Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998
Spurningin
Hver er uppáhaldsíþrótta-
maðurinn þinn?
Isak Jónsson borgarstarfsmaður:
Mika Hakkinen.
Eva Dögg ísfeld nemi: David Beck-
ham.
Ellas Kjartan Bjaraason, 8 ára:
Jón Amar Magnússon.
Ólöf Aðalsteinsdóttir húsmóðir:
Jón Amar Magnússon.
Hafliði Araar Bjamason, 5 ára:
Magnús Ver.
Beraharður Bjamason, 10 ára:
Vala Flosadóttir.
Lesendur
Lykill að framtíð
Geðhjálpar
Ingólfur H. Ingólfsson, framkv-
stj. Geðhjálpar, skrifar:
Heilbrigðisráðherra, Ingibjörg
Pálmadóttir, færði Geðhjálp húsið
Túngötu 7 til eignar sl. mánudag.
Túngata 7 er glæsileg bygging þar
sem fólk með geðsjúkdóma og að-
standendur þess mun ganga hnar-
reist um sali þrátt fyrir haröa bar-
áttu við erfiðan sjúkdóm.
Húsið hefur staðið autt í mörg ár
og ekki fengið mikið viðhald. Áætl-
aður kostnaður við endurbætur er
um 25 til 30 miUjónir króna. Kiwan-
ishreyfingin hefur af stórhug ákveð-
ið að aðstoða Geðhjálp við að stand-
setja húsið með andvirði af sölu K-
lykilsins. Sjálfboðaliðar munu
ganga hús úr húsi dagana 8. til 10.
október og selja K-lykilinn. Með
sameiginlegu átaki Kiwanis og
landsmanna mun Geðhjálp geta
endurbyggt þetta glæsilega hús á
Túngötu 7 og vonandi kveikt þar á
jólatrénu fyrir næstu jól.
Það er ánægjulegt aö Kiwanis-
söfnunin ber upp á alþjóðlegan geð-
heilbrigðisdag 10. október og af því
tilefni mun Geðhjálp hafa opið hús
með kaffiveitingum á Túngötunni
frá kl. 13 til 14.30 Auk þess verður
farið í göngu frá Túngötimni upp í
Háskóla, stofu 101 í Odda, þar sem
haldið verður málþing með
skemmtidagskrá undir kjörorðinu
„Mannréttindi og geðheilbrigði".
Geðhjálp var stofnað árið 1979 og
hefúr adla tíð verið í leiguhúsnæöi
víða í miðborginni. Félagið er nú til
húsa í Hafnarbúðum, Tryggvagötu
„Túngata 7 er glæsileg bygging þar sem fólk með geðsjúkdóma og aðstand-
endur þess mun ganga hnarreist um sali þrátt fyrir harða baráttu við erfið-
an sjúkdóm."
9, en leigusamningurinn rann út 1.
september svo enn er komið að
flutningi - en loksins í varanlegt,
eigið húsnæði.
Á Túngötunni verður aðstaða fyr-
ir öfluga starfsemi. Þar verður fé-
lagsmiðstöð, mötuneyti, vinnustofa,
verkstæði, listasmiðja, iðjuþjálfun
og skrifstofur félagsins. Námskeiða-
hald og fræðsla fyrir fólk með geð-
sjúkdóma og aðstandendur þeirra
ásamt góðri aðstöðu fyrir sjálfs-
hjálparhópa. Fjölskyldulínan, sem
veitir aðstandendum símaþjónustu í
númerinu 800 5090, verður einnig
með aðsetur sitt í húsinu. I risinu
er ætlunin að hafa herbergi fyrir
fólk sem þarf að sækja geðheilbrigð-
isþjónustu tímabundið til Reykja-
vikur.
- Þetta eru ánægjuleg tímamót í
sögu Geðhjálpar og hvet ég alla til
að taka þátt í gleðinni með okkur og
taka vel á móti sjálfboðaliðum
Kiwanis og kaupa K-lykilinn fyrir
framtíð Geðhjálpar.
