Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 18
18
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998
* Sviðsljós_________________________________________________________
Fergie fær milljónir fyrir að vera happdrættisvinningur:
Lætur bömin lönd
og leið um áramót
Ýmislegt má nú gera fyrir milljón
dollara. Að minnsta kosti telur her-
togaynjan af Jórvík, hin rauðhærða
og ástsæla Fergie, að fyrir þá upp-
hæð sé það vel þess virði að láta
bömin og elskhugann lönd og leið
um áramótin.
Fergie hefur gert samning við
megmnarfyrirtækið Weight Watch-
ers um að snæða kvöldverð þann 31.
desember næstkomandi með vinn-
ingshafa í happdrætti fyrirtækisins.
Matarboðið verður eingöngu fyrir
tvo, Fergie og vinningshafann. Þess
vegna verða Andrés prins, fyrrum
eiginmaður ærslabelgsins, dætum-
ar Beatrice og Eunice og, síðast en
ekki síst, ítalski kærastinn hennar,
Gaddo della Gherardesca greifi,
hvergi nærri.
Mörgum þykir sem Fergie hafi
lotið helst til lágt með því að selja
áO
M mK\ Jr» Cy wwmrb
i. <4J
Ut?** i 1 í m ÍBijte&fek.- ..
Fergie ætlar að sleppa því að vera í örmum elskhuga síns um áramótin þar
sem hún hefur selt sig sem happdrættisvinning í megrunarklúbbi.
sjálfa sig sem happdrættisvinning.
En stúlkan er skuldum vafin og því
kannski ekki forsvaranlegt að fúlsa
við sjötíu milljónum króna. Fergie
hefúr áður auglýst ávaxtasafa vest-
ur í Ameríku og hún hefur klætt sig
upp sem frelsisstyttuna í auglýs-
ingaskyni fyrir einhverjar mynda-
vélar.
Fergie mun tala inn á 30 sek-
úndna sjónvarpsauglýsingu þar sem
hún hvetur bandarískan almenning
til að ganga í megrunarklúbb
Weight Watchers. Heppinn félags-
maður fái siðan að snæða með
henni dýrindis kvöldverð á
gamlárskvöld.
Talsmaður WW vildi ekkert segja
hvar Fergie og vinningshafinn
mundu borða. „Við viljum ekki
eyðileggja ánægjuna fyrir vinnings-
hafanum," sagði talsmaðurinn.
Brad Pitt hæstánægður
með lífið og tilveruna
Hjartaknúsarinn Brad Pitt er
fremur fámáll um nýjustu kærust-
una sína, leikkonuna Jennifer
Aniston. Hann viðurkennir þó að
lífið leiki við hann um þessar
mundir.
„Lífið er dásamlegt," segir kapp-
inn í viðtali við amerískt
skemmtirit.
Jennifer hlýtur því að vera betri
en engin.
Brad segir aftur á móti enn
minna um fyrrum kærustu, ljósk-
una Gwyneth Paltrow sem nú svíf-
ur um í örmum Bens Afflecks,
ungs manns á hraðri uppleið 1
Hollywood og víðar.
Annars er Brad önnum kafinn
við að kynna nýjustu myndina
sína, Meet Joe Black.
Mtt
IBÍÓ
Frumsýning í Regnboganum 16. október.
t
r» i ■
ý\
Smelltu þer inn a www.visir.is og þú gætir unnið miða
www.irisir.is
FYRSTUR MEÐ FRETTIRNAR
Italska tískuhúsið Moschino þykir viðhalda hnyttni sinni og skerpu f þessum
fallega klæðnaði sem sýndur var í Mílanó í vikunni. Jakkinn og buxurnar eru
aðalatriðið en ekki netadræsan sem stúlkan er f undir.
Gat ekki búið
með kærustunni
Albert Mónakóprins gengur
eitthvað erfiðlega að ftnna sér
kvonfang, þótt eflaust eigi hann
af kærustunum nóg. Nýleg til-
raun hans og hinnar fögru Tös-
hu Mota e Cunha til að búa í
miklu nábýli mistókst. Öll áform
um hjónaband eru því fyrir bí.
Þegnar prinsins urðu að vonum
vonsviknir þegar hirðin gaf út
yfirlýsingu um að ekkert væri
milli þeirra hjúanna.
Melanie sýnir
á sér kroppinn
Viðstadda rak í rogastans á
dögunum þegar bandaríska leik-
konan Melanie Griffith sprang-
aði um baðströndina í MarbeUa,
ekki langt frá glæsiviUu eigin-
mannsins Antonios Banderas, á
svörtum bíkíníbaðfotum. Hún
hafði sigrað í baráttunni við
aukakUóin, og það svo um mun-
aði. Melanie hló hins vegar að
öUu tali vun að hún hefði verið í
ströngum megrunarkúr.
Alexandra er
alltaf á þönum
Alexandra prinsessa, eigin-
kona Jóakims prins í Dan-
mörku, er óþreytandi þegar kem-
ur að því að leggja öðnnn lið. í
heimsókn sinni tU Víetnams
með danska Rauða krossinum
sýndi Alexandra að hún býr yfir
sömu hjartahlýjunni og sama
áhuganum á öðru fólki og gerði
Díönu heitna prinsessu jafhvin-
sæla meðal alþýðu manna og
rairn bar vitni.