Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998
Fréttir
Niðurstöður lygamælingaprófsins á Sævari Ciesielski árið 1976:
Gögnin sem hurfu
- niðurstöðurnar Sævari í hag, segir Jón Oddsson, fyrrum réttargæslumaður hans
„Þegar málið var tekið fyrir í
Hæstarétti i fyrra leitaði ég að öll-
um gögnum sem tengdust Sævari
Ciesielski, skjólstæðingi mínum, og
þessum málum. Ýmis gögn komu
ekki fram í dagsljósið, þar á meðal
niðurstöður úr lygamælingaprófi og
fleiri sálffæðiprófum sem rannsókn-
armenn létu Sævar gangast undir
meðan hann var í varðhaldi. Þessi
gögn virðast hreinlega hafa horfið.
Af hverju þau hurfu veit ég ekki,“
segir Ragnar Aðalsteinsson, hæsta-
Dr. Gísli Guðjónsson, yfirréttarsál-
fræðingur í Englandi, tók lygamæl-
ingaprófið á Sævari. Gfsli var þá
rannsóknarlögreglumaður.
réttarlögmaður og réttargæslumað-
ur Sævars Ciesielskis í upptöku
Guðmundar- og Geirfinnsmála fyrir
Hæstarétti.
Samkvæmt heimildum DV óskaði
Sævar ekki eftir niðurstöðum úr
þessu lygamælingaprófi þegar málið
var tekið upp í Hæstarétti.
Sævari í hag
Dr. Gísli Guðjónsson, sem er
virtur yfirréttarsálfræðingur í
Englandi, framkvæmdi lygamæl-
ingaprófið á Sævari árið 1976.
Samkvæmt heimildum DV hefur
Gísli einn þessar niðurstöður und-
ir höndum og hefur aldrei afhent
þessi gögn. Gísli hefur ekkert vilj-
að tjá sig um niðurstöður prófsins
og segist ekki hafa leyfi til þess
þar sem um trúnaðarskjöl sé að
ræða. Gísli var rannsóknarlög-
reglumaður í sakadómi á þeim
tíma sem hann tók prófið á Sæv-
ari.
Jón Oddsson, sem var réttar-
gæslumaður Sævars á þeim tíma,
fékk að vita niðurstöðumar og
segir í viðtali við DV að þær hafi
verið hagstæðar fyrir Sævar. „Ég
fékk ekki að sjá niðurstöðumar á
prenti en mér var tjáð þetta af lög-
reglumönnum. Ég bar fram fyrir-
spurn á þeim tíma um hvort ætti
ekki að leggja þessi gögn fram þá
en það var ekki metið svo af dóm-
stólum,“ segir Jón í samtali við
DV.
Málin í Strasbourg
Guðmundar- og Geirfinnsmálin
voru send til mannréttindadóm-
stólsins í Strasbourg eftir að
Hæstiréttur taldi ekki ástæðu til
endurupptöku þeirra á síðasta ári.
Málin em nú í eðlilegri meðferð
ytra og hafa fengið kennitölu þar,
að sögn Ragnars Aðalsteinssonar.
Ragnar segist ekki geta tjáð sig
nánar um gang málanna fyrir
dómnum í Strasbourg á þessu stigi
en segir að mál séu yfirleitt mjög
seinfarin fyrir dómnum.
-RR
Sævar Ciesielski fyrir utan Hæstarétt. Sævar fór í lygamælingapróf árið 1976
en niðurstöður þess eru á huldu. Jón Oddsson, fyrrum réttargæslumaður
Sævars, segir að niðurstöðurnar úr því hafi verið Sævari í vil.
Stórtónleikarnir á Akureyri:
í fínu formi og hlakka til
- segir Kristján Jóhannssön
DVAkuœyri:
„Þessir tónleikar leggjast mjög
vel í mig og ég vona að Akureyring-
ar segi það sama,“ segir stórsöngv-
arinn Kristján Jóhannsson, en hann
er kominn til Akureyrar þar sem
stórtónleikar hans og fleiri lista-
manna verða í íþróttahöllinni á
morgun. Tónleikamir era haldnir
til minningar um Jóhann Konráðs-
son, hinn landsþekkta söngvara og
föður Kristjáns, en hann heföi orðið
áttræður á siðasta ári. Uppselt er á
tónleikana og verða um 2000 manns
viðstaddir.
Eins og á eftirminnilegum tón-
leikum Kristjáns á Akureyri fyrir
þremur áram syngur Sigrún
Hjálmtýsdóttir með Kristjáni nú og
einnig Jóna Fanney Svavarsdóttir,
bróðurdóttir Kristjáns. Undirleik-
inn annast Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands sem verður styrkt með
hljóðfæraleikuram úr Sinfóníu-
hljómsveit íslands. Hljómsveitar-
stjórinn er Giovanni Andreoli,
þekktur ítalskur hljómsveitarstjóri.
Kristján segir að tónleikamir á
Akureyri fyrir þremur áram séu
eftirminnilegir. „Það var létt yfir
þeim tónleikum og svo verður von-
andi einnig nú. Ég er í mjög fínu
formi og hlakka mikið til tónleik-
anna,“ sagði Kristján.
-gk
Kristján Jóhannsson og ítalski stjórnandinn Giovanni Andreoli á flugvellin-
um í Reykjavík í gærkvöld, á leið norður til Akureyrar. DV-mynd Hilmar Þór
Málefni miðhálendisins:
Þingforseta af-
hent áskorun
í gær var forseta Alþingis af-
hent áskorun til þingmanna um
málefni miðhálendisins. Þeir
sem skrifuðu undir áskoranina
vora öll helstu náttúravemdar-
samtök landsins ásamt útivistar-
félögum og landskunnu lista-
fólki.
