Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 JL>"V
10 'kitenníng
**★---------
í ófullgerðum heimi
„Ameríka er að mörgu leyti
táknræn; meðal annars vegna
þess að hún er tilraun Kafka til
þess að finna þann nýja heim list-
arinnar og nýrrar tilvistar sem
hann hafði leitað svo lengi að,“
segir Ástráður Eysteinsson en
nýlega kom út hjá Máli og menn-
ingu þýðing hans og föður hans,
Eysteins Þorvaldssonar, á Amer-
íku eftir Franz Kafka.
„Sagan hefst á því að söguhetj-
an Karl Rossmann er sendur af
foreldrum sínrnn í útlegð til Am-
eríku. Útlegðin er jafnframt upp-
götvun nýs heims sem og nútím-
ans, því að mýtan Ameríka verð-
ur nokkurs konar spegill hans.
Öll uppbyggingin sem þar á sér
stað, allar viðáttumar og allar
stærðimar. Ameríka er tilraun
til þess að uppgötva heim listar-
innar og finna honum stað í nú-
tímanum, en einnig könnun á
möguleikum landnáms eða land-
könnunar í myndrænum og til-
vistarlegum skilningi. Þama
koma saman mörg einkenni
seinni skáldsagna Kafka sem era
þó mun samþjappaðari í rými.
Réttarhöldin gerast að mestu í
einni borg sem heltekin er af ein-
um dómstóli, Höllin gerist í einu
þorpi og Hamskiptin í einu her-
bergi. Kafka er snillingur í að
draga upp myndir af umhverfi.
Allt frá mjög þröngu rými, upp í
víðáttur eins og í Ameríku."
- Margar af persónum Kafka eiga á einhvem
hátt undir högg að sækja í tilverunni - eins og
Jósef K. 1 Réttarhöldunum og Gregor Samsa í
Hamskiptunum. Er jafnmikið lagt á Karl Ross-
mann?
„Öðram þræði er Ameríka harmsaga," segir
Ástráður, „en eitt af því sem er svo heillandi við
Kafka er aö hann getur sýnt okkur hið harm-
ræna án þess að vera með vorkunnsemi gagn-
vart söguhetjunum. Það er að mínu mati hluti
af einkennilegri dýpt verksins. En auðvitað
finnum við til með Karli Rossmann í hans
hremmingum þó að stundum langi okkur líka
til þess að sparka í rassinn á honum vegna þess
hve hann er ósjálfbjarga og á erfitt með að ná
tökum á þessum heimi þrátt fyrir góðan vilja.
Að hluta til er það vegna þess að hann er á þeim
einkennilegu mörkum að vera enn bam þó að
hann sé kominn inn í heim fullorðinna. Kafka
er alltaf að velta fyrir sér hinu bamslega og
spyrja hvað felist í því. Hið barnslega er að
mörgu leyti tvíbent, annars vegar er það hrekk-
laust og saklaust, hins vegar býr það yfir öllum
þeim hvötum sem einkenna mannseðlið."
Ástráður Eysteinsson var að gefa út þýðingu sína og föður síns á Ameríku eftir Kafka.
DV-mynd E.Ói.
- Kafka sagði einhverju sinni að bækur
ættu að vera „eins og öxin á freðið hafið í
okkur“. Að vekja með lesandanum viðbrögð
frekar en skemmta. Finnst þér Amerika
standa undir þessum orðum?
„Þegar Kafka segir að bækur eigi ekki að
skemmta okkur þá á hann við að þær eigi
ekki að vera yfirborðsleg skemmtun. Amer-
íka er mikil skemmtun þó að Kafka stilli les-
endum upp frammi fyrir erfiðum spuming-
um eins og þeim hvort sakleysi sé til í mann-
legum samskiplum eða hvort fólk sé alltaf of-
urselt vilja einhvers; hvort það þurfi annað-
hvort að ráða yfir einhverjum eða láta ráða
yfir sér. Hann spyr margra spuminga um
þroskakosti í þessari skáldsögu og brýnir
þær með því að láta söguhetjuna ekki
þroskast."
- Bæði angist og húmor eiga þá sess í sög-
unni?
„Ef til viil þarf vissa aðlögun til þess að
læra á kímni Kafka og þessi bók er góður
inngangur vegna þess hvað húmorinn í
henni er fjölbreytilegur. Það er líka angist í
verkinu eins og öðrum verkum hans þó að
hún sé ekki einhlít. Kafka hefur oft verið
túlkaður ansi þröngt vegna áherslu á angist-
ina og sennilega er það arfur frá
existensíalismanum. í verkum
Kaflca er kafað djúpt í angistina,
en hún er þó aðeins einn þáttur
af mörgum."
- Kafka lauk ekki við Amer-
íku frekar en hinar skáldsög-
umar. Er það ekki galli á þess-
um verkum?
