gera er að taka upp mun harðari refsingar. Svipta menn launum svo mánuðum skiptir og dæma þessa óeirðaseggi í langt keppnisbann. Einstaka félög á Englandi hafa tekið mjög hart á sínum málum og í kjölfarið hefur allt dottið í dúnalogn hjá umræddum félögum. Stóru liðin virðast hins vegar halda að sér höndum, sérstaklega ef stóru nöfnin eiga í hlut. John Hartson er vitanlega einn skæðasti sóknarmaður West Ham. Er það ástæðan fyrir þögninni og aðgerðarleysinu á Upton Park? Patrick Vieira er einn af lykilmönnum Arsenal, Ian Wright var það líka á sínum tíma. Hann hefur ekki aflagt fíflalætin enn þótt fluttur sé frá Arsenal til West Ham enda hefur hann aldrei fengið duglega ráðningu. Sheffleld Wednesday rumskaði er Di Canio lamdi dómarann. Svipti hann launum í tvær vikur en bann hefur ekki enn verið gert opinbert. Di Canio munar að sjálfsögðu ekkert um það að vera launalaus í tvær vikur. Ólætin slagsmálin og allur djöful- gangurinn í enska boltanum er mjög alvarlegt mál. Heiður enska boltans er í húfi og því verður að treysta að for- ráðamenn félaga og enska knattspymu- sambandið séu í stakk búnir til að grípa til viðeigandi aðgerða. Að öðram kosti verður enski boltinn skrípaleikur sem enginn mun nenna að fylgjast með. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.