„Hér er ekki verið að mótmæla
neinu, heldur erum við einungis
að vekja fólk til umhugsunar og
sýna samstöðu með landinu og
náttúrunni. Við afhendum áskor-
unina með það fyrir augum að
lýsa hug listamanna til þess sem
er á döfmni á þinginu í vetur í
málefnum hálendisins." sagði
Kolhrún Halldórsdóttir leik-
stjóri, og talaði fyrir hönd þeirra
35 listamanna sem lásu ættjarð-
arljóð í alíslenskri rigningu til
þess að undirstrika skoðanir sín-
ar. í þeim hópi vora meðal ann-
arra Þorsteinn frá Hamri, Eiísa-
bet Jökulsdóttir, Guðrún Gísla-
dóttir, Sjón og Ámi Ibsen.
Ólafur G. Einarsson, forseti
Alþingis, tók við áskoruninni á
tröppum Alþingishússins, sagð-
ist mundu koma henni til skila
og bætti því við að sjálfur hefði
hann sterkar taugar til hálends-
ins.
í fréttatilkynningu frá áskor-
endum segir meðal annars: „Mál-
efni miðhálendisins hafa verið
mikið í sviðsljósinu að undan-
fömu. Fram er komin skipulags-
tillaga að margþættri landnýt-
ingu á svæðinu til næstu sautján
ára, umfangsmiklar virkjunar-
Elísabet Jökulsdóttir beindi orð-
um sínum að Aiþingishúsinu og
hafði Stein Steinarr sér til halds
og trausts við lesturinn.
DV-myndiTeitur
framkvæmdir eru þegar hafnar,
eða á döfinni og hugmyndir era
uppi um stóraukna vegagerð á
öræfunum. Haldi fram sem horf-
ir er ljóst að þjóðin glatar fyrr en
varir einni helstu náttúraauð-
lind sinni: Ósnortnum víðemum
og öræfanáttúru."
-þhs
Stuttar fréttir i>v
Ofveifti rjúpunnar
Skotveiðifélagið hefúr lagt til við
umhverfisráð-
herra og þing-
menn á SV-landi
að þeir beiti sér
fyrir að fiárveit-
ingar til ijúpna-
rannsókna verði
auknar. Sigmar
B. Hauksson,
formaður félagsins, segir að stytt-
ing veiðitímans nú yrði skot í
myrkri. Hann dregur í efa aö of-
veiði sé á öllu SV-landi. Náttúru-
fræðistofnun hefur hins vegar sagt
að ástand rjúpnastofnsins á SV-
landi væri mun verra en í öörum
landshlutum. Ástæðan er ofveiði.
RÚV greindi frá.
Fall um tæp 27%
Viðskiptablaðið segir frá því að
hlutabréf Básafells hf. hafa fallið
um nær 27% frá miðjum júní eða
frá því hlutabréf félagsins voru tek-
in á skrá Aðallista Verðbréfaþings.
Stærsta fyrirtækið
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
er stærsta fyrirtæki landsmanna
samkvæmt yfirliti Fijálsrar versl-
unar. í fyrra nam velta fyrirtækis-
ins 29,5 ma. kr. RÚV greindi frá.
Kaupir tvö skip
Sjónvarpið greindi frá því að
skrifað hefur verið undir samninga
um kaup Haraldar Böðvarssonar
hf. á tveimur nýjum nóta- og
flottrollsskipum.
Lítil einkavæöing
í Viðskiptablaðinu kemur fram
að ríkisstjómin áformi litla einka-
væðingu á næsta ári. Einungis er
gert ráð fyrir aö selja afganginn af
hlut ríkisins í FBA, Aðalverktök-
um og Sementsverksmiðjunni.
Samningur Sýn og Japis
íslenska útvarpsfélagið og Japis
hafa gert meö
sér viðamikinn
samning hvað
varðar kostnað
á útsendingum
frá NBA-körfu-
boltanum.
Samningurinn
gildir frá byrjun
leiktímabilsins, sem er 6. nóvem-
ber, og felur í sér að Japis kostar
allar útsendingar frá NBA á Stöð 2
og Sýn.
íslendingar þunglyndir
Kostnaður tryggingakerfisins
vegna tauga- og geðlyfja hér á landi
hefur tvöfaldast undanfarin sex ár.
í ljós hefur komið að íslendingar
neyta helmingi meira af nýjum
þunglyndislyfjum en nágrannar
okkar Danir. RÚV greindi frá.
Yrði þaö stærsta
í Viöskiptablaðinu kemur fram
aö ef hlutabréf Landssímans hf.
yröi skráð á markaði yrði fyrirtæk-
ið án efa stærsta fyrirtæki landsins
miðað við markaðsverðmæti.
Tekjur lækka um 16%
í Viðskiptablaðinu kemur fram
að tekjur Þjóðleikhússins lækka
um 16% á komandi ári frá því sem
fjárlög gera ráð fyrir á þessu ári en
áætlaö er að þær nemi 115 milljón-
um króna eða 22% af rekstrargjöld-
um. Eigin tekjur Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands verða aðeins 11% af
rekstrargjöldum á næsta ári sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpi.
Vill 4. sætið
Jón Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri í Kópa-
vogi, hefur til-
kynnt um þátt-
töku sina í próf-
kjöri Sjálfstæð-
isflokksins í
Reykjaneskjör-
dæmi sem hald-
ið verður 14.
nóvember og sækist hann eftir 4.
sæti. Síðastliðin ár hefúr Jón gegnt
formennsku í Sjávarnytjum sem
berst fyrir skynsamlegri nýtingu
auðlinda hafsins. Að undanförnu
hefur félagið lagt áherlsu á að ís-
lendingar hefji hvalveiðar á ný.
-SÁ