Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1998, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1998 Fréttir Fjöldi manns hlýddi á umræður um miðlægan gagnagrunn i hátíðasal Háskólans um helgina. Hér má m.a. sjá Kára Stefánsson og Sigrúnu Jóhannesdótt- ur, framkvæmdastjóra Tölvunefndar, en hún er lengst til hægri á myndinni. DV-myndir Pjetur ^ Afleiöingar einkaleyfis á gagnagrunni: Islenskt vísindasam- félag gæti stórskaðast - segir Einar Árnason prófessor Á málþingi sem rektor Háskóla íslands hélt um helgina um miðlæg- an gagnagrunn á heilbrigðissviði sagði Einar Ámason, prófessor í þróunar- og stofnerfðafræði, að einkaleyfi af því tagi sem ætlunin er Bílainnbrot aukast Lögreglan i höfuðborginni beinir þeim tilmælum til fólks að það gæti þess að læsa bílum sín- um og taki svokallaða „stýrifronta" úr útvarps- og geislaspilaratækjum sínum með sér úr bílum sínum ef þess er kostur. Aðalvarðstjóri lögregl- unnar sagði í samtali við DV í gærkvöld að bílainnbrotum hafi fjölgað að undanfomu. „Fólk verður að passa að læsa bílum sínum,“ sagði aðalvarð- stjóri lögreglunnar. Hann sagði jafnframt að bílþjófar brjóti gjarnan hliðarrúður ef bílarnir eru læstir en svokallaöir frontar era enn í tækjunum. Þannig valda þeir tjóni bæði tjóni á rúð- um og síðan gjarnan á mæla- borði. Séu stýrifrontarnir teknir úr geta þjófarnir ekki komið tækjunum í verö og því hverf- andi líkur á að þeir brjótist inn í bílana nema um önnur verðmæti Afskipti af þrjá- tíu „undir 16“ Samtals um sex þúsund manns voru i miðborg Reykjavíkur á fóstudags- og laugardagskvöld og mikill erill hjá lögreglunni. Veraleg ölvun var í borginni og töluvert um líkamsmeiðingar. Þó var engin þeirra talin alvarleg að sögn lögreglu. Á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardagsins haföi lögreglan af- skipti af um 30 ungmennum und- ir 16 ára aldri. Foreldrar og for- ráðamenn voru látnir sækja ung- mennin. „Foreldrar verða að vera meira vakandi yfir þessu,“ sagði talsmaður lögreglunnar. -Ótt Ekið á konu Ekið var á roskna konu á mót- um Freyjugötu og Mímisvegar í gær. Konan hlaut höfuðáverka og önnur meiðsl. Um helgina slösuðust tveir aðrir vegfarendur í Reykjavík. Annar þeirra var kona sem ók bíl og lenti í árekstri við annan bíl á mótum Miklubrautar og Grensásvegar. Konan hlaut úlnliðsbrot og meiðsl á mjaðmargrind. Um helgina var einnig ekið á reiðhjólamann á Smáragötu. Hann hlaut minni háttar meiðsl. -Ótt að veita íslenskri erfðagreiningu samkvæmt gagnagrunnsfrumvarpi heilbrigðisráðherra stefni í voða samskiptum milli íslenskra og er- lendra vísindamanna á þessu sviði. „Menn eru að velta því fyrir sér að sniðganga samstarf við íslendinga verði frumvarpið að lögum,“ sagði Einar í samtali við DV í gærkvöld. Málþingið hófst á laugardags- morguninn og því lauk síðdegis í gær. í því tóku þátt bæði íslenskir og erlendir fræðimenn og stjóm- málamenn. Meðal frummælenda vora Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra, Kári Stefánsson, forstjóri ísl. erfðagreiningar, Lady Mary Warnock, heimspekilegur sið- fræðingur og ráðgjafi bresku ríkis- stjómarinnar á sviði gagnasöfnunar og persónuverndar, og Peter J. Hustinx, forseti gagnavemdunar- stofnunar Hollands. Hustinx taldi að veiting einkaleyfis á slíkum Einar Árnason, prófessor í þróunar- og stofnerfðafræði. gagnagranni samræmdist ekki regl- um Evrópusambandsins og væri jafnvel mannréttindabrot. Lögbinding framvarpsins gæti haft það í för með sér að flutningur á gögnum frá íslandi til annarra landa yrðu ekki heimilaður og ís- land myndi á þann hátt einangrast frá alþjóðlegu vísindasamstarfi. Einar telur að verði þetta raunin sé stórhætta á að íslenskt vísindasam- félag bíði skaða af. „Þeir erlendu að- ilar sem ég hef rætt við segjast hafa hingað til litið til íslands sem fyrir- myndar annarra ríkja hvað varðar lýðréttindi og hversu manneskju- legt okkar samfélag er. En ef svona gerist þá gæti þetta land orðið fyrir- mynd fyrir aðra og verri hluti, fyr- irmynd í þvi hvemig á að mismuna fólki. Þeir hafa áhyggjur af því að verið sé að nota vísindi í annarleg- um tilgangi og óttast áhrif þess á eigin þjóðfélög.