„Kafka fékk ekki hið heild-
ræna skáldsagnaform til þess að
passa við nútímaskynjun sína
og út úr þeirri glímu komu
ófullgerðar skáldsögur. Ég er þó á þeirri
skoðun að það sé eiginleiki þessara skáld-
sagna að vera ófullgerðar og mér þykir vel
við hæfi að lokakafli Ameríku skuli vera rétt
um ein síða og svo fjari sagan út. Það er
heillandi að henni lýkur ekki, heldm- hættir
hún - og hún hættir á góðum stað.“
-þhs
Eplin og eikin
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.
Þessi spakmæli vom mér ofarlega í huga
þegar ég sat í troðfullum sal Háskólahíós í
gærkvöldi og beið þess að fyrstu grænu
áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands á þessu starfsári hæfust. Það vom nefni-
lega bræðumir Vovka og Dmitri, synir Þór-
unnar og Vladimirs Ashkenazys, sem voru í
sviösljósinu þetta kvöldið. í öllu genafárinu
upp á síðkastið hefur maður varla komist hjá
að spyrja sér fróðari menn hvort til sé eitthvað
sem heitir tónlistargen, því ekki er óalgengt að
heilu fjölskyldurnar séu tónlistarmenn. Hvað
er þá áskapað og hvað áunnið?
Tónleikarnir hófust á verki Michaels Tor-
kes, „Ash“. Torke er Bandaríkjamaður, eins og
reyndar öll tónskáldin sem áttu verk á efnis-
skrá tónleikanna, fæddur árið 1961 og hefur
þrátt fyrir ungan aldur verið áberandi sem
tónskáld um árabil. Verkið er frá 1990, eitt af
mörgum sem hann hefúr samið fyrir The New
York City ballet. Verkið þykir í anda Beet-
hovens, er skemmtilega rythmískt og langt frá
Tónlist
Arndís Björk Ásgeirsdóttir
þvi að vera auðvelt. Þrátt fyrir góða spretti var
flutningurinn því miður ekki mjög sannfær-
andi og oft losaralegur. Sinfóníuhljómsveitm
hefur spilað mörg flóknari verk en þetta betur
og því ætla ég að skrifa það á hljómsveitar-
stjórann Michael Christie, 23 ára gamlan
Bandaríkjamann, sem þó stóð sig mun betur
það sem eftir lifði tónleika.
Næst kom röðin að píanókonsert Georges
Gershwins í F frá 1925. Þetta er ekki besta tón-
smíð hans en alls ekki leiðinleg, þvert á móti.
1. kaflinn er furðulega samansettur úr mörg-
um grípandi stefjum, enda það sem Gershwin
kunni allra manna best, og verður allt að því
syrpukenndur. 2. þáttur er sjarmerandi með
notalegri suðurríkjastemningu og 3. þáttur er
svo með hálfgerðu rondósniði. Verkið var í
stuttu máli sagt vel flutt, hljómsveitin þétt og
var leikur hennar í byrjun 2. þáttar heillandi.
í þeim þætti áttu líka 1. fiðla og 1. trompett
glæsilegar sólóstrófur. Vovka Ashkenazy
sýndi með leik sínum að hann er afbragðs pí-
anisti hvort sem var í seiðandi mjúkum leik í
2. þætti eða kröftugum 1. og 3. kafla (í þeim 1.
sleit hann streng en því var sem betur fer fljótt
kippt í liðinn).
Ekki veit ég hvort ég var ein um að vera
orðin gegndrepa í hléi. Úti var úrhelli og inni
lika því Háskólabíó míglekur ofan á allt ann-
að. En eftir hlé var komið að hinum bróðurn-
um, Dmitri, 1 konsert fyrir klarinett, strengi,
hörpu og píanó eftir Aaron Copland. Konsert-
inn er í tveimur köflum sem tengdir em sam-
an af kadensu, sá fyrri lýriskur og ljúfur og sá
síðari gáskafullur og jazzaður. Verkið var
samið fyrir Benny Goodman sem var hálfrag-
ur við það í fyrstu og beið það í langan tíma
eftir að vera
frumflutt.
Dmitri virtist
þó óhræddur og
þreytti þessa
frumraun sína
með hljómsveit-
inni með glans.
Undurfagur 1.
kaflinn var sér-
lega áhrifamik-
ill, kadensan
snilldarlega af
hendi innt sem
og fjörlegur
lokakaflinn.