Biðlaun til alþingismanna
Þórhallur skrifar:
Það er mörg misfellan í íslenskri
stjómsýslu. Örlar þó á ýmsum ný-
mælum sem ættu að fá góðar undir-
tektir hjá Alþingi og ráðamönnum.
Eitt slíkt er til umræðu einmitt
þessa dagana, að ráðherrar sitji
ekki jafnframt á Alþingi. Þetta væri
til bóta og gæfi ráðherrum meira
ráðrúm til starfa í sínum mála-
flokki.
Annað er ótækt og gerir almenn-
ing ergilegan. Það er þegar alþingis-
menn fá greidd svonefnd „biðlaun"
frá Alþingi, þótt þeir fari beint til
annarra starfa. Frægt að endemum
var þegar Sverrir Hermannsson
hætti á þingi og fór í bankastjóra-
stól í Landsbankanum, en tók sín
biðlaun engu að síður.
Nú eru kosningabiölaun til al-
þingismanna sem hugsanlega hætta
á þingi áætluö 23 milljónir króna.
Þetta er útgjaldaliður hjá Alþingi
sem ekki ætti að þekkjast. Auðvitað
eiga þingmenn sem hætta að fá laun
í þrjá mánuði eins og aðrir detti
þeir út af þingi, en heldur ekkert
meira. Fari þeir hins vegar til ann-
arra starfa, að ekki sé talað um inn-
an ríkisgeirans, eiga þeir engin bið-
laun að fá. - Einfalt og rökrétt.
Handsal í haug
fortíðarvandamála
Jóhann Jónsson skrifar:
Við lestur fréttar í DV nýlega þar
sem sagt var frá vandamálum verð-
bréfafyrirtækisins Handsals hf. rifj-
aðist upp fyrir mér að líklega hefúr
Handsal hf. verið með fyrstu verð-
bréfafyrirtækjum hér á landi.
Sennilega stofnað í ársbyrjun 1991.
Þetta fyrirtæki sat þó ekki lengi eitt
í „paradís".
Ferill Handsals varð heldur ekki
farsæll og á fyrirtækið fremur
óglæsilega fortíð. Það lenti í mikl-
um erfiðleikum, sem aldrei voru
skýrðir til fulls, en leiddi til brott-
hvarfs þáverandi forstjóra, Eddu
Helgason, frá fyrirtækinu. Seldi
hún sinn hlut til Lífeyrissjóðs Aust-
urlands. Á yfirverði, að eigin sögn,
í nýlegri frétt í DV....
þjónusta
allan
Við stofnun Handsals í ársbyrjun 1991. - Nokkrir stofnenda ásamt forstfór-
anum, Eddu Helgason.
~ 'Handsal fékk frest, að mig minn-
ir hjá Seölabanka íslands, til að
b'æta eiginfjárstöðu sína og átti þá-
verandi seðlabankastjóri, Stein-
grímur Hermannsson, þátt í því að
leggja blessun sína yfir fyrrverandi
stjómendur fyrirtækisins. Það
dúgði þó ekki til og nú virðist kom-
ið að endalokum í píslargöngu
þéssa frumkvöðuls í verðbréfavið-
skiptum á íslandi. Með „haug af
vandamálum" í farteskinu.
Áuglýsingar Handsals á sérstök-
um fasteignalánum til eldri borgara
sem vildu „innleysa uppsafnaðan
sþámað í húseign til að lækka eign-
arskatt eða auðveldá framfærslu
sína“ - eins og það var orðaö í aug-
lýsingunni - féll í grýttan jarðveg.
Raunar var Handsal hf. ekki lán-
veitandinn heldur milliliður um út-
vegun lánanna. Lhþyrissjóðir og
aðrir sjóðir á höfúðíiörgarsvæðinu
fjármögnuðu „tombóluna" sem ég
kalla svo. Ekki er vitað hvort Hand-
sal stendur af sér vandann í þetta
sinn, forstjórinn er sagður á förum
og enn er „helvítis haugur" af
vandamálum í fyrirtækinu, að sögn
stjórnarformannsins. : Hverjir geta
nú komið til bjargar, kannski Seðla-
bankinn?