“ -SÁ Prófkjör Sjálfstæðisflokks á Reykjanesi: Þrjár nýjar konur komnar í slaginn Framboðsfrestur í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi rann út kl. 18 í gærkvöld. Þá lá það fyrir að þeir sem sækj- ast eftir sæti á lista flokks- ins í kjördæminu fyrir al- þingiskosningarnar í vor verða núverandi þingmenn flokksins að Ólafi G. Ein- arssyni frátöldum, þau Árni M. Mathiesen, Árni R. Árnason, Kristján Pálsson og Sigríður Anna Þórðar- dóttir. Auk þeirra bjóða sig fram Gunnar Birgisson, forseti bæjarstjómar Kópa- vogs, Helga Guðrún Jónas- dóttir, Hólmfríður Skarp- héðinsdóttir, Sandgerði, Jón Gunnarsson, forystu- maður í Landsbjörg og Sjávarnytjum, Markús Möller hagfræðingur, Stef- án Þ. Tómasson, Hafnar- firði, og Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir, dagskrár- stjóri á rás 2. Fimm vikur eru þar til prófkjörið verður haldið og má búast við harðri bar- áttu um efstu sætin. At- hygli vekur að þrjár konur hafa gefið kost á sér undir lok framboðsfrests: Hólm- Jón Gunnarsson. Markús Möller. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Sigríður Anna Helga Guðrún Þórðardóttir. Jónasdóttir. Árni M. Mathiesen. Kristján Pálsson. Gunnar Árni R. Árnason. Birgisson. fríður Skarphéðinsdóttir er ættuð úr Keflavík en er bú- sett í Sandgerði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er dagskrárstjóri á rás 2. Loks vekur framboð Helgu Guð- rúnar Jónasdóttur nokkra athygli, en hún er fyrrver- andi forstöðumaður Upplýs- ingaþjónustu bænda. Sjálfstæðismenn sem rætt var við í gærkvöld töldu al- mennt að þessi óvænti liðs- auki kvenna í prófkjörið myndi ekki veikja stöðu Sig- ríðar Önnu Þórðardóttur sem væri sterk fyrir. Á þess- ari stundu væri líklegt að hún hreppti annað til fjórða sætið. Nýju konurnar þrjár gætu hins vegar raskað stöðu karlframbjóðendanna að Árna M. Mathiesen þó undanskildum. Fátt benti til annars en þess að hann yrði kjörinn í fyrsta sætið. Sjálf- ur sagði Árni í samtali við DV í gærkvöld að hann teldi ekkert gefið í þeim efnum og fráleitt að gefa sér niður- stöðuna fyrirfrEim. Hún yrði ekki ljós fyrr en búið yrði að telja upp úr kjörkössunum eftir fimm vikur. -SÁ sandkorn Rússnesk lýsing Svo sem greint var frá í Sand- korni hafa stjórnarherramir Davíð Oddssonog Halldór Ás- grímsson tekið upp þann hátt að boða til blaðamannafunda til að ítreka góðærið. Til nýjunga á þessum fundum í Ráð- herrabústaðnum telst að þeir félag- ar eru sminkaðir og hafa látið bregða upp lýs- ingu til að létta sjónvarpsstöðv- unum lífið. Vandinn er bara sá að lýs- ingin gengur illa upp og nýtist ekki. Reyndar sagði einn sjón- varpsmanna að í stað þess að fá fram glæsta umgjörö svo sem ætl- að er væri heildarmyndin eins og i rússnesku yfirheyrsluher- bergi... Oþægð í jeninu Stjómendur Sparisjóösins í Bolungarvík eru sagði vera á glóðum vegna lána sem þeir tóku í japönskum jenum og lánuðu áfram til trillukarla á gífur- lega „hagstæðum kjöram“ miöað við það sem við- gengst í banka- kerfinu. Þá var gengi jensins mjög lágt og vextimir sömuleiðis, eða núll komma eitthvað smáveg- is. Nú veður gengið á jeninu upp á við og Sólberg Jónsson spari- sjóðsstjóri er sagður naga negl- umar ... Hringja í alla í hörðu prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjaneskjördæmi rík- ir mest óvissa um stöðu Gunnars Birgissonar odd- vita flokksins I Kópavogi. Stuðn- ingsmenn hans hugsa sér gott til glóðar með að virkja Kópavog allan í prófkjör- inu og ætla að hringja í hvem einasta Kópa- vogsbúa. Þannig gera þeir sér vonir um að ná allt að 4000 íbú- um bæjarins í prófkjörið til aö styðja Gunnar. Það myndi fleyta honum langt að fyrsta sætinu. Þeir benda á árangur Rannveig- ar Guðmundsdóttur, þing- manns krata, sem náði efsta sæt- inu í hörðu prófkjöri Alþýðu- flokksins fyrir síðustu kosningar með þvi að hringja út Kópavog allan og ná þar 3700 manns í próf- kjörið ... Bæjarstjóragen Það þarf vart miðlægan gagna- grunn til að finna það gen sem ræður því hvort menn verða bæjar- stjórar eður ei. Bæjarstjórarnir Jón Gunnar Stefánsson í Vesturbyggð, áöur í Grinda- vík, og Jónas Ólafsson, sveit- arstjóri og bæjarstjóri í fjarðarbæ, hafa báðir skilað af sér bæjarstjórum. Þannig er nú Stefán Jónsson Stefánssonar sveitarstjóri í Dalabyggð. í ná- grannasveitarfélaginu Snæfells- bæ heldur síðan Kristinn Jónas- son Ólafssonar um bæjarstjóra- embættið. Þetta þykir sjálfskip- uðum erfðafræðingum vísbend- ing um að genið sé til staðar ... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.