Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998
19
DV
Hross og menn í Laufskálarétt.
DV-mynd Örn
Einangrunarstoð fyrir
alifugla stækkuð
DV, Vesturlandi:
Einangrunarstöðin á Mófellsstöð-
um, Stofnungi hf., sem haft hefur
einangrunarstöð fyrir Alifugla á
Hvanneyri síðan 1989, er að stækka
við sig og verður stækkunin á Mó-
fellsstöðum í Skorradalshreppi, að
sögn Jóns Péturs Líndal fram-
kvæmdastjóra.
„Við erum að stækka einangrun-
arstöð sem við höfum haft á Hvann-
eyri og munum byggja nýtt hús á
Mófellsstöðum.
Við höfum verið með starfsemi á
Hvanneyri síðan 1989. Þetta er ein-
angrunarstöð fyrir alifugla og hluti
af starfseminni verður á Mófellstöð-
um. Við þurftum að stækka við okk-
ur til að auka afkastagetuna.
Til þess að auka öryggi var
ákveðið að hafa næsta hús í nokk-
urra kílómetra fjarlægð.
Það er öryggisventill ef einhverjir
sjúkdómar koma upp á, þá þarf ekki
að loka öllum stöðum á meðan. Þess
vegna var ákveðið að hafa þetta hús
á Mófellsstöðum. Við flytjum inn
um 100.000 egg árlega og ungum
þeim út, Með nýju stöðinni eykst
framleiðslan á eggjum lítils háttar,"
sagði Jón Pétur við.
-DVÓ
Snæfellsbær:
Vistvænt bæjarfélag
DV, Vesturlandi:
Framfarafélag Snæfellsbæjar og
Atvinnu- og ferðamálanefnd Snæ-
fellsbæjar héldu á dögunum fund
í félagsheimilinu Klifi í Snæfells-
bæ. Þar kom saman hópur manna
sem ræddi um möguleika bæjar-
ins I framtíðinni. Skipt var niður
í fjóra málaflokka - ferðamál, fé-
lags- og menningarmál, umhverf-
is- og náttúruverndarmál og mat-
væli, iðnað og viðskipti og hug-
myndir gefnar út i bæklingi.
Stofnuð verða regnhlífarsamtök
sem hafa það hlutverk að sameina
félagasamtök, fyrirtæki, einstak-
linga og bæjarfélagið til stórátaks
í umhverfismálum. Bæjarstjórn
taki ákvörðun mn að Snæfellsbær
verði vistvænt bæjarfélag - taki
sér fimm ár í það verkefni. „Ég sé
Snæfellsbæ fyrir mér sem vist-
vænt bæjarfélag með sterkan
sjávarútveg þar sem meira verður
gert að því að fullvinna vöruna á
heimaslóðum. Sterkan landbúnað
sem einnig myndi fullvinna vöru
byggða á lífrænum og vistvænum
hráefnum. Mikinn ferðamanna-
iðnað, byggðan á þeirri stór-
brotnu náttúru sem er í Snæfells-
bæ, ásamt mergjaðri sögu,“ sagði
Guðlaugur Bergmann á Hellnum
við DV.
-DVÓ
Guðlaugur Bergmann. DV-mynd JE
Fréttir
Laufskálarétt 1 Hjaltadal:
Véx að frægð
erlendis
DV, Skagafirði:
Laufskálarétt í Hjaltadal, sem
vafalítið er fjölsóttasta stóðrétt
landsins, var sl. laugardag, 3.
október.
Fjölmenni mætti á staðinn til að
fylgjast með réttarstörfum enda
veður ágætt. Það hefur færst í
vöxt síðustu ár að fólk komi jafn-
vel úr fjarlægum byggðarlögum til
þess að taka þátt í hrossasmölun-
inni og að þessu sinni fóru tals-
vert á annað hundrað manns að
sækja hrossin.
Að sögn Steinþórs Tryggvasonar
fjallskilastjóra voru um 570 hross
rekin til réttar að þessu sinni og
eru þá folöld ekki meðtalin. Stærst-
ur hlutinn gengur í Kolbeinsdal
yfir sumarið en 180 komu úr beit-
arhólfi í sveitinni.
Það er þó ekki eingöngu til að
fylgjast með stóðréttinni sem fólk
leggur leið sína í Hjaltadalinn við
þetta tækifæri. Ýmsir eru að huga
að kaupum á hrossum og oftast eru
í réttinni lögð drög að viðskiptum,
þó svo að endanleg sala fari fram
eitthvað síðar.
Líklegt má telja að frægð Lauf-
skálaréttar vaxi enn frekar erlend-
is hér eftir. Nú var þar fjölmiðla-
fólk frá Noregi við upptökur fyrir
sjónvarpsþátt sem það hyggst gera
um smölunina og það mannlíf sem
fylgir stóðréttinni og mun síðan
ætlunin að selja þennan þátt til
sjónvarpsstöðva í Evrópu. Dvöldu
Norðmennirnir í fimm daga hér
nyðra. Voru þeir sérlega heppnir
með veður og aðstæður og voru
afar ánægðir þegar þeir kvöddu.
-ÖÞ
4
www.urvalulsyn.i8 (Afc
ÚRVAL ÚTSÝN
LASER TAG &
HÁSKÓLABÍÓ
KYNNA
STEIN HASKA
Í GHIF HA2ARD3
MAJOR
MUNIÐ NETLEIKINN
Glæsilegir vinningar. 75 miéar í Laser Tag, óOO
mióar ó Small Soldiers, Small Soldiers leikföng.