Síðast á efnis-
skránni voru
sinfónískir
dansar úr söng-
leiknum West
Side Story eftir
Leonard Bem-
stein frá 1957,
skemmtileg Vovka
blanda af lat- azy.
neskum döns-
um, big-band músik og tilfinningaheitum ást-
arballöðum. Þó að nostra hefði mátt betur við
suma brothætta staði og sveiflan hafi virkað á
köflum eilítið stíf sýndi hljómsveitin á sér
ýmsar góðar hliðar og slagverksmenn marga
góða takta en herslumuninn vantaði á neist-
ann.
og Dmitri Ashken-
Barnamenning á Islandi
í fyrramálið kl. 10 hefst í Norræna hús-
inu ráðstefna um bamamenningu á vegum
samtakanna BIN-Norden. Fyrsta fyrirlest-
urinn heldur Jón Karl Helgason bók-
menntafræðingur:
„Eru barnabók-
menntir til? Heims-
bókmenntir, íslend-
ingasögur og börn.“
Kl. 10,50 munu svo
fulltrúar stjórnar
BIN-Norden - sem
stendur fyrir
Barnekulfurfor-
skning i Norden - |
kynna rannsóknir
sínar og starf sam-
takanna. Meðal þeirra em margir virtir
norrænir háskólakennarar og fræðimenn
sem hafa lagt sig eftir barnabókmenntum
og menningu barnanna sjálfra, leikjum
þeirra, frásagnarstíl og þeirra sérstöku
sögum, til dæmis gátum og hryllingssög-
um sem þau spinna upp á sinn hátt.
Eftir hádegið segir Bryndís Gunnars-
dóttir kennari frá íslenskri könnun á
menningu barna og Guðlaug Erla Gunn-
arsdóttir kennari talar um leikhús barn-
anna. Sigfríður Bjömsdóttir, tónlistar-
kennari og gagnrýnandi, segir frá tónsmíð-
um með bömum, tilraunum með tölvur og
tónsmíðar og loks heldur Margrét
Tryggvadóttir, bókmenntafræðingur og
gagnrýnandi, erindið „Leikheimar. Um til-
búnar leikfangaveraldir."
Ráðstefnunni lýkur um kl. 17. Hún er
opin öllu áhugafólki um bamamenningu.
Nóbelsverðlaunin til
Portúgals
Sænska akademían tilkynnti í gær að
skáldsagnahöfundurinn Jose Saramago frá
Portúgal hlyti bókmenntaverðlaun Nóbels
í ár. Hann er fyrsti rithöfundurinn sem
skrifar á portúgölsku sem hlýtur þessi eft-
irsóttustu bókmenntaverð-
laun veraldarinnar.
Saramago er fæddur 1922
og kominn af bláfátæku
bændafólki. Hann hafði ekki
efni á langskólanámi og
vann fyrir sér framan af
sem verkamaður en starfaði
síðan lengst af sem blaða-
maður og þýðandi. Alla ævi
hefnr hann haft heita samúð
með lágstéttarfólki og hetjur
skáldsagna hans em vinnu-
konur, bændur og fólk á flótta undan yfir-
völdum. Hann er meðlimur í portúgalska
kommúnistaflokknum.
Saramago gaf út fyrstu skáldsögu sína
1947 en sló ekki í gegn sem rithöfundur
fyrr en um sextugt með skáldsögunni
Baltasar og Blimunda, töfraraunsærri
sögu sem gerist á 16. öld og segir frá
elskendum sem freista þess að komast
undan Rannsóknarréttinum á fljúgandi
vél. Höfuðverk hans er skáldsagan Dánar-
ár Ricardo Reis sem kom út 1984. Hún ger-
ist 1936 þegar fasisminn var að ná völdum
í Portúgal og nær fram sérkennilegri
stemningu óraunveruleika mitt í harkaleg-
um veruleika. „Hann skoðar atburði og
persónur í sögu lands og þjóðar og sýnir
hvemig skáldskapurinn getur endurskrif-
að söguna - sýnir að hin opinbera sögu-
skoðun er ekki sú eina,“ segir Carlos Reis
bókmenntaprófessor. Skáldsögur Sarama-
gos þykja pólitískar og sjálfur var hann
kosinn í borgarstjórn Lissabonar fyrir
Kommúnistaflokkinn árið 1989 en hvarf
eftir stuttan tíma aftur að skriftunum.
„Mig langar ekki til að vera stjómmála-
maður,“ segir hann, „það er alltof erfitt. Ég
vil frekar vera rithöfundur sem skiptir sér
stundum af pólitik."
Nýjasta skáldsaga Saramagos heitir Öll
þessi nöfn og segir frá valdalitlum embætt-
ismanni á stórri skráningarskrifstofu sem
fær eitt „nafnanna" á heilann með hörmu-
legum afleiðingum. Engin skáldsaga Sara-
magos hefur verið gefin út á íslandi en
Friðrik Rafnsson, ritstjóri Tímarits Máls
og menningar, hefur þýtt nýtt viðtal við
hann úr franska tímaritinu L’Atelier du
roman, og það má lesa á heimasíðu Máls
og menningar: www.mm.is frá og með deg-
• inum í dag.
Bókmenntaverðlaun Nóbels voru veitt í
j fyrsta skipti árið 1901 þannig að senn líður
að hundrað ára afmæli þeirra.
Umsjón
Silja Aflalsteinsdóttir