Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1998, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 11 Fréttir Larry Barrett, framkvæmdastjóri Waves Intemational: íslendingar verði súperstjörnur Waves - 17 manns koma til íslands vegna töfraúðans Töfraúðinn sem á að gera íslendinga að súperstjörnum. „Eg heyri að einhverjum skiljist að við séum ekki til. En við erum það og það mun koma vel í ljós þegar við komum 17 talsins til ís- lands 20. október, framkvæmda- stjórar og læknirinn sem fundið hefur upp Waves-efnin og fleiri. Við erum að breyta skrifstofuhald- inu okkar og emm í bráðabirgða- húsnæði hérna í bænum. Manninn sem kom hérna og fann ekki annað en póstkassann munum við hafa samband við. Ástæðan fyrir þessu er að við viljum spara okkur stór- felldan prentkostnað vegna flutn- ingsins og notum póstkassann á gamla staðnum," sagði Lawrence Barrett, framkvæmdastjóri hjá Wa- ves International, í gærkvöld. „Við erum að vaxa undrahratt og þurfum stærri skrifstofur sem við fáum ekki fyrr en 1. desem- ber,“ sagði Barrett. Hann sagði að á 4 mánuðum sem Waves hefur starfað hefði fyrirtækið selt milli 40 og 60 þúsund flöskur af fram- leiðslunni. Starfsmenn era 20-23, aðallega á slurifstofum. - Leika íslendingar stórt hlut- verk í Waves-sölukerfinu? „Já, íslendingar leika mjög stórt hlutverk í uppbyggingu Waves og við erum mjög hreyknir af okkar fólki á íslandi. Ég veit ekki hvers vegna þetta hófst, en eins og þú veist þá ger- ast oft kraftaverk. Allt hófst þetta með því að einhver á íslandi náði í tölvupóst á Netinu. Allt í einu varð sprenging ef svo má segja, við höfum síðan einblínt á alþjóðlegan markað fremur en heimamarkað. Allt virðist fara í gegnum ísland og nú er það ætl- un okkar að gera íslendinga að súper- stjörnum fyrirtækisins og gegnum ís- land mun heimssalan fara fram í framtíðinni," sagði Barrett. Jón Eldjárn er ungur starfsmaður Waves International. Hann er Sam- vinnuskólamaður frá Bifröst, búinn með frumgreinadeild. Hann og kona hans fóru út til Kaliforníu að skoða fyrirtækið í ágúst og eru þar enn. „Þetta var óhentugt húsnæði hjá okkur, var á tveim stöðum í bænum. Ég skil vel að maðurinn skuli hafa ályktað sem svo að við værum ekki annað en póstkassi, en við erum auðvitað annað og meira,“ sagði Jón Eldjárn í gærkvöld. -JBP Norðmennirnir kampakátir á tröppum Hótel Héraðs enda fram undan ferðin í Hallormsstað og Laugafell. Þórhallur Pálsson lengst til vinstri. DV-mynd Sigrún Egilsstaðir: Norskir umhverfis- menn í heimsókn Nú í byrjun október var hér á ferð 15 manna hópur sem starfar við umhverfis- og skipulagsmál í Nor- egi. Egilsstaðir hafa verið framar- lega á sviði umhverfísmála undan- farin ár og þvi var ákveðið að hóp- urinn kæmi m.a. hingað í kynnis- ferð. Norðmenn vora leiddir í allan sannleika um umhverfis- átak það sem hefur verið hér í gangi. Farið var í Hallormsstað og skóg- rækt á Héraði kynnt. Þá fór hópur- inn í Laugafell þar sem er baðað- staða úti undir beru lofti. Þar skellti fólk sér í bað þó hitastigið væri rétt yfir frostmarki og það var hápunkt- urinn í ferðinni. Annars voru Norðmennirnir Verkalýösfélag Norðfjarðar: Samningar á pólsku DV, Eskifirði: „Við létum þýða samninga fisk- verkafólks yfir á pólsku því það þarf að gæta réttar síns eins og aðr- ir,“ segir Jón Ingi Kristjánsson, formaður Verkalýðsfélags Norð- fjarðar, í samtali við DV. í Neskaupstað eru 35 erlendir starfskraftar, þar af 25 Pólverjar, og um 20 á Eskifirði, og, að sögn Jóns Inga, er þeim alltaf að fjölga. Flestir Pólverjanna koma ár eft- ir ár og hafa komið allt að sjö ár í röð. Jón segir að fyrirspurnir um samningana hafi borist alls staðar að af landinu en þessir samningar séu bundnir við svæði Alþýðusam- band Austurlands og ekki hægt að notast við þá í öðrum landshlutum en þörfin virðist vera mjög mikil. Pólverjunum finnst þetta mjög gott mál og vora mjög ánægðir með framgang verkalýðsfélagsins. Starfsfræðslunefnd og sjávarút- vegsráðuneytið létu einnig þýða námsgögn fyrir námskeið sérhæfðs fiskvinnslufólks á pólsku og hafa einhverjir sótt það námskeið. mjög ánægðir bæði með faglegar upplýsingar og alla móttöku, ekki síst kom þeim á óvart sú gríðar- mikla skógrækt sem hér er á vegum Héraðsskóga. Á laugardag hélt hóp- urinn suður að líta á furður Suður- lands. Fararstjóri var Þórhallur Pálsson arkitekt sem búið hefur í Noregi nokkur ár en er frá Egils- stöðum. -SB PILA SKÓR PILÓ FÖT 20-30% afsláttur DAGAR SPAR SP0RT TOPPMERKI A LAGMARKSVERÐI NÓATÚN 17 T S. 511 4747 B IÖS MALÞING 1998 i I ■ Fundarstaður: Blái salur Verzlunarskóla íslands Fundartími UagSKfa. 1 A skv. samþykktum félagsins. " • • ai Samtaka fiáifesta. 1. acUItlcUVct IJcUlCSld. 2. Staða og stefna íslensks verðbréfamarkaðar á óvissum tími urður B. Stefánssonar, framkvæmdastjóri VÍB. 3. Verslað með verðbréf á Internetinu. Stanley Pálsson verkfræðingur sýnir á hvíta tjaldinu hvernig hann kaupir op solnr. uuey raisson verKiræoingur symr a nvua ijaiamu nverr'- 1 og selur. 4. Spákaupmennska, áhætta og hagnaðarvon í afleiðuviðskiptum. v lvuuu 5. Aðalfundarlok og almennar umræður. Að loknum aðalfundi er félagsmönnum boðið að taka þátt í fundi r-iöl-íArinmr ctinrn-ir Mrrir folacrcmonn arn cárctnlrlnn-i hnánir imllrcmnlr aÉfeffiílll

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.