Súðvíkingar
hopa hvergi
Valgerður skrifar:
Ragnar skrifaði í DV fostud. 2.
okt. sl. - Hann haföi komið til
Súðavíkur sl. sumar og var helst
á honum að skilja að þar ætti eng-
in byggð að vera lengur; þar ættu
menn að skammast sín fyrir að
búa á snjóflóðasvæði og koma sér
hið fyrsta burt. En hvurt? Ef til
vill í „flóttamannabúðimar á suð-
vesturhominu"? Ég kom líka til
Súðavíkur í sumar og dvaldi í
vikutíma. Það vakti aðdáun mína
aö finna bjartsýni og stórhug
fólksins sem þar býr eftir þær
hörmungar sem yfir höfðu dunið.
í stað þess að bugast og hopa fyr-
ir óblíðum náttúmöflum hafa
Súðvíkingar byggt upp nýjan bæj-
arkjama utan hættusvæðis auk
þess að byggja upp aðstöðu til
sumardvalar fyrir aðkomufólk í
þeim húsum sem ekki em trygg
til búsetu yfir vetrarmánuðina.
Dvölin á Súðavík varð mér
ógleymanleg, ekki síst vegna
fólksins sem þar býr. - Við meg-
um aldrei gleyma þvi að ísland er
annað og meira en Reykjavíkur-
svæðið. Stöndum vörð um dreifða
byggð á íslandi. Allt annað er
óhæfa.
Bjóðum Russ-
unum hingað
Kristín í Keflavík hringdi:
Ég hef fylgst með fréttum af
Rússunum sem vinna hér á landi
á vegum Landsvirkjunar. Satt að
segja vekur það til umhugsunar
hvað bíði þessara blessaðra
manna þegar þeir snúa aftur
heim. Hvemig verður tekið á
móti j»im og og hvort þeir fái ein-
hvers staðar starf. Mín tillaga er
sú að við bjóðum þessum mönn-
um vinnu hér og að þeir fái sínar
fjölskyldur hingað. Þeir eru ör-
ugglega miklu betrn- settir hér á
landi en í heimalandinu, ef marka
má fréttir í fjölmiðlum síðustu
daga.
Tvísköttun
á lífeyri
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Illu heilli verða þeir sem fá
greiddan lífeyri eftir starfslok að
borga skatta aftur af lífeyrissjóðs-
greiðslum. Þegar fólk er í vinnu
borgar það í lífeyrissjóð og er það
skattlagt. Nú er ég 67 ára gamall
og fengi því greitt úr lífeyrissjóði.
Þá borga ég aftur skatta af lífeyr-
inum. Þetta er tvísköttun eins og
allir vita og ekkert annað en
þjófhaður. Ég heiti á nýtt framboð
vinstrimanna að taka þetta mál
upp í stefnuskrá sinni. Sá flokkur
sem vill afnema þessa ósvinnu
fær mikið fylgi eftirlaunafólks.
Þjófnaður
aldarinnar
Bjöm B. skrifar:
Meö frjálsu framsali kvóta á
sameign þjóðarinnar er siðgæðis-
vitund þjóðarinnar stórlega mis-
boðið. Fjölmargir aðilar hafa
hagnast um tugi, jafnvel hundruð
milljóna á að leigja eða selja sam-
eign þjóðarinnar innbyrðis og sett
í verðbréf innan- sem utanlands
og er auðvitaö mesta eignatil-
færsla í þjóðfélaginu síðan land
byggðist. Lágmarkskrafa er að
frjálst framsal þjóðariimar verði
stöðvað nú þegar með lagasetn-
ingu og sett í stjórnarskrá. Línu-
veiðar verði gefnar fijálsar innan
30 mílna, frystitogararnir fari út
fyrir 50 mílurnar og ísfisktogarar
verði ekki nær landi en 30 mílur
og allur afli ísaður og slægður
komi í land. Fiskistofa úthluti
kvóta til togara og öðrum skipt-
um á aflaheimildum. Tillögur for-
sætisráðherra um að þjóðin kaupi
aftur til sín sameign sina og það
með skattaafslætti ríkissjóðs eru
hlægilegar. Siðgæðisvitund þjóð-
arinnar er stórlega misboðið með
þessum tillögum.